Sign in to follow this  
Followers 0
whatever

Skemmtileg lesning....

1 post in this topic

Fannst þetta bara frábært og bara varð að deila þessu með ykkur. Alaska fyrir þig?

Var ekki alveg viss hvar þetta ætti heima hér á málefnum en "saga" og listir hljómuðu vel.... :P

Tekið af Wikipedia hér.

************************

"Ef Íslendingar næmu nú land í Alaska—segjum 10 þúsundir á 15 árum, og fjöldi þeirra tvöfaldaðist þar t.d. á hverjum 25 árum, sem vel mætti verða og ugglaust yrði í svo hagfeldu landi, þá væru þeir eftir 3 til 4 aldir orðnir 100 miljónir, og mundu þá þekja alt meginlandið frá Hudson-flóa til Kyrra-Hafs. Þeir gætu geymt tungu sína, aukið hana og auðgað af hennar eigin óþrjótandi rótum, og, hver veit, ef til vill sem erfingjar ins mikla lands fyrir sunnan sig, smátt og smátt útbreitt hana með sér yfir þessa álfu, og endrfœtt ina afskræmdu ensku tungu.

Já, þetta sýnist ráðleysu rugl og viltir draumórar; og ég segi heldr eigi að svo verði; en ég segi svo megi verða. Það er alsendis mögulegt! Meira segi ég eigi. Íslenzka og enska eru af sömu rótum runnar; og þó enskan sé mannsterkari nú, þá höfum vér hvergi lesið það drottins lögmál, að hún skuli svo verða að eilífu. Og, ef svo mættí um tungur segja, þá hefir sú fagra íslenzka mær meira siðferðislegt afl, en in enska portkona, er lagt hefir lag sitt við allar skrælingja- og skrípa-tungur þessa heims."

************************

Bara fyndið að lesa um kosti þess að flytja, og rökin sem hann notar hversvegna.

Persónulega er ég nokkuð sáttur við að ekki voru allir sem féllu fyrir þessum málflutningi....hehe

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.