Jump to content


Photo

Vefurinn, ég og alt det hele


 • Please log in to reply
7 replies to this topic

#1 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 13 April 2012 - 23:04

Ég hef átt mitt annað heimili hér í allmörg ár. Hef átt nokkur nikknöfn og notið mín hér í góðra vina hópi lengi. Nú er svo komið að mér finnst ég einangruð á vefnum, ég er nánast eina konan og fyrir utan fáeina aðra notendur er ég orðin einsog viðrini í umræðunni. Hér er mikil andstaða og ómálefnaleg um feminisma og jafnréttismál, hér er sérlega einsleit pólitísk umræða og ég hef um einhvern tíma verið að reyna að malda í móinn en hef uppskorið fátt vitrænt á móti. Lítil málefnalegheit eða rökræður en meira af leiðindum. Ég veit svo sem ekki hvort ég er að kveðja ykkur. Ég hef alltaf átt erfitt með að kveðja svo það má alveg eins búast við að ég skoði allavega hvað hér er í gangi en ég hef fengið leið á að vera hornreka, vera eina konan, vera nánast eini málverjinn sem reynir að halda fram kvenlegum áherslum. Þannig að ADIOS að sinni.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#2 Victor Laszlo

Victor Laszlo

  Taldrjúgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 5,956 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Bunjabi

Posted 14 April 2012 - 10:43

Sjáumst á morgun.

#3 Óradís

Óradís

  Fljótmćltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 14 April 2012 - 14:23

Sjáumst á morgun.


Takk Victor minn. Þú lest mig rétt, ég á í erfiðleikum með að slíta mig frá þessum vef. Held samt að það yrði hollt, bæði fyrir mig og ykkur að ég héldi mig héðan. Ég næði að einbeita mér að lífinu og þið strákarnir mynduð fatta að endingu hvaða gröf þið eruð að grafa. Gangi ykkur vel.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#4 Frater DOV

Frater DOV

  Mćlskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,085 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Reykjavík

Posted 15 April 2012 - 17:51

Ég hef átt mitt annað heimili hér í allmörg ár. Hef átt nokkur nikknöfn og notið mín hér í góðra vina hópi lengi. Nú er svo komið að mér finnst ég einangruð á vefnum, ég er nánast eina konan og fyrir utan fáeina aðra notendur er ég orðin einsog viðrini í umræðunni. Hér er mikil andstaða og ómálefnaleg um feminisma og jafnréttismál, hér er sérlega einsleit pólitísk umræða og ég hef um einhvern tíma verið að reyna að malda í móinn en hef uppskorið fátt vitrænt á móti. Lítil málefnalegheit eða rökræður en meira af leiðindum. Ég veit svo sem ekki hvort ég er að kveðja ykkur. Ég hef alltaf átt erfitt með að kveðja svo það má alveg eins búast við að ég skoði allavega hvað hér er í gangi en ég hef fengið leið á að vera hornreka, vera eina konan, vera nánast eini málverjinn sem reynir að halda fram kvenlegum áherslum. Þannig að ADIOS að sinni.

Ég skil þig vel, mér hefur líka fundist tómt hérna síðustu vikur og mánuði.

Við erum ekki oft sammála Óradís, en það heldur mér ekki frá því að þykja vænt um þig. Það eru nefnilega ekki skoðanir þínar sem gera þig að þeirri manneskju sem þú ert, heldur það sem skín í gegnum persónu þína; hvernig þú ert.

Orðið persóna er gríska, samsett orð; per-sona – ( per = through which passes, sona = sound - through which sound passes = gjallarhorn) og er nafn á grímum með gjallarhornum sem notuð voru í grískum leikhúsum. Þannig var “list of persona” listi af þeim grímum sem nota átti í leikritinu, og “persónan” sú gríma og sá karakter sem leika átti.

Við notum þessa meiningu orðisnns ennþá í yfirfærðri mynd, þegar við tölum um persónuleika. Við “leikum” ákveðna persónu sem er á ákveðinn hátt.

Þess vegna skiptir meira máli að þú ert sönn sjálfri þér og ástríðufull í því sem þú tekur þér fyrir hendur, en að þú hafir höndlað "hinn eilífa sannelika", þróað hina fullkomnu persónu og að hvert fret sem þú lætur úr þér er fangnaðarerindi.

Möo það skiptir meiru hvaða tilfinningu þú leggur í orð þín og gjörðir, en að þú sért sammála mér eða öðrum, og það er út frá þeim óm, þeirri tilfinningu að mér líkar vel við þig.


Sorry, svo mörg orð til að segja svo lítið ...

Edited by Frater DOV, 15 April 2012 - 17:55.


#5 Kjáni

Kjáni

  Talandi

 • Notendur
 • Pip
 • 181 posts

Posted 15 April 2012 - 18:42

'as

Ég hef átt mitt annað heimili hér í allmörg ár. Hef átt nokkur nikknöfn og notið mín hér í góðra vina hópi lengi. Nú er svo komið að mér finnst ég einangruð á vefnum, ég er nánast eina konan og fyrir utan fáeina aðra notendur er ég orðin einsog viðrini í umræðunni. Hér er mikil andstaða og ómálefnaleg um feminisma og jafnréttismál, hér er sérlega einsleit pólitísk umræða og ég hef um einhvern tíma verið að reyna að malda í móinn en hef uppskorið fátt vitrænt á móti. Lítil málefnalegheit eða rökræður en meira af leiðindum. Ég veit svo sem ekki hvort ég er að kveðja ykkur. Ég hef alltaf átt erfitt með að kveðja svo það má alveg eins búast við að ég skoði allavega hvað hér er í gangi en ég hef fengið leið á að vera hornreka, vera eina konan, vera nánast eini málverjinn sem reynir að halda fram kvenlegum áherslum. Þannig að ADIOS að sinni.


