Sign in to follow this  
Followers 0
human

Hvenær bregðumst við... við

16 posts in this topic

Var að velta því fyrir mér þegar læti og hávaði rak mig á fætur.

Velti því fyrir mér hvenær er rétt að bregðast við og grípa inn í.

Hvenær er rétt að hringja í lögreglu?

Þegar hljóð og læti berast að manni frá næstu íbúð t.d.

Ég hef reynt það að fólk er oft feimið við að blanda sér inn í

vandamál og "uppákomur" inn á heimilum annarra, líka fyrir

utan heimilin. Jafnvel þó hróp á hjálp séu vel heyranleg.

Mörgum finnst það afskiptasemi fyrir utan þann ramma sem við setjum

okkur í samskiptum við annað fólk.

Ég spyr, hvenær eigum við að bregðast við?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nákvæmlega, það bregst enginn við.

Það er dálítið skrítið að fólk upphefur sig varðandi vandamál

heimsins. (Ég veit að það er nótt núna, en þá eru einmitt oft

vandamál og hremmingar í gangi.)

Flestir sem ég þekki eru ekki tilbúnir til þess að ganga inn í "vandamálapakka".

Ekki tilbúnir að bregðast við næsta manni/konu, ég hef séð gluggatjöld blakta.

Einhver á bak við, en ekki brugðist við.

Hvað þarf til?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hjá mér fer það eftir því hvort ég meti ástandið vera alvarlegt eða ekki. Ég átti nágranna einu sinni sem rifust alveg til óbóta og mér þótti alls ekki við hæfi að skipta mér af því meðan ég heyrði þau bara vera að garga á hvort annað. Hins vegar gerðist það einu sinni að ég heyrði þau vera að rífast og svo einhverja dynki eða stympingar og þá hringdi ég í lögguna strax og sagði þeim að ég héldi að það væri hugsanlega eitthvað heimilisofbeldi í gangi. Löggan kom en þau sögðu allt vera í góðu hjá sér svo það varð ekkert meira úr því en hefði alveg eins getað verið alvarlegt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

ég hef verið svona viðbragðsfljótur nágrannai á meðan ég gat hugsað mér að búa í heyrnarfæri við aðrar fjölskyldur

löggan kom ítrekað á þennan stað, konan bar alltaf af sér að það væri verið að buffa hana, þótt það væri alveg augljóst á því sem á undan hafði gengið

ég veit reyndar að kosturinn við að ég lét vita er að þá eru til skráningar á því að um róstusamt heimilislíf hafi verið að ræða, loksins þegar konan þorir að hætta að ljúga um ástandið

þetta samlífi kom svo illa við mig, ég tók það svo nærri mér að ég treysti mér ekki til að búa lengur í blokk

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég viðurkenni að ég hika við að skipta mér af ef ég er ekki alveg klár á málunum. En ef það er morgunljóst aðþað er verið að nýðast á einhverjum þá tilkynni ég það að sjálfsögðu. Það er bara stundum þannig, veit það sjálf að það heyrist í fólki sem er að rífast og fólki er fullkomlega frjálst að rífast.

Ég hef einu sinni verið við það að tilkynna svona háreisti og það var þegar ég heyrði dynki sem mér fannst virkilega óþægilegir.

Ég gerðist að vísu svo djörf áður en ég hringdi í lögguna að banka uppá hjá fólkinu og spyrja hvort það væri ekki allt í lagi. Þetta var fólk sem ég hafði aldrei heyrt svona læti í.

Lætin duttu niður í kjölfarið en skilnaðurinn var reyndar að veruleika fáeinum vikum seinna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Var að velta því fyrir mér þegar læti og hávaði rak mig á fætur.

Velti því fyrir mér hvenær er rétt að bregðast við og grípa inn í.

Hvenær er rétt að hringja í lögreglu?

Þegar hljóð og læti berast að manni frá næstu íbúð t.d.

