Jump to content


Photo

Bojband Einars Bárđa flopp


 • Please log in to reply
5 replies to this topic

#1 langley

langley

  Málfćr

 • Notendur
 • PipPip
 • 504 posts

Posted 25 January 2008 - 10:47

Sönghópurinn Luxor er hćttur eftir stutta viđveru í bransanum. Ekki er beint hćgt ađ segja ađ skiptar skođanir séu á skyndilegu fráhvarfi sveitarinnar.

„Ég á ekki eftir ađ sakna ţeirra persónulega en ég óska ţessum piltum alls hins besta í framtíđinni," segir Óli Palli á Rás 2. „Ég tel alls ekki ađ ţetta sé dauđadómur yfir ţessari tegund tónlistar. Ţađ hefur fullt af fólki smekk fyrir svona tónlist ţótt ég hafi ţađ ekki persónulega. Ćtli Einar Bárđarson sé ekki bara ađ fókusera á England og Garđar Cortes og ţví líklega lítiđ bensín eftir fyrir Luxor-vélina."

Brynjar Már Valdimarsson hjá FM957 er á svipađri skođun og Óli. „Nei, ég get nú ekki sagt ađ ég sakni Luxor, enda var ég ekki fan, en mér fannst ţetta konsept engu ađ síđur ekkert galiđ," segir hann. „Mađur hefur nú trú á ţví sem Einar Bárđarson hefur veriđ ađ setja saman og ţví kom ţessi stutti líftími Luxor mikiđ á óvart. Manni finnst skrýtiđ ađ ţessu hafi ekki veriđ haldiđ lengur úti fyrst ţađ var á annađ borđ veriđ ađ fara í gang međ ţetta. Líklega er Einar bara of upptekinn í öđru."

Brynjar segir Luxor-hópinn smávegis hafa veriđ spilađan á stöđinni. „Ađallega á kvöldin ţegar viđ erum međ rólegri og ţćgilegri tónlist. Ţeir voru miklu meira spilađir á Bylgjunni."

„Var ţessu ekki sjálfhćtt?" spyr Ívar Gumundsson hjá Bylgjunni. „Ţetta byrjađi međ svaka flugeldasýningu og reykbombum og fuđrađi svo bara upp. Mér sýndist ţeir ekki ná neinu flugi. Viđ spiluđum einhver 3-4 lög međ ţeim en ţađ stóđ alls ekki upp úr af ţví sem var í gangi á síđasta ári. Ég missi ekki nćtursvefn og á ekki eftir ađ sakna ţeirra."

Ívar segir ţó ekki útilokađ ađ „drengja"-band á borđ viđ Luxor geti gengiđ hérlendis. „Ţađ ţarf ţá ađ kveikja betur á perunni. Eđa öllu heldur ađ skipta bara alveg um peru."

Mest eru fagnađarlćtin hjá útvarpsstöđinni X-inu. Ţar hefur andstađan viđ meint hryđjuverk Einars Bárđarsonar veriđ svo mikil ađ fariđ var í gang međ undirskriftalistann „Stöđvum Einar Bárđarson".

„Andlát Luxor eru klárlega bestu fréttir vikunnar," segir Ţorkell Máni á X-inu. „Í kringum siđleysi borgarstjórnarinnar, hrun verđbréfamarkađarins og slćlegt gengi handkastlandsliđsins var kominn tími á góđar fréttir."

Ţótt Luxor hafi gefiđ upp öndina segir Ţorkell Máni ađ baráttunni fyrir betri og skemmtilegri tónlist sé hvergi nćrri lokiđ. „Ţađ er nóg eftir og ţađ ţarf ađ bćta margt í ţessum tónlistarheimi. Fólk er ennţá ađ mćta á böll međ hljómsveitum eins og Á móti sól og Dalton-brćđrum. Ţađ munu líka alltaf koma upp fleiri svona framleiđsluhugmyndir og einhver ófrumleg poppbönd. Síđasti hálfvitinn er ekki fćddur. Baráttan heldur áfram."

- Heimild

:lol:
“Once-in-a-hundred-years events occur every 10 years.”
- Joe Stiglitz

#2 falcon1

falcon1

  Talsmađur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 11,717 posts

Posted 26 January 2008 - 23:11

Sammála!
Kveđja,
Falcon1

icelandphotoblog.com

Íslenska ţjóđ - RÍS UPP!

Fyrrum voru fálkar fluttir lifandi út í stórum stíl, ţví erlendir ţjóđhöfđingjar sóttust eftir ađ eignast íslenska fálka. Íslenski fálkinn er stćrsta fálkategund sem til er og er eftirlćti fuglaskođara. Af Íslandsvef

#3 Charles Darwin

Charles Darwin

  Rithćfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,926 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Ţar sem sést ekki til álvers

Posted 31 January 2008 - 18:22

Ég heyrđi eitt lag međ ţeim í gćr. Ađ ţví loknu fór ég í sturtu, skrúbbađi mig allan og ţó sérstaklega tóneyrun.
Darwin: Ekki bara lođinn rass!

#4 falcon1

falcon1

  Talsmađur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 11,717 posts

Posted 31 January 2008 - 18:29

Ég trúi ţví vel Charles! :LOL
Kveđja,
Falcon1

icelandphotoblog.com

Íslenska ţjóđ - RÍS UPP!

Fyrrum voru fálkar fluttir lifandi út í stórum stíl, ţví erlendir ţjóđhöfđingjar sóttust eftir ađ eignast íslenska fálka. Íslenski fálkinn er stćrsta fálkategund sem til er og er eftirlćti fuglaskođara. Af Íslandsvef

#5 Dr. Gorpon

Dr. Gorpon

  Mćlskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 1,103 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Kópavogur

Posted 31 January 2008 - 19:22

Mađur tekur nánast trú viđ lestur svona frétta....ţađ er ţá kannski til guđ eftir allt saman?P.S. neeeeeeeeh!
Ómerkaglisti málverjinn.

#6 falcon1

falcon1

  Talsmađur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 11,717 posts

Posted 31 January 2008 - 21:15

Mađur tekur nánast trú viđ lestur svona frétta....ţađ er ţá kannski til guđ eftir allt saman?
P.S. neeeeeeeeh!

:LOL
Kveđja,
Falcon1

icelandphotoblog.com

Íslenska ţjóđ - RÍS UPP!

Fyrrum voru fálkar fluttir lifandi út í stórum stíl, ţví erlendir ţjóđhöfđingjar sóttust eftir ađ eignast íslenska fálka. Íslenski fálkinn er stćrsta fálkategund sem til er og er eftirlćti fuglaskođara. Af Íslandsvef
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users