Sign in to follow this  
Followers 0
Pro.Farnsworth

Lokað á lánsfé Íslensku Bankanna

54 posts in this topic

Í USA fær fólk sem er í greiðsluerfiðleikum eða verið áður gjaldþrota vísakortstilboð í póstkassann upp á rúma 20% vexti.

Share this post


Link to post
Share on other sites
7,2% vextir og kaupþingsmenn ánægðir :LOL:LOL Ég færi út grátandi með svona kostalán! Það er sem sé búið að opna á bankana aftur?

Þetta hljóta þó að vera góðar fréttir. Staðfestir það sem ýmsir hafa haldið fram (þó ekki hafi það farið hátt í umræðunni) að skuldatryggingaálagið væri raunverulega mun lægra en það sem talað er um í fjölmiðlum. Kaupþing eru þarna á 3% álagi á libor sem hefði sjálfsagt einhvern tíma þótt hátt, en er það ekki bara nokkuð gott í núverandi ástandi?

Eigum við ekki bara að gleðjast yfir þessu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta hljóta þó að vera góðar fréttir. Staðfestir það sem ýmsir hafa haldið fram (þó ekki hafi það farið hátt í umræðunni) að skuldatryggingaálagið væri raunverulega mun lægra en það sem talað er um í fjölmiðlum. Kaupþing eru þarna á 3% álagi á libor sem hefði sjálfsagt einhvern tíma þótt hátt, en er það ekki bara nokkuð gott í núverandi ástandi?

Eigum við ekki bara að gleðjast yfir þessu?

En hafa ekki erlend fjármálafyrirtæki verið að benda á að Kaupþing ætti að einbeita sér að innlánum í staðinn fyrir að standa í þessari lánaheildsölu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
En hafa ekki erlend fjármálafyrirtæki verið að benda á að Kaupþing ætti að einbeita sér að innlánum í staðinn fyrir að standa í þessari lánaheildsölu?

Þeir eru að gera það. Fjármögnunin gegnum Kaupþing Edge er að ganga nokkuð vel. Er þetta ekki komið í rúm 40% hjá þeim?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Finnst mönnum ekkert lummulegt að Geir Haarde sé að fara til útlanda til að kynna bankanna. "I´m here to help".

Share this post


Link to post
Share on other sites
Finnst mönnum ekkert lummulegt að Geir Haarde sé að fara til útlanda til að kynna bankanna. "I´m here to help".

Mig grunar að Geir hafi án umboðs okkar gefið "vilyrði" fyrir bak-stuðningi við bankanna sem svo aftur mundi útskýra hið lága skuldaálag Kaupþings.

Mafía er hugtak sem mér dettur oft í hug varðandi þessa gutta, verð bara að segja það!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Finnst mönnum ekkert lummulegt að Geir Haarde sé að fara til útlanda til að kynna bankanna. "I´m here to help".

Jú alveg hrikalega. Hann væri hins vegar ofsa töff ef hann sæti á rassgatinu og gerði ekkert.

Nei heyrðu... þú myndir væntanlega líka röfla yfir því :rolleyes:

Auðvitað eiga stjórnvöld að sýna atvinnugreinum stuðning ef þau geta.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Finnst mönnum ekkert lummulegt að Geir Haarde sé að fara til útlanda til að kynna bankanna. "I´m here to help".

Það getur verið lummulegt ef þú setur það svona fram. En hins vegar þarf að hafa í huga að það er mikið í húfi fyrir ríkið, lánshæfi ríkisins og íslenskt efnahagslíf almennt að bankarnir komist nokkurn veginn óskemmdir út úr þessum þrengingum. Þannig að ég lít þannig á að það sé beinlínis skylda ráðamanna að grípa inn í. En hvort þetta er rétta aðferðin... veit ekki.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Finnst mönnum ekkert lummulegt að Geir Haarde sé að fara til útlanda til að kynna bankanna. "I´m here to help".

Það er ekki nóg að segja "við reddum þessu" til að auka tiltrú á getu ísl. ríkisins að vera bakhjarl bankanna.

Með orðum þarf að fylgja gjörðir eins og að auka varagjaldeyrisforða Seðlabankans til að sú tiltrú á ísl. ríkinu sem lánveitanda til þrautavara.

