New Posts

Showing topics posted in the last 7 days.

This stream auto-updates   

 1. Past hour
 2. Voðalega eruð þið vandlátir, sagði Sókrates ekki að allar konur væru fallegar í myrkri. Einhver kennarinn sagði okkur það þegar við vorum í barnaskóla, væri auðvitað rekinn í dag, setið í mér og ég gert að lífspeki. En að öðru, er hún ekki öll löguð til, sýnist það andlitið leifar "fegrunar aðgerða", nefið ekki alveg í lagi og svo framvegis. Hvað ef að konan fæddist með alvöru fallegt nef?
 3. Ægilegt alveg, mér stórbrá þegar ég sá þetta rétt núna. Á að slá í dag en ekkert díesel í dráttavélinni, einhver svona "rapture" eða eithhvað, Guð tekur alla olíuna í gær. Nei kannski ekki, höfum jafnvel olíu til 2022 ef að við erum góð. Kannski að við eigum að fórna einhverjum, einhver tilbúinn að bjarga okkur til 2022, þegar allt verður kabút, alles set væk alles est væk: https://realclimatescience.com/2019/06/us-to-run-out-of-oil-by-1992/ US To Run Out Of Oil By 1992 Posted on June 26, 2019 by tonyheller Sad news – the US will run out of oil by 1992, and the world will run out of oil between 2012 and 2022.
 4. Þessi dómari gæti þurft á allri þeirri brjóstbirtu sem hann getur náð í!
 5. Kannski að við verðum bara sammála um allt á endanum. Við sammála um að það hafi verið fiktað við þessar hitatölur, þú segir til góðs en ég segi í svindli, að refurinn hafi verið fengin til þess að passa upp á hænurnar. Og núna þarf ég að monta mig, til þess að láta allt snúast um sjálfan mig að sjálfsögðu samkvæmt þér og Herkúles. Ég haldið fram í áraraðir að þessar hitatölur frá jafnvel 19. öld séu ekki sambærilegar við hitatölur í dag, önnur mælitæki þá og svo farmvegis og svo framvegis, hitamismunurinn svo lítill til þess að byrja með að skekkjumörkin skipta máli. Úr þessari grein sem þú tengdir á: Stations have moved to different locations over the past 150 years, most more than once. They have changed instruments from mercury thermometers to electronic sensors, and have changed the time they take temperature measurements from afternoon to morning. Cities have grown up around stations, and some weather stations are not ideally located. All of these issues introduce inconsistencies into the temperature record. Eins og ég sagði, ég engin sérfræðingur til þess að meta hvernig þeir hafa breytt þessum hitatölum hjá Nasa. En ég segi þetta, James Hansen sem var hjá NASA einn þeirra sem fiktaði við kælikerfið í þinginu og hitabylgja þá í Washinton DC, þar sem loftslagshremmuáróðurinn fæddist. Hans eigin orð ef ég man rétt, voða montinn af því. Aftur, er sniðugt að láta refinn passa upp á hænurnar??
 6. Today
 7. Æj, thessar morölsku leiksyningar eru heilaskemmandi. Starfsfolk Thjodkirkjunnar hefur hvad eftir annad verid stadid ad kynferdisbrotum. Engar afleidingar. Stjornendur Hrunabankana mökudu krokinn og settu bankana a hausinn. Engar afleidingar. DO setti Sedlabakan a hausinn. Engar afleidingar. Rika eitt prosentid flytur audinn til Tortola og Panama. Engar afleidingar. Listinn er endalaus. Dag eftir dag thvæla hins vegar fjölmidlar um ölstofuspjall nokkurra thingmanna. Folk litur ordid a thingmenn sem mein frekar en gagnsemd.Hvorki virding eda traust gagnvart fyrirbærinu.
 8. Þeir sem ég þekki og eru milljarðamæringar finnst hart að borga mikið í skatta vegna þess að þeir hafa lagt hjarta sitt og sál í að ná þessum árangri. Þeim finnst það jafn ósanngjarnt eins og ykkur finnst að þeir borgi enga skatta. En varðandi hvort auknir skatta auki verðmætasköpun á Íslandi þá held ég að margir í íslenska stjórnkerfinu séu áskrifendur að laununum sínum. T.d. ef þú tvöfaldar starfsmenn ríkisendurskoðunar hefur það enginn áhrif á það sem ríkið gerir. Ríkisendurskoðun skrifar skýrslur en enginn fer eftir því sem hún segir. Annað hvort eru skýrslunar svona lélegar eða stjórnkerfið skilur ekki eða getur ekki farið eftir þeim. Hver svo sem ástæðan er þá skiptir ekki máli hvort skattar séu hækkaðir eða ekki. Íslenskir auðmenn búa kannski til meiri verðmæti en íslensk stjórnsýsla og ef svo þá sé enga ástæðu til að hækka skatta á Íslandi.
