Sign in to follow this  
Followers 0
Locke

Verkföll 2008 -nei

35 posts in this topic

Fornleifafræðingar sem unnið hafa við uppgröft á hinni fornu borg Amarna í Egyptalandi hafa uppgvötvað hve erfið og stutt ævi verkamanna faróanna var á sínum tíma.

Borgin sem hér um ræðir var byggð á tíma farósins Akhenaten fyrir um 3.500 árum síðan. Við uppgröftinn á henni hafi bein verkamanna þeirra sem byggðu borgina fundist. Þau bera með sér að ævi þeirra var stutt og þeir þjáðust af mænusköðum og matarskorti.

Akhenaten, ásamt Nefertiti konu sinni, ákvað að byggja borgina sem nýja höfuðborg sína til heiðurs guðinum Aten. Borgin var byggð á 15 árum og þar bjuggu um 50 þúsund manns í upphafi.

Eftir að Akhenaten lést var borgin yfirgefin og skilin eftir handa sandinum og vindinum.

-----

Þessir menn hefðu átt að fara í verkföll.

En íslenskur almúgi á ekki að fara í verkföll til að fá smá pening meira í laun.

Eiga þau rétt á því að fá launahækkun? Já.

Með að taka samborgara sína í gíslingu? Nei.

Verkföll á að nota af illri nauðsyn. En ekki til að geta tekið plasma sjónvarp á raðgreiðslu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Snilldarfrétt. Ekki sagt orð um hversu stutt ævi þeirra var.

Share this post


Link to post
Share on other sites

En hvað eiga íslenskir verkamenn og konur að gera sem fá laun sem duga ekki fyrir húsaleigu á tveggja herbergja holu í hripleku húsi til að knýja fram kjarabætur ?

Hefur einhver tillögur ?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Besta lausnin fyrir það fólk væri að semja við ríkið um að koma upp almennilegum leigumarkaði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Besta lausnin fyrir það fólk væri að semja við ríkið um að koma upp almennilegum leigumarkaði.

En er það ekki grundvallarmannréttindi að eiga líka að borða og einhverjar spjarir öðruhvoru að klæða sig í, í það minnsta á Íslandi.

Mér finnst forvitnilegt að skoða þessa síðu : http://www.fjolskylda.is/fjarmal/neysluvidmidun/

"Þess ber vel að geta að inn í þessar töflur vantar upplýsingar um síma, áskriftir, fasteignagjöld, tryggingar, bifreiðakostnað, dagheimilisgjöld og aðra þá útgjaldaliði sem fastir eru hjá hverri fjölskyldu. Þær tölur eru byggðar á raunhæfum tölum frá hverjum og einum.

Kostnaður við rekstur einkabifreiðar er byggður á útreikningum frá Félagi ísl. bifreiðaeigenda og er miðað við 26.900 kr. á mánuði fyrir utan tryggingaiðgjöld.
  • Athugið að ef um rekstur bifreiðar er að ræða bætast við 26.900 kr. á mánuði (fyrir utan tryggingaiðgjöld).
  • Ef um bleiubarn er að ræða þá bætast 5.600 kr. við á mánuði"

Það er í framhaldinu líka forvitnilegt að skoða launataxta Kjalar sem er sambærilegt við t.d. Eflingu

Hér sést hvernig fólk raðast í launaflokka eftir störfum. Ófaglærður kennari í leikskóla raðast í launaflokk 119 og fær fyrir náð og miskunn 6000 kall á mánuði samkvæmt síðara samkomulagi

Og hér sést svo nýjasta launataflan:

Viðkomandi starfsmaður fær fyrir utan 6000 kallinn uppá kr 155.700 á mánuði og þá á eftir að taka af skatt. þegar á toppinn er komið í starfsaldri þ.e eftir 36 ára aldur. Ég vek athygli á að starfsfólk leikskóla fær tvær pásur á hverri 8 tíma vinnuvakt. Aðra 15 mínútna og hina 20 mínútna. og ég vek líka athygli á að yfirborganir tíðkast ekki á stofnunum reknum af sveitarfélögum einsog leikskólum

Hvernig lýst ykkur á ?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað með laun þroskaþjálfa.

