Jump to content


Photo

Samsung Galaxy SII, iPhone4S eša Nokia Lumia?


 • Please log in to reply
24 replies to this topic

Poll: Hvernig sķma į ég aš kaupa? (12 member(s) have cast votes)

Hvernig sķma į ég aš kaupa?

 1. iPhone 4S (0 votes [0.00%])

  Percentage of vote: 0.00%

 2. Samsung Galaxy SII (10 votes [83.33%] - View)

  Percentage of vote: 83.33%

 3. Nokia Lumia (2 votes [16.67%] - View)

  Percentage of vote: 16.67%

Vote Guests cannot vote

#1 Chrolli

Chrolli

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,785 posts
 • Kyn:Karl

Posted 09 March 2012 - 15:19

Ég er að spá í að fá mér einn af þessum þremur. Eins og staðan er í dag þá er ég mest spenntur fyrir Samsung. Flestir sem ég hef talað við sem hafa prófað bæði Samsung og iPhone mæla frekar með Samsung. Hvað finnst málverjum um þetta?

Þráðurinn hófst á því að við vorum að ræða það að sú staðalímynd að karlar séu einu gerendurnir í heimilisofbeldi væri á sandi byggð. Konur væru alveg jafn miklir þátttakendur, gerendur, og hafa jafnmikið frumkvæði, og karlar. Þetta hefur verið margrannsakað en jafnréttisiðnaðurinn hérlendis þegir yfir þessu, þögnin er öskrandi. Og nú er ég "að horfa fram hjá einhverju viljandi"? WTF?


#2 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:Bunjabi

Posted 09 March 2012 - 15:42

Hef ekki beint prófað þessa síma, en S2 virðist vera besti snjallsíminn á markaðnum í dag. Í það minnsta fæ ég ekki skilið hvað ég fæ aukalega fyrir 50þ ef ég kaupi 4S. Fyrir auka 20þ m.v. S2 færðu Nexus. Verri myndavél, ekkert SD slot, svipuð rafhlaða, sama geymslupláss, en stýrikerfið í Nexus er nýjasta Android, Ísrjómasamloka. Hvort það er auka 20þ króna virði skal ég ekki segja. Svo fyrir 30þ aukalega færðu Note, sem nær því að vera spjaldtölva en snjallsími :) Nokia er ég ekki fær um að tjá mig um, nema hvað ég vantreysti Windows skýrikerfinu í honum. En mér sýnist S2 eiga að vera bestu kaupin.

#3 Chrolli

Chrolli

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,785 posts
 • Kyn:Karl

Posted 09 March 2012 - 15:44

Já ég held að þú hafir rétt fyrir þér. Mig grunaði þetta en það er alltaf gott að fá sem flest komment sérstaklega þegar maður er að fara að fjárfesta í svona dýrum græjum. Ég reyndar vil ekki spjaldtölvu ég vil síma sem er nógu nettur til þess að ganga með í buxnavasanum.

Þráðurinn hófst á því að við vorum að ræða það að sú staðalímynd að karlar séu einu gerendurnir í heimilisofbeldi væri á sandi byggð. Konur væru alveg jafn miklir þátttakendur, gerendur, og hafa jafnmikið frumkvæði, og karlar. Þetta hefur verið margrannsakað en jafnréttisiðnaðurinn hérlendis þegir yfir þessu, þögnin er öskrandi. Og nú er ég "að horfa fram hjá einhverju viljandi"? WTF?


#4 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:Bunjabi

Posted 09 March 2012 - 15:53

Svo er líka til Samsung Galaxy S+ sem kostar 30þ minna en S2. Sama myndavél og í Nexus án flass, sama stýrikerfi og í S2, verri rafhlaða en í S2 (samt með þeim betri á markaðnum), en með SD slot upp á 32GB. Í raun downtuned útgáfa af S2. En varðandi rafhlöðurnar, sem mér finnst vera mikilvægasti eiginleiki allra síma, þá geta mismunandi símar (þá sérstaklega með mismunandi stýrikerfum) unnið mismunandi úr rafhlöðum. Kannski vinnur Android 4.0 mun betur úr rafhlöðunni eða getur verið stillt einmitt til þess, hef bara ekki hugmynd, en gæti verið. Þú ert væntanlega búinn að klóra þig framúr öllum YouTube myndböndum um þessa síma?

#5 spectromacht

spectromacht

  Mįlfęr

 • Notendur
 • PipPip
 • 565 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 09 March 2012 - 16:13

Ég er með Samsung símann og hef lítið sem ekkert út á hann að setja. Mér skilst, en er ekki alveg viss um það, að það verði bráðum hægt að uppfæra hann í Ice Cream Sandwich (Android 4.0).

#6 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:Bunjabi

Posted 09 March 2012 - 16:56

Ég er með Samsung símann og hef lítið sem ekkert út á hann að setja.