 9. Já, það er eiginlega mjög svo einkennilegt að ENGINN skuli hafa látið sér detta í hug "mannrán" á Jóni Þresti á Írlandi,svo mjög sem menn hafa rætt málið og "furða sig á því hvernig maðurinn hafi "gufað upp" ef svo má að orði komast. Það ER eigninlega engin önnur skýring á hvarfi Jóns. Hann getur verið "í haldi" hjá viðkomandi mannræningjum. Heimur þeirra sem hafa náð langt í fjárhættuspili er flókinn og það er t.d. sóst eftir mjög þekktum spilurum og þeir beðnir um að sýna þekkingu sína í "faginu". Ekkert er líklegra en eitthvað svipað atriði tengist þessu "hvarfi".
 10. Mjög svo!
 11. Þetta er gegn Terms of Use hjá Karolina Fund. Þar stendur, undir 5.- Community Guidelines: Svo mörg voru þau orð. Þess ber að geta að stofnendur og aðstandendur Karolina Fund styðja þessa söfnun. Já, I shit you not! Og svo skilja femínistar bara ekkert í því af hverju þetta orð er farið að fá "bad rep"
 12. Í fréttum hefur komið fram að metfjöldi umsókna hafa borist Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Ekkiner sagt hvers vegna svona margir sækja um skólavist. Mig grunnar að það sé vegna þess að stórir árgangar og stytting náms í framhaldsskólum eigi hlut að máli. Háskóli Íslands útskrifaði 2600 manns í júní. Hvernig gengur þessu fólki að fá vinnu og hvernig mun næstu árgöngum ganga að fá vinnu? Ríkið og sveitarfélög eru stærstu vinnuveitendur á Íslandi. Það vantar hjúkurnarfræðingar, lækna, kennara og fleiri stéttir hjá ríkinu. Atvinnurekendur þurfa lítið af starfsfólki enda er niðurskurður framundan. Ferðaiðnaðurinn þarf ekki háskólamenntað fólk því þetta eru flugfreyjur, þernur, bílstjórar og kokkar sem ferðaþjónusta þarf. Fyrir utan auðvitað fækkun ferðamanna til Íslands. Það er því ljóst að atvinnuleysi háskólamenntaðra fer líklegast hækkandi. Aiðvitað er búið að tryggja að þetta fólk geti flutt erlendis til Evrópu eða Norðurlandanna og fengið vinnu þar. En er ekki eitthvað fyrir þetta fólk að gera á Íslandi? Við erum með rándýrt kerfi til að setja stefnu og framkvæma aðgerðir til að auka lífsgæði á Íslandi. Við erum með 63 þingmenn og ríkisstjórn. Alþingi með marga í vinnu og marga sem eru lausráðnir til að gera skýrslur um hitt og þetta. Ráðuneyti, ríkisfyrirtæki og undirstofnanir með tugþúsundir starfsmanna. Er eitthvað hægt að fá úr þessu batterí eða hvað? Það líklegt að þegar þessi stúdentar sem eru að innrita sig í dag í háskólanám komi á vinnumarkaðinn þegar botninn á niðursveiflunni er að nálgast. Vonandi veður eitthvað annað í stöðunni en að flytjast af landi brott. Þeir sem fara beint á vinnumarkaðinn eftir grunnskólanám eða framhaldskóla eru í betri stöðu en þeir sem fara í háskólanám. En bæði þeir sem fara í langt nám og stutt nám huga að barneignum. Stórir árgangar eru að komast ífullorðinna manna tölu og þeir þurfa að ákveða hvort þeir ætli að eignast börn. Þetta getur orðið helvíti strembið að vera atvinnulaus, með námslán og nýfætt barn. Því vil ég segja við þetta unga fólk. Þetta líf er helvíti erfitt en það er hægt að gera það ennþá erfiðara með þeim ákvörðunum sem eru teknar. Ekki mennta þig nema þú vilt það sjálfur. Ekki eignast börn nema þú vilt það sjálfur. Þegar best gengur er þetta erfitt en ef allt fer á versta veg er þetta helvíti. Ekki hjálpar ríkið þér nema að skattleggja þig, skerða bætur og uppfylla þínar þarfir að hluta. Ef þú færð enga vinnu eða vinnu sem dugar ekki fyrir útgjöldum hjálpar þér enginn. Þú valdir að mennta þig og eignast börn. Ef þú ert brautryðjandi þá færðu ekki lán eða styrk til að framkvæma hugmyndina. Ætli þetta endi ekki þannig að sumir fara til útlanda. Aðrir fá vinnu hjá ríkinu. Einhverjir fara fyrst á atvinnuleysisbætur og svo