þau eru einnig til skammar.

mín kona sem kláraði fyrir ári síðan var með 216090 kr fyrir 100% vinnu (og ef fólk ætlar að vinna 100% vinnu þá mætti það svo sem bara hætta að vera í sambandi, skila barninu og búa bara á staðnum þar sem þeir vinna.) (mín kona vinnur 80% starf svo hún fær 80% af 216090 kr)

svo kemur aukaálag ofan á sem er um 450 kr fyrir 33% vaktaálag og fyrir 55% vaktaálag er það um 600 kr eða eitthvað svoleiðs á tímann.

og samt er þetta háskólanám og svona er þetta borgað, rugl og vitleysa, við látum öll taka okkur vel í rassgatið af ríkinu og ríka fólkinu og þá er ekki notað vaselín til þess. :disgust:

Lýsi bara frati yfir þetta. liggur við að ég segi megi þetta land rotna í helvíti......

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hildigunnur, athugaðu að því minna sem þarf að borga fyrir húsnæðið því meira verður eftir fyrir mat og aðra hluti. Það er ekki eðlilegt að meira en helmingur af launum fari í að borga húsnæði. Viðmið hjá öðrum þjóðum er að 35-50% af launum einstaklings fari í húsnæði. Enda þarf fólk meira en bara húsnæði til að lifa af.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hildigunnur, athugaðu að því minna sem þarf að borga fyrir húsnæðið því meira verður eftir fyrir mat og aðra hluti. Það er ekki eðlilegt að meira en helmingur af launum fari í að borga húsnæði. Viðmið hjá öðrum þjóðum er að 35-50% af launum einstaklings fari í húsnæði. Enda þarf fólk meira en bara húsnæði til að lifa af.

þetta er líka bilað þjóðfélag.

það verða hvors sem er allir gjaldþrota eftir nokkur ár og allt fer í vitleysu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
þetta er líka bilað þjóðfélag.

það verða hvors sem er allir gjaldþrota eftir nokkur ár og allt fer í vitleysu.

Æi, eigum við ekki bara að vera pínku ponsu jákvæð?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Æi, eigum við ekki bara að vera pínku ponsu jákvæð?

maður reynir nátturulega að vera það.

en því miður þá virðist þetta bara vera staðreynd sem mun gerast fyrr eða síðar, las það í einhverju blaða ekki fyrir svo löngu að gjaldþrotum fer fjölgandi hjá einstaklingum.

leiðinleg þróun en þjóðfélagið býður líka soldið upp á það þó það sér oftast manninum sjálfum að kenna um hvernig fór

Share this post


Link to post
Share on other sites
Æi, eigum við ekki bara að vera pínku ponsu jákvæð?

Jákvæð? Það voru nú ekki beint glaðir og jákvæðir verkamenn og -konur, sem fóru í fyrstu skrúðgöngurnar (æ fyrirgefðu kæri Georg Bjarnfreðarson), til að krefjast betri kjara. Ónei, þetta var bálreitt fólk, rúið allri von og hafði engu að tapa. Þetta fólk - þó reitt væri - var samt öðruvísi innréttað en við, afkomendurnir. Það var tilbúið að berjast. Það var tilbúið til að missa spón úr agnarlitlum aski sínum um stundarsakir, til þess að tryggja framtíðarkjör sín. Og ekki bara sín kjör, heldur kjör afkomenda sinna. Það var líka tilbúið til að fórna feitara launaumslagi, til að koma á almannatryggingarkerfi, veikindasjóðum, orlofsdögum o.fl. Ég væri tilbúinn að éta skóna mína (á ekki hatt) ef ég sæi ungt fólk hugsa þannig í dag...

