Sign in to follow this  
Followers 0
Snatti

Snarbreyting í Kjörkassa Fbl

12 posts in this topic

Sæl

Á vef visir.is er á hverjum degi netkönnun þar sem lesendur geta tekið afstöðu til tiltekinnar spurningar. Niðurstaðan er svo birt í Fréttablaðinu daginn eftir. Ég tek oft þátt í þessari könnun, þar á meðal í gær. Þá var spurningin "Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að segja af sér í kjölfar skýrslu stýrihópsins um REI?"

Ég kaus um miðjan dag og þá var skiptingi sú að ca. tveir þriðju vildu Vilhjálm burt úr borgarstjórn. Það hlutfall var óbreytt um mitt gærkvöld þegar ég kíkti á vefinn til að fá fréttir af undanflæmingi Vilhjálms í REI málum og óveðrinu. Í blaðinu í dag er hins vegar skiptingin sú að jafn margir vilja Vilhjálm áfram og sjá undir hæla honum.

Annað tveggja hlýtur því að gilda: Seint í gærkvöld hefur hópast inn á visir.is í stórum stíl fólk sem hefur allt aðra skoðun á málinu en þeir sem höfðu verið að kjósa allan daginn.

Eða að einhverjir hafi markvisst fiktað í niðurstöðunum til þess að rétta hlut Vilhjálms.

Þekkja Málverjar hversu vel þetta netkönnunarkerfi er úr garði gert, og hvaða möguleika óprúttnir hafa til þess að eiga við niðurstöður með síendurteknum atkvæðagreiðslum eða öðru slíku? Yfirleitt hefur manni sýnst niðurstaða í þessari könnun endurspegla þokkalega skoðanir í þjóðfélaginu, þótt þarna sé auðvitað ekkert hirt um samsetningu svarenda eða slíkt. Ég hef hins vegar ekki enn rætt við þann mann á mínum (fjölmenna) vinnustað eða annars staðar sem vill sjá Vilhjálm áfram í borgarstjórn. Ég man heldur ekki eftir að hafa séð svona mikla breytingu á niðurstöðunni frá mínu innlagi til prentunar áður.

kv.

Snatti

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sæl

Á vef visir.is er á hverjum degi netkönnun þar sem lesendur geta tekið afstöðu til tiltekinnar spurningar. Niðurstaðan er svo birt í Fréttablaðinu daginn eftir. Ég tek oft þátt í þessari könnun, þar á meðal í gær. Þá var spurningin "Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að segja af sér í kjölfar skýrslu stýrihópsins um REI?"

Ég kaus um miðjan dag og þá var skiptingi sú að ca. tveir þriðju vildu Vilhjálm burt úr borgarstjórn. Það hlutfall var óbreytt um mitt gærkvöld þegar ég kíkti á vefinn til að fá fréttir af undanflæmingi Vilhjálms í REI málum og óveðrinu. Í blaðinu í dag er hins vegar skiptingin sú að jafn margir vilja Vilhjálm áfram og sjá undir hæla honum.

Annað tveggja hlýtur því að gilda: Seint í gærkvöld hefur hópast inn á visir.is í stórum stíl fólk sem hefur allt aðra skoðun á málinu en þeir sem höfðu verið að kjósa allan daginn.

Eða að einhverjir hafi markvisst fiktað í niðurstöðunum til þess að rétta hlut Vilhjálms.

Þekkja Málverjar hversu vel þetta netkönnunarkerfi er úr garði gert, og hvaða möguleika óprúttnir hafa til þess að eiga við niðurstöður með síendurteknum atkvæðagreiðslum eða öðru slíku? Yfirleitt hefur manni sýnst niðurstaða í þessari könnun endurspegla þokkalega skoðanir í þjóðfélaginu, þótt þarna sé auðvitað ekkert hirt um samsetningu svarenda eða slíkt. Ég hef hins vegar ekki enn rætt við þann mann á mínum (fjölmenna) vinnustað eða annars staðar sem vill sjá Vilhjálm áfram í borgarstjórn. Ég man heldur ekki eftir að hafa séð svona mikla breytingu á niðurstöðunni frá mínu innlagi til prentunar áður.

kv.

