Registration Terms

Skráningarskilmálar
Vinsamlegast lestu skilmálana hér fyrir neðan gaumgæfilega.
 
1. Gætt sé að staðfestingu netfangs
Gerð er sú krafa að uppgefið netfang við skráningu sé staðfest og er því sendur tölvupóstur frá vefnum um leið með leiðbeiningum sem þarf að fylgja eftir. Það þarf því að gæta að því að tölvupósturinn skili sér í viðtökuhólfið og lendi ekki útfyrir í öryggis síum eins og amapóst síu hjá móttökuaðila og getur verið aðgengilegur í öðru hólfi en innhólfi.
 
2. Notkun leyndarmiðla í óheimiluðum tilgangi
Þú gerir þér ljóst að notendur sem verða uppvísir að notkun milliliða eins og proxy, persónuleyndarmiðla, sýndareinkanets eða öðru af sama toga til að fela slóð sína eða með öðrum hætti villa á sér heimildir í óheimiluðum tilgangi, mega eiga von á því að skráningu þeirra verði hafnað eða þeir útilokaðir frá vefnum án fyrirvara.
 
3. Ábyrgð notenda
Þú gerir þér ljóst að eigendur og stjórnendur malefnin.com telja sig ekki ábyrga fyrir skrifum notenda. Við ábyrgjumst ekki sannleiksgildi þess sem hér er birt. Þú ert sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því sem frá þér kemur. Ef eitthvað sem þú póstar telst varða við lög og þolendur sækja rétt sinn til forsvarsmanna þessa vefs, þá munum við gefa upp IP tölur til þess bærra yfirvalda, en einungis að fengnum réttmætum úrskurði yfirvalda.
 
Þú gerir þér ljóst að skrif notenda tjá skoðanir höfundar en ekki þeirra sem standa að malefnin.com. Þér er skylt að tilkynna skrif sem þér finnast athugaverð til stjórnenda, annað hvort með einkaskilaboðum og/eða með því að nota tilkynningarhnappinn sem er undir hverju innleggi.
 
4. Samþykki skráningarskilmála og reglna
Þú samþykkir að fylgja reglum Málefnanna í hvívetna og gerir þér grein fyrir að þeim má breyta án fyrirvara sem og þessum skráningarskilmálum. Þú ert alltaf bundin/n af reglunum eins og þær eru á hverjum tíma.