örorkubætur. Svo fá sumir vinnu við eitthvað sem passar ekki þeirra menntun. Já svo þarftu að vera heima tekjulaus þegar fæðingarorlofsgreiðslurnar eru hættar að berast. Atvinnurekendur vilja auðvitað hafa þig í vinnu en ekki heima með barnið. Húsnæði og fæði reiknar með tveimur tekjum. Þannig ekki er gert ráð fyrir því að þú eignist barn. Hvað þá börn. Ég segi treystu á sjálfan þig. Ekki ríkið. Ekki mennta þig eða eignast börn nema þú sért að fara í grein sem borgar góð laun og þú sért afburðanemandi. Passa líka að eiga barn ekki of snemma eða of seint. Vandamálið við að eiga barn er eins og með lífið. Þú getur ekki stjórnað barneignum eins og þú getur ekki stjórnað lífinu.
 13. Eitt sinn voru allir fjölmiðlar fullir af fréttum af Írak. En ekki lengur. Hvernig stendur á því? Einu sinni voru allir fréttatímar fullir af fréttum af flóttafólki á leið til Evrópu. Er flóttastraumurinn hættur?
 14. Yesterday
 15. Mikilvæg skilaboð frá Tim Pool. Google skoðananakúgar íhaldsmenn/hægri.
 16. Hér eru staðreyndir enn og aftur: Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júní 2019 19:00 Sykurskattur hefur verið innleiddur út um allan heim Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. Í aðgerðaáætlun landlæknis til að draga úr sykurneyslu er lagt til að sælgæti og gosdrykkir sem innihalda sykur og sætuefni verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts, sem er 11 prósent, í hærra þrep vrðisaukaskatts sem er 24 prósent. Samhliða þessu er lagt til að sett verði sérstakt vörugjald á þessar vörur en saman á þetta tvennt að skila 20 prósenta hækkun á verði sælgætis og gosdrykkja í þeim tilgangi að draga úr sykurneyslu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðaáætlunina í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Var á fundi ríkisstjórnarinnar ákveðið að skipa starfshóp sem falið verður að innleiða áætlunina. Sykurneysla er helsti orsakvaldur áunninnar sykursýki og offitu Sykur er helsti orsakvaldur áunninnar sykursýki og offitu á heimsvísu. Bandaríski læknirinn Robert H. Lustig, sem er sérfræðingur í offitu barna og prófessor við læknadeild University of California, heldur því fram að viðbættur sykur sé eitur í ljósi þess hvernig líkaminn brýtur efnið niður. Víða um heiminn hefur lýðheilsuáætlunum verið ýtt úr vör í þeim tilgangi að draga úr sykurneyslu og til að draga úr offitu. Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðan mat og drykk virkar ef hún er áþreifanleg. Í mars síðastliðnum birtust niðurstöður á áhrifum sykurskatta í Berkeley í Kaliforníu þremur árum eftir innleiðingu sykurskattsins þar í borg. Samkvæmt niðurstöðunum, sem birtust í American Journal of Public Health, dróst neysla á gosdrykkjum saman um helming eftir innleiðingu sykurskattsins. Rannsóknir sýna að skattlagningin á sykraðrar vörur þarf að vera nægilega mikil svo neytendur breyti hegðun sinni. Í aðgerðaáætlun landlæknis er því raunar haldið fram að lýðheilsusjónarmið hafi ekki ráðið för síðast þegar sykurskattar voru innleiddir á Íslandi í formi vörugjalda enda hafi skattlagningin verið allt of hófleg og óveruleg. „Árið 2013 var gerð tilraun hér á landi til að setja vörugjöld á vörur sem innihéldu sykur eftir sykurinnihaldi og átti sú aðgerð að vera lýðheilsuaðgerð en þegar upp var staðið var ekki tekið tillit til lýðheilsusjónarmiða við þá framkvæmd. Þá hækkuðu sykraðir gosdrykkir einungis um 5 krónur á lítra og súkkulaði lækkaði í verði þar sem vörugjöld sem fyrir voru á súkkulaði voru hærri en þau vörugjöld sem lögð voru á eftir sykurinnihaldi. Embætti landlæknis benti þá á að þessi aðgerð væri ekki líkleg til árangurs heldur væri áþreifanleg hækkun á verði gosdrykkja