Sign in to follow this  
Followers 0
langley

Bojband Einars Bárða flopp

6 posts in this topic

Sönghópurinn Luxor er hættur eftir stutta viðveru í bransanum. Ekki er beint hægt að segja að skiptar skoðanir séu á skyndilegu fráhvarfi sveitarinnar.

„Ég á ekki eftir að sakna þeirra persónulega en ég óska þessum piltum alls hins besta í framtíðinni," segir Óli Palli á Rás 2. „Ég tel alls ekki að þetta sé dauðadómur yfir þessari tegund tónlistar. Það hefur fullt af fólki smekk fyrir svona tónlist þótt ég hafi það ekki persónulega. Ætli Einar Bárðarson sé ekki bara að fókusera á England og Garðar Cortes og því líklega lítið bensín eftir fyrir Luxor-vélina."

Brynjar Már Valdimarsson hjá FM957 er á svipaðri skoðun og Óli. „Nei, ég get nú ekki sagt að ég sakni Luxor, enda var ég ekki fan, en mér fannst þetta konsept engu að síður ekkert galið," segir hann. „Maður hefur nú trú á því sem Einar Bárðarson hefur verið að setja saman og því kom þessi stutti líftími Luxor mikið á óvart. Manni finnst skrýtið að þessu hafi ekki verið haldið lengur úti fyrst það var á annað borð verið að fara í gang með þetta. Líklega er Einar bara of upptekinn í öðru."

Brynjar segir Luxor-hópinn smávegis hafa verið spilaðan á stöðinni. „Aðallega á kvöldin þegar við erum með rólegri og þægilegri tónlist. Þeir voru miklu meira spilaðir á Bylgjunni."

„Var þessu ekki sjálfhætt?" spyr Ívar Gumundsson hjá Bylgjunni. „Þetta byrjaði með svaka flugeldasýningu og reykbombum og fuðraði svo bara upp. Mér sýndist þeir ekki ná neinu flugi. Við spiluðum einhver 3-4 lög með þeim en það stóð alls ekki upp úr af því sem var í gangi á síðasta ári. Ég missi ekki nætursvefn og á ekki eftir að sakna þeirra."

Ívar segir þó ekki útilokað að „drengja"-band á borð við Luxor geti gengið hérlendis. „Það þarf þá að kveikja betur á perunni. Eða öllu heldur að skipta bara alveg um peru."

Mest eru fagnaðarlætin hjá útvarpsstöðinni X-inu. Þar hefur andstaðan við meint hryðjuverk Einars Bárðarsonar verið svo mikil að farið var í gang með undirskriftalistann „Stöðvum Einar Bárðarson".

„Andlát Luxor eru klárlega bestu fréttir vikunnar," segir Þorkell Máni á X-inu. „Í kringum siðleysi borgarstjórnarinnar, hrun verðbréfamarkaðarins og slælegt gengi handkastlandsliðsins var kominn tími á góðar fréttir."

Þótt Luxor hafi gefið upp öndina segir Þorkell Máni að baráttunni fyrir betri og skemmtilegri tónlist sé hvergi nærri lokið. „Það er nóg eftir og það þarf að bæta margt í þessum tónlistarheimi. Fólk er ennþá að mæta á böll með hljómsveitum eins og Á móti sól og Dalton-bræðrum. Það munu líka alltaf koma upp fleiri svona framleiðsluhugmyndir og einhver ófrumleg poppbönd. Síðasti hálfvitinn er ekki fæddur. Baráttan heldur áfram."

- Heimild

:lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég heyrði eitt lag með þeim í gær. Að því loknu fór ég í sturtu, skrúbbaði mig allan og þó sérstaklega tóneyrun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég trúi því vel Charles! :LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites

Maður tekur nánast trú við lestur svona frétta....það er þá kannski til guð eftir allt saman?

P.S. neeeeeeeeh!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Maður tekur nánast trú við lestur svona frétta....það er þá kannski til guð eftir allt saman?

P.S. neeeeeeeeh!

:LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.