Jump to content


Photo

Óþarfa áhyggjur af skógrækt


 • Please log in to reply
79 replies to this topic

#1 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 24 March 2012 - 14:20

Tekið af Facebook:


Vissuð þið af nú er verið að gróðursetja skóg á um 100 hektara á ári, eða rúmlega það?

Það er almennt viðurkennt að skógur hafi hér þakið 25-40% landsins við landnám. Nú er stór hluti landsins hálendi og jöklar og hluti láglendis er nýttur til jarðræktar, beitar og fleiri nytja þar sem skógur er ekki endilega æskilegur. Segjum að það geti orðið sæmileg sátt um að 10% landsins verði þakið skógi, sem er þá ekki nema um þriðjungur þess sem var við landnám.

Með þessum gróðursetningarhraða tekur það um 1000 ár að ná því markmiði.

Stundum finnst manni eins og einhverjir hafi áhyggjur af að hér sé allt að drukkna í skógi sem skemmi varpland fugla og byrgi sýn til fjalla. Svo er ekki.

Aðrir hafa áhyggjur að skógrækt sé svo gengdarlaus og stjórnlaus að henni þurfi að setja strangar reglur í náttúruverndarlögum. Svo strangar að skógrækt verði nánast ómöguleg hér á landi. Það eru líka einkennileg viðhorf í okkar skóglausa landi.


#2 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,011 posts

Posted 24 March 2012 - 23:13

Hvað segirðu er gróðursetningahraðinn einn ferkílómetri á ári núna ? Hann hefur verið 16 ferkílómetrar á ári frá árinu 1999 las ég einhvers staðar.

#3 Agent Smith

Agent Smith

  Rithæfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,815 posts
 • Staðsetning:Norðan miðbaugs

Posted 24 March 2012 - 23:26

Búið er að leggja drög að fjórföldun á flatarmáli ræktaðra skóga á Íslandi næstu 40 árin, en þá munu þeir samt aðeins þekja um 40.000 hektara lands, eða um 1% af láglendi. Skógrækt verður því áfram lítill þáttur í landnýtingu á Íslandi. Í fjarlægari framtíð er vonandi að skógrækt verði svo mikil umfangs að skógræktaraðilar þurfi að taka meira tillit til þarfa annarrar landnotkunar. Því miður bendir þó ekkert til þess að það verði á næstu 40 árum.


http://sud.hi.is/sit...r-utdrattur.pdf

1% 2050 samkvæmt þessum manni?

I'd like to share a revelation during my time here. It came to me when I tried to classify your species. I realized that you're not actually mammals. Every mammal on this planet instinctively develops a natural equilibrium with the surrounding environment but you humans do not. You move to an area and you multiply and multiply until every natural resource is consumed. The only way you can survive is to spread to another area. There is another organism on this planet that follows the same pattern. Do you know what it is? A virus

 

Good advice is always certain to be ignored, but that's no reason not to give it.

 


#4 púki

púki

  Rithæfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,182 posts
 • Kyn:Gef ekki upp
 • Staðsetning:location, location...

Posted 24 March 2012 - 23:34

Tekið af Facebook:


Vissuð þið af nú er verið að gróðursetja skóg á um 100 hektara á ári, eða rúmlega það?

Það er almennt viðurkennt að skógur hafi hér þakið 25-40% landsins við landnám. Nú er stór hluti landsins hálendi og jöklar og hluti láglendis er nýttur til jarðræktar, beitar og fleiri nytja þar sem skógur er ekki endilega æskilegur. Segjum að það geti orðið sæmileg sátt um að 10% landsins verði þakið skógi, sem er þá ekki nema um þriðjungur þess sem var við landnám.

Með þessum gróðursetningarhraða tekur það um 1000 ár að ná því markmiði.

Stundum finnst manni eins og einhverjir hafi áhyggjur af að hér sé allt að drukkna í skógi sem skemmi varpland fugla og byrgi sýn til fjalla. Svo er ekki.