og sælgætis árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna og virka þannig sem forvarnaraðgerð til að draga úr óheilbrigðum neysluvenjum. Það hafa því í raun aldrei verið settar álögur á sykruð matvæli á Íslandi út frá lýðheilsusjónarmiðum,“ segir í aðgerðaáætluninni. Karl Andersen, sérfræðingur í hjartalækningum og yfirlæknir Hjartagáttar Landspítalans, hefur í sínu starfi verið í áratugi í návígi við skaðlegar afleiðingar sykurneyslu. Hann segist fagna áformum um hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli. „Ég held þetta sé mjög þarft skref og löngu tímabært. Við höfum séð afleiðingar af vaxandi sykursýki á Íslandi sem hefur tvöfaldast á síðustu tuttugu til þrjátíu árum og er beinlínis afleiðing af of mikilli sykurneyslu. Þetta er vel þekkt á Íslandi. Við vitum að í samanburði við Norðurlöndin innbyrðum við langmest af sykri og það gildir um sykraða gosdrykki líka,“ segir Karl. Norðmenn riðu á vaðið 1981 Sykurskattar hafa verið innleiddir í 46 þjóðríkjum og borgum víðs vegar um heiminn síðan Norðmenn riðu á vaðið árið 1981. Fjölmargar borgir Bandaríkjanna á listanum en þar má nefna Berkeley, Albany, Philadelphia, Oakland, San Francisco og Seattle. Mörg þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatta hafa gert það á síðustu tveimur árum en þar má nefna Portúgal, Indland, Tæland, Filippseyjar, Suður-Afríku, Bretland, Írland og Perú. Sum þeirra ríkja sem hafa sykurskatta eru að hækka hann um þessar mundir en þar má nefna Noreg og Frakkland. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með skattlagningu til að draga úr sykurneyslu í sínum tilmælum. „Það hefur verið sýnt fram á að skattlagning á óhollustu dregur úr neyslu hennar. Í raun er hér verið að beita sömu aðferðafræði og við höfum gert í nokkra áratugi, með mjög góðum árangri, gegn tóbakinu,“ segir Karl Andersen.
 17. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/06/25/benedikt_bankastjori_arion_banka/ Ó shit.
 18. Tek eftir að það er verið að fjalla um úttekt ríkisendurskoðunar á pósti og síma (íslandspósti). Reksturinn virðist hafa lengi verið í rugli. Ekki tekið á málum og með fækkandi sendingum hefur starfsfólki ekki fækkað. Ekki hefur verið brugðist við breyttum rekstrarfosendu. EN HVAÐ. úr Kjarnanum. "Laun for­stjóra Íslands­pósts hækk­uðu um 43 pró­sent á innan við ári Kjarn­inn greindi frá því í mars síð­ast­liðnum að Ing­i­­mundur Sig­­ur­páls­­son, for­­stjóri rík­­is­­fyr­ir­tæk­is­ins Íslands­­­pósts, hafi hækk­­aði tví­­­vegis í launum á árinu 2018. Fyrst hækk­­uðu laun hans í 1.992 þús­und krónur á mán­uði fyrsta jan­úar 2018 og svo aftur um þrjú pró­­sent 1. maí sama ár. Eftir það voru laun hans 2.052 þús­und krónur á mán­uði." Enn fremur greidd­i Ís­lands­­póstur 29,5 millj­­ónir króna fyrir fimm jeppa og einn fólks­bíl árið 2015, sem for­­stjóri og fram­­kvæmda­­stjórar fyr­ir­tæk­is­ins hafa til umráða sam­­kvæmt ráðn­­ing­­ar­­samn­ing­­um. Í svari Íslands­­­póst við fyr­ir­­spurn DV segir að fyr­ir­tækið hafi á að skipa öfl­­ug­t ­­stjórn­­enda­teymi og það eigi við um stjórn­­endur sem og aðra starfs­­menn ­­fyr­ir­tæk­is­ins, að það verði að vera sam­keppn­is­hæft í launum til að eiga kost á að laða til síns hæfa starfs­­menn." Maður er dálítið gáttaður. Var þetta maðurinn sem var að sinna starfinu.? Var hann hæfasti maðurinn í starfið.? Þurfti að hækka laun hans tvívegis og það um 43% þegar það þurfti að lækka rekstrarkostnað. Var ekki hægt að segja upp hlunnindum starfsmanna vegna bifreiða.? Er nauðsyn að sjá þeim fyrir bifreiðum ???. Eru 2 milljónir á mánuði plús bíll og plús heimild til að vera í stjórnum fleiri, fleiri félaga BARA ALLT Í LAGI HJÁ RÍKINU. ??
