Jump to content


Photo

Er gott líf mannréttindi?


 • Please log in to reply
4 replies to this topic

#1 Dr.Splattenburgers

Dr.Splattenburgers

  Talandi

 • Notendur
 • Pip
 • 289 posts

Posted 06 April 2012 - 00:11

Mér finnst það vera orðin of algeng þema á meðal ofdekraðs ungs fólks að halda það að það séu eitthver mannréttindi að lifa góðu og stórkostlegu lífi. Hamingjan er nefnilega engin réttindi.

Jú jú, það ætti allir að geta fengið að REYNA VINNA fyrir góðu lífi, en það er ekki bara eitthvað sem gerist af sjálfu sér!

Hvað er eiglega málið með fólk sem heldur að líf þeirra verði bara frábært og stórkostlegt bara svona að því að það heimtar það?

Lang verst þykkir mér þó þegar það vælir undan því hvað það "á erfit".

"Ég á svo mikið bágt því að ég á engan bíll! Búhúhúhú væl væl og skæl!"

Þannig að ég spyr, gott líf mannréttindi? Mér finnst persónulega að fólk ætti að hugsa sinn gang áður en það telur sig eiga bágt svo lengi sem að það fær mat í magan og þak yfir hausinn.

#2 jukn

jukn

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,098 posts
 • Kyn:Karl

Posted 06 April 2012 - 00:33

Hvað er eiglega málið með fólk sem heldur að líf þeirra verði bara frábært og stórkostlegt bara svona að því að það heimtar það?


Það sá þetta í ameríska sjónvarpinu.

#3 DoctorHver

DoctorHver

  Málfær

 • Notendur
 • PipPip
 • 591 posts

Posted 15 May 2012 - 19:59

Einhverstaðar sagði Sælir eru fátækir

#4 Frater DOV

Frater DOV

  Mælskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,053 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:Reykjavík

Posted 16 May 2012 - 13:28

Við erum öll með í að framleiða ofdekruð ungmenni sem hafa fengið allt upp í hendurnar og eru ofvernduð af foreldrum og oft á tíðum af umhverfinu.

Grey krakkarnir eru í sjokki þegar alvara lífsinns ber á dyr, og eru ekki í stakk búnir til að takast á við lifið, þar sem þeim hefur ávalt verið hlíft við erfiðum málum. Hluti af þessu vandamáli liggur í ungmennadýrkun nútímanns, sem hefur gefið okkur yfirborðskennt samfélag, sem hefur enga visku og enga dýpt.

Ég er á því að máltækið gamla er 100% satt “Hver er sinnar eigin lukku smiður”. En enginn kennir ungu fólki í dag að smíða lukkulegt líf, ef til vill vegna þess að slík kunnátta er orðin sjaldgæf, og ef til vill vegna þess að við erum svo áttavillt að við tökum gott fyrir illt og illt fyrir gott.

Höfuð vandi ungmenna í dag er að þeim hefur verið kennt að allir aðrir eru “þeirra lukku smiðir” og að ungmennin sjálf eru fórnarlömb óréttláts samfélags. (hljómar eylítið einhs og málflutningur femínista, en það er kanski ekkert skrýtið ...)

Gott líf er undir okkur sjálfum komið, og ef það er mannréttindi, þá þýðir það að ef við höfum ekki gott líf, þá er einungis við sjálfa okkur að sakast.

Líf þitt er eins gott og þú gerir það.

#5 Óradís

Óradís

  Fljótmæltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 17 May 2012 - 00:40

Við erum öll með í að framleiða ofdekruð ungmenni sem hafa fengið allt upp í hendurnar og eru ofvernduð af foreldrum og oft á tíðum af umhverfinu.

Grey krakkarnir eru í sjokki þegar alvara lífsinns ber á dyr, og eru ekki í stakk búnir til að takast á við lifið, þar sem þeim hefur ávalt verið hlíft við erfiðum málum. Hluti af þessu vandamáli liggur í ungmennadýrkun nútímanns, sem hefur gefið okkur yfirborðskennt samfélag, sem hefur enga visku og enga dýpt.

Ég er á því að máltækið gamla er 100% satt “Hver er sinnar eigin lukku smiður”. En enginn kennir ungu fólki í dag að smíða lukkulegt líf, ef til vill vegna þess að slík kunnátta er orðin sjaldgæf, og ef til vill vegna þess að við erum svo áttavillt að við tökum gott fyrir illt og illt fyrir gott.

Höfuð vandi ungmenna í dag er að þeim hefur verið kennt að allir aðrir eru “þeirra lukku smiðir” og að ungmennin sjálf eru fórnarlömb óréttláts samfélags. (hljómar eylítið einhs og málflutningur femínista, en það er kanski ekkert skrýtið ...)

Gott líf er undir okkur sjálfum komið, og ef það er mannréttindi, þá þýðir það að ef við höfum ekki gott líf, þá er einungis við sjálfa okkur að sakast.

Líf þitt er eins gott og þú gerir það.


Ég hlýt að taka undir þetta og játa mig seka að hluta. Ég og mínir krakkar eru samt svo heppin að hafa þurft að leita lausna saman í allskonar málum, m.a. peningalegum og það er eflaust þeirra lukka. Megi forsjónin gefa okkur öllum gleði og lausnamiðaða hugsun en bægja frá okkur píslarvættinu.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users