Aðrir hafa áhyggjur að skógrækt sé svo gengdarlaus og stjórnlaus að henni þurfi að setja strangar reglur í náttúruverndarlögum. Svo strangar að skógrækt verði nánast ómöguleg hér á landi. Það eru líka einkennileg viðhorf í okkar skóglausa landi.


Feitletrun mín: Hvaðan er þessi „almenni“ fróðleikur fenginn, viltu vera svo vænn að benda mér á heimildir?

#5 Tembe

Tembe

  Orðugur

 • Bannaðir
 • PipPipPipPip
 • 8,261 posts
 • Kyn:Karl

Posted 25 March 2012 - 04:44

Það er gaman að planta fallegum hríslum í fallegu landi. Vandamálið er að svo kemur fólk og plantar og plantar þannig að tréin mín sjást ekki lengur fyrir skógi.

Kveðja,
Tembe


#6 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,011 posts

Posted 25 March 2012 - 11:42

Fjórföldun ræktaðra skóga upp í 40.000 hektara ? Eru ræktaðir skógar ekki þegar yfir 30.000 hektarar eða 300 ferkílómetrar ?

Segjum að það geti orðið sæmileg sátt um að 10% landsins verði þakið skógi, sem er þá ekki nema um þriðjungur þess sem var við landnám.

25 % landsins er láglendi undir 200 metrum. Það er alls ekki víst að sátt verði um að hátt í helmingur þess láglendis verði þakið ræktuðum skógi.

Edited by Fjalldrapi, 25 March 2012 - 11:57.


#7 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 25 March 2012 - 16:25

Hvað segirðu er gróðursetningahraðinn einn ferkílómetri á ári núna ? Hann hefur verið 16 ferkílómetrar á ári frá árinu 1999 las ég einhvers staðar.

Þarna var villa, þetta eru um 10 ferkílómetrar á ári, en aðrir útreikningar réttir um að það tæki öll þessi ár að ná 10% markinu.

Feitletrun mín: Hvaðan er þessi „almenni“ fróðleikur fenginn, viltu vera svo vænn að benda mér á heimildir?

Notaður google, þetta er það sem er almennt viðurkennt að minnst 25% hafi verið skógi þakinn og sennilega meira.

Fjórföldun ræktaðra skóga upp í 40.000 hektara ? Eru ræktaðir skógar ekki þegar yfir 30.000 hektarar eða 300 ferkílómetrar ?
25 % landsins er láglendi undir 200 metrum. Það er alls ekki víst að sátt verði um að hátt í helmingur þess láglendis verði þakið ræktuðum skógi.

Skógur og kjarr getur vaxið ágætlega upp í amk 400 metra. Ég hef enga trú á að það sé ekki víðtæk sátt um að 10% landsins verði vaxið skógi. Sem er þó reyndar tæpast raunhæft nema margfalda skógrækt. Alla vega ætti enginn að þurfa að hafa áhyggjur af þeirri skógrækt sem nú er stunduð því það er ekkert sem heitð getur.

#8 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,011 posts

Posted 25 March 2012 - 17:59

Stundum finnst manni eins og einhverjir hafi áhyggjur af að hér sé allt að drukkna í skógi sem skemmi varpland fugla og byrgi sýn til fjalla. Svo er ekki.

Það hefur bæst við í bændaskógrækt sem nemur einni Heimaey árlega undanfarin ár. Þessi skógur getur átt eftir að byrgja sýn til fjalla þar sem hann er kannski ekki orðinn hár í loftinu enn.
Mófuglar eru hrifnir af Íslandi því hér er annars konar búsvæði en annars staðar á norðurhveli þar sem algengasti gróðursamfélagið er skógur. Hér verpir t.d. 50 % af heimsstofni heiðlóu og 40 % af spóa.

#9 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 25 March 2012 - 19:36

Það hefur bæst við í bændaskógrækt sem nemur einni Heimaey árlega undanfarin ár. Þessi skógur getur átt eftir að byrgja sýn til fjalla þar sem hann er kannski ekki orðinn hár í loftinu enn.
Mófuglar eru hrifnir af Íslandi því hér er annars konar búsvæði en annars staðar á norðurhveli þar sem algengasti gróðursamfélagið er skógur. Hér verpir t.d. 50 % af heimsstofni heiðlóu og 40 % af spóa.

