Sign in to follow this  
Followers 0
Heliospan

Trúarbragðaflokkurinn á moggablogginu

7 posts in this topic

Trúarbragðaflokkurinn á moggablogginu er einn sá leiðinlegasti miðill sem ég veit um. Ég er trúaður og ætti því að láta mér líka þessi flokkur. En ég geri það ekki. Það eru 5 síður í flokkinum með 30 færslum á hverri síðu eða alls 150 og einungis fáeinar færslur af þeim er hægt að lesa sér til ánægju. Allt hitt er venjulega sí froða frá vissum e töflu doktor. Ég hef talið alls 10 leshæfar færslur af þessum 150 og þess má geta að ég guðstrúarmanneskjan á enga færslu í yfirlitinu þó bloggið mitt eigi að vera bundið við trúarbragðaflokkinn.

Ég hef lúmskt gaman af honum Hjalta Rúnari Ómarssyni vantrúarmanni og hef haft gaman að því að tjá mig á bloggi hans af og til.

Hvað finnst ykkur annars um þennan trúarbragðaflokk á moggablogginu? Hafið þið annars tengla á áhugaverð blogg einhverstaðar á netinu þar sem fjallað er um trúarbrögð út frá ýmsum hliðum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hafið þið annars tengla á áhugaverð blogg einhverstaðar á netinu þar sem fjallað er um trúarbrögð út frá ýmsum hliðum?

http://kariaudar.blog.is

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég tek þessu fegins hendi, takk fyrir. Ég tek eftir því að það virðast vera ágætis bloggarar sem færa trúarlegar færslur sínar í aðra flokka en í hinn leiðinlega trúarbragðaflokk. Ég er greinilega að missa af miklu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég hef lúmskt gaman af honum Hjalta Rúnari Ómarssyni vantrúarmanni og hef haft gaman að því að tjá mig á bloggi hans af og til.
Gleður mig :D

Annars er ég sammála þér með DoctorE, það er hægt að flokka það sem hann gerir sem spamm, þó svo að ég hafi gaman af ýmsu sem hann bendir á, þá er þetta allt of mikið.

En ef við skoðum þessar 30 færslur sem eru á forsíðunni þá er DoctorE með 13 og Gunnlaugur H með 7 (oftast bara vers!). Frekar slappt!

Skal reyna að blogga meira svo þú hafir meira lúmskt gaman af mér :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Haha þetta var gaman. :LOL

Ég hef líka gaman að heyra frá þér hérna.

Mér finnst Þessi Gunnlaugur sem þú nefnir á nafn leiðinlegur. Það er alltaf þessi hvimleiða copy paste vers ræpa hjá honum daginn inn og daginn út alla daga, hann er ekki beint creatívur. Það eru annars fáir sem trjá sig þarna af viti og kannski ekki ég heldur, en það er þess vegna sem ég blogga lítið um trúmál. Ég vil ekki vera leiðinlegur eða koma með eitthvað trúarvæl sem lítil undirstaða er fyrir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Annars mæli ég með honum Sindra Guðjónssyni, hann er nýbyrjaður að blogga á moggablogginu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hann er ágætur. Hef lesið allt. Ég ætla að vona að það komi eitthvað áhugavert frá honum því það er svona sem gerir moggbloggið leshæft og vert að skoða.

Ég vil bæta við fyrri ummæli mín um E töflu doktorinn að þó mér þyki bloggið hans fráhrindandi að þá hittir hann stundum naglann á höfuðið þó það geti komið illa við mann. En þetta er djöfulli mikið hark hjá honum þessi útgerð sem hann er með á bloggi sínu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.