Jump to content


Photo

Óþarfa áhyggjur af skógrækt


 • Please log in to reply
79 replies to this topic

#21 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,012 posts

Posted 30 March 2012 - 09:36

Hvers vegna eru menn að rækta skóg?
Hvers vegna er öll þessi hamingja með skógrækt í landinu meðal almennings

Það er rétt að almenningur hefur verið jákvæður gagnvart skógrækt. Það er gott að vera innan um tré og tjalda þar í skjóli.
Og þegar menn eiga sumarbústað fylgir því gjarnan smáskógrækt og önnur garðrækt enda gott að vera í því jarðsambandi og hollt.
Þetta er samt orðið miklu stærra í sniðum en áður var þar sem er atvinnuskógræktin. Þetta getur átt eftir að breyta landslaginu mikið. Mætti nokkuð líta aðeins gagnrýnum augum á þetta ?

#22 Herkúles

Herkúles

  Talsmaður

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 14,394 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 30 March 2012 - 20:15

Jú auðvitað eiga allar raddir rétt á sér, segjum við málverjar.. En hvað er að því að 50% landsins verði skógi vaxin? Mófuglarnir færa sig Þvílík breyting á einu landi -til hins betra, kolefni í stórum stíl vel upp úr jörðunni.

#23 Breyskur

Breyskur

  Mælskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 1,932 posts
 • Kyn:Gef ekki upp
 • Staðsetning:Westurhreppur

Posted 03 April 2012 - 18:39

Jú auðvitað eiga allar raddir rétt á sér, segjum við málverjar..
En hvað er að því að 50% landsins verði skógi vaxin?
Mófuglarnir færa sig
Þvílík breyting á einu landi -til hins betra, kolefni í stórum stíl vel upp úr jörðunni.


Er nú alveg sammála að ég sæi ekki mikið af því að helmingur landsins yrði skógi vaxinn. Hins vegar er óþarfi að fara missa svefn yfir því eins og þessi tafla sýnir glöggt, það mun aldrei verða.

Skipting heildarflatarmáls landsins eftir hæð yfir sjávarmáli

0-200m 24.708
2001-400m 18.401
401-600m 22.168
> 600m 37.745
Samtals 103.022

Heimild: http://www.hag.is/pdf/kaflar/kafl2.pdf

Hlutfall lands á Íslandi undir 400 metrum sem eru trúlega efri skógarmörk er ekki nema tæp 42%. Þegar búið er að drag frá vötn, sanda, fen, skriður svo ekki sé minnst á hús vegi, ræktarland og önnur mannvirki er talan væntanleg mun nær þriðjungi að heildar flatarmáli lands sem mögulegt væri að rækta skóg á.

Held jafnvel í votasta draumi ætli enginn skógræktar maður sér að leggja það allt undir skóga, en kannski gæti það orðið með tíð og tíma þriðjungur þess lands sem mögulegt væri að rækta skóga á.

Hin breytta ásýnd landsins myndi þá líta svona út

Jöklar: óbreyttir
Fjöll og hálendi ofan 400m: óbreytt
Ár og vötn: óbreytt
Skriður, aurar, fen osfrv: óbreytt
Tún, ræktarland: óbreyttir
Annað land neðan 400mys: allt að þriðjungur gæti með tíð og tíma breyst í skóglendi

Sé ekki hvað er svona voðalegt við það.

Helstu rökin sem týnd hafa verið til eru fjallasýn og víðlendið tapast, ekki satt nema að afar litlu leyti, hálendið allt verður eftir, ræktarlönd öll verða sem fyrr og jafnvel í vöxtulegast skóg sem hægt er að hugsa sér td Hallormstaðaskógi eru mishæðir, rjóður og annað sem gefur afbragðs yfirsýn yfir skóginn og til opinna svæða í kring.

Hvað þá með blessaða fuglana, jú þeir þrífast því betur sem land er betur gróðið, þéttleiki fer upp, fjölbreytileiki eykst en tegundasamsetning breytist eitthvað. sjá hér: http://www.land.is/i...emid=88&lang=is Erfitt að sjá að þetta sé breyting til hins verra og hvort eð er þar sem við erum aðeins að tala um lítin hluta heildar flatarmál landsins er ekki eins og einhverjar tegurndir hverfi heldur mun útbreiðsla þeirra fugla sem fyrir eitthvað breytast ásamt því að skógarfuglar bætast við.

