Sign in to follow this  
Followers 0
Pro.Farnsworth

Bankanir hefja uppsagnir

31 posts in this topic

Samkvæmt mbl.is þá eru stóru bankanir nú þegar farnir að segja upp fólki og loka útibúum.

Uppsagnir eru hafnar í bönkunum

Fjármálageirinn hefur hafið uppsagnir á starfsfólki, sem reyndar hafa legið í loftinu frá því um áramót. , samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Jafnframt herma heimildir Morgunblaðsins að um 40 starfsmenn Kaupþings eigi uppsögn yfir höfði sér.

Forsvarsmenn bankanna í samvinnu við yfirmenn einstakra deilda og útibúa munu hafa farið yfir þessi mál af kappi á undanförnum vikum.

Glitnir hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Smáralind og funduðu forsvarsmenn bankans um þá ákvörðun með starfsfólki í síðustu viku. Þá hefur Glitnir ákveðið tilfærslur í Noregi sem þýða fækkun starfsmanna um allt að 20. Það eru því nálægt 40 manns sem Glitnir hefur sagt upp að undanförnu á Íslandi og í Noregi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Heimildir Morgunblaðsins herma að fjármálastofnanir hafi þurft að grípa til þessara ráða vegna þeirra aðstæðna sem eru á markaði. Það sé alltaf erfitt að grípa til svona ráðstafana, en miðað við núverandi stöðu hafi ekki verið um annað að ræða.

Ekki náðist í forsvarsmenn Glitnis, Kaupþings eða Landsbankans í gærkvöldi.

mbl.is

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvenær sjáum við Pro.Farnsworth í kringlunni með skilti sem á stendur "The end is near" ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvenær sjáum við Pro.Farnsworth í kringlunni með skilti sem á stendur "The end is near" ?

Mögnuð afneitun á núverandi ástandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef allt fer til helvítis þá hef ég hef um 3-4 lönd til að velja úr um sem ég get

tekið pokann minn og flutt til með lítilli fyrihöfn.

:P

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef slaki myndast á vinnumarkaði er hætt við að launaskrið undanfarinna ára í þessum bransa gangi að einhverju leyti til baka, með tilheyranda áhrifum á neyslu og ekki síður húsnæðisverð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er 4. þráðurinn sem þú stofnar um væntanlegt hrun bankanna á stuttum tíma. Það er niðursveifla, það vita það allir, en við höfum nú lifað annað eins. Ég sé að í versta falli verður núna hægt að manna leik- og grunnskóla almennilega og fá þangað tölvunarfræðinga og aðra sérfræðiþjónustu nú þegar bankarninr hætt að ráða þá alla við útskrift. :)

Hvað hafa bankarnir eiginlega gert þér?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Núverandi "uppsveifla" er að öllu leiti bönkunum að kenna. En þeir hafa með gífurlegri lánastarfsemi búið til þenslu í þjóðfélaginu sem ekki var raunverulega fótur fyrir. Þessi lán komu auðvitað upphaflega erlendis frá, með lokun lána til íslenskra banka þá byrjar vandræðagangurinn. Þar sem að núna verða bankanir að komast yfir skuldahjallan á tekjunum einum saman.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Núverandi "uppsveifla" er að öllu leiti bönkunum að kenna. En þeir hafa með gífurlegri lánastarfsemi búið til þenslu í þjóðfélaginu sem ekki var raunverulega fótur fyrir. Þessi lán komu auðvitað upphaflega erlendis frá, með lokun lána til íslenskra banka þá byrjar vandræðagangurinn. Þar sem að núna verða bankanir að komast yfir skuldahjallan á tekjunum einum saman.

Skref 1 2 og 3 að segja upp starfsfólki :dangersign:

Share this post


Link to post
Share on other sites

KB byrjaði um seinustu áramót að segja upp fólki. Fólki sem var búið að vinna lengi hjá þeim var sparkað, enda launin há hjá þeim. Það eiga margir eftir fjúka í viðbót.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er 4. þráðurinn sem þú stofnar um væntanlegt hrun bankanna á stuttum tíma. Það er niðursveifla, það vita það allir, en við höfum nú lifað annað eins. Ég sé að í versta falli verður núna hægt að manna leik- og grunnskóla almennilega og fá þangað tölvunarfræðinga og aðra sérfræðiþjónustu nú þegar bankarninr hætt að ráða þá alla við útskrift. :)

Hvað hafa bankarnir eiginlega gert þér?

