Jump to content


Photo

Pétur Blöndal vill neytendavernd fyrir fjármagnseigenda.


 • Please log in to reply
8 replies to this topic

#1 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,269 posts

Posted 15 March 2012 - 22:07

Til að einhver geti fengið lán, þá þarf einhver að spara: Pétur Blöndal. Hægt er að hlusta á hljóðbút með frétt.

Nú er Pétur að kvarta yfir að það sé ekki verðtrygging á innlánum. Nú er hann að hjálpa litla manninum og finnst einkennilegt að það þurfi að borga skatt af neikvæðum vöxtum. Pétur er ekki að hafa orð á því að menn þurfa að borga skatt af sinni vinnu, þó vextir af því erfiði séu neikvæðir. Í upphafi starfssamning eru laun ákveðin, en þegar launin eru greidd mánuði síðar þá er ekki hægt að kaupa jafn mikið fyrir þessar krónur.

Auðvitað verður að reikna skatt á vexti, önnur útfærsla er vonlaus.


"Það borgar sig ekki að spara"

,,Það borgar sig ekki að spara," sagði Pétur Blöndal í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Fólki er beinlínis refsað fyrir það."


Rætt var við Pétur um umræður á Alþingi í dag en þar var fjallað um fjármagnseignendur á Íslandi. „Við vorum að ræða þingsályktun um neytendavernd um fjármagnsmarkaði," sagði Pétur. „Ályktunin var ágæt í sinni upphaflegu mynd. Nefnd Alþingis breytir henni síðan í þá veru að hún eigi að fjalla nær eingöngu í lántakendur."

Pétur sagði að það væri ekki síður neytendavernd að hjálpa þeim sem hafa lagt fyrir. „Þetta fólk er með vexti á sínum sparnaði sem er töluvert undir verðbólgunni og þau þurfa að greiða 20% skatt af sparnaði sínum," sagði Pétur. „Það þarf að gæta hagsmuna þessa fólks."

„Ég held að menn verði að fara að skoða þennan hluta viðskiptavina bankanna," sagði Pétur.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.

Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#2 Ari góđi

Ari góđi

  Rithćfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,381 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Wuzhou

Posted 15 March 2012 - 22:34

Það er alveg ljóst að það er eitthvað bogið við kerfið þegar það er í sumum tilfellum hagstæðara að geyma peningana undir koddanum heldur en í banka. Þessi skattlagning hefur gengið of langt.

#3 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,269 posts

Posted 15 March 2012 - 22:48

Það er alveg ljóst að það er eitthvað bogið við kerfið þegar það er í sumum tilfellum hagstæðara að geyma peningana undir koddanum heldur en í banka. Þessi skattlagning hefur gengið of langt.

Posted Image
Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#4 tdi

tdi

  Rithćfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,508 posts

Posted 15 March 2012 - 22:56

Þetta er alveg satt hjá Pétri. Það er ekki til neins að spara og geyma peninga í banka í dag. Frekar að kaupa evrur eða dollara og geyma undir koddanum.

#5 feu

feu

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,447 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Iceland

Posted 15 March 2012 - 22:59

Kosturinn við neikvæða vexti er að þeir brenna upp prentuðum peningum. Þannig má útskýra hækkun fasteigna og eftirspurn með þeim fjöllum af innlánum sem nú eru greinilega að flæða út á markaðinn í leit að "skjóli" Hvað gerist þá? Jú, þeir sem eiga hreina peninga, kaupa húsnæði sem jafnvel eru vel skuldsett. Peningarnir fara þá í að greiða niður lánin enda ekki annað í boði. Eftir stendur hagkerfið með minna af inneignum og minna af skuldum. En kostnaðurinn er sá að þeir sem áður reyndu að eignast eitthvað, eiga ekkert, hinir sem tókust að stela peningum í fölsunar góðærinu, eignast eignir hins almenna Íslendings.

