Jump to content


Photo

ESB í mál gegn Íslandi og ráðherrar ekki spurðir?


 • Please log in to reply
17 replies to this topic

#1 Barði

Barði

  Rithæfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 4,383 posts

Posted 11 April 2012 - 22:59

Ekki varð þeim ljósvakamiðlunum, Sjónvarpinu eða Stöð 2 hnikað til að ná í skottið á ráðherrunum okkar; forsætis, fjármála, utanríkis eða fimmmálaráðherranum Steingrími J. Sigfússyni til að fá þá til að tjá sig um nýjasta "góðverkið" - málsókn ESB gegn Íslandi. - Hvað er að þessum ljósvakamiðlum? Hræðsla eða þumalputtaskrúfustaða þeirra gagnvart ríkisstjórninni? Eini stjórnmálamaðurinn sem andæfir er Elín Árnadóttir þing. Sjálfstæðisflokksins sem segir sem satt er að nú sé hér með úti um frekari viðræður Íslendinga við ESB um aðild. - Hvað segja ráðherrarnir? Eru fjölmiðlarnir hræddir við að verða "hýrdregnir" fyrir tilstilli ráðherranna?

#2 Brodd-Helgi

Brodd-Helgi

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 9,657 posts

Posted 11 April 2012 - 23:10

Afhverju ætti að spurja þá? Frekar að spyrja ykkur öfgamenn. þetta vildi þið. það var svo sterk lagaleg staða sögðuð þið. það yrði aldrei neitt mál. Og svo komið þið nuna hágrenjandi og og ríkisstjórnin á að skeyna ykkur. Eg vorkenni ykkur bara ekki neitt.
I grew up in Europe, where the history comes from (Eddie Izzard)
#3 Chrolli

Chrolli

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,785 posts
 • Kyn:Karl

Posted 11 April 2012 - 23:14

Reyndar voru flestir á því að við ættum að hafna þessu óháð því hvort það yrði farið í mál eða ekki. Þú skilur... sumir hafa réttlætiskennd og standa með eigin þjóð í stað þess að leggjast á magann fyrir nýlenduþjóðum!

Edited by Chrolli, 11 April 2012 - 23:15.

Þráðurinn hófst á því að við vorum að ræða það að sú staðalímynd að karlar séu einu gerendurnir í heimilisofbeldi væri á sandi byggð. Konur væru alveg jafn miklir þátttakendur, gerendur, og hafa jafnmikið frumkvæði, og karlar. Þetta hefur verið margrannsakað en jafnréttisiðnaðurinn hérlendis þegir yfir þessu, þögnin er öskrandi. Og nú er ég "að horfa fram hjá einhverju viljandi"? WTF?


#4 falcon1

falcon1

  Talsmaður

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 11,718 posts

Posted 11 April 2012 - 23:31

ESB-aðild verður algjörlega úr myndinni næstu 100 ár ef ESB ætlar að beita sér enn meira í þessu máli gegn Íslendingum. Í raun er ég komin á þá skoðun að það eigi að slíta aðildarviðræðum nú þegar ef þessi frétt reynist rétt!
Kveðja,
Falcon1

icelandphotoblog.com

Íslenska þjóð - RÍS UPP!

Fyrrum voru fálkar fluttir lifandi út í stórum stíl, því erlendir þjóðhöfðingjar sóttust eftir að eignast íslenska fálka. Íslenski fálkinn er stærsta fálkategund sem til er og er eftirlæti fuglaskoðara. Af Íslandsvef

#5 tdi

tdi

  Rithæfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,540 posts

Posted 11 April 2012 - 23:31

Núna gleðjast Quslingarnir.

#6 Brodd-Helgi

Brodd-Helgi

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 9,657 posts

Posted 11 April 2012 - 23:35

Reyndar voru flestir á því að við ættum að hafna þessu óháð því hvort það yrði farið í mál eða ekki.