Mér skilst, en er ekki alveg viss um það, að það verði bráðum hægt að uppfæra hann í Ice Cream Sandwich (Android 4.0).


http://blogs.compute...40_upgrade_list

#7 spectromacht

spectromacht

  Mįlfęr

 • Notendur
 • PipPip
 • 565 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 09 March 2012 - 17:15

http://blogs.compute...40_upgrade_list


Já ég veit, var bara ekki alveg viss þó það hafi staðið einhversstaðar, eins og á svona síðu.

#8 Landinn

Landinn

  Rithęfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,546 posts

Posted 11 March 2012 - 16:03

Konan mín á S2. Rosalega flott græja og ótrúlegt að hann skuli enn vera flottasti síminn enda tæpt ár frá því að hann kom á markað. Skjárinn er rosalegur. Svo eru endalausir fídusar í símanum. T.d. er hægt að nota hann sem router í gegnum 3G þegar maður fer upp í bústað. Þá getur maður tengt tölvunar við netið gegnum símann.

#9 5bi

5bi

  Talandi

 • Notendur
 • Pip
 • 146 posts
 • Kyn:Karl

Posted 03 April 2012 - 21:56

Ég hef dálítið verið að þjónusta þessa síma og iphone kemur jú ágætlega út , menn eru víst voðalega ánægðir með að það bara virkar allt í honum. Enn mér finnst reynar sá sími kannski vera aðeins of sérhæfður þú þarft dálítið að skuldbinda þig apple . þ.e.a.s þarft að innstalla itunes búa til itunes reikning og svo fleirri sérhæfðar leiðir,
Ég er reyndar mikill Android maður og tel að Android taki framúr mjög fljótlega og því betra að venja sig bara strax á það stýrikerfi. Samsung galaxy II er frábær sími enn hef lent í tveim sem það heyrist illa í Micraphone í honum sem er reyndar hægt að laga með smá forritun. þar sem Samsung galaxy síminn er jú orðin nánars árs gamall held ég að það fari að detta inn aðrar týpur sem eru meira spennandi. Sjálfur er ég mikill Sony Ericsson maður og nota Sony Ericsson xperia Arc og nú er kominn ný týpa sem er 30% öflugri sem heitir Sony Xperia S https://vefverslun.s...xperia_s_black/ það er spennandi að vita hvernig þessi sími er að koma út.

Edited by 5bi, 03 April 2012 - 22:04.


#10 Tembe

Tembe

  Oršugur

 • Bannašir
 • PipPipPipPip
 • 8,261 posts
 • Kyn:Karl

Posted 03 April 2012 - 22:20

Það er rétt að nýjar tegundir koma brátt. Best að hinkra aðeins.
Svo er það þetta að ganga með símann í buxnavösunum aða að fá sér rassvasahylki fyrir þá.
Þetta er auðvita spurning um hvort maður vill frekar krabba í punginn en rassinn (are you top or bottom?). Posted Image
Já og þá erum við að horfa kannski 10 til 20 ár fram í tímann en sumir ætla sér ekki að eldast neitt svo þá er þetta engin pæling.

Edited by Tembe, 03 April 2012 - 22:22.

Kveðja,
Tembe


#11 appel

appel

  Talsmašur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 11,013 posts

Posted 03 April 2012 - 22:29

Ég er með S2 og hann er þrusugóður. Gallinn við þessa síma er að maður þarf að fara varlega með þá, svo eru þeir jú stórir. Ekki gaman að missa splunkunýjan 80þús kr. síma og sjá skjáinn brotna. Þannig að þetta fer eftir umhverfi þínu hvað hentar þér. Ef þú ert bóndi sem ferðast lítið þá er ekki sniðugt að fá þér svona síma. En ef þú í einhverju skrifstofujobbi og ferðast oft þá er þetta málið.
Frelsi frį stjórnvöldum ER frelsi!
Frelsi, velmegun og frišur!

#12 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:Bunjabi

Posted 04 April 2012 - 12:15

Mig er farið að langa djöfulli mikið í Galaxy Note, get ekki neitað því. Hann er með litlu minni skjá (5.3") en þessi Kindle með 6" skjáinn.

#13 spectromacht

spectromacht

  Mįlfęr

 • Notendur
 • PipPip
 • 565 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 04 April 2012 - 12:23

Mig er farið að langa djöfulli mikið í Galaxy Note, get ekki neitað því.

Hann er með litlu minni skjá (5.3") en þessi Kindle með 6" skjáinn.


Mig dreymdi í vikunni að ég væri kominn með Note símann.
Er með SII en kaupi mér ekki nýjan í bráð.

#14 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:Bunjabi

Posted 05 April 2012 - 10:26

Skrítinn verðmunurinn á þessum símum. Apple er búið að lækka verðið á iPhone 4S 16GB úr 150.000 í 140.000, en Síminn heldur enn í verðmiðann 155.000. Og hjá Símanum kostar Note 130.000 á meðan verðið er 140.000 hjá Vodafone. Hefur krónan virkilega hrunið svo mikið að 10-15 þús. eru trivial verðmunur, eða eru neytendur svo tómar að framkvæma ekki sína eigin athugun eða svo mikið sem spyrja á netinu? Þetta er allt saman á netinu.

