Sign in to follow this  
Followers 0
Pro.Farnsworth

Lokað á lánsfé Íslensku Bankanna

54 posts in this topic

Samkvæmt Financial Times þá er víst búið að loka á lánsfé til íslenskra banka. Þetta mun aðeins þýða stórfelld vandræði fyrir þá það sem eftir er. Spurning hvort að þjóðnýting sé væntanleg yfir íslensku bankana.

Lokað á lánsfé til bankanna

Alþjóðlegir fjármálamarkaðir eru algjörlega lokaðir íslensku bönkunum. Þetta er fullyrt í netútgáfu viðskiptaritsins Financial Times og þar eru íslensku bankarnir flokkaðir með ítölskum sveitabönkum og breskum húsnæðissparnaðarfélögum.

Það hefur valdið mörgum heilabrotum hvernig einkunnir íslensku bankarnir fá erlendis. Þeir fá prýðisgóðar einkunnir fyrir lánshæfi hjá matsfyrirtækjum, vitað er að þeir hafa staðist álagspróf Fjármálaeftirlitsins og góð afkoma þeirra undanfarin ár er sömuleiðis vel þekkt. Engu að síður er skuldatryggingarálag, það er kostnaður þeirra við lántöku á alþjóðamörkuðum, gríðarlega hátt.

Í lok liðinnar viku var álagið 245 punktar á Landsbankann, 415 á Glitni og 585 punktar á Kaupþing. Netútgáfa Financial Times birti í gær grein, þar sem rætt er við tvo sérfræðinga í lánaráðgjöf hjá Barclay´s Capital í Lundúnum, þá Kentaro Kiso og Olly Johnson. Þeir segja að þrátt fyrir þrengingar og lausafjárþurrð á alþjóðamörkuðum sé ekkert lát á viðskiptum þeirra en þeir eru sérhæfðir í ráðgjöf og milligöngu um lánsfé fyrir meðalstór fyrirtæki.

Sérfræðingarnir hjá Barclay´s segja algjörlega lokað fyrir lánsfé til íslensku bankanna, í greininni segir að margir bankar með lánshæfiseinkunnina A, eins og íslensku bankarnir, bresk húsnæðissparnaðarfélög, héraðsbankar á Ítalíu og nokkrir írskir bankar fái alls ekki lánsfé gegn neinu gjaldi.

Rúv.is

Share this post


Link to post
Share on other sites

Spurning hvort að Íbúðal.sjóður sem bankarnir og seðlabankastjóri hafa kallað barn síns tíma (sá eini á lánamarkaðinum sem stendur uppréttur) eigi að þjóðnýta bankanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fái bankarnir ekki frekari lán, þá hrynur Íslenska hagkerfið eins og spilaborg. Við höfum rekið hagkerfið með áskrift að lánum. Höfum litið á ný lán sem tekjur. Og útflutningstekjur vegna framleiðslu bara óþarfi eða aukabúgrein. Sumir hafa fullyrt að bankakerfið hafi þessar tekjur og þessi botnlausa lánaþörf þeirra sé aðeins endurfjármögnun.

Þetta er að sjálfsögðu bull, lán eru ekki tekjur. Og þetta að bólan myndi springa þegar bankarnir hætta að fá lán, sagði ég ítrekað hér á síðum Málefna þegar ég var inntur eftir því hvað eftir annað hvenær hrunið sem ég væri búinn að spá og spá, mundi koma.

Svarið var alltaf það sama hjá mér.

ÞEGAR ÍSLENSKU BANKARNIR HÆTTA AÐ GETA INNLEYST PRENTAÐAR KRÓNUR MEÐ ERLENDUM LÁNUM!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, við fengum þó að hafa þennan þráð í rúman klukkutíma þangað til byrjað var að tala um peningaprentun. :disgust:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Jæja, við fengum þó að hafa þennan þráð í rúman klukkutíma þangað til byrjað var að tala um peningaprentun. :disgust:

Hvort ætli sé verra, að reyna að útskýra málin og ræða þau, eða vera heimskt tröll eins og þú með persónulegar blammeringar allar á sömu línunni og alltaf án þess að leggja einn einasta stafkrók eða rök til umræðunnar?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kallarðu mig tröll! :stressed:

Annars er ég (og fleiri) búnir að svar þessari dellu þinni oft og ég nenni því ekki aftur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skil ekki hvers vegna menn fatta ekki eða skilja ekki þetta einfalda mál með peningaprentun sem Feu hefur ítrekað.

er það eitthvað viðkvæmt mál?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Skil ekki hvers vegna menn fatta ekki eða skilja ekki þetta einfalda mál með peningaprentun sem Feu hefur ítrekað.

er það eitthvað viðkæmt mál?

