Jump to content


Photo

Kynbundinn launamunur: 2%


 • Please log in to reply
35 replies to this topic

#21 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 04 April 2012 - 11:43

OK hér kemur þetta, eða ekki. :( Jæja hér kemur þetta loksins hjá mér.

Attached Files


01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#22 S.Annar

S.Annar

  Málgrannur

 • Notendur
 • 27 posts
 • Kyn:Karl

Posted 04 April 2012 - 12:11

Kíktu á tölurnar frá Hagstofunni sem ég sendi hér ofar og þá sérðu að það er búið að leiðrétta miðað við starfshlutfalli , starfsstétt, og yfirvinnu.
Ég held að konur séu almennt ekki á öðrum aldri en karlar á Íslandi.Posted Image
Mikið hefur verið kvartað undan að konur séu nú með meiri menntun en karlar og ég held við getum verið sammála um að konur og karlar byrja yfirleitt á svipuðum aldri á vinnumarkaði. Hvað viltu meira?

Ég sé að hlekkirnir sem ég setti hér ofar virkuðu ekki og ég þarf að gera taka af þeim mynd með print screen. Ég bara finn ekki hvernig á að pósta myndum hér inn. Getur einhver leiðbeint mér með það?


Ég sé að þú svarar ekki spurningu minni og endurtek hana því: Af hverju sérðu kynbuindinn launamun annarsvegar og launamun kynja hinsvegar sem sama hlutinn?

#23 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 04 April 2012 - 13:11

Ég sé að þú svarar ekki spurningu minni og endurtek hana því: Af hverju sérðu kynbuindinn launamun annarsvegar og launamun kynja hinsvegar sem sama hlutinn?


Vegna þess að ég get ekki séð að þar sé munur á. Ég bendi þér á að skoða þessar skýrslur Hagstofunnar sem ég hef sett myndir á hér ofar. Að öðru leiti, ef þú ert að tala um starfsval kynjanna sem sannarlega er nokkuð ólíkt þá er það að sjálfsögðu líka mikilvæg spurning af hverju þau störf sem talin eru hefðbundin kvennastörf eru lægra metin til launa en störf sem talin eru hefðbundin karlastörf. Af hverju er það talið verðmætara starf að aka vörubíl en að standa upp á endann allan daginn og snyrta fisk svo dæmi sé tekið?
Það er einnig áhugavert umhugsunarefni að þau störf þar sem konur hafa haslað sér völl en áður voru talin til karlastarfa hafa kerfisbundið orðið verr launuð í kjölfarið, sbr. kennarastarfið.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#24 Chrolli

Chrolli

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,785 posts
 • Kyn:Karl

Posted 04 April 2012 - 13:17

Hefðbundin kvennastörf eru illa borguð vegna þess að konur standa sig verr en karlmenn í að berjast fyrir launahækkunum. Konur verða að breyta þessu í stað þess að bíða eftir stöðum og hækkunum vegna kyns.

Þráðurinn hófst á því að við vorum að ræða það að sú staðalímynd að karlar séu einu gerendurnir í heimilisofbeldi væri á sandi byggð. Konur væru alveg jafn miklir þátttakendur, gerendur, og hafa jafnmikið frumkvæði, og karlar. Þetta hefur verið margrannsakað en jafnréttisiðnaðurinn hérlendis þegir yfir þessu, þögnin er öskrandi. Og nú er ég "að horfa fram hjá einhverju viljandi"? WTF?


#25 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 04 April 2012 - 15:15

Eflaust töluvert til í því hjá þér Chrolli enda er við ramman reip að draga í þessari baráttu. Við lifum enn við þau skrítnu viðhorf að verk kvenna séu ómerkilegri en verk karla. Og jafnvel það að ef kona vinnur hefðbundið karlmannsstarf sé það á einhvern hátt sett niður (starfið) og þess vegna þurfi að lækka launin.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#26 Agent Smith

Agent Smith

  Rithćfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,833 posts
 • Stađsetning:Norđan miđbaugs

Posted 04 April 2012 - 15:38

Eflaust töluvert til í því hjá þér Chrolli enda er við ramman reip að draga í þessari baráttu.
Við lifum enn við þau skrítnu viðhorf að verk kvenna séu ómerkilegri en verk karla. Og jafnvel það að ef kona vinnur hefðbundið karlmannsstarf sé það á einhvern hátt sett niður (starfið) og þess vegna þurfi að lækka launin.