Snatti

Svona könnun er ekki marktæk nema kannski fyrsta daginn. Það er enginn vandi að skipta um ip tölu mörgum sinnum á dag fyrir þá sem hafa til þess kunnáttu. Greiða síðan atkvæði aftur og aftur... Heimdallur getur líka hringt í félaga, beðið þá að greiða atkvæði.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki batnar það! Í gærkvöldi svaraði ég könnun um hvort Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætti að verða borgarstjóri að nýju á visir.is. Þegar ég svaraði voru innan við 20% sem vildu karlinn aftur, meira en 80% sögðu nei takk. Í morgun kemur svo á daginn að 55% segja já en 45% nei.

Fréttablaðsmenn verða að fara að taka á þessu máli, það er klárlega einhver að fikta í könnununum þeirra þegar spurt er út í borgarstjórnarmál. Það er ábyrgðarhluti að vera að birta svona vitleysu í blaðinu, því ég held að það detti engum manni í hug að maður sem hefur minnihlutastuðning í sínum eigin flokki hafi meirihluta landsmanna á bakvið sig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er svona í fleiri könnunum/miðlum þar sem hallar á xD. Fyrsta daginn 70/30%, næsta dag orðið jafnt. Etv þegjandi samkomulag í Heimdalli að jafna skoðanakannarnir þar sem hallar á xD?

Share this post


Link to post
Share on other sites

það er nú spurning hvort það séu endilega sjallar sem breyttu þessum úrslitum, heldur gætu það allt eins verið menn sem vilja flokknum ekki vel því villi sem borgarstjóri mundi einungis skaða framtíðarfylgi sjálfstæðismanna

en eftir sem áður má visir aldeilis vinna heimavinnuna sína svo það sé ekki hægt að svindla svona

Share this post


Link to post
Share on other sites
það er nú spurning hvort það séu endilega sjallar sem breyttu þessum úrslitum, heldur gætu það allt eins verið menn sem vilja flokknum ekki vel því villi sem borgarstjóri mundi einungis skaða framtíðarfylgi sjálfstæðismanna

en eftir sem áður má visir aldeilis vinna heimavinnuna sína svo það sé ekki hægt að svindla svona

Það er svindlað á öllum netmiðlum þar sem spurt er um pólítísk málefni sem eru í brennidepli. Svona skoðanakönnun er ódýr í framkvæmd fyrir miðilinn, betra en jafnframt dýrara væri að hringja í fólk.

Share this post


Link to post
Share on other sites

já sjálfsagt er erfitt að koma í veg fyrir svona, þótt reynt sé að setja takmarkanir

hins vegar er spurning hversu mikið á á að slá svona löguðu upp í fjölmiðlim, í þessu tilfelli til að mynda snertir þetta einstakling sem er nægilega ráðvilltur fyrir og svo flokk sem er á barmi taugaáfalls

þótt það henti svo hagsmunum annarra að gefa ranga mynd, þá er þetta spurning um hvað er faglegt og siðlegt....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þarna eru þá Sjallarnir sem gefast upp á rökræðum hérna... :D

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég á afskaplega erfitt með að skilja vinstrimennina hérna. Það er til merkis um svindl þegar að þeirra skoðanir eru ekki í meirihluta í könnunum á netinu. :blink:

Ætti ég að segja þeim frá því að þeir hafa verið í minnihluta landsmanna alveg frá því að byrjað var að kjósa til alþingis?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það þarf ekki neina könnun um stöðu Villa V. Landsmenn allir vita að hann er á

leiðinni á hina pólítísku öskuhauga, sennilega áður en mánuðurinn er úti.

"Hjeddna sko-ararnir" eiga ekkert erindi í stjórnmál,

skiftir ekki máli hvort þeir komi frá hægri eða vinstri.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef það eftir öruggum heimildum að það er misræmi á milli kannana um borgarmálin og annara kannana... Hvað það er, vil ég ekki segja...

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.