Sign in to follow this  
Followers 0
mikki-refur

Illur ræðari kennir árinni um.

10 posts in this topic

"Kerfið brást" Er fyrisögn í 24stundum 7. feb. sl. Þar segir frá móður eins bankaræningans sem rændi Glitni í Lækjargötu. Það er mjög algengt að foreldrar sem ekki hafa alið börnin sín rétt upp kenni kerfinu um þegar börnin eru farin í hundana. Get ekki fullyrt að það sé svona í þessu tilfelli en samt má leiða líkum að því. Það er nefnilega mikið um svona upphrópanir í svipuðum tilfellum, því allt of mikið af fólki stundar það að gera miklar kröfur til annarra en litlar sem engar til sjálfs sín. Það hefur þetta fyrir ungviðinu sem það er að ala upp og verður svo stjörnuvitlaust þegar það kemur upp á yfirborðið hvernig ungmennin hafa verið eyðilögð með röngu uppeldi. Þá er það allt öðrum að kenna og maður segir bara því líkur mannleysuháttur svo ekki sé meira sagt. Nú ef fólkið hefur eyðilagt börnin svo varla verði aftur tekið, en vonandi að það standi sig betur þegar barnabörnin koma og ekki haldið áfram að stunda eyðileggingaruppeldi. Að lært verði af reynslunni. Ég segi ekki að þetta sé svona í öllum tilfellum en þetta er samt það sem fyrst kemur upp í hugann þegar fréttir birtast eins og sú sem vitnað er í .

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það þarf ótrúlega lítið út af bera í uppeldi til að börn fari villur vegar og í einhverja vitleysu. Stundum er það því foreldrar eru of uppteknir við að vinna sér inn peninga til að kaupa rusl sem er verið að plata börnin og foreldrana "til að vilja" með auglýsingaskrumi og sýndarmennsku. Eða þá að ýmsar aðrar ástæður eru á bakvið að ekki er nægum tíma eytt með börnunum.

Þá geta verið einföld eða flókin geðræn vandamál. Einelti, útskúfun, félagsleg einangrun, einstætt foreldri. Eða rangur félagsskapur. You name it. Stundum byrjar ferlið með röngu augngoti.

Svo þegar börnin eru komin á hála braut, þá vilja vandamálin stigmagnast og það er stundum þar sem kerfið bregst. Eina leiðin að kynnast því er að prófa sjálf(ur).

Þá þegar börn eru vaxin upp og komin út á glæpabraut tekur við allt annar kafli þar sem málin verða öllu flóknari. Vandamálin farin að sjóða uppúr yfir á þjóðfélagið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að erfitt sé að dæma í svona málum. Auðvitað bera foreldrar ábyrgð á uppeldi barna sinna en það getur misfarist af ýmsum ástæðum, stundum er fólk ekki að nenna að ala upp börnin sín eða er bara skítsama, sumir eru svo uppteknir af að eignast öll mögulæeg lífsins gæði að það bitnar á uppeldinu og sambandi við börnin. Sumir eru kannski að gera sitt besta en t.d. einstæð móðir með 4 börn hefur væntanlega minni tíma og orku en t.d. foreldrar í sambúð með sama barnafjölda. Og oft er það nú bara svo að fólk hefur gert sitt besta og staðið sig vel en samt fara börnin ranga leið. Í mörgum tilfellum er líka um ungmenni að ræða sem eiga við geðræn vandamál að stríða og þá er því miður stundum svo að sama hvað foreldrarnir reyna þá geta þeir ekki komið í veg fyrir vandamál hjá börnunum. Hvert mál á sína útskýringu og erfitt að dæma nema þekkja vel til.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og svo má bæta því við að börn sem eru alin "rétt" upp, börn frá fyrirmyndarheimilum þar sem allt er í sóma og foreldrar hafa af elsku innrætt þeim góða siði, eiga það til að glíma við geðræn vandamál eða lenda í fíkniefnum og gersamlega missa sig í þeim.

Ég held við ættum að gæta okkar á að dæma ekki, ef við höfum engar forsendur til þess.

Share this post


Link to post
Share on other sites

...amen...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta sem hefur komið hér fram er allt rétt. Bæði mínar pælingar og ykkar, þess vegna er gott að reikna með öllum möguleikum þegar eitthver upphlaup verða í fjölmiðlum út af þessum görmum sem komast undir manna hendur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kerfið brást? Átti "kerfið" að redda málinu?

Á mínum æskuárum þekkti ég nokkra drengi og nokkrar stúlkur sem fóru niður glæpastiginn, mörg hver góðir vinir mínir (og eru enn), og eftir á að hyggja get ég ekki séð að "kerfið" hafi getað reddað nokkru þeirra. Það þarf að verða vitundarvakning og hugarfarsbreyting hjá viðkomandi til að viðkomandi hætti. Og ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi + allir gömlu "vinirnir" sem hvetja menn út í meira rugl, er ekkert sem "kerfið" getur gert.

