Jump to content


Photo

Niđurskurđur sóknargjalda getur olliđ "stórtjóni"

ţjóđkirkjan

 • Please log in to reply
17 replies to this topic

#1 spectromacht

spectromacht

  Málfćr

 • Notendur
 • PipPip
 • 560 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 02 April 2012 - 18:42

Veruleg þáttaskil í trúmálapólitík (mbl.is)

Biskup segir að Þjóðkirkjan hafi mætt niðurskurði sóknargjalda með umtalsverðum niðurskurði á starfsemi sinni, á vettvangi safnaða og stofnana kirkjunnar. „Stendur það starfi og þjónustu kirkjunnar mjög fyrir þrifum og verður ekki lengra gengið án stórtjóns.“


Þetta kemur fram í frétt á vef Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um umsögn biskups vegna frumvarps innanríkisráðherra um skráð trúfélög.

Það mætti spyrja hvaða stórtjón er um að ræða og sérstaklega ef niðurskurðurinn er settur í samhengi við niðurskurðinn til heilbrigðismála, hvar er þá hið eiginlega tjón, raunverulegt og allt að ómanneskjulegt, ef ekki lífshættulegt?

Edited by spectromacht, 02 April 2012 - 19:01.


#2 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 02 April 2012 - 18:46

Þetta kemur fram í frétt á vef Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um umsögn biskups vegna frumvarps innanríkisráðherra um skráð trúfélög.

Það mætti spyrja hvaða stórtjón er um að ræða og sérstaklega ef niðurskurðurinn er settur í samhengi við niðurskurðinn til heilbrigðismála, hvar er þá hið eiginlega tjón, raunverulegt og allt að ómanneskjulegt, ef ekki lífshættulegt?


Ætti ekki að verða meira tjón en önnur trufélög lúta en þjóðkirkjuna. Fólk sem hefur sérstaka trú hlítur að styðja hana, ekki satt?
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#3 spectromacht

spectromacht

  Málfćr

 • Notendur
 • PipPip
 • 560 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 02 April 2012 - 18:54

Ætti ekki að verða meira tjón en önnur trufélög lúta en þjóðkirkjuna. Fólk sem hefur sérstaka trú hlítur að styðja hana, ekki satt?


Hmm, styðja hana hvernig þá?

#4 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 02 April 2012 - 18:57

Hmm, styðja hana hvernig þá?

Með sóknargjöldum og launum presta og öllu því sem þjóðkirkjan halar inn meðan önnur trúflelög fá ekkert nema þennan 6000 kall eða hvað það er frá meðlimum.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#5 jukn

jukn

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,099 posts
 • Kyn:Karl

Posted 02 April 2012 - 19:41

Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi innanríkisráðherra um skráð trúfélög, að hætt verði að skrá nýfædd börn í trúfélög samkvæmt aðild móður, er íþyngjandi fyrir trúfélögin og gengur gegn hagsmunum barnsins.Meiri viðbjóðurinn og helgislepjan sem lekur af þessum manni. Getur hann ekki verið biskup áfram.

#6 skeggi

skeggi

  Rithćfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,105 posts

Posted 02 April 2012 - 22:40

Væri ekki einfaldara bið ÞJoðkirkjuna að innheimta sjálf sín félagsgjöld, fyrst ríkið skilar henni ekki nema hluta þess sem upphaflega var eyrnamerkt sem sóknargjöld af tekjuskatti...

#7 jukn

jukn

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,099 posts
 • Kyn:Karl

Posted 02 April 2012 - 23:01

Væri ekki einfaldara bið ÞJoðkirkjuna að innheimta sjálf sín félagsgjöld


Er það furða að þeir vilji það ekki á öld upplýsinganna.
Stofnun sem treystir sér ekki til að finna sér meðlimi án þess að troða sér uppá fæðingadeildir og barnaskóla. Nauðsynlegt að ná fórnarlömbunum áður en þau átta sig á bullinu.

#8 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,276 posts

Posted 02 April 2012 - 23:32

Þetta verður eilífðar deiluefni. Best er að leyfa þjóðinni að kjósa hvaða fyrirkomulag hún vill hafa.