Ástæðan fyrir karlrembuslagsíðunni hérna á málerfnunum, draumóradís, er einmitt vegna þess að "umræðan" á opinberum vettvangi er einmitt einsleit, hápólitísk og í engum tengslum við raunveruleikann. Jafnréttið sem þú biðlar til er ekki til.í alvörunni, rétt eins og frelsið sem "við" vestrænu karlrembusvínin erum að breiða um heiminn með vopnavaldi. Þetta eru bara orð sem eru notuð til að réttlæta arðrán. Það er nefnilega ekkert ómálefnalegt við að vera gagnrýnin. En í gvöðanna bænum, pillaðu þér. Farðu á fésbók. Þar er nóg af konum og kellingum með typpi sem eru til í að klappa þér á bakið og meðaumkvast með þér yfir öllu óréttlætinu og mismununinni, sem auddað verður að leiðrétta með lögum, sköttum, hvaðsemerkvótum og ef það gengur ekki, með ríkissponsoruðu ofbeldi.


You go girl! Áfram stóra systir!
Í samfélagi okkar er frelsi forréttindi sem úthlutađ er eftir ţjónustulund umsćkjenda í formi stafrćnna rafbođa, sem eru kölluđ peningar í daglegu tali. - Ég

#6 jenar

jenar

  Talsmađur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPip
 • 13,936 posts
 • Kyn:Karl
 • Stađsetning:Reykjavik

Posted 15 April 2012 - 23:32

Sjáumst vonandi aftur hér á vefnum Óradís mín. Vonandi hefurðu ekki upplifað leiðindi af minni hálfu. Ef svo er, bið ég fyrirgefningar á því, það hefur aldrei verið ætlunin. Málefnin eru auðvitað ekki svipur hjá sjón miðað við hér í den. En það var líka fyrir tilkomu fésbókar. Ég verð þó að viðurkenna, að þó ég hafi nýlega orðið virkari á facebook, þá er byrjunin þar alls ekki eins spennandi og það var að vera hér á gullaldarárunum. Ef hvíld frá málefnunum er það sem þú leitar eftir, þá er það þín vegna. Ég leyfi mér að stórefast um að þú þurfir að hvíla okkur hin á þér. Alltént ekki mig. En - góðar stundir, uns við sjáumst á ný... ;0)

Edited by jenar, 15 April 2012 - 23:33.

INGEN BIL ÄR LIK MIN BIL FÖR MIN BIL ÄR EN LIKBIL.

Það er heilabúið sem er í það heila búið.

Alþingi er kauphöll og gjaldmiðillinn hugsjónirnar.

#7 cesil

cesil

  Ţćsiblađra

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPipPipPip
 • 35,060 posts

Posted 17 April 2012 - 20:24

Ég skil þig mjög vel Óradís mín. Mín veröld hér breyttist eftir að ég tók afdrifaríka ákvörðun, vegna þess að það var lagt að mér. Ég hef reynt að lífga upp á umræðuna til dæmis á Kvennaklóinu sem er mér reyndar mjög kært. En hef einhvernveginn fundið að mér er ekki svarað. Ef ég svara þráðum þá hættir fólk að vera þar. Þannig að ég hef reynt að halda mig til hlés til að leyfa fólki að vera í friði fyrir mér. Þú hefur staðið þig eins og hetja og ég er sammála Frater, Kjána og Jenari, þú ert frábær ekki bara af því sem þú segir heldur því sem skín í gegn, þinn karakter. Það hefur svolítið dottið niður umferðin eftir að nýja kerfið komst á, en vonandi á það eftir að aukast aftur með alla þessa fínu fídusa.

Cesil uppeldirráđherra Málverja. Virđist alltaf í góđu skapi, en getur orđiđ skađrćđisgripur, ef hún reiđist.Skipuđ talsmađur Málefnanna af Falkoni fyrsta.
Verndari villihestafélgsins og Núllarafélagsins.
Ef ţú verđur einhvern tíma strand
og áttavillt í fári stormsins svarta.
Ţá máttu ţinni fleytu leggja á land
viđ lygna vík í mínu bljúga hjarta.
Grandvar 15.07.05.

#8 Kjáni

Kjáni

  Talandi

 • Notendur
 • Pip
 • 181 posts

Posted 17 April 2012 - 21:34

Ókei, Ég hjermeð viðurkenni að hafa verið frekar fruntalegur í framkomu við eina af þeim fáu konum sem nenna yfirhöfuð að rífast á netinu. Fyrirgefðu, Óradís. Koddu að rífast.

Edited by Kjáni, 17 April 2012 - 21:41.

Í samfélagi okkar er frelsi forréttindi sem úthlutađ er eftir ţjónustulund umsćkjenda í formi stafrćnna rafbođa, sem eru kölluđ peningar í daglegu tali. - Ég
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users