Sign in to follow this  
Followers 0
Gabbler

Ríkiskirkjan á undanhaldi?

20 posts in this topic

Hvernig er það, fer ekki að styttast í aðskilnað ríkis og kirkju?

Sóknarbörnum í þjóðkirkjunni fækkar

Sóknarbörnum í þjóðkirkjunni hefur fækkað hlutfallslega á undanförnum árum. 1. desember 2007 voru 80,7% landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna en árið 1990 var þetta hlutfall 92,6%. Á sama tíma hækkaði hlutfall íbúa í fríkirkjusöfnuðunum þremur: Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum og Fríkirkjunni í Hafnarfirði úr 3,2% í 4,9%.

Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar. Skráðum trúfélögum hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum; skráð trúfélög utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 26 en voru 10 árið 1990. Þessum trúfélögum tilheyra 5,4% íbúa samanborið við 2,3% árið 1990.

Flest trúfélög utan Þjóðkirkjunnar og fríkirkjusafnaðanna eru smá og einungis þrjú telja fleiri en 1.000 meðlimi. Kaþólska kirkjan er langfjölmennast þeirra og hefur sóknabörnum hennar fjölgað meira en þrefalt frá árinu 1990 (2396 samanborið við 7977 árið 2007). Hvítasunnusöfnuðurinn er næst stærsta trúfélagið utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða. Þar eru meðlimir nú 1963 samanborið við 898 árið 1990.

Til óskráðra trúfélaga og með ótilgreind trúarbrögð heyrðu 6,2% þjóðarinnar samanborið við 0,6% árið 1990. Hátt hlutfall þessara einstaklinga eru erlendir ríkisborgarar sem búið hafa hér á landi í stuttan tíma og eiga í sumum tilvikum eftir að skrá sig í trúfélag. Utan trúfélaga voru 2,8% samanborið við 1,3% árið 1990.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/1...thjodkirkjunni/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það væri óskandi!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það væri óskandi!

Dittó.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bæði gott og slæmt.

Ég vill frekar hafa fleiri sem meðlimi þjóðkirkjunnar en í þessum snarklikkuðu trúarofstækissöfnuðum sem trúa bókstaflega á biblíuna.

En aðskilnaður ríkis og kirkju er nauðsynlegur.

Kveðja

Grasi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Færri í þjóðkirkjunni = fleiri í ofsatrúarsöfnuðum.

Frábært alveg.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Færri í þjóðkirkjunni = styttra í aðskilnað ríkis og kirkju = styttra í trúfrelsi á íslandi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef kirkjan verður einkavædd, með því að skilja á milli ríkis og kirkju mun trúuðum fjölga. Samkeppni eykur fjölda viðskiptavina.

Ef kirkjan markaðvæðist almennilega þá nær hún að snúa við þróuninni en ef hún heldur áfram í sama formi og í dag þá fækkar í "þjóð"kirkjunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvers vegna heldurðu það?

Og hvers vegna segja menn að það sé ekki samkeppni í dag? Þjóðkirkjan græðir ~13.000kr árlega fyrir hvern skráðan meðlim, önnur trúfélög ~9.000kr. Er ekki samkeppni um "sálirnar"?

Annars fjölgaði um heilar 227 sálir í Þjóðkirkjunni í ár :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Færri í þjóðkirkjunni = styttra í aðskilnað ríkis og kirkju = styttra í trúfrelsi á íslandi

Skilgreindu trúfrelsi.

PS. ertu búin að setja tölu á verðmæti kirkjujarðanna sem ríkið þarf að skila?

Ef kirkjan verður einkavædd, með því að skilja á milli ríkis og kirkju mun trúuðum fjölga. Samkeppni eykur fjölda viðskiptavina.

Þú segir þetta eins og það sé eitthvað gott við þetta.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Skilgreindu trúfrelsi.
Þarf ég þess virkilega?

Jæja... ég sem íslenskur ríkisborgari vil ekki að ríkið daðri sérstaklega við eitt trúfélag og ríkið sé skuldbundið til að styrkja eitt trúfélag í stjórnarskránni.

PS. ertu búin að setja tölu á verðmæti kirkjujarðanna sem ríkið þarf að skila?
Nei, kemur það málinu eitthvað við? Það eru örugglega klárir menn sem færu í gegnum reikningana til að sjá hver skuldar hverjum hvað, ef ríki og kirkja yrði aðskilin.

Það er auðvitað fráleitt að ríkið þyrfti að skilja einhverjum jörðum, því eins og staðan er í dag þá á ríkið þessar jarðir sem kirkjan "stal" af fólkinu í landinu á sínum tíma. Ríkiskirkjan er stofnun eins og landsvikjun, það er fáránlegt að halda að ef landsvirkjun verði einkavædd að þá skuldi ríkið landsvirkjun eitthvað...

En þetta er önnur umræða sem væri gaman að taka á öðrum þræði. Kostnaður við aðskilnað er aukaumræða sem kemur aðalumræðunni lítið við.