Þú skilur... sumir hafa réttlætiskennd og standa með eigin þjóð í stað þess að leggjast á magann fyrir nýlenduþjóðum!

Ertu skyggn? Getur bara lesið inní huga allra öfgalinga!

Ertu kannski að neita því að því var haldið fram af ykkur að lagaleg staða íslands væri sterk og til vara þá mundu vondir útlendingar aldrei þora í mál? Það er barasta kominn tími til að þið takið ábyrgð á gjörðum ykkar. þetta vildu þið og fenguð,,, samt vælið þið og skælið! ótrúlegt. þetta er bara orðið verulega þreytt þessi þjóðrembingskjánasakapur í ykkur og þjóðrembingsútburðarvæl. þvílíkt þreitt.

ESB-aðild verður algjörlega úr myndinni næstu 100 ár ef ESB ætlar að beita sér enn meira í þessu máli gegn Íslendingum. Í raun er ég komin á þá skoðun að það eigi að slíta aðildarviðræðum nú þegar ef þessi frétt reynist rétt!

Já úúú.. er þetta hótun eða? Já, EU mun bara strax hætta við að fylgjast með þessari icesaveskuld ykkar! þeir verða svo hræddir.

Hint: EU er alveg barasta drullusama þó þið hættið við einhverja EU umsókn. þeim gæti ekki verið meira sama.

Edited by Brodd-Helgi, 11 April 2012 - 23:37.

I grew up in Europe, where the history comes from (Eddie Izzard)
#7 feu

feu

  Fljótmæltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,448 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:Iceland

Posted 12 April 2012 - 01:08

LOL!!! Var það ekki þessi ESB sleikja sem hélt því blákalt fram að ESB hefði nákvæmlega ekkert með IceSave að gera og að IceSave hefði ekkert með umsókn okkar inn í ESB að gera? Örugglega hægt að finna slatta af innleggjum eftir þessa fíra þar sem þeir héldu þessu staðfastlega fram þegar glöggir Málverjar bentu á þetta samhengi þessara mála. Það sem ég segi og á eftir að segja..

#8 gestur

gestur

  Málfær

 • Bannaðir
 • PipPip
 • 575 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 12 April 2012 - 09:13

Hvað þýðir að ESB krefjist þess að fá aðild að málinu?

#9 Tembe

Tembe

  Orðugur

 • Bannaðir
 • PipPipPipPip
 • 8,261 posts
 • Kyn:Karl

Posted 12 April 2012 - 13:46

Hvað þýðir að ESB krefjist þess að fá aðild að málinu?

Það þýðir að þeir vilja vera í málaferlum við okkur um leið og við sækjum um aðild hjá þeim. Við eigum að læra heima.
Þetta er raunar orðin þvílík della að Össur ætti að segja af sér STRAX.

Kveðja,
Tembe


#10 feu

feu

  Fljótmæltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,448 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:Iceland

Posted 12 April 2012 - 14:01

Það þýðir að þeir vilja vera í málaferlum við okkur um leið og við sækjum um aðild hjá þeim. Við eigum að læra heima.
Þetta er raunar orðin þvílík della að Össur ætti að segja af sér STRAX.

Ég les út úr þessu staðfestingu á öllu því sem ég hef verið að rita um þetta samband, sérstaklega undanfarin 5 ár eða svo.

Það er, ESB er ekki góðgerðarsamband eins og Rauðikrossinn sem kemur fagnandi og bjargar minna þróuðum löndum í Evrópu, færir þeim gjafir og þjappar þeim saman í einhvern halelúja kór.

ESB er meir sem gríma eða Trojan annars grímulausra fjárglæpamanna sem kúga þjóðríki efnahagslega. Stóru löndin í ESB hafa gert samkomulag um að skipta þessum svæðum á milli sín eins og eiturlyfjabarónar skipta svæðum á milli sín, eiturlyfin eru prentaðir peningar sem fíklarnir fá "lánaða" en borga síðan með blóði sínu til baka.