En samt - sammála þér, við skulum vera glöð og jákvæð... :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
maður reynir nátturulega að vera það.

en því miður þá virðist þetta bara vera staðreynd sem mun gerast fyrr eða síðar, las það í einhverju blaða ekki fyrir svo löngu að gjaldþrotum fer fjölgandi hjá einstaklingum.

leiðinleg þróun en þjóðfélagið býður líka soldið upp á það þó það sér oftast manninum sjálfum að kenna um hvernig fór

Nú er ég í ágætis stöðu en bæði man ég þá tíð sjálf að standa í fátæktarbasli og þekki allmarga í svoleiðis stöðu. Fólk vinnur og vinnur myrkranna á milli en nær samt ekki endum saman. Það er óhjákvæmilegt að fólk lendi í gjaldþrotum þar sem hver króna dugar bara fyrir tilteknu og tvöföld vinna gefur bara tiltekið. Venjulegt húsnæði og samþykkt lífsmunstur er þannig ekki raunverulegur valkostur fyrir stóran hóp fólks. Það þarf ekki flóknari reiknikúnstir en þær sem við lærum í grunnskóla til að sjá það.

Ef launin þín duga ekki fyrir húsnæði þá duga þau einfaldlega ekki fyrir húsnæði, hvað þá öðru.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Nú er ég í ágætis stöðu en bæði man ég þá tíð sjálf að standa í fátæktarbasli og þekki allmarga í svoleiðis stöðu. Fólk vinnur og vinnur myrkranna á milli en nær samt ekki endum saman. Það er óhjákvæmilegt að fólk lendi í gjaldþrotum þar sem hver króna dugar bara fyrir tilteknu og tvöföld vinna gefur bara tiltekið. Venjulegt húsnæði og samþykkt lífsmunstur er þannig ekki raunverulegur valkostur fyrir stóran hóp fólks. Það þarf ekki flóknari reiknikúnstir en þær sem við lærum í grunnskóla til að sjá það.

Ef launin þín duga ekki fyrir húsnæði þá duga þau einfaldlega ekki fyrir húsnæði, hvað þá öðru.

sem betur fer þá duga launin okkar fyrir húsnæði og ýmsu fleiru þó aðalega fyrir barnið okkar en það má lítið út af bregða til að allt fari í vaskinn

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fólk sem hefur 150-160 000 kall brúttó í mánaðarlaun, hefur kannski svona 115-120 000 kall í vasann mánaðarlega.

Það fólk ræður ekki við að greiða húsaleigu, (sem tæpast finnst undir 100 000 krónum á mánuði fyrir smáskonsu) og til viðbótar; mat oní sig, fatnað, orkureikninga, símareikninga, ferðir til og frá þessari vinnu, læknisþjónustu, gleraugu, dagblöð, netáskrift, klippingu, snyrtivörur eða yfirleitt nokkurn skapaðan hlut.

Jafnvel Pétur Blöndal og hans skoðanabræður ættu að geta reiknað sig fram úr því dæmi.

Mér finnst engin furða að svo margir reyni að skrá sig sem öryrkja og vinna svo svart. Það er einfaldlega ekki um margt annað að ræða í stöðunni hjá sumum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Fólk sem hefur 150-160 000 kall brúttó í mánaðarlaun, hefur kannski svona 115-120 000 kall í vasann mánaðarlega.

Það fólk ræður ekki við að greiða húsaleigu, (sem tæpast finnst undir 100 000 krónum á mánuði fyrir smáskonsu) og til viðbótar; mat oní sig, fatnað, orkureikninga, símareikninga, ferðir til og frá þessari vinnu, læknisþjónustu, gleraugu, dagblöð, netáskrift, klippingu, snyrtivörur eða yfirleitt nokkurn skapaðan hlut.

Jafnvel Pétur Blöndal og hans skoðanabræður ættu að geta reiknað sig fram úr því dæmi.

