Jump to content


Photo

Hvaš skal gera?


 • Please log in to reply
34 replies to this topic

#21 pipari

pipari

  Mįlfęr

 • Notendur
 • PipPip
 • 906 posts

Posted 19 November 2012 - 18:03

Ekki bara loka augunum fyrir óþægilegum hlutum. Reiknaðu þetta út kona góð.
Þú hefur menntun og kunnáttu til þess en sannleikurinn getur verið svo sár að fólk forðast hann.
Ég hef lent í þannig afneitun en náði mér uppúr henni með góðra manna hjálp og skammast mín ekkert fyrir.


Ég geng á lagið.

Sé á heimasíðu hreyfils að leigubíll innanbæjar fyrir 2 km kostar ca. 1200 kr. Maður getur þá tekið með sér líklega það sem kemst fyrir í skottinu, svo maður þarf sennilega ekki að fara oftar en tvisvar í mánuði (ef maður kaupir mjólk og brauð og slíkt í hverfissjoppu eða bensínstöð) Það gera ca. 2400 kr. á mánuði.

Innanbæjar strætó fram og til baka kostar 600 kr. ef maður kaupir 10 miða í einu. Ef maður þarf að fara meira en fram og tilbaka kostar dagsmiði 800 kr. Ef maður gerir það fjóra daga á mánuði gerir það 3200 kr. á mánuði.

Segjum að maður fari mánaðarlega að heimsækja fólk utanbæjar á Akranesi eða í Borgarnesi. Strætó til Akraness kostar 1400 fram og tilbaka og til Borgarness 2800 kr. fram og tilbaka. Segjum að helmingur ferðanna sé til Akraness og hinn helmingurinn til Borgarness, þá eru það 2100 kr. á mánuði.

Summann af þessu þrennu er 7700 kr. á mánuði.

Ég er óbílandi maður, svo ég kann ekki að dæma hvort það sé dýrara eða ódýrari en að reka bíl sem maður keyrir sjaldan.

Edit: Ef ég reikna bara bensínið kemur eftirfarandi út:

Bónus tvisvar í mánuði: 2km x 2ímánuði x 2(fram og tilbaka)= 8 km á mánuði

Innanbæjar einu sinni á viku (gefum okkur líka 2 km): 2km x 4 á mánuði x 2 (fram og tilbaka) = 16 km á mánuði

Til Akraness (45 km) eða Borgarness (72 km) einu sinni á mánuði (gefum okkur aftur að það sé til helmings til Akraness og til hemings til Borgarness): (45 + 72)/2 km x 2 (fram og tilbaka) = 117 km

Gerir 8 + 16 + 117 = 141 km á mánuði.

Dæmigert verð á bensíni í dag virðist mér vera 250 kr. á litra, þannig að ef bíllinn eyðir 7 L/100 km er bensínkostnaðurinn af þessum ferðum: 141 km x 7 L/100km x 250 kr/L = 2500 kr.

Það er mikið minna en leigubílarnir og strætóarnir í dæminu að ofan. Því er væntanlega spurning hvað viðhalda, tryggingar og slíkt kostar.

#22 Leon

Leon

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,277 posts
 • Kyn:Karl

Posted 19 November 2012 - 22:21

Óradís er nú þegar með strætókort sem hún notar daglega. Hún getur tekið strætó í Bónus án þess að borga fyrir það aukalega og leigubíl heim. Ef hún tekur strætó uppá Akranes getur hún notað strætókortið og borgað einn farmiða aukalega. Hins vegar býst ég við að hún taki son sinn með sér í þessar heimsóknir og það kostar þá fyrir hann líka. Viðhald og tryggingar eru ansi stór hluti af rekstrarkostnaði bíls. Ef maður tekur þá hjá FÍB trúanlega, http://www.fib.is/?ID=2160 , þá kostar viðhald, tryggingar, skattar og skoðun yfir 300 þús. kall á ári. Þá gerir maður ráð fyrir því að hún eigi bílinn skuldlausan og tekur ekki inní afskriftir. Sömuleiðis ekki dekk því ef maður ætlar að keyra mjög lítið þarf maður ekki alltaf að vera að kaupa dekk. Það er ákveðið frelsi fólgið í því að eiga bíl, að vera ekki háður strætóleiðum og tímatöflum en fyrir þetta frelsi þarf maður að borga.
=^. .^=

#23 Óradķs

Óradķs

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 19 November 2012 - 22:29

Það er margt í þessu. Ég nota strætó á langtímakorti til og frá vinnu svo það er ódýrt. Ég vil samt hafa frelsið til að nota bílinn þegar ég þarf þess með. Það er eitt og annað sem maður gerir í prívtlífinu sem er þess eðlis að bíll virkilega bætir lífsgæðin. Heimsóknir til mömmu, heimsóknir til barnanna minna, að komast til og frá aukavinnunni um helgar, að komast í verslun og heim með marga poka.....Að ég tali nú ekki um það sem núna stendur yfir sem er æfingaakstur sonarins sem fær vonandi ökuskírteini í lok april næstkomandi.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#24 Agent Smith

