Sign in to follow this  
Followers 0
Hawk12

Olympíuleikar og möguleikar okkar

15 posts in this topic

"Vísir, 16. jan. 2008 21:22

Svona kemst Ísland á Ólympíuleikana

Ég veit, Alfreð, þetta er flókið.

Eitt aðalmálið á EM í Noregi snýst um hvaða tvær þjóðir verða síðastar til að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í sumar.

En það er ekki auðvelt að klóra sig í gegnum ferlið sem gefur af sér þær tólf þjóðir sem fá þátttökurétt á Ólympíuleikunum.

Nú þegar hafa bara fjórar þjóðir tryggt sér farseðilinn til Peking. Þær eru eftirtaldar:

Gestgjafar: Kína

Heimsmeistarar: Þýskaland

Ameríkumeistarar: Brasilía

Afríkumeistarar: Egyptaland

Það þýðir að enn á eftir að finna átta keppnisþjóðir fyrir Ólymíuleikana.

2 laus sæti fyrir álfumeistara:

Evrópumeistarar: ?

Asíumeistarar: ?

6 laus sæti fyrir undankeppnina:

Undanriðill 1 (í Póllandi): Tvö efstu liðin

Undanriðill 2 (í Danmörku): Tvö efstu liðin

Undanriðill 3 (í Frakklandi): Tvö efstu liðin

- Ef Pólland, Danmörk eða Frakkland verða Evrópumeistarar mun einn undanriðlanna færast til Króatíu.

- Undankeppnin fer fram dagana 30. maí til 1. júní 2008.

Semsagt, fjórir álfumeistarar komast á Ólympíuleikanna, auk heimsmeistaranna, gestgjafanna og sex þjóða úr undanriðlunum. Það gera samanlagt tólf þjóðir.

Við skulum skoða hvaða lið eru búin að tryggja sér sæti í undanriðlunum:

Undanriðill 1:

Pólland (2. sæti á HM)

Spánn (7. sæti á HM)

Argentína (3. sæti í Ameríkumótinu)

Eitt laust sæti fyrir EM-þjóð

Undanriðill 2:

Danmörk (3. sæti á HM)

Rússland (6. sæti á HM)

Túnis (2. sæti í Afríkukeppninni)

Eitt laust sæti fyrir EM-þjóð

Undanriðill 3:

Frakkland (4. sæti á HM)

Króatía (5. sæti á HM)

Alsír (3. sæti í Afríkukeppninni)

Eitt laust sæti fyrir Asíuþjóð

Það eru semsagt tvö laus sæti fyrir EM-þjóðir. Það þarf því að skoða þær þjóðir sem keppa á EM og hafa ekki tryggt sér sæti í undankeppninni nú þegar.

Ísland

Svíþjóð

Noregur

Slóvakía

Ungverjaland

Hvíta-Rússland

Slóvenía

Tékkland

Svartfjallaland

Tvö lið úr þessum hópi fara í undankeppnina. Það eru þau tvö lið sem ná bestum árangri á mótinu.

Ef þannig vildi til að einhver þessara þjóða yrði Evrópumeistari, færi viðkomandi þjóð vitanlega beint til Peking og þyrfti ekki að taka þátt í undankeppninni.

En þar með er sögunni ekki lokið. Þar sem Ísland lenti í áttunda sæti í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi í fyrra, fær Ísland sjálfkrafa þátttökurétt í undankeppninni ef eitthvað af liðunum sem lenti í 2.-7. sæti á HM verður Evrópumeistari.

Ef Þýskaland verður Evrópumeistari, fær liðið sem lendir í öðru sæti á EM farseðilinn til Peking sem álfumeistari Evrópu. Ef það lið er eitthvað af þeim liðum sem lenti í 2.-7. sæti á HM í fyrra fer Ísland sjálfkrafa í undankeppni ÓL.

Það eru semsagt fjórar leiðir fyrir Ísland að komast á Ólympíuleikana:

1. Verða Evrópumeistari og sleppa við undankeppnina.

2. Ná annað hvort besta eða næstbesta árangri þeirra liða á EM sem eru ekki komin í undankeppnina.

3. Treysta á að Pólland, Danmörk, Frakkland, Króatía, Rússland eða Spánn verði Evrópumeistari. Ísland fær þá sæti viðkomandi þjóðar í undankeppninni.

4. Ef Þýskaland verður Evrópumeistari, treysta á að Pólland, Danmörk, Frakkland, Króatía, Rússland eða Spánn verði í 2. sæti á EM. Ísland fær þá sæti viðkomandi "

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bullið í kringum þessa keppni er með eindæmum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bullið í kringum þessa keppni er með eindæmum.