Mér finnst engin furða að svo margir reyni að skrá sig sem öryrkja og vinna svo svart. Það er einfaldlega ekki um margt annað að ræða í stöðunni hjá sumum.

Verkalíðurinn sem stritar myrkrana á milli til að framfleyta sér á svo sannarlega skilið að fá góða kauphækkun, en það er eins og sagt er í minni sveit að verðugur sé verkamaðurinn launa sinna. Hitt er verra þegar forréttindahópar eins og kennarar sem eru með nánast tvöfalt hærri grunnlaun en verkafólk er að hóta því að fara í verkfall ef það fær ekki tugi prósenta í kauphækkun. Þá fer maður að upplifa mikið óréttlæti í samfélaginu. Fólk með há viðmiðunagrunnlaun og fjóra mánuði á ári í launað frí. (1/2 mán. í jólafrí + 1/2 mán. í páskafrí + 3 mán. í sumarfrí) Þetta þarf að jafna. Frysta kennara og skylda hópa en láta það fjármagn sem er til umráða ril launahækkana renna allt til verkafólks. Sumur eiga ekki að vera jafnari en aðrir svo einfalt er nú það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér sérðu launatöflu grunnskólakennara

http://new.ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2973

Hér er kjarasamningurinn

http://new.ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1789 grunnskólakennari raðast í lfl 231 einsog sést á bls 11.

Varðandi sumarfríið þá er það nú þannig að grunnskólakennarar vinna af sér þennan tíma með lengri vinnudegi á starfstíma skóla.

sbr bls 15 og 16 í kjarasamningnum.

Grunnskólakennarar fá laun fyrir 40 stunda vinnuviku og hafa nákvæmlega jafnmarga og sömu frídaga og aðrir en vinnuskylda þeirra er flutt milli árstíða einsog þarna kemur fram.

Samkvæmt þessu er grunnskólakennari undir þrítugu í fullu starfi með kr 204.703 á mánuði.

Ég er ansi hrædd um að það séu einhverjir aðrir en kennarar sem eru afætur í okkar samfélagi.

Kennarastarfið er mjög krefjandi og líklega eru fáar starfsstéttir undir eins mikilli smásjá og kennarar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér sérðu launatöflu grunnskólakennara

http://new.ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2973

Hér er kjarasamningurinn

http://new.ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1789 grunnskólakennari raðast í lfl 231 einsog sést á bls 11.

Varðandi sumarfríið þá er það nú þannig að grunnskólakennarar vinna af sér þennan tíma með lengri vinnudegi á starfstíma skóla.

sbr bls 15 og 16 í kjarasamningnum. = ég vildi að ég gæti sagt þetta á bensínstöðinni þar sem ég vinn og farið í 3-4ra mánuða frí. Þetta er svo óáþreyfanlegt að fólk getur ekki trúað þessu. Ef vinna kennara væri sýnilegri en hún er væri ekki verið að horfa á þá sem slíkan forréttindahóp í samfélaginu sem þeir virðast vera. Þetta langa sumarfrí er nefnilega 1/4 af árinu og til að vinna þetta af sér þá þyrfti kennari að vera við vinnu í skólanum í 10 klukkustundir á dag 5 daga vikunnar. Eru þeir það? Ef svo er ekki er bara ekki hægt að kaupa þetta dæmi um afvinnslu tíma. Hér er verið að tala um vinnutíma á sama level og skjólstæðingar ASÍ eru að tala um.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Varðandi sumarfríið þá er það nú þannig að grunnskólakennarar vinna af sér þennan tíma með lengri vinnudegi á starfstíma skóla.

