Sign in to follow this  
Followers 0
Victor Laszlo

Moggabloggið kúgar fé af gestum sínum

22 posts in this topic

Óánægja með auglýsingar á Moggabloggi

mynd

ÁRni Matthíasson Það stóð alltaf til að bloggið stæði undir sér.

Nýlega fóru auglýsingaborðar að birtast á bloggum á Moggablogginu. Í tæpt ár hefur þetta vinsælasta bloggsvæði landsins (12.800 skráðar síður) verið án auglýsinga og því hefur þessi óvænta truflun í bloggtilverunni farið illa í margan bloggarann. „Ef auglýsingar verða ekki fljótlega fjarlægðar af þessari bloggsíðu mun henni verða lokað," skrifar Guðbjörg Hildur Kolbeins og margir taka í sama streng: „Þetta blogg er minn persónulegi vettvangur og það er ekkert nema andlegt ofbeldi að neyða auglýsingum um viðskipti upp á hann," skrifar Sigurður Þór Guðjónsson og er farinn í bloggstopp til að mótmæla auglýsingaborðanum.

„Það stóð nú alltaf til að bloggið stæði undir sér," segir Árni Matthíasson, sem er til svara hjá Moggablogginu, „enda kostar sitt að halda þessu úti. Það voru auglýsingar á bloggsíðunum hjá okkur frá fyrsta degi, en þær duttu út og fyrir ýmsar sakir var bloggið auglýsingalaust í tæpt ár."

Árni segir einhverja hafa hætt að blogga út af auglýsingaborðunum. „Ég veit um einhverja fjóra til fimm sem eru hættir, en það er annars erfitt að sjá hvort fólk sé hætt að blogga eða hvort það er bara svona latt. Það kom mér mest á óvart hvað margir voru búnir að gleyma því að það voru alltaf auglýsingaborðar þar til í fyrra."

Árni segir alveg koma til greina að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir blogghýsingu á Moggablogginu. Í staðinn myndu þeir sleppa við auglýsingaborðann. „Í framhaldi af þessum viðbrögðum erum við að skoða það, já. Við viljum auðvitað koma til móts við þetta fólk þótt ekki séu þetta margir. Hver einn og einasti bloggari skiptir okkur máli."-

- Heimild

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki veit ég beint hvaða mikla kostnað er um að ræða. Fyrir utan launakostnað. En aftur á móti er það þannig að ekki er um að ræða mikin vélbúnaðarkostnað fyrir Morgunblaðið, enda sýnist mér blog vera hýstur á sama tölvucluster og mbl.is og barnalandið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mogganum er nú vorkunn. Ekki fá þeir beinar tekjur af mbl.is, og salan á blaðinu sjálfu hefur farið minnkandi. Auðvitað eru auglýsingatekjurnar einhverjar, en ég geri nú ráð fyrir að tól eins og Adblock dragi úr þeim (Ég blokka auglýsingar á Mogganum, en myndi ekki gera það ef þetta væru ekki hreyfimyndaauglýsingar. Hreyfimyndaauglýsingar á miðli sem byggist í eðli sínu á texta eru skelfing og plága; venjulegir auglýsingaborðar eru það ekki).

Mér skilst líka að þetta sé ekki há upphæð sem þarf að borga til að losna við auglýsingarnar; tíkallar á mánuði.

Það er of mikið að mínu mati um þann hugsanahátt að sjálfsagt sé að allt á netinu sé ókeypis. Moggabloggið er gott og vinsælt kerfi, og gerir fólki kleift að ná til margra með skrifum sínum. Auðvitað kostar þetta síðan eitthvað. Sjálfur hefði ég ekkert á móti því að borga sanngjarna upphæð fyrir aðgang að Moggabloggi. Slíkt fyrirkomulag myndi líka sía út einhverja þeirra sem skrifa ekkert af viti - og þá er kannski hægt að draga úr þessum pirrandi auglýsingum líka.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mogganum er nú vorkunn. Ekki fá þeir beinar tekjur af mbl.is, og salan á blaðinu sjálfu hefur farið minnkandi. Auðvitað eru auglýsingatekjurnar einhverjar, en ég geri nú ráð fyrir að tól eins og Adblock dragi úr þeim (Ég blokka auglýsingar á Mogganum, en myndi ekki gera það ef þetta væru ekki hreyfimyndaauglýsingar. Hreyfimyndaauglýsingar á miðli sem byggist í eðli sínu á texta eru skelfing og plága; venjulegir auglýsingaborðar eru það ekki).