Aðfarirnar í Grikklandi, Írlandi og fleiri jaðarlöndum staðfestir þetta líka.

En það að ESB sem ríkjasamband sé notað í þessu málaferli gegn okkur Íslendingum er auðvitað líka grímulaus birtingarmynd þessarar krimmahyggju.

Því miður er þetta sú heildarmynd sem við blasir. Því miður er þetta sú útskýring sem útskýrir hvers vegna þessi stóru lönd þurfa ekki að fara út í stríð og sækja sér auðlindir lengur, þau fá þær á annan hátt.. frítt!

#11 Keops

Keops

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 9,643 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 12 April 2012 - 14:29

Ég les út úr þessu staðfestingu á öllu því sem ég hef verið að rita um þetta samband, sérstaklega undanfarin 5 ár eða svo.

Það er, ESB er ekki góðgerðarsamband eins og Rauðikrossinn sem kemur fagnandi og bjargar minna þróuðum löndum í Evrópu, færir þeim gjafir og þjappar þeim saman í einhvern halelúja kór.

ESB er meir sem gríma eða Trojan annars grímulausra fjárglæpamanna sem kúga þjóðríki efnahagslega. Stóru löndin í ESB hafa gert samkomulag um að skipta þessum svæðum á milli sín eins og eiturlyfjabarónar skipta svæðum á milli sín, eiturlyfin eru prentaðir peningar sem fíklarnir fá "lánaða" en borga síðan með blóði sínu til baka.

Aðfarirnar í Grikklandi, Írlandi og fleiri jaðarlöndum staðfestir þetta líka.

En það að ESB sem ríkjasamband sé notað í þessu málaferli gegn okkur Íslendingum er auðvitað líka grímulaus birtingarmynd þessarar krimmahyggju.

Því miður er þetta sú heildarmynd sem við blasir. Því miður er þetta sú útskýring sem útskýrir hvers vegna þessi stóru lönd þurfa ekki að fara út í stríð og sækja sér auðlindir lengur, þau fá þær á annan hátt.. frítt!


Dj. ertu langt leiddur... Posted Image

Edited by Keops, 12 April 2012 - 14:31.


Gwrreei owis, quesyo wlhnaa ne eest, ekwoons espeket, oinom ghe gwrrum woghom weghontm, oinomque megam bhorom, oinomque ghmmenm ooku bherontm. Owis nu ekwomos ewewquet: ‘Keer aghnutoi moi ekwoons agontm nerm widntei.’ Ekwoos tu ewewquont : ‘Kludhi, owei, keer ghe aghnutoi nsmei widntmos: neer, potis, owioom r wlhnaam sebhi gwhermom westrom qurnneuti. Neghi owioom wlhnaa esti.’ Tod kekluwoos owis agrom ebhuget.

 

http://www.evi.com/q...hleichers_fable


 

http://www.bbc.co.uk...res/khufu.shtml


#12 Vinni

Vinni

  Málóður

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPip
 • 16,608 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:Deep Space 9

Posted 12 April 2012 - 14:29

Átta mig ekki á því hvort að þetta breyti miklu, ef nokkru, varðandi málaferlin sem slík. Kannski er ástæðan fyrir því að ESB gerist "aðili" að málinu - hvað sem það nú þýðir í raun!? - að hið gagnmerka innistæðutryggingakerfi þeirra er að einhverju leyti í húfi.... og þar með hið frábæra bankakerfi álfunnar sem varð gjaldþrota haustið 2008 en lifir enn í pilsfaldi skattgreiðenda.
=^..^=
In 1787, shortly after the close of the Constitutional Convention in Philadelphia, a woman interested in the proceedings approached Benjamin Franklin. "Well, doctor," she asked, "what have we got, a republic or a monarchy?" The venerable champion of American liberty replied, "A republic, madame, if you can keep it."
Zerohedge

#13 Keops

Keops

  Orðugur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 9,643 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 12 April 2012 - 14:35

Mér sýnist alveg borðleggjandi að við töpum málinu fyrir dómstólnum, þrátt fyrir rándýra erlenda lögfræðinga. En þá skilst manni að þetta komi allt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem íslenska Njálu-lögfræðin mun endanlega sigra Breta og Hollendinga.


