Jump to content


Photo

Sífelelt hćkka utanlandferđirnar - dýrast hjá ferđaskrifstofunum


 • Please log in to reply
1 reply to this topic

#1 Barđi

Barđi

  Rithćfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 4,363 posts

Posted 05 April 2012 - 21:43

Eftir "hrunið" hér er það orðið verulegur lúxus að fara í utanlandsferðir til dvalar, hvor sem er að sumri eða vetri. Núna halda ferðaskrifstorurnar áfram að auglýsa hið hvimleiða "hjón með eitt eða tvö börn - 2 - 11 ára"!! -En hvað með það; verðið er að komast upp fyrir allt velsæmi. Helst er það að hitta á tilboð ferðaskrifstofanna þar sem dvöl með 1/2 eða heilu fæði er innifalið. Getur verið viðráðanlegt, en þá þarf að kaupa annað hvort 15 daga eða 3 vikur svo að vit sé í fyrir kaupandann. Út yfir allan þjófabálk gengur svokallaðar "sérferðir" sem ísl. ferðaskrifstofur auglýsa nú, hingað þangað um veröldina. - Jafnvel ferðir til Ítalíu eða annarra Evrópulanda eru á slíku verði að engin meðalfjölskylda hefur efni á að kaupa. Verð eins og rúmlega 285 þús. kr. fyrir 8 daga per mann er bara rugl. Alveg sama þótt þar sé morgunverður og kvöldverður innifalinn. - Og rúmlega 380 þúsund kr. fyrir 15 daga er ennþá meira rugl. - Verst standa ísl. ferðaskrifstofur sig þó þegar þær auglýsa svonefndar "siglingar" hvort sem er á Karíbahafinu (frá Miami) eða á Miðjarðarhafinu (frá Barcelona eða Ítalíu) þar sem verið eru svo há að ENHU tali tekur - þetta 380 - rúmlega 4oo þús.kr. per mann - og það fyrir 7 daga - 10 daga!! Bestu kaupin í dag eru ferðir með ísl. ferðaskrifstonum til Spánar, Portúgal og einnig til Kanarí í þetta 14 - 21 dag með ýmist 1/2 fæði eða heilu. Algjör óþarfi er þó að taka heilt fæði því það er bara nokkuð sem enginn hefur þörf fyrir yfirleitt. Ferðir til Tyrklands eða Flórida yfir sumarmánuðina er brjálæðisleg ákvörðun vegna hitans sem er oftast óþolandi fyrir Íslendinga. Það verður áreiðanlega EKKI mikil samkeppni um þessar ferðir í sumar; fólk er búið með krónurnar og tekur ógjarnan lán lengur. - En.... lengi skal manninn reyna. Einkum Íslandsmanninn!

#2 appel

appel

  Talsmađur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 11,000 posts

Posted 06 April 2012 - 03:32

Spurning hvort fólki skipuleggi bara ekki ferðina fyrir sjálft sig. Málið er að utanlandsferðir eru alltaf dýrastar um vorið eða í upphafi sumars, síðan seinna sumar þá lækka þær í verði. A.m.k. fer ég alltaf svona í ágúst eða byrjun sept, þá er hægt að fá ódýrt.
Frelsi frá stjórnvöldum ER frelsi!
Frelsi, velmegun og friđur!
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users