sbr bls 15 og 16 í kjarasamningnum. = ég vildi að ég gæti sagt þetta á bensínstöðinni þar sem ég vinn og farið í 3-4ra mánuða frí. Þetta er svo óáþreyfanlegt að fólk getur ekki trúað þessu. Ef vinna kennara væri sýnilegri en hún er væri ekki verið að horfa á þá sem slíkan forréttindahóp í samfélaginu sem þeir virðast vera. Þetta langa sumarfrí er nefnilega 1/4 af árinu og til að vinna þetta af sér þá þyrfti kennari að vera við vinnu í skólanum í 10 klukkustundir á dag 5 daga vikunnar. Eru þeir það? Ef svo er ekki er bara ekki hægt að kaupa þetta dæmi um afvinnslu tíma. Hér er verið að tala um vinnutíma á sama level og skjólstæðingar ASÍ eru að tala um.

Ég skil ekki hvernig þú færð það út að kennarar séu í fríi 3/4 hluta ársins. Hverjir eru þá að störfum í skóklanum þann hluta starfstíma skólans sem uppá vantar ?

Annars ætti neðangreind klausa að upplýsa þig dálítið.

Úr samningnum sem ég linkaði í að ofan:

"2.1.6.2 Vinnuskylda kennara

Vinnuskylda kennara er 1800 stundir á ári. Skólastjóri ráðstafar vinnu kennara til

þeirra faglegu starfa og verkefna sem starfsemi grunnskólans kallar á. Til

vinnuskyldu heyra öll fagleg störf kennara.

Framkvæmd verkstjórnartíma skólastjóra:

Niðurröðun tímans:

Skólastjóri og kennari skulu leitast við að koma sér saman um það hvernig 9,14 stundir á viku

samkvæmt grein 2.1.6.2. í kjarasamningi skuli nýttar á starfstíma skólans.

Þess skal gætt að nægilegur tími sé til:

Samstarfs fagfólks innan skólans og utan,

foreldrasamstarfs,

skráningar upplýsinga,

umsjónar- og eftirlits með kennslurými,

nemendasamtala.

Feli skólastjóri kennara frekari fagleg verkefni skulu kennari og skólastjóri fara vandlega yfir þann

tíma sem áætlaður er til hvers verkefnis og hvort þau rúmist innan verkstjórnartímans. Leitast skal

við að ná samkomulagi um þá afmörkun verkefna að ekki sé farið út fyrir tímarammann.

Sé það niðurstaðan að þau verkefni sem kennara hafa verið falin rúmist ekki innan viðmiðunartíma

skal greidd yfirvinna fyrir þann tíma sem umfram er. Um meðferð ágreinings vísast til ákvæða laga

og kjarasamnings.

Skólastjóra er heimilt að töflusetja allt að 4,14 stundir á viku vegna kennarafunda, samstarfsfunda

og viðtalstíma. Í stað töflusettra kennarafunda geta komið önnur fagleg verkefni. Það sama á við

um samstarfsfundi enda sé viðkomandi verkefni tengt viðfangsefni samstarfshópsins.

Það er sameiginlegur skilningur aðila að við gerð tímaáætlunar sé eðlilegt að taka tillit til þess að

álag er mismunandi eftir árstíma.

Umsjón með gerð innkaupalista er hluti af vinnuskyldu kennara. Innkaup og viðhald búnaðar er

ekki hluti af faglegum störfum kennara. Heimilt er að semja við einstaka kennara um að sinna

þessum störfum innan dagvinnutíma eða í yfirvinnu.

Eftirfylgni:

Mikilvægt er að skólastjórnendur fylgist vel með því allt skólaárið hvernig kennarar sinna

verkefnum sem þeim hafa verið falin og hvernig tímamörk standast. Komi í ljós að verkefnin

rúmast ekki innan tímamarka skulu verkefni eða tími til einstakra verkefna tekin til endurskoðunar

og nái endar ekki saman í því efni skal greidd yfirvinna vegna umframtímans.

