Sign in to follow this  
Followers 0
Gabbler

Brúarsmíðakeppni #8 - niðurstöður

13 posts in this topic

jæja, nú liggja niðurstöður fyrir í brúarkeppni númer átta. Keppendur að þessu sinni voru fjórir, næst set ég keppnina líklega líka inná Huga til að fá meiri aðsókn...

Keppnisborðið var ekki erfitt, en það þurfti smá útsjónarsemi til að fá brúnna til að velta ekki eins og rambelta um miðjupunktinn. Til þess notaði maður efri punktinn og gaf henni þannig stöðugleika. Nokkrir ef keppendunum (tja, nokkrir af fjögurra manna hópi... segjum bara helmingurinn) sendu inn brú sem braut reglurnar, annar þeirra sendi einnig inn "löglega" brú en hinn sendi bara inn ólöglegar, ég hafði samband við hann og hann var snöggur að byggja eina löglega.

Svona raðaðist þetta í þessari keppni:

5500 -- Human5800 -- Victor Laszlo8000 -- Grasi8200 -- Cundalini

Enn og aftur tók Human fyrsta sætið. Það var gaman að reyna að fá brú Human til að virka, ég þurfti að reyna að fá lestina til að aka yfir 10 sinnum áður en það lukkaðist, svo mikið sveiflaðist hún til.

Hér eru vinningsbrýrnar í réttri röð, ég vista myndirnar á mínum eigin server því viðhengin virðast fara í einhverja vitleysu. Smellið á myndina til að fá betri mynd.

5500 -- Human

5500_human.jpg

Enn eina ferðina kemur Human á óvart með fáránlega ódýra brú.

Eins og venjulega er hún talsvert ódýrari en ég taldi mögulegt.

5800 -- Victor Laszlo

5800_victor.jpg

Enn eina ferðina kemur Human á óvart með fáránlega ódýra brú.

Einföld og þægileg brú, ekkert til að flækja málin.

8000 -- Grasi

8000_grasi.jpg

Byggð með skömmum fyrirvara þar sem hinar voru ólöglegar.

8200 -- Cundalini

8200_cund.jpg

Örugglega sterkasta brúin í flokknum, en dýrasta.

Þar sem voru bara fjórir keppendur, og allir með svipaðar brýr, þá ætla ég að tilnefna þær allar listrænar... engin af þeim hrundi svo engin fær "progressive collapse" verðlaunin.

Ef þið hafið eitthvað comment á fyrirkomulagið þá endilega komið með það hér eða í ES til mín. Ég vona að ég hafi ekki gert neinar villur í uppsetningunni, látið mig vita ef svo er.

Kær kveðja, Gabbler.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Takk fyrir Gabbler. :love:

Ég er alltaf montin þegar ég vinn, svo ég ætla ekkert að segja meira um það.

Svo þú vitir það Victor, þá hefðir þú unnið núna (rústað mér) ef ég

hefði ekki farið að laga aðeins til og breyta brúnni. :B:

Leiðinlegast þykir mér að þátttakan varð ekki meiri.

En auðvitað stendur misvel á hjá fólki, því það veit ég að

flestir þeir sem einu sinni taka þátt hafa mjög gaman af.

Aftur bestu þakkir Gabbler.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er ótrúlegt, það er ekki hægt að keppa við Human :tired:

Þvílíkur snilli, jæja ég lenti þó í 4. það er betra en síðast. En Gabbler hvað var svona slæmt við hina ódýru brúna mína <_<

jæja ég er þó en meistari málefnanna í þessum : http://www.handdrawngames.com/DesktopTD/game.asp

group : malefnin

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fokking #$%& 300 djöfulsins kall?!?!?!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Fokking #$%& 300 djöfulsins kall?!?!?!

Elsku kallinn minn.... hvað sagðirðu? :huh:

:rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er ótrúlegt, það er ekki hægt að keppa við Human :tired:

Þvílíkur snilli, jæja ég lenti þó í 4. það er betra en síðast. En Gabbler hvað var svona slæmt við hina ódýru brúna mína

Þú notaðir botninn sem undirstöðu, samkvæmt reglunum þá er það ólöglegt. Það er kannski ekki nógu skýrt tekið fram, en botninn eða bakkarnir mega ekki vera berandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Elsku kallinn minn.... hvað sagðirðu? :huh:

:rolleyes:

Hefði ég bara vitað að munurinn væri svo lítill :disgust:

Svo datt mér í hug að hér ætti Gabbler við hugmyndaauðgi Victors Laszlo:

En ég var að rúlla að gamni yfir brýrnar sem komnar eru inn og ég verð að segja að ein af þeim kemur mér skemmtilega á óvart :)

Furðulegt hvernig maður reynir alltaf að finna flóknu lausnina, þó sú einfalda blasi við.

