Jump to content


Photo

Skipulagning og tölvur


 • Please log in to reply
6 replies to this topic

#1 drCronex

drCronex

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,174 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:hér er ég.

Posted 09 April 2012 - 13:58

Það sem mér finnst mikilvægast við að nota tölvur er hvernig maður skipuleggur upplýsingarnar og vinnuna. Hvernig, t.d. skipuleggið þið lestrarefni? Safna menn greinum á ákveðinn máta og lesa seinna, eða fara menn bara af einni vefsíðu á aðra og láta leiða sig í gegnum eitthvað völundarhús lestursefnis? Hvernig skipuleggurðu videó og sjónvarpsáhorf? Nú eru margar myndir og audio-efni 12 mínútur, önnur 3, önnur 30. Hvernig setur maður þetta í keðju og ýtir svo bara á takka? Hvernig skipuleggur þú tölvuefni almennt séð?

Ingimundur Kjarval: "Þegar þú setur lyftu í hús, sleppir þú ekki eftstu hæðina vegna þess að svo fáir eiga heima þar."

 

#2 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,271 posts

Posted 09 April 2012 - 16:10

Það sem mér finnst mikilvægast við að nota tölvur er hvernig maður skipuleggur upplýsingarnar og vinnuna.

Hvernig, t.d. skipuleggið þið lestrarefni? Safna menn greinum á ákveðinn máta og lesa seinna, eða fara menn bara af einni vefsíðu á aðra og láta leiða sig í gegnum eitthvað völundarhús lestursefnis?

Hvernig skipuleggurðu videó og sjónvarpsáhorf? Nú eru margar myndir og audio-efni 12 mínútur, önnur 3, önnur 30. Hvernig setur maður þetta í keðju og ýtir svo bara á takka?

Hvernig skipuleggur þú tölvuefni almennt séð?


Í vinnunni nota ég mikið onenote til að glósa niður vinnufundi og annað hentugt. Ég þarf ekki verkbókhald og því er þetta fínt forrit fyrir mig. Í vinnunni vistum við allt á sameiginlegu drifi. Allt sem er privat er í sérmöppu. Myndir vista ég undir picture. Þægilegt að nota default möppuna.

Heima, vista ég myndir í sérmöppu og svo er ég með annað efni í annarri möppu. Er að keyra á tveimur til þremur möppum, þannig að auðvelt er að taka backup. Það er nauðsynlegt að hafa gögnin á fáum stöðum til að auðvelda backup. Þá gleymist ekkert.

Ég skipulegg annars ekki videóáhorf neitt sérstaklega og heldur ekki með netlestur. Reyndar vista ég oft undir bookmark í vafranum. Ég hef ekki verið nógu skipulagður þar. Það væri fróðlegt ef menn geta komið með eitthvað gott kerfi hvernig best er að vista áhugaverðar vefsíður.
Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#3 jukn

jukn

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,098 posts
 • Kyn:Karl

Posted 09 April 2012 - 16:12

Nú eru margar myndir og audio-efni 12 mínútur, önnur 3, önnur 30. Hvernig setur maður þetta í keðju og ýtir svo bara á takka?


VLC t.d.

#4 Kjosandi

Kjosandi

  Orđugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 8,271 posts

Posted 09 April 2012 - 16:16

VLC t.d.


Geturðu sett mörg myndbönd í vlc og svo tekur eitt myndband við af öðru automatískt?
Kveđja frá hinum týpíska íslenska kjósenda!

#5 spectromacht

spectromacht

  Málfćr

 • Notendur
 • PipPip
 • 559 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 09 April 2012 - 18:27

Hef venjulegu bókmerkin, þau sem ég ætla mér að halda upp á, allavega um sinn, flokkuð. Svo hef ég möppu í vafranum fyrir tímabundin bókmerki, sem er efni sem ég á eftir að skoða betur og hef flokkað í möppur. Þegar ég kem auga á tengil á eitthvað á vefnum sem ég vil skoða, en er að lesa eitthvað annað, þá set ég slóðina í textaskrá og raða þeim í réttri röð, þar til ég skoða síðuna. Mín regla er semsagt sú að hoppa ekki á aðrar síður nema ég sé búinn með þá sem ég er á, eða til að hægja á ferðinni. Svo flokka ég náttúrulega allt efni í möppur sem ég hef náð í á tölvuna eða gert, og hef allar nýjar skrár eða skjöl í rót document möppunnar þar til ég hef skoðað það betur og valið því viðeigandi möppu. Hef líka temporary möppu fyrir samsvarandi flokkamöppu ef skrárnar sem ég á eftir að skoða eða vinna betur í verða það margar fyrir ákveðinn flokk.

#6 jukn

jukn

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,098 posts
 • Kyn:Karl

Posted 09 April 2012 - 18:53

Geturðu sett mörg myndbönd í vlc og svo tekur eitt myndband við af öðru automatískt?

já, playlist

#7 spectromacht

spectromacht

  Málfćr

 • Notendur
 • PipPip
 • 559 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 09 April 2012 - 20:18

Svo má ekki gleyma vefstreymi, að safna efni frá vefum á Google Reader og lesa það þar. Fylgist þar til að mynda með fréttum frá Rúv og Mbl, og koma meira en hundrað fréttir yfir daginn. Finnst það ólýsanlega miklu þægilegra að fylgjast með því þannig.
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users