Hvað fleira er hægt að týna til, rokið minnkar á skógivöxnu landi, enn og aftur er það slæmt?

Hvað fleira? Sjálfsagt hægt að telja upp eitthvað fleira en allmennt séð er ekki hægt að segja annað en að svæðið sem breytist er frekar lítið sem hlutfall af landrými og flestar breytingar bæta landgæði, auka fjölbreytileika, binda kolfefni og skapa atvinnu tækifæri, svo hvað er vandamálið eiginlega?

Edited by Breyskur, 03 April 2012 - 18:47.


#24 Kjáni

Kjáni

  Talandi

 • Notendur
 • Pip
 • 181 posts

Posted 03 April 2012 - 18:47

að binda kolefni = að selja loft
Í samfélagi okkar er frelsi forréttindi sem úthlutað er eftir þjónustulund umsækjenda í formi stafrænna rafboða, sem eru kölluð peningar í daglegu tali. - Ég

#25 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,012 posts

Posted 05 April 2012 - 18:14

Er nú alveg sammála að ég sæi ekki mikið af því að helmingur landsins yrði skógi vaxinn. Hins vegar er óþarfi að fara missa svefn yfir því eins og þessi tafla sýnir glöggt, það mun aldrei verða.

Í staðinn var sú alversta leið sem hægt væri að hugsa sér valin á kruss þvert yfir heiðina spillandi þar með sérlega skemmtilegu svæði sem hafði yfir sér óbyggðabrag þótt það væri í bakgarði höfuðstaðarins.

Þetta er svolítil mótsögn miðað við innleggið á hálendisþræðinum þar sem þú lýsir áhyggjum vegna áhrifa raflína á landslag.
Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum hefur ekki lítil áhrif á landslag.
Samkvæmt könnunum þá er landslagið stór hluti af sjálfsmynd íslendinga.
Held að útlendingar sakni ekki ræktaðra skóga hér.
Mófuglarnir eru sjaldgæfir á heimsvísu eins og búsvæði þeirra eru líka. Við fengjum fugla í staðinn sem eru algengari.

Fróðlegt að sjá að 60 % af Íslandi liggur hærra en 400 m.y.s.

Edited by Fjalldrapi, 05 April 2012 - 19:01.


#26 Breyskur

Breyskur

  Mælskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 1,932 posts
 • Kyn:Gef ekki upp
 • Staðsetning:Westurhreppur

Posted 05 April 2012 - 19:38

Þetta er svolítil mótsögn miðað við innleggið á hálendisþræðinum þar sem þú lýsir áhyggjum raflína á landslag.
Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum hefur ekki lítil áhrif á landslag.
Samkvæmt könnunum þá er landslagið stór hluti af sjálfsmynd íslendinga.
Held að útlendingar sakni ekki ræktaðra skóga hér.
Mófuglarnir eru sjaldgæfir á heimsvísu. Við fengjum fugla í staðinn sem eru algengari.

Fróðlegt að sjá að 60 % af Íslandi liggur hærra en 400 m.y.s.Posted Image

Þessi mynd sýnir tvenn mannana verk, get ekki neitað því að mér finnst annað falla ágætlega að landslaginu meðan hitt stingur dáldið í augun.

Alveg sammála þér um að landslag er stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga og gott til þess að vita að hálendið allt, jökulsandar og aurar mikið til svo og hraunbreiður flestar munu halda sér sem og ræktarland og tún.

Það land sem verið er að tala um til skógræktar eru aðallega hálsar, úthagar og lágheiðar milli láglendis sem er mikið til í rækt og fjalla og hálendis sem eðli síns vegna verður aldrei skógi vaxið. Stend við það að raflínur brjóta landslagið mikið upp á hálendinu og þyrfti að takmarka þær eftir megni og huga virkilega vel að þeim sem eru óhjákvæmlegar. Á láglendi mætti hins vegar fella þær inn í skóga þannig að þær stingi ekki eins í augun heldur falli betur inn í gróður og annað landslag.