Gwrreei owis, quesyo wlhnaa ne eest, ekwoons espeket, oinom ghe gwrrum woghom weghontm, oinomque megam bhorom, oinomque ghmmenm ooku bherontm. Owis nu ekwomos ewewquet: ‘Keer aghnutoi moi ekwoons agontm nerm widntei.’ Ekwoos tu ewewquont : ‘Kludhi, owei, keer ghe aghnutoi nsmei widntmos: neer, potis, owioom r wlhnaam sebhi gwhermom westrom qurnneuti. Neghi owioom wlhnaa esti.’ Tod kekluwoos owis agrom ebhuget.

 

http://www.evi.com/q...hleichers_fable


 

http://www.bbc.co.uk...res/khufu.shtml


#14 gestur

gestur

  Málfær

 • Bannaðir
 • PipPip
 • 575 posts
 • Kyn:Gef ekki upp

Posted 12 April 2012 - 15:59

Það þýðir að þeir vilja vera í málaferlum við okkur um leið og við sækjum um aðild hjá þeim. Við eigum að læra heima.
Þetta er raunar orðin þvílík della að Össur ætti að segja af sér STRAX.


Þeir voru aðili máls áður en þeir "kröfðust aðildar að málinu".
Hvernig er núverandi aðild þeirra að málinu frábrugðin þeirri stöðu sem var uppi áður en að þeir kröfðust aðildar?

Átta mig ekki á því hvort að þetta breyti miklu, ef nokkru, varðandi málaferlin sem slík. Kannski er ástæðan fyrir því að ESB gerist "aðili" að málinu - hvað sem það nú þýðir í raun!? - að hið gagnmerka innistæðutryggingakerfi þeirra er að einhverju leyti í húfi.... og þar með hið frábæra bankakerfi álfunnar sem varð gjaldþrota haustið 2008 en lifir enn í pilsfaldi skattgreiðenda.


Ég er ekki viss um að það vitið það nokkur hér.

Ég les út úr þessu staðfestingu á öllu því sem ég hef verið að rita um þetta samband, sérstaklega undanfarin 5 ár eða svo.


Kemur alveg gríðarlega á óvart.

#15 feu

feu

  Fljótmæltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,448 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:Iceland

Posted 12 April 2012 - 17:49

Þessar skoðanir mínar eru vissulega groddaralegar og dramatískar.. en ég er næstum þess fullviss að þær eigi meiri inneign í raunveruleikanum en finnst í hugum margra viðmælenda minna hérna.

#16 appel

appel

  Talsmaður

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 11,013 posts

Posted 12 April 2012 - 19:56

Ég spyr nú bara, hvernig er hægt að treysta þessu evrópska dómskerfi sem er hluti af þessu apparati sem ESB er? Visjónið hjá öllu þessu fólki sem þarna starfar á vettvangi ESB er hin sameinaða evrópa, dómarar eru ekkert undanskildir. Menn fara ekki í stöður hjá ESB nema menn styðji ESB. Haldið þið að Steingrímur J. myndi vilja starfa á vegum ESB? Þetta fólk hugsar öðruvísi, það er reiðubúið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, á meðan aðrir eru reiðubúnir að verja minni hagsmuni gegn meiri.
Frelsi frá stjórnvöldum ER frelsi!
Frelsi, velmegun og friður!

#17 thokri

thokri

  Rithæfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 3,471 posts
 • Kyn:Karl

Posted 12 April 2012 - 23:08

Ef íslenska ríkið verður dæmt til þess að ábyrgjast IceSave innistæðurnar þá hefur sá dómur mikil áhrif á öll ESB löndin. Þá er verið að segja að það sé ríkisábyrgð á öllum einkabönkunum í evrópu.