Hver ætli hafi skrifað þessa frétt, eru íþróttafréttamenn algjörir vanvitar?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bullið í kringum þessa keppni er með eindæmum.

Mér finnst þetta skemmtileg lesning.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér finnst þetta skemmtileg lesning.

....en skilur þú þetta?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nokkurn vegin, held ég.

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Ég veit, Alfreð, þetta er flókið.", segir fréttahaukur visir.is

og ennfremur,

"Eitt aðalmálið á EM í Noregi snýst um hvaða tvær þjóðir verða síðastar til að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í sumar."

Svo erum við Íslendingar ekki í þokkalegum málum, við erum jú í öðru neðsta sæti, svo þetta virðist ætla að hafast, bara passa sig að tapa fyrir Spánverjum á morgum, þá er þetta komið.

En aðalmálið sem enginn nema frétta haukurinn á visir.is hefur áttað sig á er að mótið snýst ekki um hver verður Evrópumeistari, nei aldeilis ekki, þetta er mótið um hver kemst á Olympíleikana í Kína næsta sumar, þessi fréttahaukur visir.is er á einhverju, kannski hefur hann komist í byrgðir strákanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
:lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það yrði hugsanlega gaman fyrir þá að vera með á þessum ólympíuleikum.

Allar líkur eru nefnilega á að þetta verði í seinasta sinn sem keppt verður í handbolta á Ólympíuleikum að sinni allavega.

Hörð ámæli hafa komið frá alþjóða ólympíunefndinni á handboltahreyfinguna fyrir spillingu og fyrirfram ákveðin úrslit leikja. Sérstaklega í Asíu.

Lítill áhugi á heimsmælikvarða og takmarkaður áhugi mótsgesta eru að ýta "stympingum" út af leikunum að auki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eitt hef ég ég aldrei skilið með þessi stórmót í handboltanum og það er afhverju í andskotanum liðin byrja ekki með hreint borð í milliriðlum.

Það er eins og það sé verið að gefa sterkari þjóðum forskot á hin.

Share this post


Link to post
Share on other sites

ÍSLAND VANN KEPPNINA

"Vísir, 24. jan. 2008 20:49

Ísland keppir í undankeppni ÓL

Íslendingar geta þakkað Ivano Balic og félögum í króatíska landsliðinu fyrir sætið í undankeppni ÓL.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar:

Þökk sé hagstæðum úrslitum á EM í handbolta í Noregi í dag er öruggt að Ísland keppir í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í vor."

Share this post


Link to post
Share on other sites

ÍSLAND VANN EKKI

"Vísir, 25. jan. 2008 11:01

Ekki spilað um 7. sætið á EM

Gergo Ivancsik og félagar í ungverska landsliðinu urðu í áttunda sætið á EM í Noregi.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar:

Pólland og Ungverjaland munu ekki mætast í sérstökum leik um sjöunda sætið á EM í handbolta sem lýkur um helgina í Noregi.

Nú er ljóst að Noregur og Svíþjóð fá þau tvö sæti sem voru laus í undankeppni Ólympíuleikanna en aðeins átti að spila um 7. sætið ef sæti í undankeppni ÓL væri undir.

Það er því búið að raða í 7.-16. sæti í keppninni samkvæmt árangri liðanna en eins og Vísir greindi frá í gær varð Ísland í 11. sæti á mótinu. "

Jæja þá eru visir.is frétta strákarnir komnir með nýtt módel og nú er búið að raða liðunum sem voru að leika á EM í Noregi í sæti, jú eftir árangri liða, mikið var að þeir skilja þetta strákarnir á visir.is, en sem sagt Noregur og Svíþjóð unnu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

við erum kominir í undankeppni Ól í peking.

því við lentum í 8 sæti í HM í þýskalandi og færumst upp um 1 sæti vegna þess að allar þær þjóðir sem voru í 1-7 sæti voru búnar að tryggja sér þátttökurétt

þannig við færumst upp um 1 sæti vegna þess.

fáránlegt skipulag á þessu handboltarugli

Share this post


Link to post
Share on other sites

já, útkoman útúr öllu dæminu var sem sagt að Ísland mun keppa í undankeppni Ólumpíuleikanna sem fram fer í Póllandi er líða fer að vori, að ég held.

Þar mun Ísl. leika í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Argentínu. Tvö efstu liðin þar munu svo fara til Peking.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er ekki hægt að einfalda þetta kerfi eitthvað? Hálfruglingslegt finnst mér.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.