Þessi mynd sýnir svona það "versta" sem gæti komið fyrir íslenskt landslag ræktarland á láglendi óbreytt, skógar á hálsum, hálendi óbreytt. Verð að játa að mér finnst þetta fallegra á að líta en móar og rofaborð, en hverjum finnst víst sinn fugl fagur.
Posted Image

Edited by Breyskur, 05 April 2012 - 20:49.


#27 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,012 posts

Posted 05 April 2012 - 22:32

Þessi mynd sýnir svona það "versta" sem gæti komið fyrir íslenskt landslag ræktarland á láglendi óbreytt, skógar á hálsum, hálendi óbreytt. Verð að játa að mér finnst þetta fallegra á að líta en móar og rofaborð, en hverjum finnst víst sinn fugl fagur.

Ætli rofabörðin séu ekki að gróa upp meira eða minna þessi misserin. Beit hefur stórlega minnkað. Birkitré eru að spretta upp af sjálfu sér á Skeiðarársandi.

að binda kolefni = að selja loft

Það má moka aftur ofan í skurðina. Það myndi binda mikið af kolefni og fjörga lífríkið.

Edited by Fjalldrapi, 05 April 2012 - 22:46.


#28 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 05 April 2012 - 23:05

Er nú alveg sammála að ég sæi ekki mikið af því að helmingur landsins yrði skógi vaxinn. Hins vegar er óþarfi að fara missa svefn yfir því eins og þessi tafla sýnir glöggt, það mun aldrei verða.

Skipting heildarflatarmáls landsins eftir hæð yfir sjávarmáli

0-200m 24.708
2001-400m 18.401
401-600m 22.168
> 600m 37.745
Samtals 103.022

Heimild: http://www.hag.is/pdf/kaflar/kafl2.pdf

Hlutfall lands á Íslandi undir 400 metrum sem eru trúlega efri skógarmörk er ekki nema tæp 42%. Þegar búið er að drag frá vötn, sanda, fen, skriður svo ekki sé minnst á hús vegi, ræktarland og önnur mannvirki er talan væntanleg mun nær þriðjungi að heildar flatarmáli lands sem mögulegt væri að rækta skóg á.

Held jafnvel í votasta draumi ætli enginn skógræktar maður sér að leggja það allt undir skóga, en kannski gæti það orðið með tíð og tíma þriðjungur þess lands sem mögulegt væri að rækta skóga á.

Hin breytta ásýnd landsins myndi þá líta svona út

Jöklar: óbreyttir
Fjöll og hálendi ofan 400m: óbreytt
Ár og vötn: óbreytt
Skriður, aurar, fen osfrv: óbreytt
Tún, ræktarland: óbreyttir
Annað land neðan 400mys: allt að þriðjungur gæti með tíð og tíma breyst í skóglendi

Sé ekki hvað er svona voðalegt við það.

Helstu rökin sem týnd hafa verið til eru fjallasýn og víðlendið tapast, ekki satt nema að afar litlu leyti, hálendið allt verður eftir, ræktarlönd öll verða sem fyrr og jafnvel í vöxtulegast skóg sem hægt er að hugsa sér td Hallormstaðaskógi eru mishæðir, rjóður og annað sem gefur afbragðs yfirsýn yfir skóginn og til opinna svæða í kring.

Hvað þá með blessaða fuglana, jú þeir þrífast því betur sem land er betur gróðið, þéttleiki fer upp, fjölbreytileiki eykst en tegundasamsetning breytist eitthvað. sjá hér: http://www.land.is/i...emid=88&lang=is Erfitt að sjá að þetta sé breyting til hins verra og hvort eð er þar sem við erum aðeins að tala um lítin hluta heildar flatarmál landsins er ekki eins og einhverjar tegurndir hverfi heldur mun útbreiðsla þeirra fugla sem fyrir eitthvað breytast ásamt því að skógarfuglar bætast við.

Hvað fleira er hægt að týna til, rokið minnkar á skógivöxnu landi, enn og aftur er það slæmt?