 19. Það hlítur að vera mjög sérstakt að félag sem er skráð á Tortóla, Panama eða öðrum aflandslöndum geti átt félög á Íslandi , hvort sem er hlutafé eða einkafélög. Mér finnst að það sé lágmarks krafa að upplýsingar liggi fyrir um eiganda félags. Og er meiriháttar undarlegt að geta flutt arð á félag sem skráð er í skattaskjóli. Þessu þarf að breyta sem fyrst.
 20. Breiðablik gegn ÍBV fór eins og ég spáði með sigri Breiðabliks. Átti von á að ÍA tæki HK í þessum leik. En HK menn spiluðu vel og tóku stigin 3. Hér átti ég von á jafntefli því ég átti ekki von á neinum sérstökum leik. En Valsmenn unnu með aðeins einu marki og 3 stig í hús. Ég átti von á sigri Stjörnunnar gegn Fylki og gekk það upp. Hér átti ég von á KA sigri gegn Víkingi R en í markaleik hafði Víkingur R sigurinn og þrjú stig. Hér átti ég von á hörkuleik og að FH myndi taka þennan leik. En KR tók þennan leik enda ekkert að gerast hjá FH í þessum leik. HK kom á óvart með sigri gegn ÍA og að sama skapi olli FH mjög miklum vonbrigðum!
 21. Það eru tveir einstaklingar hér sem elta aðra uppi, og kalla þá tröll. Þú ert annar þessara einstaklinga. Ég er ekki hinn. En, auðvitað, þú ert fórnarlambið. Það er svo móðins í dag. Auðvitað gef ég afar lítið fyrir palladóma sósíalista um ágæti minna skrifa. Nema náttúrulega, ég tek pirringi og persónulegri heift sósíalista sem vísbendingu um að ég sé á réttri leið. Persónulegar árásir eru nefnilega eina leiðin fyrir þetta arma fólk til að taka þátt í umræðunni. Sósíalisti sem ekki notar orðin fífl og fáviti, og svo öll hin orðin sem ég nenni ekki að endurtaka, hefur ekkert að segja.
 22. Last week
 23. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/06/24/tengist_hernadarumsvifum_russa/ Eru Rússar að velta fyrir sér að taka yfir Evrópu? Af hverju þurfa Bandaríkjamenn að vera í einhverju hernaðarbrölti á Íslandi?
 24. Hvað hefur hann verið að segja þar.
 25. Eng-Kam verður einna helst minnst fyrir það að hafa rústað þeirri helgi-ímynd sem hefur verið af kvennaboltanum að þær leiki heiðarlegra meira eftir reglunum en karlar og séu ekki vælandi eða rífast í dómurunum. Man sjaldan eftir öðrum eins farsa í knattspyrnunni og þessir leikmenn Kamerún sýndu af sér. FIFA ætti að setja Kamerún í langt bann eftir þessa uppákomu en þeir munu auðvitað ekki gera það.
 26. https://kjarninn.is/frettir/2019-06-24-thingflokkur-sjafstaedisflokksins-vill-verulegar-breytingar-fjolmidlafrumvarpinu/ Ef ekki, er það þá ekki afturganga í nútímanum, enda segir í frumvarpinu samkvæmt Kjarnanum: Mark­miðið með frum­varp­inu er að efla hlut­verk rík­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, Virkilega? Segi ég!!!
 27. https://www.vox.com/2019/5/22/18617686/baby-boomers-millennials-capitalism-joseph-sternberg Mæli með þessari grein.
 28. Bara til að halda því til haga, þetta er líklega ekki buíð fyrir Smallet. Búið að fá sérstakan saksóknara í hans mál, og skv. fréttum þá er kannski samkomulagið sem hann gerði ónýtt.
 29. Halldóra fæddist í líkama stráks.... hmmmm..... uuuuuu... eh - kannski af því að hún VAR strákur???
 1. Load more activity