Mér datt það sama í hug, kannski getur bankaliðið fengið sér eitthvað að vinna. En mig grunar að búið sé að ala grísinn þannig að bankaliðið fari frekar í verðbréfaleiki.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er 4. þráðurinn sem þú stofnar um væntanlegt hrun bankanna á stuttum tíma. Það er niðursveifla, það vita það allir, en við höfum nú lifað annað eins. Ég sé að í versta falli verður núna hægt að manna leik- og grunnskóla almennilega og fá þangað tölvunarfræðinga og aðra sérfræðiþjónustu nú þegar bankarninr hætt að ráða þá alla við útskrift. :)

Hvað hafa bankarnir eiginlega gert þér?

Verða það ekki viðskiptafræðingarnir sem verða í verstu málunum. Verkfr. og tölvunarfr. geta farið í flest öll störf enda með mikla stærðfræði frá náminu + það er orðið alltof mikið af viðskiptafræðingum á íslandi í dag

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bankinn Glitnir er líka farinn að lækka launin, hratt og örugglega. Hérna er frétt Rúv um það mál.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er 4. þráðurinn sem þú stofnar um væntanlegt hrun bankanna á stuttum tíma. Það er niðursveifla, það vita það allir, en við höfum nú lifað annað eins. Ég sé að í versta falli verður núna hægt að manna leik- og grunnskóla almennilega og fá þangað tölvunarfræðinga og aðra sérfræðiþjónustu nú þegar bankarninr hætt að ráða þá alla við útskrift. :)

Hvað hafa bankarnir eiginlega gert þér?

Já, hjá flestum bönkum heimsins er um tímabunda niðursveiflu að ræða. Skuldir íslenskra banka eru hins vegar svo yfirgengilegar og það er lítil von að tiltrú heildsölubanka eða fjárfesta munu aukast á íslensku bönkunum þegar þessi alþjóða fjármálakrísa endar.

Ekki það að bankarnir fari á hausinn, erlendir lánadrottnar munu einfaldlega yfirtaka bankanna. Spurningin er svo hvort að erlendir aðilar muni hafa einhvern áhuga á að reka bankanna héðan á meðan krónan er við lýði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er 4. þráðurinn sem þú stofnar um væntanlegt hrun bankanna á stuttum tíma. Það er niðursveifla, það vita það allir, en við höfum nú lifað annað eins. Ég sé að í versta falli verður núna hægt að manna leik- og grunnskóla almennilega og fá þangað tölvunarfræðinga og aðra sérfræðiþjónustu nú þegar bankarninr hætt að ráða þá alla við útskrift. :)

Hvað hafa bankarnir eiginlega gert þér?

Eru tölvunarfræðingar yfirleitt með kennsluréttindi?

Núverandi "uppsveifla" er að öllu leiti bönkunum að kenna. En þeir hafa með gífurlegri lánastarfsemi búið til þenslu í þjóðfélaginu sem ekki var raunverulega fótur fyrir. Þessi lán komu auðvitað upphaflega erlendis frá, með lokun lána til íslenskra banka þá byrjar vandræðagangurinn. Þar sem að núna verða bankanir að komast yfir skuldahjallan á tekjunum einum saman.

Já, byrjaði þessi ofurþensla ekki einmitt að mestu árið 2004 þegar bankarnir byrjuðun að lána

100% lán (græðgin var svo mikil og þeir ætluðu að græða svo mikið á þessu) en núna

eru þeir að súpa seyðið af þessari lánastarfsemi til mismunandi góðra lántakenda.

Eru íslenskir bankar bara ekki í sömu stöðunni og USA lánastofnanir sem eru í

stórum vandræðum í dag vegna lána til lélegra afborgunarþega, eins og er að

gerast hér á Íslandi.

Hversu margar íbúðir/hús hafa bankarnir/lánastofnarnirar þurft að leysa til sín

á s.l. sex mánuðum? Hef heyrt að ef að bankarnir setji yfirteknar eignir út á

markaðinn, yrði hrun á fasteignamarkaðnum.

Þannig að sú umræða sem á sér stað í þjóðfélaginu núna, um erfiða skuldastöðu,

yfirvofandi uppsagnir, verri greiðslugetu, o.s.frv., er e.t.v., bara toppurinn á ísjakanum

fyrir það sem koma skal.

Ég er ekki að reyna að tala niður einhver verð eða spá því að bankar/fjármálastofnanir

séu að fara halloka. Ég er bara að reyna að nota mína rökhugsun.

Hér á landi er fullt af fólki (sem og ég þekki) sem vinnur venjulega vinnu og gerir það gott,

verslar hagstætt inn (t.d. í Kolaportinu) og sem er ekki í neinum flottræfilshætti.