Hvernig ætli þetta mundi koma út fyrir Spán, Grikkland, Portugal og fleiri lönd þar sem bankakerfið er við það að rúlla á hausinn. Það er kannski vel skiljanlegt að ESB vilji fylgjast með hvað kemur út úr þessum dómi því hann gæti skapað fordæmi sem mundi setja mörg evrulönd á hausinn.

MBL segir hér að kostnaður vegna seinni IceSave samninganna hefði verið komin í 80 milljarða í gjaldeyri ef þeir hefðu verið samþykktir.
Held að það sé bara best að anda með nefinu og sjá hvað kemur út úr þessum málaferlum ef það verður þá nokkuð.

http://www.mbl.is/fr..._80_milljardar/
Þórhallur Kristjánsson

#18 Pro.Farnsworth

Pro.Farnsworth

  Talsmaður

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 10,255 posts
 • Kyn:Karl
 • Staðsetning:Bov, Padbog, Danmark

Posted 13 April 2012 - 02:34

ESB-aðild verður algjörlega úr myndinni næstu 100 ár ef ESB ætlar að beita sér enn meira í þessu máli gegn Íslendingum. Í raun er ég komin á þá skoðun að það eigi að slíta aðildarviðræðum nú þegar ef þessi frétt reynist rétt!

Þetta er það sem þú vildir þegar þú sagðir nei við síðasta Icesave samningum. Það þýðir lítið fyrir þig að gráta það núna. Evrópusambandið hefur rétt til þess að leggja fram sitt álit fyrir EFTA dómstólinn. Evrópusambandið hefur hinsvegar ekki nein áhrif á niðurstöðu dómstólsins og hefur aldrei haft það, ekkert frekar en einstök ríki ESB eða EFTA.

Þessi gjörsamlega og algerlega heimska sem hefur sýnist sig í Icesave málinu. Þar sem fólk hefur hlaupið á eftir áróðrinum úr valhöll og framsóknarbælinu við hvert fótmál er til skammar.

Íslendingar munu tapa Icesave málinu, og það er alveg borðleggjandi. Það var varað við því að það mundi gerast. Það hinsvegar hlustuðu fáir, og því fer sem fer.

Ég spyr nú bara, hvernig er hægt að treysta þessu evrópska dómskerfi sem er hluti af þessu apparati sem ESB er? Visjónið hjá öllu þessu fólki sem þarna starfar á vettvangi ESB er hin sameinaða evrópa, dómarar eru ekkert undanskildir. Menn fara ekki í stöður hjá ESB nema menn styðji ESB. Haldið þið að Steingrímur J. myndi vilja starfa á vegum ESB? Þetta fólk hugsar öðruvísi, það er reiðubúið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, á meðan aðrir eru reiðubúnir að verja minni hagsmuni gegn meiri.

Umræddur dómstóll er hluti af EFTA, sem íslendingar eru aðildar af. Ísland er ekki hluti af ECJ, sem er dómstóll Evrópusambandsins í svona lagamálum milli aðildarríkja Evrópusambandins. Ástæða þess að Evrópusambandið og aðildarríki Evrópusambandsins eru með athugasemda rétt í dómsmálum er varða EFTA dómstólin er vegna EES samningins, sem heimilar aðildarríkjum EFTA aðild að innri markaði Evrópusambandsins. ESA og EFTA dómstólinn sjá um að lögum EES sé framfylgt rétt innan EFTA ríkjanna (Ísland, Noregur, Lichtenstein) sem eru aðildar að EES samningum.

Þekking íslendinga á EFTA, EES og ESB er lítil sem engin. Enda ljóst að bæði framsóknarmenn og sjálfstæðismenn fullyrða hvaða þvælu sem er í fjölmiðlum þessa dagana núna.
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users