Agent Smith

  Rithęfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,812 posts
 • Stašsetning:Noršan mišbaugs

Posted 20 November 2012 - 00:17

Ef maður treystir sér til þá er ódýrast að eiga 25 ára gamlan bíl eða eldri. Hægt að fá séstaka fornbílatryggingu, bifreiðagjöld eru lærri og ef þetta er algeing tegund offramboð af varahlutum á partasölum. Líklega hægt að komast af með undir 300þús á ári í rekstrarkostanað þegar allt er talið.

I'd like to share a revelation during my time here. It came to me when I tried to classify your species. I realized that you're not actually mammals. Every mammal on this planet instinctively develops a natural equilibrium with the surrounding environment but you humans do not. You move to an area and you multiply and multiply until every natural resource is consumed. The only way you can survive is to spread to another area. There is another organism on this planet that follows the same pattern. Do you know what it is? A virus

 

Good advice is always certain to be ignored, but that's no reason not to give it.

 


#25 pipari

pipari

  Mįlfęr

 • Notendur
 • PipPip
 • 906 posts

Posted 20 November 2012 - 14:57

Óradís er nú þegar með strætókort sem hún notar daglega. Hún getur tekið strætó í Bónus án þess að borga fyrir það aukalega og leigubíl heim. Ef hún tekur strætó uppá Akranes getur hún notað strætókortið og borgað einn farmiða aukalega. Hins vegar býst ég við að hún taki son sinn með sér í þessar heimsóknir og það kostar þá fyrir hann líka.

Viðhald og tryggingar eru ansi stór hluti af rekstrarkostnaði bíls. Ef maður tekur þá hjá FÍB trúanlega, http://www.fib.is/?ID=2160 , þá kostar viðhald, tryggingar, skattar og skoðun yfir 300 þús. kall á ári. Þá gerir maður ráð fyrir því að hún eigi bílinn skuldlausan og tekur ekki inní afskriftir. Sömuleiðis ekki dekk því ef maður ætlar að keyra mjög lítið þarf maður ekki alltaf að vera að kaupa dekk.

Það er ákveðið frelsi fólgið í því að eiga bíl, að vera ekki háður strætóleiðum og tímatöflum en fyrir þetta frelsi þarf maður að borga.


Mér finnast þessar tölur í töflunni vera mjög dularfullar. 124000 kr. á ári í viðhald og viðgerðir fyrir nýjan bíl? 50000 fyrir hjólbarða? Jú kannski, en þeir endast meira en eitt ár, hefði ég haldið.

9000 kr fyrir bílastæði? 24000 kr. fyrir þrif og fleira? Má vera að það hafi breyst, en ég hef aldrei borgað krónu fyrir þessa ryksugu og kúst með vatni í sem er á bensínstöðvum.

Og kostar 178000 á ári að tryggja bíl? Jeddúdamía. Ef það er rétt er ég bara nokkur ánægður með að hafa gefist upp á bílisma.

#26 Óradķs

Óradķs

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 20 November 2012 - 16:44

Dekkjaskipti þurfa ekki að eiga sér stað árlega. Smurning er raunar helvíti dýr en því minna sem ekið er því sjaldnar þarf að fara á smurstöð. Það er mismunandi hversu mikið fólk þarf á bílastæðum með gjald að halda. Ég nota svoleiðis stæði nánast aldrei. Þrif - það kostar auðvitað að fara á sjálfvirka þvottastöð en það er líka hægt að nota heimilisryksuguna. Það geri ég þó ég búi í blokk. Leiði bara framlengingarsnúru niður af svölunum og það eru enn til þvottastöðvar með kústum og köldu vatni. Sápa og bón kostar auðvitað eitthvað. Tryggingar eru dýrar en ef maður á ekki glænýjan bíl sleppir maður kaskóinu.

Edited by Óradķs, 20 November 2012 - 16:45.