Spurningin gæti verið:
Vilt þú að barn sé skráð í trúfélag við fæðingu?
 • Já í trúfélag móður
 • Nei ég vil að barn sé óskráð. Foreldrar skrái barnið sjálft í trúfélag
Ég held að hættan sé að ákveðinn hluti verði ekki skráður fyrr en kemur að fermingu. Þá hlaupa foreldrar til og skrá barn sitt í viðkomandi trúfélag svo það verði skírt og síðan fermt.

Trúfélag er andlegt heilbrigðiskerfi. Flestir eru ekki að skipta sér af trúmálum fyrr en eitthvað bjátar á. Er ósanngjarnt að trúfélög fái framlög til að halda uppi starfi þó við þiggjum ekki það sem er í boði á hverjum degi?
Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#9 spectromacht

spectromacht

  Málfćr

 • Notendur
 • PipPip
 • 560 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 02 April 2012 - 23:40

Væri ekki einfaldara bið ÞJoðkirkjuna að innheimta sjálf sín félagsgjöld, fyrst ríkið skilar henni ekki nema hluta þess sem upphaflega var eyrnamerkt sem sóknargjöld af tekjuskatti...


Það má gera ráð fyrir að það væri ekki svo einfalt, eða sjálfsagt fyrir þjóðkirkjuna að fara þá leið sjálfviljug, þar sem það gæti ef til vill þýtt ákveðið afsal yfir sálum landsmanna, það að vera óháð og þurfa að standa meir undir sér og missa í leiðinni þau ítök sem hún hefur haft meðan hún hefur verið samofinn þjóðinni.

Þetta snýst um meir held ég en að missa spón úr aski sínum, heldur meir að helgivaldi hennar sé ógnað og hennar hlutverki sem hún telur sig gegna í þágu hins góða og jafnvel guðsins.

#10 Árvakur Lýđsson

Árvakur Lýđsson

  Rithćfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,630 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Reykjavík

Posted 03 April 2012 - 00:24

Getur valdið stórtjóni.

Við verðum að hafa málfræðina að hreinu.

Ég held að það ætti að byrja á því að grisja biskupsskrifstofu. Þar starfa rúmlega 40 manns. Mér er spurn HVAÐ ER ÞETTA LIÐ AÐ GERA?

Óhófið og bruðlið hjá kirkjunni er óþolandi.
HVAĐA LĆTI ERU ŢETTA ?

#11 Chrolli

Chrolli

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,785 posts
 • Kyn:Karl

Posted 03 April 2012 - 01:27

Einkavæða kirkjuna í gær takk. Taka sömu upphæð og setja hana beint í velferðarkerfið.

Þráðurinn hófst á því að við vorum að ræða það að sú staðalímynd að karlar séu einu gerendurnir í heimilisofbeldi væri á sandi byggð. Konur væru alveg jafn miklir þátttakendur, gerendur, og hafa jafnmikið frumkvæði, og karlar. Þetta hefur verið margrannsakað en jafnréttisiðnaðurinn hérlendis þegir yfir þessu, þögnin er öskrandi. Og nú er ég "að horfa fram hjá einhverju viljandi"? WTF?


#12 jukn

jukn

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,099 posts
 • Kyn:Karl

Posted 03 April 2012 - 07:38

Trúfélag er andlegt heilbrigðiskerfi.Öllu er nú hægt að gefa nafn. Þessi hókus pókus klúbbur getur bara sent út gíróseðil eins og önnur félagasamtök.

Þar starfa rúmlega 40 manns. Mér er spurn HVAÐ ER ÞETTA LIÐ AÐ GERA?


Halda uppi háhraðasambandi við ósýnilega kallinn.

#13 spectromacht

spectromacht

  Málfćr

 • Notendur
 • PipPip
 • 560 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 03 April 2012 - 09:27

Getur valdið stórtjóni.

Við verðum að hafa málfræðina að hreinu.


Takkó fyrir leiðréttinguna.