Hvað fleira? Sjálfsagt hægt að telja upp eitthvað fleira en allmennt séð er ekki hægt að segja annað en að svæðið sem breytist er frekar lítið sem hlutfall af landrými og flestar breytingar bæta landgæði, auka fjölbreytileika, binda kolfefni og skapa atvinnu tækifæri, svo hvað er vandamálið eiginlega?

Ágæt samantekt.

Málið er það að skógrækt er svo lítil að tal um 10% eða 15% eða 30% af landinu undir skógrækt er svo fjarlægt takmark. Skógrækt er í prómillum í dag en ekki prósentum.

Nú er skógur á landi sem gæti verið í kringum 1-2% landsins, eftir hvernig er mælt og talið (hvaða hæð er skógur osfr.)

Gefum okkur þá að skógur sem er í vexti og gæti orðið í fyrirsjáanlegri framtíð yfir 2 m. sé um 1,5% landsins, sem er ekki fjarri lagi. Segjum sem svo að við vildum tvöfallda þennan skóg þannig að skógur væri á um 3% landsins. Þá tæki það okkur meira en öld að ná því takmarki miðað við núverandi skógrækt.

Þess vegna er svo furðulegt að einhverjir skuli hafa áhyggjur af skógrækt hér á landi.

Gaman að sjá það á myndunum sem þú póstar hvað grenið fellur vel að íslenskri náttúru.

#29 Tembe

Tembe

  Orðugur

 • Bannaðir
 • PipPipPipPip
 • 8,261 posts
 • Kyn:Karl

Posted 06 April 2012 - 07:46

Við eigum að þurrka upp restina af mýrum. Þær eru leiðinlegur farartálmi sem krefst þess að maður gangi í vaðstígvélum hvernig sem viðrar. Þá er engin eftirsjá í þessum fuglum sem Fjalldrapi talar um. Aðrar tegundir munu koma í staðin. Mikið óskaplega hafið þið miklar áhyggjur af landinu okkar. Það er ekkert á förum.

Kveðja,
Tembe


#30 drCronex

drCronex

  Fljótmæltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,189 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:hér er ég.

Posted 09 April 2012 - 12:01

...

Aðrir hafa áhyggjur að skógrækt sé svo gengdarlaus og stjórnlaus að henni þurfi að setja strangar reglur í náttúruverndarlögum. Svo strangar að skógrækt verði nánast ómöguleg hér á landi. Það eru líka einkennileg viðhorf í okkar skóglausa landi.

Já, og það er í stíl við umræðu almennt. Önnur umræðuefni fara í sama farveg.

Mikið mál er að leyfa landsvæðum að vera í friði. Á landinu voru náttúrulegir skógar án hjálpar frá mannshöndinni, en ekki sakar að planta fullt af hríslum til að ýta á afturendann á ferlinu.

Það sem ég vildi sjá eru svæði með plöntum. Þar sem plöntum er eðlilegt að þrífast. Mér er alveg sama hvort þsð sé skógur eða brúskar af alls kyns hágresi eða njólum.

Posted Image

Þessi mynd sýnir tvenn mannana verk, get ekki neitað því að mér finnst annað falla ágætlega að landslaginu meðan hitt stingur dáldið í augun.

Alveg sammála þér um að landslag er stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga og gott til þess að vita að hálendið allt, jökulsandar og aurar mikið til svo og hraunbreiður flestar munu halda sér sem og ræktarland og tún.

Það land sem verið er að tala um til skógræktar eru aðallega hálsar, úthagar og lágheiðar milli láglendis sem er mikið til í rækt og fjalla og hálendis sem eðli síns vegna verður aldrei skógi vaxið. Stend við það að raflínur brjóta landslagið mikið upp á hálendinu og þyrfti að takmarka þær eftir megni og huga virkilega vel að þeim sem eru óhjákvæmlegar. Á láglendi mætti hins vegar fella þær inn í skóga þannig að þær stingi ekki eins í augun heldur falli betur inn í gróður og annað landslag.