2.1.6.3 Starfshættir

Nýta skal aukinn sveigjanleika í starfsháttum til að þróa verkaskiptingu,

samstarfsform og samábyrgð kennara á skólastarfinu eftir því sem hentar í

hverjum skóla og ákveðið er í skólanámskrá. Markmiðið er að gera vinnuskipulag

sveigjanlegra og kalla fleiri til ábyrgðar meðal kennara til að stuðla að bættu

skólastarfi og námi nemenda m.a. með aukinni faglegri aðstoð við nemendur og

auknum tíma sem skólinn getur varið í foreldrasamstarf."

http://melaskoli.is/skoladagatal2007_2008_endursk.pdf

Hér sérðu dæmi um skóladagatal grunnskóla. Síðasti starfsdagurinn er 9. júní og sá fyrsti aftur að hausti er 15. ágúst.

Hvernig þú getur troðið 3-4 mánuðum þar á milli þarfnast skýringar.

Edited by Hildigunnur

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég skil ekki hvernig þú færð það út að kennarar séu í fríi 3/4 hluta ársins. Hverjir eru þá að störfum í skóklanum þann hluta starfstíma skólans sem uppá vantar ?

Annars ætti neðangreind klausa að upplýsa þig dálítið.

Úr samningnum sem ég linkaði í að ofan:

"2.1.6.2 Vinnuskylda kennara

Vinnuskylda kennara er 1800 stundir á ári. Skólastjóri ráðstafar vinnu kennara til

þeirra faglegu starfa og verkefna sem starfsemi grunnskólans kallar á. Til

vinnuskyldu heyra öll fagleg störf kennara.

Framkvæmd verkstjórnartíma skólastjóra:

Niðurröðun tímans:

Skólastjóri og kennari skulu leitast við að koma sér saman um það hvernig 9,14 stundir á viku

samkvæmt grein 2.1.6.2. í kjarasamningi skuli nýttar á starfstíma skólans.

Þess skal gætt að nægilegur tími sé til:

Samstarfs fagfólks innan skólans og utan,

foreldrasamstarfs,

skráningar upplýsinga,

umsjónar- og eftirlits með kennslurými,

nemendasamtala.

Feli skólastjóri kennara frekari fagleg verkefni skulu kennari og skólastjóri fara vandlega yfir þann

tíma sem áætlaður er til hvers verkefnis og hvort þau rúmist innan verkstjórnartímans. Leitast skal

við að ná samkomulagi um þá afmörkun verkefna að ekki sé farið út fyrir tímarammann.

Sé það niðurstaðan að þau verkefni sem kennara hafa verið falin rúmist ekki innan viðmiðunartíma

skal greidd yfirvinna fyrir þann tíma sem umfram er. Um meðferð ágreinings vísast til ákvæða laga

og kjarasamnings.

Skólastjóra er heimilt að töflusetja allt að 4,14 stundir á viku vegna kennarafunda, samstarfsfunda

og viðtalstíma. Í stað töflusettra kennarafunda geta komið önnur fagleg verkefni. Það sama á við

um samstarfsfundi enda sé viðkomandi verkefni tengt viðfangsefni samstarfshópsins.

Það er sameiginlegur skilningur aðila að við gerð tímaáætlunar sé eðlilegt að taka tillit til þess að

álag er mismunandi eftir árstíma.

Umsjón með gerð innkaupalista er hluti af vinnuskyldu kennara. Innkaup og viðhald búnaðar er

ekki hluti af faglegum störfum kennara. Heimilt er að semja við einstaka kennara um að sinna

þessum störfum innan dagvinnutíma eða í yfirvinnu.

Eftirfylgni:

Mikilvægt er að skólastjórnendur fylgist vel með því allt skólaárið hvernig kennarar sinna

verkefnum sem þeim hafa verið falin og hvernig tímamörk standast. Komi í ljós að verkefnin

rúmast ekki innan tímamarka skulu verkefni eða tími til einstakra verkefna tekin til endurskoðunar

og nái endar ekki saman í því efni skal greidd yfirvinna vegna umframtímans.