Ég hef reynt það að fólk er oft feimið við að blanda sér inn í

vandamál og "uppákomur" inn á heimilum annarra, líka fyrir

utan heimilin. Jafnvel þó hróp á hjálp séu vel heyranleg.

Mörgum finnst það afskiptasemi fyrir utan þann ramma sem við setjum

okkur í samskiptum við annað fólk.

Ég spyr, hvenær eigum við að bregðast við?

Þegar fullorðið fólk er að takast á með hávaða eða pústrum læt ég það eiga sig, þetta er þeirra vandamál en ekki mitt. Eitt sinn bjó ég í fjölbýli þar sem ég var viss um að heimilisfaðirinn væri að lúðra krakkana í tíma og ótíma, þá hringdi ég í barnaverdunarnefnd og lét vita að mig grunaði að það væri verið að lemja börn. Nokkru seinna voru börnin tekin út af heimilinu og kallinn sendur í einhverskonar atferlismeðferð og krakkarnir komu svo heim og maður varð ekki var við neitt sem teldist óeðlilet eftir það. Nema að kallinn sendi nágrönnum stundum tóninn þegar þeir mættu honum á stigaganginum, en líklega hafa yfirvöld sagt honum að það hafi verið kvartað úr húsinu. Yfirvöld geta svo oft verið einföld og kjaftað, í stað þess að sitja fyrir framan sakborning með pókerandlit og láta hann ekki fá minnsta grun um hvernig þau hafa fengið ábendingar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Var að velta því fyrir mér þegar læti og hávaði rak mig á fætur.

Velti því fyrir mér hvenær er rétt að bregðast við og grípa inn í.

Hvenær er rétt að hringja í lögreglu?

Þegar hljóð og læti berast að manni frá næstu íbúð t.d.

Ég hef reynt það að fólk er oft feimið við að blanda sér inn í

vandamál og "uppákomur" inn á heimilum annarra, líka fyrir

utan heimilin. Jafnvel þó hróp á hjálp séu vel heyranleg.

Mörgum finnst það afskiptasemi fyrir utan þann ramma sem við setjum

okkur í samskiptum við annað fólk.

Ég spyr, hvenær eigum við að bregðast við?

Þetta er einstaklega erfið spurning, og ég segi eins og Hildigunnur að maður hikar frekar við, vegna þess að þarna gæti veirð í gangi eðlilegt rifrildi eða slíkt. Aftur á móti held ég að þegar verið er að hrópa eftir hjálp, þá í það minnsta að athuga hvað sé á seyði eða hringja strax á lögreglu sé málið.

Svo er spurningin með hvað telst vera eðlilegt rifrildi. Við hliðna á mér bjó par í ca. ár. Þetta var FM-hnakki og mýsluleg stelpa og maður heyrði hann stundum öskra á hana einstaklega reiðilega, hún maldaði mun lægra í móinn og hann skellandi dyrum á eftir sér. Manni fannst þetta óþægilegt og dauðvorkenndi henni en taldi þetta þannig eðlis að þetta væri þeirra á milli og þá eitthvað vesen sem maður varð var við ekki svo oft, þetta var nefnilega ekki reglulegt. Síðan eignuðust þau barn og fluttu út nokkru síðar þó FM-hnakkinn hafi nú ekki brugðist í sjálfhverfu sinni og sett saman lyftingagræjur í stað barnarúms rétt fyrir fæðingu og haldið partí á meðan stelpan lá upp á fæðingardeild. En hvað með það, nokkrum mánuðum eftir að þau fluttu út var haldin smá fhúsfundur og þetta par bar á góma. Þá poppaði upp úr nágrönnunum fyrir neðan þau, að þeim hefði verið farið að gruna að hann lemdi stelpugreyið líka en voru aldrei viss. Stundum spyr maður sig síðan eftir þetta, brást maður á réttan eða rangan hátt við? Var þetta eðlilegt rifrildi eða var ofbeldi einng í gangi? Getur maður verið stundum að blekkja sjálfan sig í sitthvora áttina með of mikili tortryggni eða með því að líta undan/leiða hjá? Þetta er alltaf erfitt

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er einstaklega erfið spurning, og ég segi eins og Hildigunnur að maður hikar frekar við, vegna þess að þarna gæti veirð í gangi eðlilegt rifrildi eða slíkt. Aftur á móti held ég að þegar verið er að hrópa eftir hjálp, þá í það minnsta að athuga hvað sé á seyði eða hringja strax á lögreglu sé málið.

