Sign in to follow this  
Followers 0
Bugles

Kannanaslagur sjónvarpsstöðvanna

11 posts in this topic

það er hreinn brandari að fylgjast með þessu kannanaþrasi stöðvar 2 og Skjás 1 á visir.is. Þarna rífast þessir tveir aðilar en eru ekki að tala um sama hlutinn. Eftir að hafa rýnt í þetta nýja könnunarmynstur þá virðast þrír mismunandi útreikningar í gangi ef ég skil þetta rétt. Það eru meðaláhorf, mínútuáhorf og síðan hlutdeild í raunáhorfi. Það sem Skjár 1 og Stöð 2 virðast vera að þrasa um eru annarsvegar meðaláhorf á vissa þætti sem Skjár 1 setur fram en Stöð 2 setur fram áhorf í mínútum. Auðvitað er Stöð 2 með miklu meira áhorf þar því þeir eru með þrisvar sinnum lengri dagskrá en Skjár 1.

Það virðist því vera að Stöð 2 sé að reyna að fegra hlut sinn því þeir koma víst ekki eins vel út úr þessu og þeir vildu. En á meðan Pálmi sjónvarpsstjóri segir þetta bestu útkomu sögunnar þá segir Svanhildur í Kastljósi ekkert að marka þessa könnun.

Sennilega er þetta rétt hjá Svanhildi því ég veit það að auglýsingabransinn tekur ekki mark á þessu fyrr en eftir 3-4 kannanir (sem koma vikulega) og þá skoðar hann meðaltalið. En ákafi sjónvarpsstöðvanna er svo mikill af því að þær vinna allar á því plani að hámarka auglýsingatekjurnar (Rúv líka), að þessum tölum er slengt fram, eingöngu til að rugla fólk og slá ryki í augu þess.

Rúv birti td. auglýsingu með fyrstu tölunum þó nýjar tölur væru komnar. Af hverju? Sennilega af því að nýju tölurnar komu ekki eins vel út og hinar.

Nú bíða menn spenntir eftir útspili Skjás 1 því þeir sjá þetta greinilega í öðru ljósi en Rúv og Stöð 2.

Þegar rýnt er í heilsíðu Stöðvar 2 sem birtist í blöðunum þessa dagana þá kemur fram að þessar tölur séu byggðar á áskrifendum Stöðvar 2. Hvað skrípaleikur er það? Af hverju grípa þeir alltaf til þessara talna þegar útkoman er slæm í könnunum? Þeir gefa upp bæði kökurit og vinsældalista í sömu auglýsingunni en þetta eru ekki sömu tölurnar. Þetta virðist bara vera gert til að rugla fólk.

Þetta er ekki gaman fyrir okkur sem eru áhugamenn um fjölmiðlun að þessar sjónvarpsstöðvar þurfi alltaf að fíflast með þessar tölur og að aldrei sé hægt að treysta á eitt eða neitt í sambandi við þetta. Nú fengu þeir nýtt og fullkomið tæki í hendurnar og innan við viku frá gangsetningu þessarar tækni eru þeir farnir að misnota þetta.

Share this post


Link to post
Share on other sites
það er hreinn brandari að fylgjast með þessu kannanaþrasi stöðvar 2 og Skjás 1 á visir.is. Þarna rífast þessir tveir aðilar en eru ekki að tala um sama hlutinn. Eftir að hafa rýnt í þetta nýja könnunarmynstur þá virðast þrír mismunandi útreikningar í gangi ef ég skil þetta rétt. Það eru meðaláhorf, mínútuáhorf og síðan hlutdeild í raunáhorfi. Það sem Skjár 1 og Stöð 2 virðast vera að þrasa um eru annarsvegar meðaláhorf á vissa þætti sem Skjár 1 setur fram en Stöð 2 setur fram áhorf í mínútum. Auðvitað er Stöð 2 með miklu meira áhorf þar því þeir eru með þrisvar sinnum lengri dagskrá en Skjár 1.

Það virðist því vera að Stöð 2 sé að reyna að fegra hlut sinn því þeir koma víst ekki eins vel út úr þessu og þeir vildu. En á meðan Pálmi sjónvarpsstjóri segir þetta bestu útkomu sögunnar þá segir Svanhildur í Kastljósi ekkert að marka þessa könnun.

Sennilega er þetta rétt hjá Svanhildi því ég veit það að auglýsingabransinn tekur ekki mark á þessu fyrr en eftir 3-4 kannanir (sem koma vikulega) og þá skoðar hann meðaltalið. En ákafi sjónvarpsstöðvanna er svo mikill af því að þær vinna allar á því plani að hámarka auglýsingatekjurnar (Rúv líka), að þessum tölum er slengt fram, eingöngu til að rugla fólk og slá ryki í augu þess.

Rúv birti td. auglýsingu með fyrstu tölunum þó nýjar tölur væru komnar. Af hverju? Sennilega af því að nýju tölurnar komu ekki eins vel út og hinar.

Nú bíða menn spenntir eftir útspili Skjás 1 því þeir sjá þetta greinilega í öðru ljósi en Rúv og Stöð 2.

Þegar rýnt er í heilsíðu Stöðvar 2 sem birtist í blöðunum þessa dagana þá kemur fram að þessar tölur séu byggðar á áskrifendum Stöðvar 2. Hvað skrípaleikur er það? Af hverju grípa þeir alltaf til þessara talna þegar útkoman er slæm í könnunum? Þeir gefa upp bæði kökurit og vinsældalista í sömu auglýsingunni en þetta eru ekki sömu tölurnar. Þetta virðist bara vera gert til að rugla fólk.

