Jump to content


Photo

Pæling um íslenskt réttarkerfi yfirleitt vegna málsins yfir Geir Haard


 • Please log in to reply
4 replies to this topic

#1 Ingimundur Kjarval

Ingimundur Kjarval

  Fljótmæltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,692 posts
 • Kyn:Karl

Posted 07 March 2012 - 13:57

Núna er tekið eftir hversu illa er staðið að þessu réttarhaldi, ekki hægt að heyra hvað menn sem og ekkert tekið upp, auðvitað hreint rugl í nútímaþjóðfélagi. Þegar ég stóð í mínum málaferlum kom ég eins og jólasveinn af fjöllum, gekk bara út frá að réttarkerfið væri til þess að finna sannleikann og það tilgangur allra þar. Lærði fljótt að þeir sem unnu í því voru mest í að teigja sannleikann og toga, eða betur, að laga hann til svo að hann meiddi ekki þá sem þeir unnu fyrir. Eitt af því fyrst sem ég tók eftir, hvað skikkjur lögmannanna voru hallærislegar, gerðar úr næloni eða einhverju þannig gerfiefni. Meira seinna.

#2 Kjosandi

Kjosandi

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,274 posts

Posted 07 March 2012 - 17:00

Hvað má betur fara í þessu réttarhaldi?
 • Taka upp réttarhaldið og sýna það. Ef það eru einhver rök að ekki megi sýna það online (t.d. til að forðast að væntanleg vitni heyri framburð annarra) þá á að lýsa því yfir að upptökur af réttarhaldinu verði gert opinbert t.d. 2013.
 • Hafa réttarhaldið í stærra húsnæði
 • Ekki leyfa vitnum að ganga inn á sama stað og sama tíma og sakborningur, verjandi eða saksóknari. Þetta er allt of ófagmannlegt, allir að heilsa öllum, öll dýrin í skóginum eru vinir. Hversu trúverðugt er það?
Í framhaldi af þessu má benda á þennan link hér. Takið sérstaklega eftir myndinni. Finnst ykkur þetta eðlilegt? Svo er til önnur mynd þar sem Geir heilsar Baldri. Ég er ekki að segja að hér séu svik og prettir í gangi, en þetta er óeðlilegt finnst mér.
Kveðja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#3 Ingimundur Kjarval

Ingimundur Kjarval

  Fljótmæltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,692 posts
 • Kyn:Karl

Posted 07 March 2012 - 18:55

Annað. Mjög snemma í réttarhaldinu, man ekki hvað það var, greip dómari fram í vitnaleiðslu og slökkti um leið á upptökutækinu og sagði ritara að hætta að skrifa, spurði vitnið út í eitthvað eða sagði því að það væri komið út fyrir efnið. Allt í lagi að dómari segi vitni að halda sig við efnið, en mér finnst bara ekki rétt að hann geti fjarlægt áminningu sína úr bæði upptökunni og því sem er skrifað niður, kom illa við réttarvitund mína. Meira seinna. Að öðru, veit að þið trúið mér ekki en ég náði myndum í morgun af sumum vitninum:

Attached Files


Edited by Ingimundur Kjarval, 07 March 2012 - 19:02.


#4 Þorrinn

Þorrinn

  Mælskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 1,329 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 12 March 2012 - 11:21

Þessi "réttarhöld" eru farsi. Þetta lítur út fyrir að vera elítan að passa sína menn og ekkert annað. Engar ágengar spurningar, fjölmiðla- og upptökubann, allir heilsast eins og frímúrarabræður... Ég var bjartsýnn, en núna er ég bara fullur viðbjóði.

#5 Skrolli

Skrolli

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,472 posts
 • Kyn:Karl

Posted 12 March 2012 - 11:41

Þessi "réttarhöld" eru farsi. Þetta lítur út fyrir að vera elítan að passa sína menn og ekkert annað. Engar ágengar spurningar, fjölmiðla- og upptökubann, allir heilsast eins og frímúrarabræður... Ég var bjartsýnn, en núna er ég bara fullur viðbjóði.


Tilfinningin er að það þurfi að drífa þetta af. Það er löngu búið að sýkna GHH, en það var gert í bakherbergjum (þó ekki reykfylltum) fyrir réttarhöldin. Geir er alltof mikil gunga svo hann hafi getað komið í veg fyrir bankahrunið. En það er svo dómaranna að túlka lögin um ráðherraábyrgð, en um það er eflaust löngu búið að ganga frá...eins og áður sagði.
I never forget a face, but in your case I'll be glad to make an exception.
Groucho Marx




0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users