Segjum að Seðlabankinn fái á bilinu 500-1000 milljarða til viðbótar í varagjaldeyrisforða í erl. mynt, hver verður þá fjármagnskostnaðurinn af slíkum sjóði á einu ári, því þetta fjármagn fæst ekki öðruvísi en með erl. lántöku?

Hversu mikils virði er þá að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli ef þetta er rekstrarkostnaðurinn sem hinn almenni skattborgari þarf að búa við til að halda uppi bönkunum?

Ekki alveg ókeypis svo mikið er víst ...

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ekki nóg að segja "við reddum þessu" til að auka tiltrú á getu ísl. ríkisins að vera bakhjarl bankanna.

Með orðum þarf að fylgja gjörðir eins og að auka varagjaldeyrisforða Seðlabankans til að sú tiltrú á ísl. ríkinu sem lánveitanda til þrautavara.

Segjum að Seðlabankinn fái á bilinu 500-1000 milljarða til viðbótar í varagjaldeyrisforða í erl. mynt, hver verður þá fjármagnskostnaðurinn af slíkum sjóði á einu ári, því þetta fjármagn fæst ekki öðruvísi en með erl. lántöku?

Hversu mikils virði er þá að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli ef þetta er rekstrarkostnaðurinn sem hinn almenni skattborgari þarf að búa við til að halda uppi bönkunum?

Ekki alveg ókeypis svo mikið er víst ...

Þú ert að hengja bakara fyrir smið. Alveg nákvæmlega sama þyrfti að gera þótt við værum með Evrur án stuðnings EMU.

Krónan sem slík er ekki sökudólgurinn. Heldur prentunin, þ.e. að búa til veð án arðsemi.

Vandamálið eru skuldir eins og þær sem eru með veð í hlutabréfum fyrir fleiri þúsundir miljarða. Skuldir eins og þær sem eru á bak við Gjafakvótann. Skuldir eins og þær sem eru á bak við hækkun fasteigna síðustu árin. Allt saman skuldir sem skila ekki aur af arðsemi upp í þann fjármagnskostnað sem þær valda.

Og..

Vandamálið yrði nákvæmlega það sama þótt við tækjum upp einhliða Evru eða annan gjaldmiðil.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þú ert að hengja bakara fyrir smið. Alveg nákvæmlega sama þyrfti að gera þótt við værum með Evrur án stuðnings EMU.

Krónan sem slík er ekki sökudólgurinn. Heldur prentunin, þ.e. að búa til veð án arðsemi.

Vandamálið eru skuldir eins og þær sem eru með veð í hlutabréfum fyrir fleiri þúsundir miljarða. Skuldir eins og þær sem eru á bak við Gjafakvótann. Skuldir eins og þær sem eru á bak við hækkun fasteigna síðustu árin. Allt saman skuldir sem skila ekki aur af arðsemi upp í þann fjármagnskostnað sem þær valda.

Og..

Vandamálið yrði nákvæmlega það sama þótt við tækjum upp einhliða Evru eða annan gjaldmiðil.

og svona lán sem eru á bak við fasteignirnar væru mörg hver flokkuð sem subprime, þar sem að fólk mun eiga sífellt eriðara með að greiða af þeim...sama og hefur verið að gerast í USA.

Share this post


Link to post
Share on other sites
og svona lán sem eru á bak við fasteignirnar væru mörg hver flokkuð sem subprime, þar sem að fólk mun eiga sífellt eriðara með að greiða af þeim...sama og hefur verið að gerast í USA.

já, ætli bankarnir hafi nokkuð verið að afskrifa eitthvað af þessum lánum.. dont think so. Og kannski ekki skrýtið að illa gangi að fá tiltrú því auðvitað trúir enginn að þessi skuldafjöll verði greidd til baka. Það væri ágætis byrjun að afskrifa þetta 10% af skuldum heimilanna til að byrja með.

Share this post


Link to post
Share on other sites
já, ætli bankarnir hafi nokkuð verið að afskrifa eitthvað af þessum lánum.. dont think so. Og kannski ekki skrýtið að illa gangi að fá tiltrú því auðvitað trúir enginn að þessi skuldafjöll verði greidd til baka. Það væri ágætis byrjun að afskrifa þetta 10% af skuldum heimilanna til að byrja með.