Kveðja.

ps, ertu búin að setja tölu á verðmæti jarðanna sem kirkjan stal af íslendingum á sínum tíma?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þú segir þetta eins og það sé eitthvað gott við þetta.

Mér finnst það ekki gott, er bara að benda á kosti og galla þess að aðskilja ríki og kirkju.

Fyrir kikjuna væri gott að vera laus við ríkið.

Það er athyglisverð pæling að skoða fjárhagslegan grundvöll kirkjunnar í ljósi eignaskiptanna og skuldbindingu ríkis til að borga laun presta. Þ.e. hvernig aðskilningin færi fram fjárhagslega milli ríkis og kikju.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef nú enga sérstaka skoðun á aðskilnaði kirkju og ríkis en sú trú sem þjóðkirkjan stendur fyrir hefur mótað þessa þjóð og samfélag. Því finnst mér ekkert gleðiefni ef þjóðkirkjan á í vök að verjast fyrir einhverjum sértrúarsöfnuðum eða öðrum trúarbrögðum hvað þá háværum minnihlutahópum. Ef þjóðkirkjan missir áhrif sín í þessu þjóðfélagi þá segi ég, "engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Annað hef ég um þetta að segja.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þarf ég þess virkilega?

Jæja... ég sem íslenskur ríkisborgari vil ekki að ríkið daðri sérstaklega við eitt trúfélag og ríkið sé skuldbundið til að styrkja eitt trúfélag í stjórnarskránni.

Nei, kemur það málinu eitthvað við? Það eru örugglega klárir menn sem færu í gegnum reikningana til að sjá hver skuldar hverjum hvað, ef ríki og kirkja yrði aðskilin.

Það er auðvitað fráleitt að ríkið þyrfti að skilja einhverjum jörðum, því eins og staðan er í dag þá á ríkið þessar jarðir sem kirkjan "stal" af fólkinu í landinu á sínum tíma. Ríkiskirkjan er stofnun eins og landsvikjun, það er fáránlegt að halda að ef landsvirkjun verði einkavædd að þá skuldi ríkið landsvirkjun eitthvað...

En þetta er önnur umræða sem væri gaman að taka á öðrum þræði. Kostnaður við aðskilnað er aukaumræða sem kemur aðalumræðunni lítið við.

Kveðja.

ps, ertu búin að setja tölu á verðmæti kirkjujarðanna sem ríkið stal af íslendingum á sínum tíma?

Meinarðu ekki kirkjan í PSinu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Meinarðu ekki kirkjan í PSinu?
Jú.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þarf ég þess virkilega?

Jæja... ég sem íslenskur ríkisborgari vil ekki að ríkið daðri sérstaklega við eitt trúfélag og ríkið sé skuldbundið til að styrkja eitt trúfélag í stjórnarskránni.

Nei, kemur það málinu eitthvað við? Það eru örugglega klárir menn sem færu í gegnum reikningana til að sjá hver skuldar hverjum hvað, ef ríki og kirkja yrði aðskilin.

Það er auðvitað fráleitt að ríkið þyrfti að skilja einhverjum jörðum, því eins og staðan er í dag þá á ríkið þessar jarðir sem kirkjan "stal" af fólkinu í landinu á sínum tíma. Ríkiskirkjan er stofnun eins og landsvikjun, það er fáránlegt að halda að ef landsvirkjun verði einkavædd að þá skuldi ríkið landsvirkjun eitthvað...

En þetta er önnur umræða sem væri gaman að taka á öðrum þræði. Kostnaður við aðskilnað er aukaumræða sem kemur aðalumræðunni lítið við.

Kveðja.

ps, ertu búin að setja tölu á verðmæti jarðanna sem kirkjan stal af íslendingum á sínum tíma?

Þetta er í fyrsta lagi röng skilgreining á trúfrelsi, eins og það hugtak hefur verið skilið í gegnum aldirnar.

Í öðru lagi held ég að færu að renna tvær grímur á ýmsa, ef hér yrði til frjáls, lútersk kirkja sem hefði úr milljarðatugum að spila, í samkeppni við svöng, öfgafull, lítil trúfélög. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir hve hættulegt slíkt fyrirbæri gæti orðið. Og þó - blindan sem sumir eru slegnir í þessari umræðu virðist algjör. Hin augljósu sannindi - að mínu mati - að einokun, og á síðari tímum ríkiseinokun í trúmálum hefur tryggt frið um andleg málefni hér á landi, og haldið trúarlegum sjónarmiðum frá því að grugga mikilvæg álitamál þjóðfélagsins í gegnum tíðina, eru mönnum hulin. Bara svo maður taki algjörlega banalt og augljóst dæmi, þá er ekki deilt um réttmæti þróunarkenningarinnar á íslandi - nema að því marki sem frjáls trúfélög eiga í hlut. Það er með ólíkindum að fólk sem kennir sig við vantrú eða túleysi rói að því öllum árum að hleypa andanum úr flöskunni.