Þetta er ekki gaman fyrir okkur sem eru áhugamenn um fjölmiðlun að þessar sjónvarpsstöðvar þurfi alltaf að fíflast með þessar tölur og að aldrei sé hægt að treysta á eitt eða neitt í sambandi við þetta. Nú fengu þeir nýtt og fullkomið tæki í hendurnar og innan við viku frá gangsetningu þessarar tækni eru þeir farnir að misnota þetta.

Er hægt að koma með eina rétta niðurstöðu, svo að fólk þurfi ekki að hlusta á þessa rugludalla, talsmenn stöðvanna?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Var RÚV ekki að státa sig af að vera með 12. vinsælustu þættina, svo þetta er ekki bara bundið við hinar "frjálsu" heldur er stofnana apparatið ekki undanskilið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Var RÚV ekki að státa sig af að vera með 12. vinsælustu þættina, svo þetta er ekki bara bundið við hinar "frjálsu" heldur er stofnana apparatið ekki undanskilið.

RÚV er ein af svokölluðu "frjálsu" stöðvum. Alla vega haga þeir sér þannig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sé alltaf eftir peningunum sem fara í áskriftina að rúv.

Svona svipuð fjárfesting og þegar ég keypti mér árskort í líkamsrækt,

en var svo að störfum allt árið erlendis og fór aldrei. :rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites
RÚV er ein af svokölluðu "frjálsu" stöðvum. Alla vega haga þeir sér þannig.

.....jú rétt er það, en ó nei væni minn þetta er ríkisstofnun.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Var RÚV ekki að státa sig af að vera með 12. vinsælustu þættina, svo þetta er ekki bara bundið við hinar "frjálsu" heldur er stofnana apparatið ekki undanskilið.

Ég hef reyndar misst af þætti Skjás eins í þessari umræðu. En varðandi það að Stöð2 var að sigra allt í dag og RUV var að líka að sigra, þá eru tvær mismunandi aðferðir notaðar til að mæla áhorf.

Ég hef heyrt (og ef þetta er rangt, endilega leiðrétta mig)

RUV, er með vikulista þar sem fólk á að fylla samviskusamlega út og senda svo. Hverjir eru líklegir til að gera það? Eldra fólk ekki hið yngra, semsagt einsleitur hópur. Stöð tvö er með eitthvert tæki, sem mér skylst að fólk fái, og það nemur hvað þú horfir á. Hef trú á að yngra fólk sé viljugra í þetta en hið eldra, semsagt einsleitur hópur líka.

Semsagt tvær aðferðir, einsleitur hópur og sitt hvor hópurinn. Getur verið að við getum túlkað að Stöð2 höfði meira til yngra fólks, en RUV til eldra? En auðvitað væri best að hafa eina aðferð til að mæla. Ef ég væri auglýsandi, þá myndi ég vilja að allir myndu styðjast við eina aðferð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eru ekki allir með tæki núna? Til að mæla nákvæmlega áhorf, eins og t.d. hvenær fólk slekkur á spaugstofunni og fer að horfa á eitthvað annað...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú, það er mælt með tæki og eru allir með !

Síðan þegar dómur kemur um á hvað fólk er að horfa á, þá verða þeir sem tapa súrir og reyna að gera allt tortryggilegt !

Í þessari könnun var RUv með lang bestu útkomuna, sem sagt RUV er sigurvegarinn !

Þá kemur að 365 með stöð 2, þeir auglýsa áskrifendur velja stöð 2 !

Ekki er fólk að kaupa áskrift að stöð 2 og horfa svo á skjá einn eða RUV !

Annars skákar skjár einn líka stöð 2 !

Merkilegt hvað ,,sumir" geta klúðrað , eins og 365 er að gera !

Kveðja

Container

:pimp:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er mjög einfalt að finna sannleikann í þessu... kíkið bara á capacent.is http://www.capacent.is/?pageid=1227 þar er listinn yfir áhorf birtur og allir miðlar samþykkja þessa birtingu.

kv rufus

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er ríkisstofnunin aldeilis í essinu sínu:

"Vísir, 21. feb. 2008 16:30

RÚV á 17 vinsælustu dagskrárliði síðustu viku

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er annar kynna í Laugardagslögunum á RÚV sem er vinsælasti dagskrárliðurinn á sjónvarpi þriðju vikuna í röð. RÚV á 17 vinsælustu dagskrárliði síðustu viku samkvæmt könnun Capacent sem birt var rétt áðan. Laugardagslögin eru, líkt og í síðustu viku, vinsælasti dagskrárliðurinn með 57% uppsafnað áhorf.

Í síðustu viku átti RÚV tólf vinsælustu þættina en þá tókst bílaþættinum Top Gear á Skjá einum að lauma sér í þrettánda sætið þökk sé íslensku ívafi þess þáttar.

Þrír dagskrárliðir, Laugardagslögin, Gettu betur og Spaugstofan, eru allir með yfir 50% uppsafnað áhorf. Það sama var uppi á teningnum í síðustu viku.

American Idol, sem sýndur er í læstri dagskrá á Stöð 2, er vinsælasti þátturinn utan RÚV en hann er með 25,4% uppsafnað áhorf.

Athygli vekur að fréttir RÚV hækka um 6% frá síðustu viku, fara úr 37,5% í 43,5% uppsafnað áhorf. Fréttir Stöðvar 2 gefa hins vegar aðeins eftir og eru ekki lengur inni á listanum yfir 20 vinsælustu dagskrárliðina. Fréttirnar eru nú með 23,2% uppsafnað áhorf, rúmu einu prósenti minna en Ísland í dag."

.......segi fyrir mig er löngu hættur að horfa á eitt né neitt hjá stofnuninni, varla að ég kíki á fréttir hjá þeim.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.