Ef íslenzkir bankamenn hafa látið undir höfuð leggjast að afskrifa undirmálslán, þá jafngildir það væntanlega refsiverðri bókhaldsfölsun því bankarnir eru skráðir á almennum hlutafjármarkaði.

Sbr. aðgerðir embætta Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara í Baugsmálinu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þú ert að hengja bakara fyrir smið. Alveg nákvæmlega sama þyrfti að gera þótt við værum með Evrur án stuðnings EMU.

Krónan sem slík er ekki sökudólgurinn. Heldur prentunin, þ.e. að búa til veð án arðsemi.

Vandamálið eru skuldir eins og þær sem eru með veð í hlutabréfum fyrir fleiri þúsundir miljarða. Skuldir eins og þær sem eru á bak við Gjafakvótann. Skuldir eins og þær sem eru á bak við hækkun fasteigna síðustu árin. Allt saman skuldir sem skila ekki aur af arðsemi upp í þann fjármagnskostnað sem þær valda.

Og..

Vandamálið yrði nákvæmlega það sama þótt við tækjum upp einhliða Evru eða annan gjaldmiðil.

Ég skal samþykkja það að þú kemur ekki veg fyrir "prentun" á peningum með því að skipta um gjaldmiðil.

En á móti kemur að þú sleppur við fórnarkostnaðinn á bak við "sjálfstæðan" gjaldmiðil eins og ísl. krónuna þegar félög eru gerð upp í gjaldmiðli sem erl. matsaðilar skilja, sbr. evra eða svissneskur franki.

Værirðu þá ekki með hagkerfi sem erl. matsaðilar hefðu meira gagnsæi inn í (meira "transparant") og væru þar af leiðandi ekki að eyrnamerkja það sem að hruni komið vegna óvissu/vanþekkingar.

Og merki þess um það hvort þú værir að stunda ótrúverðug viðskipti í formi "peningaprentunar" væru þá augljós þar sem þau færu þá fram í gjaldmiðli sem erl. aðilar hefðu fullan skilning/þekkingu á og væru þá dómbærari á "hitastig" hagkerfisins.

Ég er ekki eins viss um að "prentunar"-vandamálið yrði þá það sama við þau skilyrði, þar sem aðhaldið yrði miklu öflugra undir þeim kringumstæðum vegna aukið gagnsæis.

Málið er bara einfaldlega þannig vaxið að til að geta rekið sjálfstæðan gjaldmiðil án þess hagkerfið missi ákveðið gagnsæi erl. matsaðila, þarf að halda uppi þvílíkum málarekstri og áróðri að senda þarf forsetisráðherra landsins til New York til þess segja mönnum þar " ... að þetta sé allt í lagi, við reddum þessu!"

Ég get ekki séð að það dugi til að tryggja nauðsynlegt gagnsæi inn í íslenska hagkerfið fyrir erl. matsaðila!

Það eru örfáir erl. matsaðilar sem hafa skilning ísl. hagkerfinu, þ.e. OECD og Moodys, sem hafa reglulega í gegnum mörg ár tekið það út og komið með eitthvað raunhæft mat sem þeir hafa m.a. byggt á uppsafnaðri þekkingu á viðfangsefninu frá ári til árs.

En þetta mat þeirra skilar sig hins vegar ekki inn á alla staði og þess vegna hækkar áhættumat á ísl. bönkunum úr öllu valdi.

Í dag er ísl. krónan bara leiksoppur stórra hagsmunaaðila - Þar af leiðandi þarf hagkerfið á öflugri gjaldmiðli á að halda sem viðheldur raunhæfu gagnsæi inn í það án þess að það sé skekkt af yrti þáttum líkt og gerst hefur með jöklabréfunum og sjálfheldunni sem peningastjórn Seðlabankans er komið í, ásamt fyrirsjáanlegu verðbólguskoti þegar SÍ neyðist til víkja frá verðbólgumarkmiðum sínum.

Eða höfum við virkilega svona góð hagstjórnartæki í formi sjálfstæðs gjaldmiðils þegar reksturinn á honum er með þessu formi?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.