Svo er spurningin með hvað telst vera eðlilegt rifrildi. Við hliðna á mér bjó par í ca. ár. Þetta var FM-hnakki og mýsluleg stelpa og maður heyrði hann stundum öskra á hana einstaklega reiðilega, hún maldaði mun lægra í móinn og hann skellandi dyrum á eftir sér. Manni fannst þetta óþægilegt og dauðvorkenndi henni en taldi þetta þannig eðlis að þetta væri þeirra á milli og þá eitthvað vesen sem maður varð var við ekki svo oft, þetta var nefnilega ekki reglulegt. Síðan eignuðust þau barn og fluttu út nokkru síðar þó FM-hnakkinn hafi nú ekki brugðist í sjálfhverfu sinni og sett saman lyftingagræjur í stað barnarúms rétt fyrir fæðingu og haldið partí á meðan stelpan lá upp á fæðingardeild. En hvað með það, nokkrum mánuðum eftir að þau fluttu út var haldin smá fhúsfundur og þetta par bar á góma. Þá poppaði upp úr nágrönnunum fyrir neðan þau, að þeim hefði verið farið að gruna að hann lemdi stelpugreyið líka en voru aldrei viss. Stundum spyr maður sig síðan eftir þetta, brást maður á réttan eða rangan hátt við? Var þetta eðlilegt rifrildi eða var ofbeldi einng í gangi? Getur maður verið stundum að blekkja sjálfan sig í sitthvora áttina með of mikili tortryggni eða með því að líta undan/leiða hjá? Þetta er alltaf erfitt

Jú, þetta er erfitt mál. Hins vegar held ég að það sé betra að hringja að ástæðulausu en að sleppa því, svona bara uppá öryggið. Það getur líka styrkt stelpuna sem býr við þessar aðstæður að fólk sé að skipta sér af og þetta sé ekki normal ástand. Það var einhver bær í Bandaríkjunum þar sem heimilisofbeldi var algengt og þeir brugðust við með því að þegar lögga mætti á staðinn þar sem hafði verið kvartað hvöttu þeir konuna til að fara frá kallinum og buðu þeim upplýsingar um athvörf. Sumar af þeim konum sem bjuggu við ofbeldi sögðu að það hefði tekið mörg samtöl um þetta við lögguna áður en þær hertu sig uppí að gera eitthvað í málinu. Afleiðingarnar af þessari tilraun hjá þeim voru líka að alvarlegt heimilisofbeldi minnkaði vegna þess að yfirleitt versnar það eftir því sem það heldur lengur áfram án þess að neitt sé gert í málinu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég man eftir einu tilviki þar sem ég þorði ekki að skipta mér af. En sem betur fer hafði manneskjan sem var með mér kjarkinn til þess og þá kom það í ljós að maðurinn var að kyrkja konuna. Sú kona er enn lifandi og með góðum manni í dag. Væri hún á lífi ef ekki hefði komið til afskipta?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er ferlega erfitt og auðvitað veit maður ekki neitt. Upp á öryggið er sagt að maður ætti að tilkynna.....Má vera. Það er bara spurningin um hvar mörkin okkar eru. Það er nefnilega afar mismunandi hversu hávær rifrildi fólks eru.

Ég sjálf held að það sé voðalega erfitt að setja skýrar reglur um þetta. Líklega verðum við bara að beita hyggjuvitinu í hverju tilviki. Mér finnst líka ekkert galið að byrja á að banka uppá sjálfur og gá hvað er í gangi

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér finnst líka ekkert galið að byrja á að banka uppá sjálfur og gá hvað er í gangi

Það getur bara kostað mann helv.... vesen.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það getur bara kostað mann helv.... vesen.