#14 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 03 April 2012 - 10:01

Auðvitað eiga trúfélög að rukka sín félagsgjöld félaga bara einsog önnur félög.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#15 skeggi

skeggi

  Rithćfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,105 posts

Posted 03 April 2012 - 23:15

Trúfélag er andlegt heilbrigðiskerfi. Flestir eru ekki að skipta sér af trúmálum fyrr en eitthvað bjátar á.


Takk sama og þegið. Mín andlega heilsa batnar ekki þó ég tryði á Jesú Krist og pabba hans Guð almáttugan.


Er ósanngjarnt að trúfélög fái framlög til að halda uppi starfi þó við þiggjum ekki það sem er í boði á hverjum degi?


Mér finnst það ósanngjarnt ef ÉG á borga fyrir eitthvað sem mér finnst bull. (Mér finnst það bull, líka ef og þegar eitthvað bjátar á í mínu lífi.)

En ÞÚ mátt alveg láta framlag í starf trúfélaga, mér að meinalausu, en ekki framlag úr minni buddu. Það er nóg annað sem ég vil frekar styðja.

#16 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,276 posts

Posted 04 April 2012 - 00:11

Takk sama og þegið. Mín andlega heilsa batnar ekki þó ég tryði á Jesú Krist og pabba hans Guð almáttugan.


:)


Mér finnst það ósanngjarnt ef ÉG á borga fyrir eitthvað sem mér finnst bull. (Mér finnst það bull, líka ef og þegar eitthvað bjátar á í mínu lífi.)

En ÞÚ mátt alveg láta framlag í starf trúfélaga, mér að meinalausu, en ekki framlag úr minni buddu. Það er nóg annað sem ég vil frekar styðja.


Enda þarft þú ekki að styrkja eitthvert trúfélag. Þú getur styrkt ríkið og þar með heilbrigðiskerfið. :)
Auðvitað er fulldjarft hjá mér að tala um andlegt heilbrigðiskerfi, fullfrjálslega farið með orð. En trúfélög og heilbrigðiskerfið eiga þó það sameiginlegt (hjá íslendingum) að við leitum sjaldan þangað nema í neyð.

Auðvitað eiga trúfélög að rukka sín félagsgjöld félaga bara einsog önnur félög.


Ríkið rukkar fyrir marga aðila. Eitt dæmi er útsvar fyrir sveitarfélög.

Mér finnst fólk alltaf nálgast trúmál út frá fjárhagslegu hliðinni. Það er ekki rétt hugarfar, að mínu mati.
Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#17 Laplace

Laplace

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,885 posts
 • Kyn:Karl

Posted 04 April 2012 - 10:06

Trú er tímaskekkja á upplýsingaöld. Fólk má stunda sitt voodoo og velja sér perra sem trúarleiðtoga mér að meinlausu en vinsamlegast ekki rukka mig og aðra sem ekki vilja tilheyra þessum skrípaleik fyrir ruglið. Ef fólk vill vera með í þessari geggjun getur það skráð sig í herlegheitin við 18 ára aldur. Svo í stað allra þessara presta sem eru að sjúga ríkiskassann væri jafnvel hægt að ráða alvöru fagfólk, sálfræðinga og félagsfræðinga sem hafa actually menntun og hæfni í uppbyggingu á fólki sem er að ganga í gegnum erfiða reynslu.
QUOTE (Davíđ Oddson @ Jan 2004)
Banks are now more capable of backing Icelandic business and have been expanding overseas on a growing scale. This is a very positive development which shows beyond all doubt the enormous force unleashed when the state entrusts individuals with freedom of action.Međlimur í Félagi Ţöggunarsinna
Ţaggar reglulega niđur í rasistum

#18 spectromacht

spectromacht

  Málfćr

 • Notendur
 • PipPip
 • 560 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 04 April 2012 - 12:40

Þvílík dýrkun á Guðmundi Guðmundsyni frá afdalasveit sem guðinn er. Jésú heitinn er þá sonur Guðmundar, en ekki Jósefssonar þó hann væri af hans blóði. Mér finnst eins og maður sé að hita upp fyrir páskahátíðina nú þegar, leiðindi en páskaegg þó.

Also tagged with one or more of these keywords: ţjóđkirkjan

0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users