En þessi móðir á samt samúð mína. Ég veit að flestir þessara vina minna áttu góða að sem allt reyndu til að koma börnum sínum úr glæpafarveginum og neyslunni. En það er nú bara svo að einstaklingur í neyslu og glæpum, sem ekki vill láta hjálpa sér, er ekkert að fara að hætta. Sama hvað SÁÁ reynir að sjúkdómavæða mannlegan breyskleika.

Það er kannski helst að taka barnið út úr því umhverfi sem það er og setja í allt annað. T.d. fara sem sjálfboðaliði með Rauða Krossinum í hjálparstarf, einhvers staðar í Fjarskanistan þar sem ekkert áfengi né vímuefni er og ekkert til að stela.

Svona uppásláttur foreldra, að reyna að kenna "kerfinu" um hversu klikkuð börnin þeirra eru er með því lélegra sem ég veit um. Skemmd börn eru staðreynd.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Illur ræðari kennir árinni um

er titill þráðarins.

Upphafsmaðurinn ætti að kynna sér málsháttinn og læra hann í stað þess að snúa honum á skjön.

,,Árinni kennir illur ræðari" er rétt en með því er átt við að klaufinn sem kann ekki að róa kennir árinni um klaufaskap sinn.

Góðar stundir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Kerfið brást? Átti "kerfið" að redda málinu?

Á mínum æskuárum þekkti ég nokkra drengi og nokkrar stúlkur sem fóru niður glæpastiginn, mörg hver góðir vinir mínir (og eru enn), og eftir á að hyggja get ég ekki séð að "kerfið" hafi getað reddað nokkru þeirra. Það þarf að verða vitundarvakning og hugarfarsbreyting hjá viðkomandi til að viðkomandi hætti. Og ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi + allir gömlu "vinirnir" sem hvetja menn út í meira rugl, er ekkert sem "kerfið" getur gert.

En þessi móðir á samt samúð mína. Ég veit að flestir þessara vina minna áttu góða að sem allt reyndu til að koma börnum sínum úr glæpafarveginum og neyslunni. En það er nú bara svo að einstaklingur í neyslu og glæpum, sem ekki vill láta hjálpa sér, er ekkert að fara að hætta. Sama hvað SÁÁ reynir að sjúkdómavæða mannlegan breyskleika.

Það er kannski helst að taka barnið út úr því umhverfi sem það er og setja í allt annað. T.d. fara sem sjálfboðaliði með Rauða Krossinum í hjálparstarf, einhvers staðar í Fjarskanistan þar sem ekkert áfengi né vímuefni er og ekkert til að stela.

Svona uppásláttur foreldra, að reyna að kenna "kerfinu" um hversu klikkuð börnin þeirra eru er með því lélegra sem ég veit um. Skemmd börn eru staðreynd.

Nema þá helst.. þarf ekki einmitt að gera eitthvað sem flokkast undir, "nema þá helst.."?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Kerfið brást? Átti "kerfið" að redda málinu?

Á mínum æskuárum þekkti ég nokkra drengi og nokkrar stúlkur sem fóru niður glæpastiginn, mörg hver góðir vinir mínir (og eru enn), og eftir á að hyggja get ég ekki séð að "kerfið" hafi getað reddað nokkru þeirra. Það þarf að verða vitundarvakning og hugarfarsbreyting hjá viðkomandi til að viðkomandi hætti. Og ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi + allir gömlu "vinirnir" sem hvetja menn út í meira rugl, er ekkert sem "kerfið" getur gert.

En þessi móðir á samt samúð mína. Ég veit að flestir þessara vina minna áttu góða að sem allt reyndu til að koma börnum sínum úr glæpafarveginum og neyslunni. En það er nú bara svo að einstaklingur í neyslu og glæpum, sem ekki vill láta hjálpa sér, er ekkert að fara að hætta. Sama hvað SÁÁ reynir að sjúkdómavæða mannlegan breyskleika.

Það er kannski helst að taka barnið út úr því umhverfi sem það er og setja í allt annað. T.d. fara sem sjálfboðaliði með Rauða Krossinum í hjálparstarf, einhvers staðar í Fjarskanistan þar sem ekkert áfengi né vímuefni er og ekkert til að stela.

Svona uppásláttur foreldra, að reyna að kenna "kerfinu" um hversu klikkuð börnin þeirra eru er með því lélegra sem ég veit um. Skemmd börn eru staðreynd.

Eftir að hafa sjálf reynt að fá alla mögulega aðstoð með son minn þá veit ég að ef krakkinn ekki vill, þá hættir hann ekki. Hann hefur samt alveg náð góðum sprettum inn á milli og er þá hreinn og til friðs.

Svo er ein pæling fyrir þá sem vilja kenna foreldrunum um :

5 börn alin upp á sama hátt, eitt þeirra endar í rugli. Þá er orðin götóttur málflutningur þeirra sem telja að foreldrið hafi brugðist ?

En hinsvegar skal ég játa það hér og nú að ég skildi þetta ástand ekki fyrr en ég lenti í því sjálf. Ég hef sjálf aldrei notað vín né nein slík efni og hafði takmarkaðan skilning á áhuga fólks á slíku.

Ekki lærði hann það heima hjá sér blessaður, það er ljóst.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.