Ég held að þetta sé rangt hjá ykkur báðum. Skoðum bara sögu kvenna á vinnumarkaði, frá því að vera heimavinnandi að mestu leiti fyrir um 50-70 árum í að standa nær jafnfætis karmönnum í dag (2%munur).

Tökum sem dæmi ranga stefnu í launabaráttu kvennastéttar. Taka strípaðan grunntaxta og bera saman við uppreiknaðar tekjur manna sem fá 30% vinnu. HALLÓ.

http://www.dv.is/fre...d-adstodarmenn/

Hvað ætli kk ljósmóðir fái í laun?

Edited by Agent Smith, 04 April 2012 - 15:38.

I'd like to share a revelation during my time here. It came to me when I tried to classify your species. I realized that you're not actually mammals. Every mammal on this planet instinctively develops a natural equilibrium with the surrounding environment but you humans do not. You move to an area and you multiply and multiply until every natural resource is consumed. The only way you can survive is to spread to another area. There is another organism on this planet that follows the same pattern. Do you know what it is? A virus

 

Good advice is always certain to be ignored, but that's no reason not to give it.

 


#27 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 04 April 2012 - 15:43

Ég held að þetta sé rangt hjá ykkur báðum. Skoðum bara sögu kvenna á vinnumarkaði, frá því að vera heimavinnandi að mestu leiti fyrir um 50-70 árum í að standa nær jafnfætis karmönnum í dag (2%munur).

Tökum sem dæmi ranga stefnu í launabaráttu kvennastéttar. Taka strípaðan grunntaxta og bera saman við uppreiknaðar tekjur manna sem fá 30% vinnu. HALLÓ.

http://www.dv.is/fre...d-adstodarmenn/

Hvað ætli kk ljósmóðir fái í laun?


Er nú ekki lag að taka þátt í að reyna að breyta þessu kæri Agent?
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#28 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,288 posts

Posted 04 April 2012 - 17:20

Vegna þess að ég get ekki séð að þar sé munur á. Ég bendi þér á að skoða þessar skýrslur Hagstofunnar sem ég hef sett myndir á hér ofar. Að öðru leiti, ef þú ert að tala um starfsval kynjanna sem sannarlega er nokkuð ólíkt þá er það að sjálfsögðu líka mikilvæg spurning af hverju þau störf sem talin eru hefðbundin kvennastörf eru lægra metin til launa en störf sem talin eru hefðbundin karlastörf. Af hverju er það talið verðmætara starf að aka vörubíl en að standa upp á endann allan daginn og snyrta fisk svo dæmi sé tekið?
Það er einnig áhugavert umhugsunarefni að þau störf þar sem konur hafa haslað sér völl en áður voru talin til karlastarfa hafa kerfisbundið orðið verr launuð í kjölfarið, sbr. kennarastarfið.


En þetta er sitthvort.
Þessi linkar sem þú ert að vitna í hjá Hagstofunni taka ekki á kynbundnum launamun.
Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#29 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 04 April 2012 - 17:21

En þetta er sitthvort.
Þessi linkar sem þú ert að vitna í hjá Hagstofunni taka ekki á kynbundnum launamun.


Hvað sýnir hann þá, svona á mannamáli?
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#30 Kjáni

Kjáni

  Talandi

 • Notendur
 • Pip
 • 181 posts

Posted 04 April 2012 - 22:06

Fyndið hvernig yfirsést að konur og karlar eru einfaldlega líffræðilega ekki svo tilhöguð að vera fær um að sinna sömu störf.

Tökum dæmi.