En er það ekki líka dálítið vesen fyrir fólk að fá lögguna í heimsókn og jafnvel barnaverndarnefnd og heila galleríið. Ég ætla að taka þá afstöðu að stóla fyrsta kastið á eigin dómgreind og gá hvað ég get gert. Ég er haldin hálfgerðri fóbíu gagnvart opinberum afskiptum, þó ég viti vel að þau eru stundum nauðsynleg

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég man eftir einu tilviki þar sem ég þorði ekki að skipta mér af. En sem betur fer hafði manneskjan sem var með mér kjarkinn til þess og þá kom það í ljós að maðurinn var að kyrkja konuna. Sú kona er enn lifandi og með góðum manni í dag. Væri hún á lífi ef ekki hefði komið til afskipta?

Það veit auðvitað enginn. En svo mikið er víst að sú manneskja sem var með þér stóð sig vel.

Um leið skil ég hik þitt.

Það er mjög viðkvæmt að skipta sér af málum í næstu íbúð. Næsta húsi.

En ég er sammála því sem kemur hér fyrr fram að það er gott fyrir þann

sem verður fyrir barsmíðum eða öðru ofbeldi að til séu skráðar tilkynningar til lögreglu.

Ég er ekki enn viss um hvenær og hvernig ég bregst við,

er samt sátt eftir aðfaranótt laugardagsins.

Share this post


Link to post
Share on other sites
En er það ekki líka dálítið vesen fyrir fólk að fá lögguna í heimsókn og jafnvel barnaverndarnefnd og heila galleríið. Ég ætla að taka þá afstöðu að stóla fyrsta kastið á eigin dómgreind og gá hvað ég get gert. Ég er haldin hálfgerðri fóbíu gagnvart opinberum afskiptum, þó ég viti vel að þau eru stundum nauðsynleg

Jú vesen fyrir þann sem fær lögguna og allt það í heimsókn. En ekkert vesen fyrir þann í næstu íbúð sem ekki fær lögguna til sín. Það er góð regla að greina alveg ofan í botn hver eigi vandamálið áður en farið er af stað. Jú mér kemur það ekkert við þótt fullorðnir berjist og býtist, en ef verið er að misþyrma börnum læt ég viðkomandi yfirvöld vita um vitneskjuna sem ég hef en skipti mér ekki af að öðru leiti. Maður verður að passa sig að lenda ekki inni í hausnum þá þeim sem eru virkir þáttakendur í deilum, eins og það er orðað þegar fjallað er um meðvirkni til dæmis. Bara að standa fyrir utan svona eftir aðstæðum. Já bara að brynja sig upp, líkt og rétt skólaður hermaður myndi gera ef verið væri að fella félagana allt í kring um hann. Hann myndi halda áfram að skjóta á óvininn og sinna því framar öðru ekki satt?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég man eftir einu tilviki þar sem ég þorði ekki að skipta mér af. En sem betur fer hafði manneskjan sem var með mér kjarkinn til þess og þá kom það í ljós að maðurinn var að kyrkja konuna. Sú kona er enn lifandi og með góðum manni í dag. Væri hún á lífi ef ekki hefði komið til afskipta?

ég man líka eftir tilviki þar sem ég hikaði og er ég enn með samviskubit vegna afleiðinganna sem það hafði

Share this post


Link to post
Share on other sites
En er það ekki líka dálítið vesen fyrir fólk að fá lögguna í heimsókn og jafnvel barnaverndarnefnd og heila galleríið. Ég ætla að taka þá afstöðu að stóla fyrsta kastið á eigin dómgreind og gá hvað ég get gert. Ég er haldin hálfgerðri fóbíu gagnvart opinberum afskiptum, þó ég viti vel að þau eru stundum nauðsynleg

Það er líka vesen fyrir mig sem nágranna að vera að hlusta á þetta lið gargandi á hvert annað dag og nótt. Held það sé bara gott á það að fá lögguna í heimsókn <_<

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.