Mér skilst líka að þetta sé ekki há upphæð sem þarf að borga til að losna við auglýsingarnar; tíkallar á mánuði.

Það er of mikið að mínu mati um þann hugsanahátt að sjálfsagt sé að allt á netinu sé ókeypis. Moggabloggið er gott og vinsælt kerfi, og gerir fólki kleift að ná til margra með skrifum sínum. Auðvitað kostar þetta síðan eitthvað. Sjálfur hefði ég ekkert á móti því að borga sanngjarna upphæð fyrir aðgang að Moggabloggi. Slíkt fyrirkomulag myndi líka sía út einhverja þeirra sem skrifa ekkert af viti - og þá er kannski hægt að draga úr þessum pirrandi auglýsingum líka.

Sammála, afhverju ætti mbl að gefa þetta bloggsvæði?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er nú ekki beint að sjá þessa meintu kúgun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki sé ég neina kúgun.

Það er tvennt sem hægt er að gera í þessu og það er að halda áfram að blogga eða þá hætta því.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekkert að þessu hjá Mogganum... alveg ótrúlegt að fólk haldi og reikni með því að allt á netinu sé frítt. Það þekki ég vel eftir að hafa staðið í rekstri á þessum vef, þegar mest var að þá studdu mig einungis um 15 manns með nokkra dollara framlagi á mánuði - og þessi hápunktur stóð mjög stutt!

Vil samt þakka þeim sem stuttu mig á sínum tíma. :flower4:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo gengur þetta fólk í fötum með stórum Nike merkjum á bakinu, drekkur Kók úr merktum flöskum og ekur um á bílum merktum Arctic Trucks. Voða viðkvæmni er þetta. 99% af bloggi er hvort eð er rusl og enginn nennir að lesa það. Mega hætta mín vegna og ef fólkið telur að auglýsingarnar trufli lesturinn hefur það varla háar hugmyndir um ágæti eigin skoðana.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ekkert að þessu hjá Mogganum... alveg ótrúlegt að fólk haldi og reikni með því að allt á netinu sé frítt. Það þekki ég vel eftir að hafa staðið í rekstri á þessum vef, þegar mest var að þá studdu mig einungis um 15 manns með nokkra dollara framlagi á mánuði - og þessi hápunktur stóð mjög stutt!

Vil samt þakka þeim sem stuttu mig á sínum tíma. :flower4:

Ég er nú á því að þú hefðir átt að geta náð þér í auglýsingar á vefinn til að dekka kostnað. Hingað koma að meðaltali um 500 innlegg á dag, það hlýtur að vera einhvers virði.

Kveðja.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég er nú á því að þú hefðir átt að geta náð þér í auglýsingar á vefinn til að dekka kostnað. Hingað koma að meðaltali um 500 innlegg á dag, það hlýtur að vera einhvers virði.

Kveðja.

Kannski Gabbler en þegar ég orðaði það að þá var stór hópur sem sagðist myndu hætta ef auglýsingar yrðu settar upp. Erlendis þykir þetta sjálfsagt mál en eins og þetta mál hjá mogganum sýnir að þá líta Íslendingar á þetta sem kúgun því þeir þurfa að sjá auglýsingar á fríum vef hehe...

Share this post


Link to post
Share on other sites
Kannski Gabbler en þegar ég orðaði það að þá var stór hópur sem sagðist myndu hætta ef auglýsingar yrðu settar upp. Erlendis þykir þetta sjálfsagt mál en eins og þetta mál hjá mogganum sýnir að þá líta Íslendingar á þetta sem kúgun því þeir þurfa að sjá auglýsingar á fríum vef hehe...
Ok.