Og nei, ég er ekki að spá í því þótt upprunalega hafi mögulega verið um þýfi að vera. Eignarrétturinn er verndaður í stjórnarskrá, og that is that. Það er engum kröfuhöfum til að dreifa í kirkjujarðirnar nema kirkjunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er í fyrsta lagi röng skilgreining á trúfrelsi, eins og það hugtak hefur verið skilið í gegnum aldirnar.
Nei þetta er rétt skilgreining í samhengi við það sem er verið að ræða hér. Auðvitað er þetta ekki fullnaðarskilgreining, en þetta dugar vel eins og ég sagði.

Ef þú ætlar að fullyrða að þetta sé röng skilgreining, þá er það nú það minnsta sem þú getur gert er að koma með nýja skilgreiningu eða að minnsta kosti reyna að rökstiðja það sem þú ert að reyna að segja. Það geta allir komið með svona fullyrðingu eins og þú kemur með.

Það sem ég var að segja er að það ríkir ekki trúfrelsi á íslandi á meðan tekið er fram í stjórnarskrá að sérstaklega skuli daðra við eitt trúfélag, það hlýtur hver heilvita maður að sjá það.

Í öðru lagi held ég að færu að renna tvær grímur á ýmsa, ef hér yrði til frjáls, lútersk kirkja sem hefði úr milljarðatugum að spila, í samkeppni við svöng, öfgafull, lítil trúfélög. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir hve hættulegt slíkt fyrirbæri gæti orðið. Og þó - blindan sem sumir eru slegnir í þessari umræðu virðist algjör. Hin augljósu sannindi - að mínu mati - að einokun, og á síðari tímum ríkiseinokun í trúmálum hefur tryggt frið um andleg málefni hér á landi, og haldið trúarlegum sjónarmiðum frá því að grugga mikilvæg álitamál þjóðfélagsins í gegnum tíðina, eru mönnum hulin. Bara svo maður taki algjörlega banalt og augljóst dæmi, þá er ekki deilt um réttmæti þróunarkenningarinnar á íslandi - nema að því marki sem frjáls trúfélög eiga í hlut. Það er með ólíkindum að fólk sem kennir sig við vantrú eða túleysi rói að því öllum árum að hleypa andanum úr flöskunni.
Þetta er bara hræðsluáróður. Ef þú skoðar löndin í kringum okkur þá eru örfá af þeim með ríkiskirkju, og þau sem eru ekki með ríkiskirkju eru ekkert frekar að "berjast" við frjáls trúfélög um réttmæti þróunarkenninguna.

Þessi rök þín eru mjög aum og veikluleg.

Fyrst og fremst er það góð menntun og vel upplýst samfélag sem kemur í veg fyrir að fólk taki þátt í öfgatrúfélögum, það að hafa ríkiskirkju hefur lítið sem ekkert að segja.

Og nei, ég er ekki að spá í því þótt upprunalega hafi mögulega verið um þýfi að vera. Eignarrétturinn er verndaður í stjórnarskrá, og that is that. Það er engum kröfuhöfum til að dreifa í kirkjujarðirnar nema kirkjunni.
Það þarf þá bara að skoða.

Ef kirkjan telur sig eiga einhvejra kröfu eða einhverja peninga inni hjá ríkinu þá er það bara þeirra að sækja þá peninga. Eins og ég sagði áður þá er þetta aukaatriði í umræðunni, ekki aðalatriði.

Ert þú trúaður Reilly, ertu í ríkiskirkjunni?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eitt innlegg í umræðuna ...

Ef kirkjan væri ekki ríkiskirkja væri kannski von til þess að hún stæði í alvöru undir því meinta hlutverki hennar að standa vörð um 'kristilegt siðgæði' og gagnrýna þá ráðamenn sem telja sig ekki bundnir neinum siðalögmálum, öðrum en þeim að fylgja þeim lögum sem þeir setja sér sjálfir. Eins og er þá er kirkjan hluti af hinu ört stækkandi ríki, sem gerist æ gírugra í að stjórna sem flestum þáttum samfélagsins með valdboði sínu - og þá er nú ekki von til þess að kirkjunnar þjónar fari að bíta í þá hönd sem fæðir þá.

Share this post


Link to post
Share on other sites

.

.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kirkjunni gengur ágætlega að klúðra þessu...

Séra Pétur Þórarinsson prestur í Laufási í Eyjafirði lést í fyrra eftir erfið veikindi og sagði hann sögu sína í Kompásþætti, skömmu fyrir andlátið. Laufásjörðin er í eigu kirkjunnar og nokkru eftir andlát Péturs gekk undirskriftalisti sem sendur var Biskupsstofu þar sem 97% sóknarbarna óskuðu þess að fjölskylda Péturs fengi áfram að búa á jörðinni og reka búskap þótt nýr prestur kæmi í Laufás. Það sem einkum hefur farið fyrir brjósti á fólki er að Biskupsstofa vill að sonur Péturs, Þórarinn, fjarlægi íbúðarhús sitt fyrir vorið af jörðinni.

http://www.visir.is/article/20080207/FRETTIR01/80207105

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.