<_<

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tja... ég átti við þig sko hehe.

Human sendi svo inn nokkrar brýr eftir að ég skrifaði þetta hehe. Annars finnst mér þín lausn enn talsvert einfaldari en Human.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Tja... ég átti við þig sko hehe.

Human sendi svo inn nokkrar brýr eftir að ég skrifaði þetta hehe. Annars finnst mér þín lausn enn talsvert einfaldari en Human.

Þakka þér Gabbler kærlega fyrir skemmtilega keppni. :)

Ég sé að ég hefði þurft allt annan vinkil til að byggja þessa brú en ég hafði og sennilega þurft meiri skilning á "strúktúrstyrk" til að geta átt séns í brúarmeistarann Human og meistara númer 2 Victor Lazlo, því ég er ekki svo viss um að ég gæti náð kostnaðinum mikið niður útfrá þeim vinkli sem ég tók.

Þetta er þrælskemmtilegt og endilega henntu annarri keppni sem fyrst.

Til Hamingju Human með sigurinn. :)

Kærar kveðjur

Grasi

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þakka þér Gabbler kærlega fyrir skemmtilega keppni. :)

Ég sé að ég hefði þurft allt annan vinkil til að byggja þessa brú en ég hafði og sennilega þurft meiri skilning á "strúktúrstyrk" til að geta átt séns í brúarmeistarann Human og meistara númer 2 Victor Lazlo, því ég er ekki svo viss um að ég gæti náð kostnaðinum mikið niður útfrá þeim vinkli sem ég tók.

Þetta er þrælskemmtilegt og endilega henntu annarri keppni sem fyrst.

Til Hamingju Human með sigurinn. :)

Kærar kveðjur

Grasi

Það var lítið, ég skemmti mér meira við þetta en þið held ég.

En þetta með Human... sumir segja að Human sé ofurtölva rekin af NASA og geimferðastofnun Evrópu... sel það ekki dýrara en ég keypti það :rolleyes:

En það hefði vissulega verið skemmtilegra ef fleiri hefðu tekið þátt. Því færri sem eru með því minni "mótivering" er fyrir mig að halda þessu áfram :tired:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það var lítið, ég skemmti mér meira við þetta en þið held ég.

En þetta með Human... sumir segja að Human sé ofurtölva rekin af NASA og geimferðastofnun Evrópu... sel það ekki dýrara en ég keypti það :rolleyes:

En það hefði vissulega verið skemmtilegra ef fleiri hefðu tekið þátt. Því færri sem eru með því minni "mótivering" er fyrir mig að halda þessu áfram :tired:

:lol::LOL: :lol: trúi því vel!

En annars á meðan einhverjir hafa gaman að þessu, þá er um að gera að halda því áfram.

Þú gætir t.d. tekið "þátt",, s.s. byggt brú sem er kannski ekki með í keppninni sjálfri, en gaman væri að sjá hvað þú getur gert, svona okkur til viðmiðunar. :)

Kveðja

Grasi

Share this post


Link to post
Share on other sites
jæja ég er þó en meistari málefnanna í þessum : http://www.handdrawngames.com/DesktopTD/game.asp

group : malefnin

Það er nú flott að við eigum einn meistara þarna. :)

Til Hamingju Human með sigurinn. :)

Takk Grasi. :)

En annars á meðan einhverjir hafa gaman að þessu, þá er um að gera að halda því áfram.

Þú gætir t.d. tekið "þátt",, s.s. byggt brú sem er kannski ekki með í keppninni sjálfri, en gaman væri að sjá hvað þú getur gert, svona okkur til viðmiðunar. :)

Hjartanlega sammála.

Share this post


Link to post
Share on other sites

hvar eru myndirnar?

en jæja..... minn sonur er auðvitað búinn að leysa þetta og gerði í fyrstu tilraun þótt það sé um mánuði of seint :B:

reyndar fyrir tvöfalt það fé sem tíundað er þarna í úrslitunum....

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.