01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#27 Leon

Leon

  Taldrjśgur

 • Notendur
 • PipPipPipPip
 • 6,277 posts
 • Kyn:Karl

Posted 20 November 2012 - 17:26

Ég hef ekki verið á Íslandi svo lengi að ég hef ekki hugmynd um hvað neitt kostar en í Þýskalandi er ég að borga um 140 þús. ísl. á ári í tryggingu og skatta og skoðun er um 16 þús. annað hvert ár. Viðhald mismunandi en á góðu ári kannski 30 þús. og á slæmu ári kannski 60. Ég spara slatta á viðgerðum með því að kaupa varahlutina sjálfur og láta gera við allt svart.
=^. .^=

#28 Óradķs

Óradķs

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 20 November 2012 - 17:31

Ég vildi óska að ég væri eins liðug núna og ég var áður. Treysti mér illa til að skríða undir bílinn núna til að laga póst og svona en það gerði maður á árum áður. Bara fann nægilega háa gangstéttarbrún til að nægilegt rými væri undir bílnum. Hef aldrei almennilega treyst vesölum tjökkum.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#29 Neisti

Neisti

  Męlskur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,219 posts

Posted 20 November 2012 - 17:51

Mæli eindregið með heimilisbókhaldi. Meniga hefur reynst mjög vel hér á heimilinu. Það er ótrúlegt hvað við vorum með miklar ranghugmyndir um í hvað aurarnir fóru.

#30 Óradķs

Óradķs

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 20 November 2012 - 18:31

Ég fór að skoða skuldastöðuna og sé að það er nærri 17 millum sem eru eftirstöðvar hjá mér. Ég er með tvö lífeyrissjóðslán og eitt Arionbankalán (gengistryggt) og ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort það myndi borga sig fyrir mig að skuldbreyta. Ég bíð eftir leiðréttingu á þessu béaða Arionbankaláni, ef hún kemur og svo er allt nötrandi hér vegna verðtryggra lána. Hvað veit maður um hvað gerist í kosningahamnum á næstunni. Ef ég fer að skuldbreyta núna gæti ég tapað á því ef menn fara af stað í að gera verðtryggð lán ólögleg og afturvirka virkni svoleiðis dóms. Hvað þá??? Ég veit ekki hvar íslensk þjóð mun standa eftir slíkan dóm. Ef ríkið verður gert ábyrgt afturvirkt fyrir verðtryggðum lánum (sem verður ef sá dómur fellur). Það fer auðvitað allt á hausinn en ef ég mun þá eignast íbúðarbjálfann frítt, er ég skár sett í því samfélagi sem eftir stendur við þá aðgerð en ef ég fer að skuldbreyta. Ég á rúm 12 ár eftir í eftirlaun sem verða þá líklega engin (þ.e.) ef slíkur dómur fellur) og þá er skárra að eiga tryggt þak yfir höfuðið en að þurfa að veslast upp á gamals aldri og sofa í strætóskýli.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#31 Agent Smith

Agent Smith

  Rithęfur

 • Notendur
 • PipPipPip
 • 2,812 posts
 • Stašsetning:Noršan mišbaugs

Posted 20 November 2012 - 18:40

Ég fór að skoða skuldastöðuna og sé að það er nærri 17 millum sem eru eftirstöðvar hjá mér. Ég er með tvö lífeyrissjóðslán og eitt Arionbankalán (gengistryggt) og ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort það myndi borga sig fyrir mig að skuldbreyta. Ég bíð eftir leiðréttingu á þessu béaða Arionbankaláni, ef hún kemur og svo er allt nötrandi hér vegna verðtryggra lána. Hvað veit maður um hvað gerist í kosningahamnum á næstunni. Ef ég fer að skuldbreyta núna gæti ég tapað á því ef menn fara af stað í að gera verðtryggð lán ólögleg og afturvirka virkni svoleiðis dóms. Hvað þá???

Ég veit ekki hvar íslensk þjóð mun standa eftir slíkan dóm. Ef ríkið verður gert ábyrgt afturvirkt fyrir verðtryggðum lánum (sem verður ef sá dómur fellur). Það fer auðvitað allt á hausinn en ef ég mun þá eignast íbúðarbjálfann frítt, er ég skár sett í því samfélagi sem eftir stendur við þá aðgerð en ef ég fer að skuldbreyta. Ég á rúm 12 ár eftir í eftirlaun sem verða þá líklega engin (þ.e.) ef slíkur dómur fellur) og þá er skárra að eiga tryggt þak yfir höfuðið en að þurfa að veslast upp á gamals aldri og sofa í strætóskýli.

Sæl

Gengislánið átt þú að geta greitt upp án þess að hafa áhyggjur, Þegar þeir verða búnir að endurreikna átt þú einhver aur inni. Best væri að semja um það við þá að skuldbreita núna og gera upp öll lánin í eitt gott lán með viðráðanlegum afborgunum. Þú ættir að semja þannig að allur aur sem kemur úr endurreikningi færi í að borga niður höfuðstól nýja lánsinns. Þannig rýmkar fjárhagurinn hjá þér og eignin verður seljanlegri fyrir vikið ef út í það er farið. Það er ljóst að þú greiðir hægar niður lánin eftir svona breitingu en í staðinn örfaru hagkerfið með auknu fjármagni. Allir vinna :-)

I'd like to share a revelation during my time here. It came to me when I tried to classify your species. I realized that you're not actually mammals. Every mammal on this planet instinctively develops a natural equilibrium with the surrounding environment but you humans do not. You move to an area and you multiply and multiply until every natural resource is consumed. The only way you can survive is to spread to another area. There is another organism on this planet that follows the same pattern. Do you know what it is? A virus

 

Good advice is always certain to be ignored, but that's no reason not to give it.