2.1.6.3 Starfshættir

Nýta skal aukinn sveigjanleika í starfsháttum til að þróa verkaskiptingu,

samstarfsform og samábyrgð kennara á skólastarfinu eftir því sem hentar í

hverjum skóla og ákveðið er í skólanámskrá. Markmiðið er að gera vinnuskipulag

sveigjanlegra og kalla fleiri til ábyrgðar meðal kennara til að stuðla að bættu

skólastarfi og námi nemenda m.a. með aukinni faglegri aðstoð við nemendur og

auknum tíma sem skólinn getur varið í foreldrasamstarf."

http://melaskoli.is/skoladagatal2007_2008_endursk.pdf

Hér sérðu dæmi um skóladagatal grunnskóla. Síðasti starfsdagurinn er 9. júní og sá fyrsti aftur að hausti er 15. ágúst.

Hvernig þú getur troðið 3-4 mánuðum þar á milli þarfnast skýringar.

Mundu nú eftir að bæta inn í páskafríi og jólafríi, haustfríi og jafnvel vorfríi

Vinnuskylda mín er 40x52/12x11=2288 stundir á ári. það er megin þorri íslendinga sem er á þessu kjörum. þetta er margfaldað með 11 í restina því einn mánuður á vera í sumarfrí. Já ég var víst með vinnutíma framhaldsskólakennara í huga, það má sjá það með því að fara inn á heimasíður framhaldsskóla og sjá dagatal anna og tíminn þar er ansi götóttur. Jú grunnskólakennarar lýta á sig sem píslarvotta í skólakerfinu, hef séð það í umfjöllun um kjarasamninga, hvað sem öðru líður á eru kennarar að tala um 1800 tíma vinnuskyldur á ári þegar ASÍ er að tala um 2288 stundir sbr. útreikninga hér. ASÍ fólkið er með 60 mínútu stund en mig grunar að í dæmi kennara sé verið að tala um 40 mínútu stundir eða er það ekki? Ef svo er þá er anski mikill munur á.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mundu nú eftir að bæta inn í páskafríi og jólafríi, haustfríi og jafnvel vorfríi

Vinnuskylda mín er 40x52/12x11=2288 stundir á ári. það er megin þorri íslendinga sem er á þessu kjörum. þetta er margfaldað með 11 í restina því einn mánuður á vera í sumarfrí. Já ég var víst með vinnutíma framhaldsskólakennara í huga, það má sjá það með því að fara inn á heimasíður framhaldsskóla og sjá dagatal anna og tíminn þar er ansi götóttur. Jú grunnskólakennarar lýta á sig sem píslarvotta í skólakerfinu, hef séð það í umfjöllun um kjarasamninga, hvað sem öðru líður á eru kennarar að tala um 1800 tíma vinnuskyldur á ári þegar ASÍ er að tala um 2288 stundir sbr. útreikninga hér. ASÍ fólkið er með 60 mínútu stund en mig grunar að í dæmi kennara sé verið að tala um 40 mínútu stundir eða er það ekki? Ef svo er þá er anski mikill munur á.

Má ég benda þér á að jafnvel þú, átt í það minnsta 24 virka daga í sumarfríi

Þar eru farnar 5 vikur af þessum 52 sem þú reiknar þér og eftir standa þá 1880 vinnustundir á ári. Þessar 80 stundir sem sem útaf standa falla niður hjá þér sem öðrum vegna stórhátíðisdaga.

Það er þess vegna fáránlegt að henda sífellt skít í þá sem eru að vinna erfið störf með börnum þessarar þjóðar.

Varðandi 40 mínútna stundirnar á móti þeim 60 sem þú talar um get ég bent þér á að kennarar labba ekki bara í 20 mínútna pásu á 40 mínútna fresti ef þú heldur það. Þér væri kannski hollt að prófa svosem hálfan dag að vinna í grunnskóla.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.