Þetta er einmitt bullið sem ég ætlaði að reyna að hrekja. Skógrækt er svo lítil hér á landi og landið svo skóglaust að þetta er algert bull að það hafi neikvæð áhrif á útsýni og fugla. Við erum að tala um pínu oggu toggu litla skógrækt. Svo litla að það tæki 1000 ár að þekja landið 10% af skógi, sem er um þriðjungur þess sem var um landnám.

#10 Herkúles

Herkúles

  Talsmaður

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 14,392 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 25 March 2012 - 20:07

það vantar kannski að svara því: Hvað er svona merkilegt við þessa skógrækt?

#11 Tembe

Tembe

  Orðugur

 • Bannaðir
 • PipPipPipPip
 • 8,261 posts
 • Kyn:Karl

Posted 25 March 2012 - 23:08

það vantar kannski að svara því: Hvað er svona merkilegt við þessa skógrækt?

Trjágróður bætir veðurfar og ekki síður skapið. ;)

Kveðja,
Tembe


#12 púki

púki

  Rithæfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,182 posts
 • Kyn:Gef ekki upp
 • Staðsetning:location, location...

Posted 25 March 2012 - 23:35

snip...
Notaður google, þetta er það sem er almennt viðurkennt að minnst 25% hafi verið skógi þakinn og sennilega meira.
snip..


Hvaðan hefur þú þessar tölur? Þú þarft ekkert að kenna mér á leitarvélar. Þú heldur þessu fram og ég bið þig um að styðja þetta einhverjum gögnum.

#13 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,011 posts

Posted 26 March 2012 - 19:59

Þetta er einmitt bullið sem ég ætlaði að reyna að hrekja. Skógrækt er svo lítil hér á landi og landið svo skóglaust að þetta er algert bull að það hafi neikvæð áhrif á útsýni og fugla. Við erum að tala um pínu oggu toggu litla skógrækt. Svo litla að það tæki 1000 ár að þekja landið 10% af skógi, sem er um þriðjungur þess sem var um landnám.

En hvaðan skyldi bullið um skógrækt á 10 % af landinu vera ? Það hefur enginn sett það markmið fram nema þið í skógræktar-og lúpínulobbíinu.
Lögin um landshlutabundnu skógræktina nefna sem markmið 5 % af landi fyrir neðan 400 metra. Það er andskotans nóg og um 2 % af landinu en ekki 10.
Reyndar er skógur á Héraði meira en 10 % af landnotkun þar.

#14 golfari

golfari

  Mælskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 1,108 posts

Posted 26 March 2012 - 21:22

Maður hefur sjálfur verið að setja niður undanfarin 25 ár og það stennst, það tekur 25 ár að koma upp skóg. Þetta er það sem hver og einn málverji þarf að hafa huga áður en hann fer á fund forfeðranna að það er að rækta grænan blett, helst af trjám.

#15 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 28 March 2012 - 09:39

Hvaðan hefur þú þessar tölur? Þú þarft ekkert að kenna mér á leitarvélar. Þú heldur þessu fram og ég bið þig um að styðja þetta einhverjum gögnum.

Það kemur fram í upphafi hvaðan ég hef þessar tölur, af Facebook. En þetta er auðvelt að fá staðfest hjá Google gamla.

En hvaðan skyldi bullið um skógrækt á 10 % af landinu vera ? Það hefur enginn sett það markmið fram nema þið í skógræktar-og lúpínulobbíinu.
Lögin um landshlutabundnu skógræktina nefna sem markmið 5 % af landi fyrir neðan 400 metra. Það er andskotans nóg og um 2 % af landinu en ekki 10.
Reyndar er skógur á Héraði meira en 10 % af landnotkun þar.

Ég gæti alveg tekið undir þau sjónarmið að ekki væri óeðlilegt að skógur myndi þekja um 10% flatarmáls sem langtíma markmið, sem væri þá um þriðjungur þess sem var við landnám. Taldi það nokkuð hóflega áætlað. Hins vegar er skógrækt svo lítil í landinu að slíkar pælingar eru í raun út í hött og að því leiti rétt hjá þér að slíkt tal er bull. Það tekur aldir og árþúsindir að ná því takmarki nema að til mun róttækari aðgerða er gripið.