Þessi mynd sýnir svona það "versta" sem gæti komið fyrir íslenskt landslag ræktarland á láglendi óbreytt, skógar á hálsum, hálendi óbreytt. Verð að játa að mér finnst þetta fallegra á að líta en móar og rofaborð, en hverjum finnst víst sinn fugl fagur.
Posted Image

Þessar myndir, listrænt séð eru afar ólíkar. Sú sem á að vera neikvæð er dökk og skuggaleg og óljós. Hin sem á að vera betri er með sól sem baðar dalverpi.
Veistu, ég sé ekkert að mannaverkum í náttúrunni. Það helsta sem ég sé við neðri myndina er að tréin geta verið gríðarlegur farartálmi. Kemst ég í gegnum kjarrið án þess að rispa mig allan og þreyta?
En í báðum tilvikum er fuglunum skítsama. Þeim líkar reyndar ágætlega við raflínur og staurana.

Edited by drCronex, 09 April 2012 - 11:55.

Ingimundur Kjarval: "Þegar þú setur lyftu í hús, sleppir þú ekki eftstu hæðina vegna þess að svo fáir eiga heima þar."

 

#31 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,012 posts

Posted 09 April 2012 - 15:55

Aðrir hafa áhyggjur að skógrækt sé svo gengdarlaus og stjórnlaus að henni þurfi að setja strangar reglur í náttúruverndarlögum. Svo strangar að skógrækt verði nánast ómöguleg hér á landi. Það eru líka einkennileg viðhorf í okkar skóglausa landi.

Þetta er þá heila málið : Náttúruverndarlög. Hvað stendur svona voðalegt í þeim um skógrækt ?

Edited by Fjalldrapi, 09 April 2012 - 19:11.


#32 afleiða

afleiða

  Rithæfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,176 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:Reykjavik

Posted 09 April 2012 - 23:01

Það er of hátt hlutfall af heimskingjum á Íslandi, 5% er allt of varlega áætlað hjá Þráni Bertelssyni. Lúpínan er stórkostleg jurt á Íslandi, hún bindur mikið nitur í jarðvegi. Með öðrum orðum býr til sinn eigin áburð.

Edited by afleiða, 09 April 2012 - 23:04.

Where everyone in the house is crazy only the sane seem like fools.

#33 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 09 April 2012 - 23:26

Þetta er þá heila málið : Náttúruverndarlög. Hvað stendur svona voðalegt í þeim um skógrækt ?

Það hafa komið fram drög að nýjum náttúruverndarlögum þar sem þrengt er að skógrækt.

Það er of hátt hlutfall af heimskingjum á Íslandi, 5% er allt of varlega áætlað hjá Þráni Bertelssyni.

Lúpínan er stórkostleg jurt á Íslandi, hún bindur mikið nitur í jarðvegi. Með öðrum orðum býr til sinn eigin áburð.

Þetta er ekki spurning um heimsku held ég, miklu frekar einhvers konar firringu. Jarðvegur og gróður er mikilvægasta auðlind hvers lands og í okkar tilfelli fiskimiðin einnig. Það er eins og að Íslendingar átti sig ekki á þessari einföldu staðreynd. Sem má telja merkilegt því ef þessi sannindi hafa haft afgerandi áhrif á einhverja þjóð þá eru það eyjaskeggjar þeir sem hér hafa lifað við misjafnan kost í ellefuhundruð ár.

Ísland byggðist vegna þess að hér var gróður og jarðvegur og öflugt vistkerfi. Þessu vistkerfi hnignaði. Sennilega var Sturlungaöldin og sú barátta sem þá geysaði bein afleiðing hnignandi landkosta.

Áfram hnignaði landi undir erlendum konungum þar til að svo var komið að hér var nánast ekki byggilegt. Það var ekki fyrr en við fórum að nýta fiskimiðin að einhverju gagni að við fórum að rétta úr kútnum.

Við erum komin að endimörkum þessarar nýtingar nú eða búin að hámarka nýtinguna. Menn geta látið sig dreyma um að græða af erlendri bankastarfsemi, virkjanabrölti og olíu. En þegar öllu er á botninn hvolft þá mun mannlíf og hagur þeirra sem koma til með að byggja þetta land um ókomnar aldir fyrst og fremst grundvallast af ástandi fiskimiða og jarðvegs.

Mikilvægasta verkefni okkar kynslóðar er því að bæta fyrir fyrri spjöll, græða land, rækta skóg og standa vörð um fiskimiðin.