#15 drCronex

drCronex

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,232 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:hér er ég.

Posted 07 April 2012 - 20:11

Reynsla af Galaxy tab?

Ingimundur Kjarval: "Þegar þú setur lyftu í hús, sleppir þú ekki eftstu hæðina vegna þess að svo fáir eiga heima þar."

 

#16 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:Bunjabi

Posted 07 April 2012 - 20:41

Nei, en er að renna hýru auga til Galaxy Tab 8.9".

#17 hvumpinn

hvumpinn

  Rithęfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,863 posts
 • Kyn:Karl

Posted 09 April 2012 - 06:36

Nei, en er að renna hýru auga til Galaxy Tab 8.9".


Búinn að vera með Galaxy Tab 8.9 í 2-3 mánuði. Finnst 10" of stór (sama stærð og iPad). Nota hann mest til að lesa bækur (gegnum Kindle) og svo browsing. Browserinn sem fylgir finnst mér lélegur, nota Opera meira. Eitt pirrar mig við að nota svona, það er leiðinlegt að fara í gegnum vefsíður með marga "drop-down" menu, var að kaupa flugmiða um daginn á honum og fannst þetta pirrandi. Auðveldara á venjulegum pc. Batterísnotkun er la la, batnar heilmikið við að slökkva á wifi þegar ekki er verið að nota það. Miklu léttari en iPad sem skiptir mig máli, er á ferðinni yfir 100 daga á ári, en ekki búinn að leggja pc ennþá.

Edited by hvumpinn, 09 April 2012 - 06:38.


#18 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:Bunjabi

Posted 09 April 2012 - 11:13

Vantar einmitt eitthvað svona dótarí til að lesa bækur. 10.1" er kannski of stórt og spjaldtölvan sjálf of þung fyrir lestur upp í rúmi, en veit bara ekki hvort 7.7" sé nógu stórt sjálft. 7.7" kostar bara svo fjári mikið, 114.000 ISK.

#19 drCronex

drCronex

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,232 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:hér er ég.

Posted 09 April 2012 - 12:09

Búinn að vera með Galaxy Tab 8.9 í 2-3 mánuði. Finnst 10" of stór (sama stærð og iPad). Nota hann mest til að lesa bækur (gegnum Kindle) og svo browsing. Browserinn sem fylgir finnst mér lélegur, nota Opera meira. Eitt pirrar mig við að nota svona, það er leiðinlegt að fara í gegnum vefsíður með marga "drop-down" menu, var að kaupa flugmiða um daginn á honum og fannst þetta pirrandi. Auðveldara á venjulegum pc. Batterísnotkun er la la, batnar heilmikið við að slökkva á wifi þegar ekki er verið að nota það. Miklu léttari en iPad sem skiptir mig máli, er á ferðinni yfir 100 daga á ári, en ekki búinn að leggja pc ennþá.

Nú eru margar vefsíður með "mobile version" möguleika. Og á eftir að aukast frekar en hitt.

Ég legg ekki PC í fyrirsjáanlegri framtíð. Sé ekki að einhver app á smáum skjáum komi í staðinn fyrir öll þessi vinnsluforrit sem krefjast mun meira en að rápa um á upplýsinga- eða búðabæklingum sem stór hluti vefsíðna er.

En iPhone er of lítill til að lesa mikið. Mér líst ágætlega á GalaxyPad sem lestrarvél. Hvernig virka lestrarprógrömmin á henni?

Edited by drCronex, 09 April 2012 - 12:13.

Ingimundur Kjarval: "Þegar þú setur lyftu í hús, sleppir þú ekki eftstu hæðina vegna þess að svo fáir eiga heima þar."

 

#20 hvumpinn

hvumpinn

  Rithęfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,863 posts
 • Kyn:Karl

Posted 09 April 2012 - 22:10

Nú eru margar vefsíður með "mobile version" möguleika. Og á eftir að aukast frekar en hitt.

Ég legg ekki PC í fyrirsjáanlegri framtíð. Sé ekki að einhver app á smáum skjáum komi í staðinn fyrir öll þessi vinnsluforrit sem krefjast mun meira en að rápa um á upplýsinga- eða búðabæklingum sem stór hluti vefsíðna er.

En iPhone er of lítill til að lesa mikið. Mér líst ágætlega á GalaxyPad sem lestrarvél. Hvernig virka lestrarprógrömmin á henni?


Kindle virkar frábærlega á Galaxy Tab, ég var vanur að kaupa mér einhverja tugi kilja á ári, en ekki keypt eina einustu eftir að ég fékk apparatið (er það ekki rétta orðið yfir eitthvað þar sem maður notar app - apparat?) og búinn að finna bækur sem hefði tekið mig daga í bókabúðum (sem fer fækkandi) eða orðið að panta.
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users