Er það réttlátt, gagnvart þér sem kynlausum borgara að þurfa að borga jafn mikinn skatt og að reiða þitt eigið líf að jafns til veðs til þess eins að greiða öllum slökkviliðsmönnum sömu laun og öllu heldur að "þau" einnig skilyrðislega verði að vera af jöfnum kynjahlutföllum? Það fylgir því að sjálfssögðu EKKI að kona sem er jafnfær einhverjum gaur að bera mannskrokk upp og niður tíu hæðir af stigum ætti að fá verri laun bara af því að hún er kona, en heldur er það engan veginn réttlátt að það séu einhverjir sérstaðlar einungis til þess að það séu jafnmargar konur og karlmenn í slökkviliðsstörfum. Að fá sömu laun OG sömu kynjahlutföll í starfi og vera að sama skapi ekki fær um að sinna sömu störfum? Vaddafokk? Þessu fylgir auðvitað að það eru til nautsterkar konur sem ég sjálfur hefði ekkert á móti að vera tuskaður til af í brennandi stigagöngum lands þessa. En það er bara ekki réttlátt að 50-60 kílógramma kona fái sömu laun og 120 kílógramma karl (eða kona) ef starfsvettvangur snýst um að pokast með meðvitundarlausa og misstóra skrokka út um brennandi mannvirki. Þessir aðilar eru auðsjáanlega ekki líkamlega færir um að sinna sömu vinnu.

Og þetta er auðvitað hægt að færa út á á önnur svið samfélagsins í samanburði, hvort sem um er að ræða sorphirðu eða stjórnmál. En það er merkilega nokk ekki gert, af einhverri óútskýranlegri ástæðu.

Edited by Kjáni, 04 April 2012 - 22:12.

Í samfélagi okkar er frelsi forréttindi sem úthlutađ er eftir ţjónustulund umsćkjenda í formi stafrćnna rafbođa, sem eru kölluđ peningar í daglegu tali. - Ég

#31 jukn

jukn

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,100 posts
 • Kyn:Karl

Posted 04 April 2012 - 22:10

Og þetta er auðvitað hægt að færa út á á önnur svið samfélagsins í samanburði, hvort sem um er að ræða sorphirðu eða stjórnmál. En það er merkilega nokk ekki gert, af einhverri óútskýranlegri ástæðu.


Ha!

#32 Frater DOV

Frater DOV

  Mćlskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,085 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Reykjavík

Posted 07 April 2012 - 17:59

Hvað meinaru? Þarna er sannarlega ekki flokkað eftir tíma á vinnumarkaði. Heldur þú annars að konur og karlar samkvæmt þessum niðurstöðum hagstofunnar hafi svona ólíka starfsreynslu. Hagstofan sé að bera saman konur sem hafa tveggja ára starfsreynslu miðað við aldna karlmenn. Þetta eru einfaldlega meðaltalslaun kynjanna eftir starfsstéttum og það er nú eiginlega venjan í íslensku samfélagi að fólk er á vinnumarkaði allt sitt auma líf hvort sem það eru karlar eða konur.


Kjósandi er að reyna að segja þér að í hagstofu sundurliðuninni er ekki sundurliðað eftir starfi heldur starfsstétt. Það er mikill launaunur innan starfsstéttar, þannig er starf á gröfu væntanlegra betur launað en starf við fiskflökun óháð hvert kynið er. Raunin er svo sú að fáar konur velja að vinna á gröfu og fáir menn velja að vinna við fiskflökun; þannig sérð þú launamun innan starfsstéttar sem er útskýranlegur vegna mismun á vali kynjanna.

Ef hægt væri að taka alla gröfumenn og skipta þeim upp eftir kynjum og svo alla fiskflakara og skipta þeim upp eftir kynjum, þá myndum við sjá það sem S.Annar bendir á og er niðurstaða heimildarmyndarinnar.

AÐ LAUNAMUNUR KYNJA ER ORSAKAÐUR AF MISMUNANDI VALI KARLA OG KVENNA, OG AÐ KYNBUNDINN LAUNAMUNUR ER SIRKA 2%.

Ég sé það sem sama hlutinn S.Annar.
Hvað finnst þér um þann mun sem er á muninum á forræði kvenna og karla með börnum sínum. Er það kynbundinn munur eða kynjamunur í þínum huga?


S.Annar spyr þig um “launamun kynjanna” og “kynbundin launamun” sem eru mismunandi hlutir því kynbundinn launamunur er munur á launum einvörðungu orsakaður vegna kynferðis, á meðan launamunur kynjanna er munur á launum karla og kvenna sem hefur ástæður, eins og mismunandi menntun eða mismunandi starf.