#6 Neisti

Neisti

  Mćlskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,210 posts

Posted 15 March 2012 - 23:35

Aldraður gaur, sem mætir stundum í laugarnar á sama tíma og ég, seldi húsið sitt árið 2004 og fór í einhverskonar þjónustuíbúð. Þarf að borga glás fyrir að vera þar en notar vaxtatekjur til þess. Hann lagði æfispanaðinn, um 60 millur, inn á bankareikning. Var plataður yfir í sjóð og hlutabréf og tapaði yfir 20 millum. Þorir bara að vera með peningana inni á venjulegum reikningi í dag. Vextirnir 2-3% undir verðbólgu en samt borgar karlanginn mörghundruð þúsund krónur í fjármagnstekjuskatta. Svo horfir tryggingastofnun á fjármagnstekjunar og skerðir lífeyrinn niður við trog. Greinilega einn af þeim sem tókst að stela peningum í fölsunar góðærinu. Greinilega einn af þessum sem skelfilegt er að Pétur Blöndal sé að hampa. Greinilega

Edited by Neisti, 15 March 2012 - 23:36.


#7 tdi

tdi

  Rithćfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,508 posts

Posted 15 March 2012 - 23:45

Þetta er góða við Pétur. Hann er prinsip maður og þorir alveg að tala um og taka upp hluti sem munu ekki afla honum vinsælda. Enda hefur hann ekki fengið neinn frama hjá flokknum, enda lítið gefin fyrir að fylgja línum. Það mættu margir á þingi taka sér Pétur til fyrirmyndar.

#8 appel

appel

  Talsmađur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 10,983 posts

Posted 16 March 2012 - 10:26

Pétur Blöndal er ætíð í mínum huga gaurinn sem þorir ekki að breyta kerfinu af ótta við hvað kann að gerast... þetta sagði hann örfáum mánuðum eftir kerfishrun á Íslandi, og ég spyr bara... er hann ekki hræddari við kerfishrun?
Frelsi frá stjórnvöldum ER frelsi!
Frelsi, velmegun og friđur!

#9 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,269 posts

Posted 16 March 2012 - 11:18

Aldraður gaur, sem mætir stundum í laugarnar á sama tíma og ég, seldi húsið sitt árið 2004 og fór í einhverskonar þjónustuíbúð. Þarf að borga glás fyrir að vera þar en notar vaxtatekjur til þess.
Hann lagði æfispanaðinn, um 60 millur, inn á bankareikning. Var plataður yfir í sjóð og hlutabréf og tapaði yfir 20 millum. Þorir bara að vera með peningana inni á venjulegum reikningi í dag. Vextirnir 2-3% undir verðbólgu en samt borgar karlanginn mörghundruð þúsund krónur í fjármagnstekjuskatta. Svo horfir tryggingastofnun á fjármagnstekjunar og skerðir lífeyrinn niður við trog.

Greinilega einn af þeim sem tókst að stela peningum í fölsunar góðærinu. Greinilega einn af þessum sem skelfilegt er að Pétur Blöndal sé að hampa.

Greinilega


Ef Pétur Blöndal væri að hugsa um lítilmagnann og þennan aðila sem þú talar um, þá væri það gott mál. Auðvitað býr meiri og stærri sannleikur að baki.

Ef við lækkum eða afnemum fjármagnstekjuskatt af neikvæðum vöxtum, þá værum við líka að afnema á þá sem eiga alveg glás af peningum. Sumir eiga hundruði milljóna eða jafnvel milljarða. 2% vaxtatekjum af milljarði er dágóður slatti.

Þó viðkomandi greiði 20% af þessum 2% eða um 0,4% af heildarfjárhæðinni í fjármagnstekjuskatt þá vorkenni ég ekki slíkum einstaklingum. Það er eðlilegt að þeir komi að samneyslunni eins og hinir.

Ég deili þó með þér vonbrigðum mannsins með að færa peningana yfir í sjóð. Það var bara glæpsamleg hegðun þeirra sem veiddu hann yfir í sjóðinn.

Ef vextir eru neikvæðir en þú vilt samt ávaxta fé þitt á bestan hátt, þá kaupir þú fasteign. Sá sem á fasteign kaupir aðra fasteign eða eitthvað annað því hann vill ekki láta peningana rýrna í banka.

Ef allt fer á fullt og önnur bóla kemur, þá er það bara sönnun á því að það er slatti af óvirku fé í kerfinu. Er ekki versta staða að láta það liggja kjurt í banka og ,,vinna'' ekki neitt?

Smá viðbót.
Ef við viljum taka fjármagn úr umferð, heitir það ekki bindiskylda? Reyndar aðrar leiðir til líka.
Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users