Vissulega eigum við að standa þannig að málum að sem best sátt náist um landgræðslustarf og skógrækt. En sú sátt verður að snúast um hvaða leiðir á að fara í þeim efnum, hvernig græða á land og hvernig og hvar skal rækta nýja skóga. Sú umræða má aldrei snúast um hvort við ætlum að græða land og rækta skóga heldur hvernig.

Ef það er ekki sátt um lúpínu þá má í sjálfu sér finna aðrar leiðir þar sem sú góða jurt þykir ekki henta.

Þar sem menn vilja ekki sjá greni og ösp er sjálfsagt að rækta birki.

Þannig mun hver kynslóð og tíska hverju sinni ráða einhverju um það hvernig staðið verður að málum. En við verðum að rækta skóg, stöðvar jarðvegseyðingu og græða upp land. Það er verkefnið sem við verðum öll að sameinast um.

#34 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,012 posts

Posted 11 April 2012 - 07:17

Það hafa komið fram drög að nýjum náttúruverndarlögum þar sem þrengt er að skógrækt.

Hvernig þrengir náttúruvernd að skógrækt ?

Vissulega eigum við að standa þannig að málum að sem best sátt náist um landgræðslustarf og skógrækt. En sú sátt verður að snúast um hvaða leiðir á að fara í þeim efnum, hvernig græða á land og hvernig og hvar skal rækta nýja skóga. Sú umræða má aldrei snúast um hvort við ætlum að græða land og rækta skóga heldur hvernig.

Þarna er skógrækt alltaf nefnd um leið og landgræðsla. Eins og þetta sé sami hluturinn. Það eru aðallega settar niður trjáplöntur þar sem gróður er fyrir.

#35 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 11 April 2012 - 10:27

Hvernig þrengir náttúruvernd að skógrækt ?
Þarna er skógrækt alltaf nefnd um leið og landgræðsla. Eins og þetta sé sami hluturinn. Það eru aðallega settar niður trjáplöntur þar sem gróður er fyrir.

Náttúruvernd þrengir ekki að skógrækt, enda oftar en ekki sami hluturinn. Það er verið að þrengja að skógrækt í nýjum drögum að náttúruverndarlögum sem er allt annar hlutur.

Landgræðsla og skógrækt er oft nátengd. Saman ber:
http://www.hekluskogar.is/
http://www.skogur.is...graedsluskogar/

Öruggasta og besta jarðvegsverndin er fólgin í skógrækt.

#36 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,012 posts

Posted 11 April 2012 - 17:45

Það er ekki mikið amast við Hekluskógaverkefninu. Það myndi líklega falla vel að nýju náttúruverndarlagadrögunum ?
Því sem plantað er í landgræðsluskóga er lítið miðað við bændaskógræktina.

#37 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 11 April 2012 - 22:12

Það er ekki mikið amast við Hekluskógaverkefninu. Það myndi líklega falla vel að nýju náttúruverndarlagadrögunum ?
Því sem plantað er í landgræðsluskóga er lítið miðað við bændaskógræktina.

Sem betur fer er ekki mikið amast við þeirri litlu skógrækt sem hér er stunduð, nema þá helst í nýju náttúruverndarlögunum.

#38 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,012 posts

Posted 11 April 2012 - 23:46

Sem betur fer er ekki mikið amast við þeirri litlu skógrækt sem hér er stunduð, nema þá helst í nýju náttúruverndarlögunum.

Þar er amast við blandskógum og barrskógum í íslenskum úthaga ?

#39 Orville

Orville

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 7,554 posts

Posted 12 April 2012 - 07:07

Þar er amast við blandskógum og barrskógum í íslenskum úthaga ?

Já merkilegur andskoti. Einhverskonar trjá-rasismi.

#40 Fjalldrapi

Fjalldrapi

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,012 posts

Posted 14 April 2012 - 14:44

Hér er talað um viðkvæmt lífríki á einangruðum úthafseyjum þar sem fæðukeðjan er mjög stutt, þar sem afræningja vantar og tegundir eru tiltölulegar fáar.

Eins og á Hawai. Þar voru fluttar inn erlendar trjátegundir hér áður og eru menn í vandræðum með hvernig þær dreifa sér óhindrað núna.
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users