Jump to content


Photo

Lúpínan


 • Please log in to reply
48 replies to this topic

#41 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 28 April 2012 - 22:04

"Það hefur verið staðfest með rannsóknum að alaskalúpína breiðist ekki aðeins yfir lítt grónar auðnir heldur einnig ýmsar gerðir af algrónu landi svo sem mosaheiðar og lyngmóa. Þar sem hún fer yfir kæfir hún staðargróður, dregur stórlega úr tegundaauðgi og eykur einsleitni í gróðurfari. Útbreiðsla alaskalúpínu er því klárlega ógn fyrir þann lífbreytileika sem fyrir er á svæðinu."

Er þetta ekkert ?

Breiðumyndandi plöntur geta auðvitað fækkað plöntutegundum. En í tilfelli lúpínunnar er það mjög tímabundið þar sem hún víkur fyrir öðrum grórði. Almennt má segja að öflugra vistkerfi er einnig fjölbreyttara. Til lengri tíma eykur lúpína þannig tegundaauðgi.

Áttu við þessa mynd, hvort hún sýni ekkert? Þetta er mynd af nauðbeittum móum sem eru orðnir algerlega næringarsnauðir.

#42 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,005 posts

Posted 29 April 2012 - 10:27

Áttu við þessa mynd, hvort hún sýni ekkert? Þetta er mynd af nauðbeittum móum sem eru orðnir algerlega næringarsnauðir.

Held að mosi sé ekki mikið á matseðli kinda. En lúpína veður yfir hann. Verst að kindur éta lítið af lúpínu ef það er mikið af henni.

#43 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 29 April 2012 - 13:24

Held að mosi sé ekki mikið á matseðli kinda. En lúpína veður yfir hann. Verst að kindur éta lítið af lúpínu ef það er mikið af henni.

Ég skil þig ekki. Mosi á matseðli kinda? Hvað áttu við? Við ofbeit þá hverfa þær plöntur sem búfé étur og mosavaxið mólendi er merki um ofbeit.

Það væri alveg upplagt fyrir þig að lesa eftirfarandi: http://land.is/image...landid_49Mb.pdf
og þetta: http://land.is/image...fjarhagar-2.pdf

Svo þú verðir viðræðuhæfur um land og landnotkun þarftu ákveðna lágmarks grunn þekkingu. Tek það fram að þetta sem ég sendi þér fjallar ekkert um lúpínu og stafafuru svo þú getur alveg óhræddur lesið þetta. Þetta eru leiðbeiningar til fólks sem vill geta lesið landið og áttað sig á ástandi gróðurs og jarðvegs.

Svo máttu alveg halda því fram að þrautpýnt land sé fallegra en það sem nýtt hefur verið með sjálfbærum hætti, það er alveg gild skoðun. En það að tala með þeim hætti að í mosavöxnum móum sé að finna ósnortna náttúru er úr öllu korti.

#44 drCronex

drCronex

  Fljótmæltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,174 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:hér er ég.

Posted 29 April 2012 - 17:31

Mosi á hraunum er merki um að plöntur eru að byrja að hylja hraunin. Merkilegt annars hvernig þetta rímar: KanÍNA. LúpÍNA.

Ingimundur Kjarval: "Þegar þú setur lyftu í hús, sleppir þú ekki eftstu hæðina vegna þess að svo fáir eiga heima þar."

 

#45 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 29 April 2012 - 19:24

Margir telja að mosi í hrauni geti reyndar tafið gróðurframvindu, en hér var verið að tala um mosa í mólendi. Það er merki um ofbeit og landhnignun.

#46 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,005 posts

Posted 29 April 2012 - 19:36

Margir telja að mosi í hrauni geti reyndar tafið gróðurframvindu, en hér var verið að tala um mosa í mólendi. Það er merki um ofbeit og landhnignun.

Margir á móti mosa - með óbeit á mosa ?

#47 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 29 April 2012 - 21:13

Margir á móti mosa - með óbeit á mosa ?

Ég man ekki eftir nokkrum manni sem ég hef hitt sem ber einhverjar sérstakar tilfinningar til mosa, óbeit eða elsku. Einstaka garðeigenda hef ég þó heyrt sem vilja losna við hann úr grasflötum.

Mosar geta myndað gróðurþekju en þá þarf land að vera mjög ófrjótt. En þegar mosi er orðinn nær alsráðandi getur verið afar erfitt fyrir annan gróður að ná fótfestu. Ef þú skoðar hraun sem er kannski þetta þúsund ára gamalt eða ríflega það (eins og víða frá Hengli og suður á Reykjanes) þá serðu að gróðurframvindan er hæg. Það er helst þar sem verður eitthvað rof í mosann þar sem hágróður skýtur rótum, svo sem í gjótum eða þessháttar.

Víða um land má sjá mólendi sem er illa farið eftir beit. Til að áætla hversu landið er illa farið getur verið ágætt að meta þekju mosans. Þegar mosinn er orðinn ráðandi getur verið stutt í að rof myndist og landið blási upp. Þetta sést víða um land þar sem mosagrónir móar og rýrt mólendi er að blása upp.

Nánari fróðleikur: http://nytjaland.is/.../key2/mosi.html
http://nytjaland.is/.../key2/mosi.html


Ef ég man rétt þá sagði mér ágætur skógræktarmaður að svo virtist sem stafafurufræ næði að spíra í gegnum mosa. Það eru auðvitað góðar fréttir.

#48 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,005 posts

Posted 02 May 2012 - 15:57

Ég man ekki eftir nokkrum manni sem ég hef hitt sem ber einhverjar sérstakar tilfinningar til mosa, óbeit eða elsku. Einstaka garðeigenda hef ég þó heyrt sem vilja losna við hann úr grasflötum.

Mosar geta myndað gróðurþekju en þá þarf land að vera mjög ófrjótt. En þegar mosi er orðinn nær alsráðandi getur verið afar erfitt fyrir annan gróður að ná fótfestu. Ef þú skoðar hraun sem er kannski þetta þúsund ára gamalt eða ríflega það (eins og víða frá Hengli og suður á Reykjanes) þá serðu að gróðurframvindan er hæg. Það er helst þar sem verður eitthvað rof í mosann þar sem hágróður skýtur rótum, svo sem í gjótum eða þessháttar.

Víða um land má sjá mólendi sem er illa farið eftir beit. Til að áætla hversu landið er illa farið getur verið ágætt að meta þekju mosans. Þegar mosinn er orðinn ráðandi getur verið stutt í að rof myndist og landið blási upp. Þetta sést víða um land þar sem mosagrónir móar og rýrt mólendi er að blása upp.

Nánari fróðleikur: http://nytjaland.is/.../key2/mosi.html
http://nytjaland.is/.../key2/mosi.html


Ef ég man rétt þá sagði mér ágætur skógræktarmaður að svo virtist sem stafafurufræ næði að spíra í gegnum mosa. Það eru auðvitað góðar fréttir.

Ég held að íslendingum þyki almennt vænt um mosann, ekki síst ofan á hrauni. Ekki víst að þeir vilji láta valta yfir þá tilfinningu.

#49 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 02 May 2012 - 22:37

Þú getur verið alveg rólegur. Það eru ekkert að fara að spretta upp heilu furuskógarnir í hraunum landsins. Vissulega er samt gaman að sjá einstaka reiti. Einn örlítill reitur er í hrauninu rétt austan við Klaustur. Þangað er gaman að koma.
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users