Held að ástæðan sé ekki bara greindarskortur, heldur ósköp venjuleg leti. Þessir einstaklingar héldu og halda að þeir geta lifað á prentuninni það sem þeir eiga eftir ólifað.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er ekkert undarlegt við það að fólk skuli ekki taka mark á þessum peningaprentunarkenningum feu, maðurinn hefur ekki einu sinni skilning á grunnatriðum hagfræðinnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ekkert undarlegt við það að fólk skuli ekki taka mark á þessum peningaprentunarkenningum feu, maðurinn hefur ekki einu sinni skilning á grunnatriðum hagfræðinnar.

Nú, er peningaprentuninn eitthvað annað en angi af eftirspurn og framboð ?

Hann hefur rétt fyrir sér per-se, en ástæðan fyrir að krónan skítfalli er framboðið af henni, hitt er annað að um leið og krónan fellur kemur hitt í ljós, þeas. aukningin á skuldinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er staðan skýrð ágætlega. Það er nokkuð ljóst að Kaupthing mun standa þetta moldviðri af sér. Lausafjárstaðan góð og innlán vaxandi hluti af fjármögnuninni.

http://www.kaupthing.is/?pageid=853&newsid=8525

Share this post


Link to post
Share on other sites
Skil ekki hvers vegna menn fatta ekki eða skilja ekki þetta einfalda mál með peningaprentun sem Feu hefur ítrekað.

er það eitthvað viðkvæmt mál?

Er þetta bara ekki spurning um að vilja skilja hlutina. Kanski er raunveruleikinn of óþægilegur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hér er staðan skýrð ágætlega. Það er nokkuð ljóst að Kaupthing mun standa þetta moldviðri af sér. Lausafjárstaðan góð og innlán vaxandi hluti af fjármögnuninni.

http://www.kaupthing.is/?pageid=853&newsid=8525

Íslendingar loksins farnir að fatta það að nýta sparnað þegar vextir eru háir á innlánsreikningum?

Íslendingar upp til hópa eru alveg snarbilaðir neytendur.. gera allt andstætt því sem skynsamlegur neytandi gerir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar skuldaálagið er orðið svona hátt það er orðið annsi mikið ósamræmi á milli álagsins og lánshæfieinkunnar bankanna. Kaupþing með top rating og yfir 600 punkta trygginarálag. Annaðhvort hlýtur að vera rangt í grundvallaratriðum????

Share this post


Link to post
Share on other sites

Loka á lán fyrir íslenska banka? Er það ekki hluti af plottinu? Er það ekki leiðin til að stjórna í krafti fjármagns?

Kexruglaðir dallar eru yfir þessum fjármálastofnunum sem eru að segja Íslendingum að einkavæða og selja húsið ofan af sér. Einhvern veginn verða erlendir lánadrottnar að eignast landið, bankana, stíflurnar... you name it. Til þess eru aftaníossar rugludalla á borð við Milton Friedman að gera sitt af mörkum, vegna hégóma, tímabundinnar frægðar og athygli eða ofurlauna sem eru lítið annað en svik við Íslenska þjóð og móðgun gagnvart þeim sem virkilega vinna störf.

Svo er ekki eins og "markaðurinn" sé einhvern veginn af Guðs náð bara eitthvað fallegt náttúrulögmál. Eða svo er ýjað að í flestum fréttum. Kannski er fólk bara svona vitlaust að vita ekki að frekar fámennur hópur manna er við stjórnartaumana og morðingjadelar á borð við Wolfowitz eru strengjadúkkur þeirra? Ef Wolfowitz var viðriðinn Írak, pælið í hvað felst í ráðgjöf frá þessum alþjóða bankastofnunum gagnvart íslandi. Skeri í ballarhafi.

Af hverju ættu íslenskir bankar endalaust að fá lán? Lán munu þeir fá, en bara með hærri vöxtum. Eftir 10 ár mun staðan vel getð orðið þannig að hægt er að sparka spilaborginni niður og færa eignarhaldið yfir á "réttar" hendur. Þá mun eðli markaðarins opinberast og menn löngu búnir að gleyma hvað það var að hafa gott samtryggingarkerfi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Íslendingar loksins farnir að fatta það að nýta sparnað þegar vextir eru háir á innlánsreikningum?

Íslendingar upp til hópa eru alveg snarbilaðir neytendur.. gera allt andstætt því sem skynsamlegur neytandi gerir.