Hann útskýrir þetta á heimsíðu sinni svona:

Svo það sé skýrt þá er launamunur kynja sá munur sem er á heildartekjum karla og kvenna, deilt með fjölda karla og kenna á vinnumarkaði á meðan kynbundinn launamunur á að vera það sem sýnir launamun karla og kvenna að teknu tilliti til skýribreyta s.s. sömu vinnu, vinnutíma, menntun, reynslu o.s.fv., þetta er þá stundum kallað óútskýrður launamunur ogkynbundinn launamunr þar sem hann skýrist ekki af öðru en kyni.


Það eru miklar ranghugmyndir í gangi og mikil afneitun undir oki pólitísks réttrúnaðar. Villandi og rangar upplýsingar dregnar fram, til að fegra málstað femínista, jafnvel heimskulegar staðhæfingar eins og að það er enginn meðfæddur munur á kynjunum.

Ég hvet alla, konur og kalla, til að athuga málið á eigin spýtur og mynda sér eigin skoðun út frá þeim upplýsingum sem við höfum aðgang að, og ekki minnst eigin heilbrigðu skynsemi.
.

#33 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,288 posts

Posted 08 April 2012 - 01:36

Hvað sýnir hann þá, svona á mannamáli?


Ég hef í sjálfu sér litlu að bæta við því sem FraterDOV segir hér að ofan.
Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#34 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Bunjabi

Posted 08 April 2012 - 11:34

Ég átta mig ekki á því hvernig ekki er hægt að sjá muninn á kynbndnum launamun og launamun kynja. The clue is in the name!

#35 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,288 posts

Posted 08 April 2012 - 15:07

Ég átta mig ekki á því hvernig ekki er hægt að sjá muninn á kynbndnum launamun og launamun kynja.

The clue is in the name!


Ég hef hvorki rengt né réttlætt þennan 2% mismun, kannski er hann meiri eða minni. En ég hef ekki séð nein gögn sem rengja þessi tvö prósent.

Munurinn er eftirfarandi.
Launamunur kynja.
Samfélagið eru fjórir fullorðnir. Tvær konur sem vinna við ræstingar og fá 100 þúsund á mánuði. Tveir karlar sem eru bankastjórar og fá eina milljón á mánuði. Launamunur kynjana er 900 þúsund.

Ástæða þessa launamunar liggur í starfinu, Bankastjórar eru á hærri launum en ræstingafólk.

Kynbundinn launamunur.
Samfélagið eru fjórir fullorðnir. Ein kona vinnur við ræstingar og fær 100 þúsund á mánuði. Einn karl vinnur við ræstingar og fær 120 þúsund. Ein kona er bankastjóri og fær 500 þúsund. Einn karl er bankastjóri og fær eina milljón.

Kynbundin launamunur ræstingafólks er 20 þúsund eða 20%. Kynbundinn launamunur bankastjóra er hins vegar 50%
Launamunur kynjana í seinna dæminu er að 1120þús - 600 þús.
Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#36 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Bunjabi

Posted 08 April 2012 - 16:40

Ég hef hvorki rengt né réttlætt þennan 2% mismun, kannski er hann meiri eða minni. En ég hef ekki séð nein gögn sem rengja þessi tvö prósent.

Munurinn er eftirfarandi.
Launamunur kynja.
Samfélagið eru fjórir fullorðnir. Tvær konur sem vinna við ræstingar og fá 100 þúsund á mánuði. Tveir karlar sem eru bankastjórar og fá eina milljón á mánuði. Launamunur kynjana er 900 þúsund.

Ástæða þessa launamunar liggur í starfinu, Bankastjórar eru á hærri launum en ræstingafólk.

Kynbundinn launamunur.
Samfélagið eru fjórir fullorðnir. Ein kona vinnur við ræstingar og fær 100 þúsund á mánuði. Einn karl vinnur við ræstingar og fær 120 þúsund. Ein kona er bankastjóri og fær 500 þúsund. Einn karl er bankastjóri og fær eina milljón.

Kynbundin launamunur ræstingafólks er 20 þúsund eða 20%. Kynbundinn launamunur bankastjóra er hins vegar 50%
Launamunur kynjana í seinna dæminu er að 1120þús - 600 þús.


Ég er ekki að tala um tölurnar sjálfar, heldur hvað kynbundinn launamunur og launamunur kynjanna vísar til.
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users