Sign in to follow this  
Followers 0
Maggi Trymbill

Bertel! - Bertel!

1 post in this topic

Frumburður íslensku techno / rokk- hljómsveitarinnar Bertel! kom úr prentun í júní, 2007. Hljómsveitin Bertel! hefur breyst all svakalega frá upphaflegri mynd. Í fyrstu spiluðu þessir fjóru kátu drengir, allir ættaðir frá Seltjarnarnesi, Botnleðju kennt rokk með tvo gítara, bassa og trommur. Nú eru þeir búnir að uppgötva hinn frjóa heim synthanna og notast tveir meðlima hljómsveitarinnar við slík tæki. Bertel! spila einhverskonar techno / rokk í bland við melódíska rokkið sem flestir ættu að kannast við. Techno / rokk, eða Techokk, hlið þeirra, er mjög áhugaverð og kemur undirituðum oftar en ekki til að brosa.

Samnefndur diskur þeirra, Bertel!, lítur út fyrir að geta orðið mjög sterkur stökkpallur fyrir hljómsveitina. Platan er tekin upp í stúdíó Öfund af Magnúsi Inga en hljóðblönduð og meisturuð af Friðfinni Sigurðssyni.

Fyrsta lag plötunnar, Sunshine And Lollypops, hefur gífurlega skemmtilega laglínu að bera og þegar að viðlagið skellur á í fyrsta skipti getur maður ekki annað en staðið upp og dansað. Textinn er ekki flókinn en hann inniheldur einvörðungu titil lagsins og þykir því mjög auðvelt fyrir æsta aðdáendur Bertel! að góla með.

Næsta lag á disknum, Hetjuborg, grípur um punginn á plötunni og hífir hana upp yfir upphaflega stílinn sem áhlustendur voru búnir að stilla sig inn á fyrir eftir fyrsta lag plötunnar. Lagið byrjar með stóru syntha hljóði en dettur svo niður í skemmtilegar pælingar sem minna einna helst á Franz Ferdinand.

Næstu tvö lög eftir Hetjuborg eru keimlík Sunshine And Lollypops. Lagið He-Man og óbeint framhald af því, And The Masters Of The Universe, eru virkilega hress og gætu auðveldlega notið sín á B-hlið Pottþétt Partý 21.429. Á tónleikum talar Gunnar, bassaleikari og söngvari Bertel!, um He-Man sem ofurhetjuna sem allir elska. Ekki þori ég að fullyrða það, en með þessum lögum gulltryggja strákarnir í Bertel! hugsanlega endurkomu He-Man á íslenskan markað.

Lagið Electronic Love Is Like A River breytir aftur stíl plötunnar og situr þetta lag á sömu hillu og Hetjuborg. Lagið inniheldur mjög grípandi laglínu og er viðlag lagsins líklegt til vinsælda, hugsanlega sem næsta „Lalalala“ - lag okkar Íslendinga.

Næsta lag, eða lag númer 6, ber titilinn Love Police og halda þeir Bertel! folar áfram að ræða þar um hinn dularfulla heim ástarinnar. Love police er eina lagið sem inniheldur tvo gítara og hefur oft verið kallað „Gítar lagið“ á meðal aðdáenda Bertel! en lagið sleppur hinsvegar ekki við mátt synthana frekar en öll hin lög plötunnar.

Síðasta lag plötunnar, Jericho Space Station 5, er þungt og sorglegt á mjög ósorglegan hátt. Lagið inniheldur einnig hvað mestan texta allra lagana og fjallar lagið um Jericho- geimstöðina, en ekki margir áttu að hafa lifað af þá svaðilför. Lagið endar með nýmóðins effekta- gjörning sem þykir afar flott meðal kynslóðar Sigur Rósar en er talið „artí fartí“ af öðrum.

Platan er vel upp byggð og slakar í raun aldrei á. Hljóðblöndun er vel heppnuð og hljómar diskurinn afar vel. Plötu umslag er til fyrirmyndar en það var Hrafn Gunnarsson sem sá um þann hluta og gerði það með stakri prýði.

Ef að setja á út á eitthvað þá mætti diskurinn vera lengri. Lögin eru einungis 7 og fyrir 1.000 krónur er það kannski ekki nægilega mikið af músík fyrir hinn almenna tónlistar unnanda. Einnig hefði mátt vinna meira með hljóð gítarsins en hann lendir undir rafrænu bylgjum synthanna sem lítið sem ekkert þarf að vinna með.

Ég gef samnefndri plötu Bertel! 4 og hálfa stjörnu af 5 mögulegum.

- Maggi Trymbill

l_66c2d874d2b97fec941f30577ae0c5c0_600.j

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.