Þessi innlánsviðskipti eru fyrst og fremst erlendis (núna í fimm löndum sem fer vafalaust fjölgandi). Þar býður Kaupthing betri kjör en almenningur hefur vanist gegn bindingu sparifjár síns.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Davis Karsbøl yfirmaður greiningardeildar Saxo bankans segir á fréttavef Børsen að líkur á því að Kaupþing verði gjaldþrota hafi aldrei verið meiri. Hann telur að komandi ár eftir að reynast íslensku bönkunum erfitt og segist ekki verða undrandi ef einn eða tveir stóru íslensku bankanna verði gjaldþrota fyrir árslok. Kaupþing sé þar líklegastur þar sem hann hafi orðið verst úti með tilliti til skuldatryggingarálags bankans sem hafi aldrei verið hærra.

Skuldatryggingarálag Kaupþings er nú rúm sex prósent, eða 620 punktar. Á fréttavef Børsen segir að skuldatryggingarálag Nordea bankans sé til samanburðar undir 100 punktum og álagið hjá íslensku bönkunum sé hærra en hjá flestum öðrum bönkum á alheimsmarkaði.

Skuldatryggingarálag er talið einn besti mælikvarði á markaðskjör banka á alþjóðamarkaði. Það mælir kostnað fjárfesta á tryggingu fyrir því að útgefandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Þá telur Karsbøl að íslenska krónan muni falla þar sem tiltrú fólks á íslenska viðskiptamótdelið vanti.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Davis Karsbøl yfirmaður greiningardeildar Saxo bankans segir á fréttavef Børsen að líkur á því að Kaupþing verði gjaldþrota hafi aldrei verið meiri. Hann telur að komandi ár eftir að reynast íslensku bönkunum erfitt og segist ekki verða undrandi ef einn eða tveir stóru íslensku bankanna verði gjaldþrota fyrir árslok. Kaupþing sé þar líklegastur þar sem hann hafi orðið verst úti með tilliti til skuldatryggingarálags bankans sem hafi aldrei verið hærra.

Skuldatryggingarálag Kaupþings er nú rúm sex prósent, eða 620 punktar. Á fréttavef Børsen segir að skuldatryggingarálag Nordea bankans sé til samanburðar undir 100 punktum og álagið hjá íslensku bönkunum sé hærra en hjá flestum öðrum bönkum á alheimsmarkaði.

Skuldatryggingarálag er talið einn besti mælikvarði á markaðskjör banka á alþjóðamarkaði. Það mælir kostnað fjárfesta á tryggingu fyrir því að útgefandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Þá telur Karsbøl að íslenska krónan muni falla þar sem tiltrú fólks á íslenska viðskiptamótdelið vanti.

Svo það er til alheimsmarkaður. *fliss*

Share this post


Link to post
Share on other sites
Held að ástæðan sé ekki bara greindarskortur, heldur ósköp venjuleg leti. Þessir einstaklingar héldu og halda að þeir geta lifað á prentuninni það sem þeir eiga eftir ólifað.

Kannski að þú ættir að kalla þetta rafræna peningaframreiðslu, það stuðar kannski aðdáendur íslenskra efnahags(gl)undursins minna...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hérna er frekari umfjöllun um lokun á lokun lánsfjármagns til Íslands. Það er einnig áhugavert sem þarna kemur fram að Seðlabankinn sé ekki að setja pening útí hagkerfið hérna á landi. Undarlegt hjá þeim ef rétt reynist.

Verið að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands

Lars Christiansen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank, segir við danska viðskiptablaðið Børsen í dag, að útlitið sé ekki gott fyrir íslenska hagkerfið og markaðurinn sé smátt og smátt að skrúfa fyrir súrefnið til íslenska fjármagnsmarkaðarins.

Christiansen segir, að svo virðist, sem lánaævintýri íslensku bankanna sé lokið og allt stefni í harða lendingu bæði íslenska hagkerfisins og íslenskra fjármálastofnana.

Í greininni er einnig rætt við David Karsbøl hjá greiningardeild Saxo Bank en á vef Børsen í gær sagði Karsbøl m.a. að allt útlit væri fyrir að einn eða fleiri íslenskir bankar yrðu gjaldþrota á næstunni.

Karsbøl segir m.a. við Børsen í dag, að íslenski seðlabankinn dæli nú fé inn í íslenska hagkerfið og það sé eitthvað, sem búast megi við í þróunarríkjum á borð við Simbabve en ekki í vestrænu hagkerfi.

Í blaðinu er einnig rætt við Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, sem segir að ummæli Karsbøls um Kaupþing séu algerlega óábyrg og séu ekki í neinni snertingu við raunveruleikann.

mbl.is

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.