Leyfa þeim þá bara að hætta... eða kenna þeim á AdBlock... ;)

Skil ekki svona væl þegar fólk er á annað borð á annars fríu vefsvæði. Þegar ég röfla undan auglýsingum þá er það yfirleitt vegna þess að þær eru drullupirrandi uppsettar, og virka þar með mjög illa. Snyrtileg auglýsing gerir meira gagn en blikkandi flash auglýsing, allavega á mig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er alveg sammála þér Gabbler, þoli ekki hreyfiauglýsingar (flash og gif) á netinu en get lifað með kyrrmynd hehe... annars setur maður bara block á og lífið er himneskt aftur hehe...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Var að fá póst frá blog.is ...

Þetta eru víst 300 krónur á mánuði fyrir auglýsingaleysið. Það þykir mér nú fullmikið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

300 kr á mánuði er ekki mikið á mánuði að mínu mati. Þannig að ég mun kaupa allavega eins langt tímabil og ég get eftir næstu mánaðamót.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Var að fá póst frá blog.is ...

Þetta eru víst 300 krónur á mánuði fyrir auglýsingaleysið. Það þykir mér nú fullmikið.

ertu ekki að grínast? Of mikið 10 kr.- per dag?

Share this post


Link to post
Share on other sites
ertu ekki að grínast? Of mikið 10 kr.- per dag?

Kr. 300 pr mán x 12 = 3600 pr ár, það safnast saman ef menn eru víða... 10 kr á dag /24 = 0,42 aurar pr klukkustund, svona er hægt að leika sér með tölur...

Share this post


Link to post
Share on other sites
Var að fá póst frá blog.is ...

Þetta eru víst 300 krónur á mánuði fyrir auglýsingaleysið. Það þykir mér nú fullmikið.

Gleymdu ekki vaselíninu, Mogginn lætur þig væntanlega spreða í það líka.

Share this post


Link to post
Share on other sites

300kr eru ekki mikið, BARA 3600 á ári. Á fimm árum fær mogginn um 20,000 kall. Blogspot er ókeypis.

EN ef maður hættir að blogga þarna og NB borga, þá hljóta þeir jú að fjarlægja bloggið eins og það leggur sig? Margra ára blaður og þvaður í súginn?

Hitt er annað mál að fólk er að skrifa ókeypis í blaðið. Sumir mættu fá borgað fyrir það sem þeir skrifa. Eins og ég. Ekki Ellý.

:rolleyes:

Spurningin er ekki "auglýsingar eða engar auglýsingar," heldur "hvernig auglýsingar". Blikkandi glansdrasl sem eltir þig niður síðuna er djöfuls smekkleysi. Lets face it. Auglýsing sem er með stöfum eða rólegri grafík og temmilega neutral á síðunni ber vott um smekk.

Svo borgaði ég fálkanum einhverja dollara á tímabili. Það var allt í lagi meðan það entist. En mig grunar að Mogginn sé bara að færa sig upp á skaptið og muni rukka fólk fyrir að fá að blogga. Þá mun Moggablogg deyja.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Augun mín filtera út auglýsingar svo ég þarf engan adblocker,þegar þú hefur verið á netuni nógu lengi myndast adblocker í heilanum á þér.

Ekki nota adblocker einhversstaðar þurfa peningar fyrir vefssíðum að koma.

Ok.

Leyfa þeim þá bara að hætta... eða kenna þeim á AdBlock... ;)

Skil ekki svona væl þegar fólk er á annað borð á annars fríu vefsvæði. Þegar ég röfla undan auglýsingum þá er það yfirleitt vegna þess að þær eru drullupirrandi uppsettar, og virka þar með mjög illa. Snyrtileg auglýsing gerir meira gagn en blikkandi flash auglýsing, allavega á mig.

Ef allir noturðu adblocker væri lítið um vefsíður. <_< newgrounds.com þurfti einmitt að setja inn mikið af auglýsingum því engin gaf pening(var um 15000$ á mán).

Sama gerðist þar fólk fór að væla yfir auglýsingum en engin bauðst til að borga reikninginn

Share this post


Link to post
Share on other sites

ég skil ekki afhverju allir eru svona á móti þessu.

þetta er skíta 300 kall á mánuði. t.d. 2 kókflöskur sem þið getið sleppt til þess að borga þetta. kræst. vælukjóar eru þetta lið.

nú svo getið þið líka stofnað eigið lén og gert ykkar eigin vefsíðu....það kostar nú bara ennþá meira.

Væl og aftur væl

Kellingavæl endalaust!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.