Einn þekki ég sem hefur borgað upp sína íbúð sem hann keypti á erlendum lánum árið

2004. Ekki mjög stór íbúð, en hann vinnur, rekur ekki bíl og er ekki í neinum flottræfilshætti.

Það er nefnilega allt hægt hér á landi með útsjónarsemi, hvernig sem viðrar hjá

verðbréfaguttunum í FL Group, Glitni, Gnúpi (byrja þeir allir á "G" eða hvað? kannski

ekki góðs viti ..), KB banka, Exista og sv. framvegis.

Mér datt það sama í hug, kannski getur bankaliðið fengið sér eitthvað að vinna. En mig grunar að búið sé að ala grísinn þannig að bankaliðið fari frekar í verðbréfaleiki.

Þetta fólk á rétt á fullum atvinnuleysisbótum.

Já, hjá flestum bönkum heimsins er um tímabunda niðursveiflu að ræða. Skuldir íslenskra banka eru hins vegar svo yfirgengilegar og það er lítil von að tiltrú heildsölubanka eða fjárfesta munu aukast á íslensku bönkunum þegar þessi alþjóða fjármálakrísa endar.

Ekki það að bankarnir fari á hausinn, erlendir lánadrottnar munu einfaldlega yfirtaka bankanna. Spurningin er svo hvort að erlendir aðilar muni hafa einhvern áhuga á að reka bankanna héðan á meðan krónan er við lýði.

Nú er það virkilega? Skulda þeir svona mikið? Ég hélt alltaf að bankarnir hér væru að gera það svo gott,

og hefðu mikið uppúr 100% íbúðalánum og háum þjónustugjöldum.

Var gróði bankanna hér þá bara tálsýn? Það er ekki nóg að græða eitthvað ef að

skuldirnar á móti eyða sýndargróðanum. En hvað er gróði?

Ef bankarnir hafa sýnt fram á gróða undanfarin ár/misseri, eru þeir þá ekki í gróða

þrátt fyrir miklar skuldir?

Hef alltaf trúað á ársskýrslur hingað til, en kannski eru endurskoðendur keytpir

til að fara í fimleika og sýna barbabrellur í bókhaldsfimi, eða hvað??

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég undrast líka hvað Pro.Farnsworth talar mikið um gengi íslensku bankanna erlendis og er farinn að efast um að það sé vegna einhvers velvilja í þeirra garð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Áfram halda bankanir að segja upp fólki.

Glitnir segir upp starfsfólki

Fjórum starfsmönnum af sjö í svokallaðri „atburðadeild" Glitnis banka hefur verið sagt upp störfum, samkvæmt heimildum Vísis. Atburðadeildin hefur, eins og heitið gefur til kynna, umsjón með ýmsum viðburðum sem ætlaðir eru til að kynna bankann fyrir starfsfólki og viðskiptavinum.

Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag ítrekaði Þorsteinn Mar Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, að stjórnendur bankans myndu fara í miklar aðhaldsaðgerðir á næstunni. Skorið yrði niður þar sem því yrði við komið. Stjórnendur bankans hafa gengið á undan með góðu fordæmi með því að stórlækka laun sín, eins og greint var frá í Markaðnum í gær.

Már Másson, forstöðumaður kynningamála hjá Glitni, vildi ekki tjá sig um uppsagnir starfsfólks við Vísi nú undir kvöld.

Vísir.is

Share this post


Link to post
Share on other sites
Áfram halda bankanir að segja upp fólki.

Það hefur eflaust hlakkað í þér við að lesa þessar fréttir. En er það virkilega fréttaefni þegar að þjónum og móttökunefndum er sagt upp? Spurning um að bíða með bölsýnina þar til við fáum að sjá alvöru uppsagnir, ef til þeirra koma?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég legg til að bankarnir segji upp öllu starfsfólki greiningardeilda sinna og ráði Línu spákonu í staðinn.

Hún kemur oft með ágætis spár sem margar hverjar rætast og tekur bara vodkaflösku eða 5.000 kall fyrir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég legg til að bankarnir segji upp öllu starfsfólki greiningardeilda sinna og ráði Línu spákonu í staðinn.

Hún kemur oft með ágætis spár sem margar hverjar rætast og tekur bara vodkaflösku eða 5.000 kall fyrir.

Já Nancy og Ronald Reagan notuðu spákonur mikið. Þau gleymdu strax hvað þeim hafði verið sagt. Ó shit. Nú fer einhver í mál við mig!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.