Punkturinn er þessi. Skógarækt er svo sára lítil hér á landi að allt tal um að varp spillist og ásýnd lands er fáránleg. Vissulega má taka tillit til slíkra þátta á þeim örfáu blettum þar sem skógrækt er stunduð. En þetta er ekkert vandamál lands og þjóðar. Miklu frekar hitt að skógrækt sé allt allt of lítil miðað við mikilvæga skóga í gróður- og náttúruvernd.

#16 Herkúles

Herkúles

  Talsmaður

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 14,392 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 29 March 2012 - 21:02

Nú virðast flestir sammála um að skógrækt sé nauðsynleg og mikil hamingja með hana í landinu. Hvers vegna ekki 50% af landinu þakið skógi 2050? Hvers vegna miða við AD 874? Hefur einhver spekingurinn reiknað hvað það kostar? Við vitum að skógarnir munu ávaxta sig í framtíðinni, en höfum við efni á þessu núna AD 2012-2050?

#17 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,011 posts

Posted 29 March 2012 - 21:25

Það getur verið að þeim finnist skógrækt lítil sem leggja til að hún verði á 10 % af landinu á hundrað árum. Í kringum árið 2007 var nýr skógur 16 ferkílómetrar á ári. Það gera 6 fótboltavellir á dag. Það er slatti sko.

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum er talað um nýrækt skógs á 200 hektara svæði geti þurft að fara í mat á umhverfisáhrifum. Það er víst talsvert stundað að planta í 199 hektara til að sleppa við það.
Reyndar var upphaflega í lagafrumvarpinu nefnt 40 hektara svæði.

Svo er skógrækt ekki náttúruvernd, heldur ein tegund landbúnaðar.

#18 Herkúles

Herkúles

  Talsmaður

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 14,392 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 29 March 2012 - 21:44

Hvers vegna eru menn að rækta skóg? Hvers vegna er öll þessi hamingja með skógrækt í landinu meðal almennings Hefur Fjalldrapi kynnt sér það?

#19 McFitt

McFitt

  Málfær

 • Notendur
 • PipPip
 • 982 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:Sombrero Galaxy

Posted 29 March 2012 - 21:46

Það getur verið að þeim finnist skógrækt lítil sem leggja til að hún verði á 10 % af landinu á hundrað árum. Í kringum árið 2007 var nýr skógur 16 ferkílómetrar á ári. Það gera 6 fótboltavellir á dag. Það er slatti sko.

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum er talað um nýrækt skógs á 200 hektara svæði geti þurft að fara í mat á umhverfisáhrifum. Það er víst talsvert stundað að planta í 199 hektara til að sleppa við það.
Reyndar var upphaflega í lagafrumvarpinu nefnt 40 hektara svæði.

Svo er skógrækt ekki náttúruvernd, heldur ein tegund landbúnaðar.

Er það rétt lesið í þetta hjá mér að þú hafir óbeit á skógrækt?
Takk fyrir að velja - Haltu nú kjafti næstu 4 ár.

#20 Tembe

Tembe

  Orðugur

 • Bannaðir
 • PipPipPipPip
 • 8,261 posts
 • Kyn:Karl

Posted 29 March 2012 - 23:25

Ég tek undir með Fjalldrapa að skógrægt getur verið stórvarasöm. Best væri að eyða þeim fáu hríslum sem þegar vaxa í landinu. Hugsum til framtíðar og hugsum um börnin okkar. Burt með skóginn og reisum í staðin 500 þúsund til 1.000.000 styttur af Fjalldapra um allt land. Við gætum hugsanlega flutt þær út líka. Öfgamenn eins og hann sem kunna þá list að tala aðeins í tilvitnunum og gátum eru orðnir sjaldgæfir og ber að friða þá. Lengi lifi Fjalldrapi meðal vor.

Kveðja,
Tembe

0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users