 


#32 Óradķs

Óradķs

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 20 November 2012 - 18:52

Sæl

Gengislánið átt þú að geta greitt upp án þess að hafa áhyggjur, Þegar þeir verða búnir að endurreikna átt þú einhver aur inni. Best væri að semja um það við þá að skuldbreita núna og gera upp öll lánin í eitt gott lán með viðráðanlegum afborgunum. Þú ættir að semja þannig að allur aur sem kemur úr endurreikningi færi í að borga niður höfuðstól nýja lánsinns. Þannig rýmkar fjárhagurinn hjá þér og eignin verður seljanlegri fyrir vikið ef út í það er farið. Það er ljóst að þú greiðir hægar niður lánin eftir svona breitingu en í staðinn örfaru hagkerfið með auknu fjármagni. Allir vinna :-)


Mér er alveg sama þó ég greiði lánin hægar niður. Allt nema Arionbankalánið verður hvort sem er lifandi eftir að er dauð. Arionbankalánið á ekki nema tvö ár eftir en það eitt er um 40 000 kall á mánuði núna. Ég vil bara fá að lifa sæmilega áhyggjulaus heima hjá mér og eiga að borða.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#33 drCronex

drCronex

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 28,178 posts
 • Kyn:Karl
 • Stašsetning:hér er ég.

Posted 24 November 2012 - 12:50

Er að spá í húsnæðislánin mín, framtíðina og hvernig þetta verður. Ef allt stendur í stað og ekkert breytist verður greiðslubyrðin ekki lægri en núna þegar ég kemst á ellilaun. Núna á ég rétt fyrir að skrimta af því sem ég á eftir af launum eftir skatta og afborganir lána. Þegar ég kemst á ellilaun verður það varla hægt. Á ég að treysta á að ég verði dauð þá svo börnin mín erfi restina og skipti á milli sín skuldum og eign eða hvern fjandann á maður að gera? Er skárra að selja og leigja? Varla, því leigan er að mér skilst ekkert hagstæðari hvað greiðslubyrði varðar. Mér sýnist á öllu að það sé kominn tími til að kalla til fjölskyldufundar

Feginn er ég að búa ekki á Íslandi. Ég væri í enn verri málum. Gangi þér vel Óradís mín.

Mér er alveg sama þó ég greiði lánin hægar niður. Allt nema Arionbankalánið verður hvort sem er lifandi eftir að er dauð. Arionbankalánið á ekki nema tvö ár eftir en það eitt er um 40 000 kall á mánuði núna. Ég vil bara fá að lifa sæmilega áhyggjulaus heima hjá mér og eiga að borða.

Lágmarks réttindi!

Ingimundur Kjarval: "Þegar þú setur lyftu í hús, sleppir þú ekki eftstu hæðina vegna þess að svo fáir eiga heima þar."

 

#34 Óradķs

Óradķs

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 24 November 2012 - 16:20

Feginn er ég að búa ekki á Íslandi. Ég væri í enn verri málum. Gangi þér vel Óradís mín.


Lágmarks réttindi!


Takk fyrir góðar óskir kæri vinur.
Þetta fer einhvernvegin, ég veit ekkert hvernig en mikið djöfull er maður þreyttur á þessu helvítis endalausa veseni. Sumir segja mér að flytja burt, tl Noregs eða eitthvað en það er nú kannski ekki einfalt. Ég á börn, barnabörn og gamla mömmu sem maður yfirgefur ekki svo auðveldlega. Ég á allavega ekki auðvelt með það. Kannski eftir að mamma hverfur.
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik

#35 Óradķs

Óradķs

  Fljótmęltur

 • Notendur
 • PipPipPipPipPipPipPipPip
 • 25,457 posts
 • Kyn:Kona

Posted 25 November 2012 - 00:17

Smá góðlátlegt háð á sjálfa mig...
01.12.2012.
Er á síðustu metrunum á þessum vef en er þrjóskari en andskotinn og kannski bjartsýnni en flest fífl.
Rísið upp málverjar og sýnið sjálfsvirðingu.

Kær kveðja
Óradís.
Allir í leik
Allir í leik
Nú er hún Óradís komin á kreik
0 user(s) are reading this topic

0 members, 0 guests, 0 anonymous users