Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Jens Guð og aðrir bloggarar. Guðbjörg Hildur Kolbeins

5 posts in this topic

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365617/1

Í vélinni heim las ég Moggann, annars hættur. Þar var viðtal við Guðbjörgu Hildi um blogg almennt og hennar blogg. Alveg eins og í viðtalinu við Jens Guð í Kastljósinu var eins og verið væri reyna að niðurlægja bloggið og netið yfirleitt með umfjölluninni. Kastljósið sýndi atriði um bloggara úr Spaugstofunni og öll uppsetningin á viðtalinu gert til þess að sýna Jens Guð í undarlegu ljósi. Í viðtalinu við Guðbjörgu notar hún neikvæð orð um blogg yfirleitt og viðtalið við Jens Guð endar á því að þetta sé mest bull í honum.

Mér sýnist blaðamenn ekki ráða við öfunduna og óvildina gagnvart þessum nýja miðli sem er svo sannarlega að breyta fjölmiðlaheiminum. Virðist að blaðamenn geti ekki hundsað þennan miðil lengur en um leið vilji þeir ekki viðurkenna að hann sem jákvætt afl. Semsagt ekki bloggarar sem eru sjálfhverfir heldur blaðamenn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Verum nú ekki viðkvæmir Mundi minn.

Jens er skemmtilega skrítinn og svo er um fleiri.

Vissulega eru blaðamenn margir undarlegir en mér fannst

Kastljósið þarna frekar hlutlaust.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Verum nú ekki viðkvæmir Mundi minn.

Jens er skemmtilega skrítinn og svo er um fleiri.

Vissulega eru blaðamenn margir undarlegir en mér fannst

Kastljósið þarna frekar hlutlaust.

Já ég er líklega ofurviðkvæmur, rétt hjá þér. En málið, að ég sæji rebba koma úr hænsnakofanum og segja að hann hafi verið í kaffi hjá vinkonum sínum myndi ég ekki trúa honum. Þess vegna þessi viðbrögð.

En eitt verður þú að viðurkenna, þarna var Helgi Seljan að ræða við mann sem á víst að vera einn vinsælasti bloggari þjóðarinnar, skrifar um skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Ekki sá ég að rætt væri mikið um skrif hans. Dáldið eins og að Egill biði rithöfundi í Kiljuna og yfirheyrði hann svo um hve oft hann skipti um nærbuxur, ekki orð um bækurnar hans. :) Ekki þar fyrir, Jens Guð lék með. Mynnti mig kannski hvernig afi komst af á Íslandi sín ár, snéri öllu upp í grín ef þeir sem réðu vildu ekki taka hann alvarlega.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, en þarf nokkuð að fjalla um skrif hans í Sjónvarpinu? Var ekki tilgangurinn að sýna manninn á bak við skjáinn?´

Ég verð að viðurkenna að mér fannst ekki vera farið niðurlægjandi að Jens. En sínum augum lítur hver silfrið og kannski er ég svona staurblindur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já, en þarf nokkuð að fjalla um skrif hans í Sjónvarpinu? Var ekki tilgangurinn að sýna manninn á bak við skjáinn?´

Ég verð að viðurkenna að mér fannst ekki vera farið niðurlægjandi að Jens. En sínum augum lítur hver silfrið og kannski er ég svona staurblindur.

Ríkissjónvarpið er gífurlega valdamikill fjölmiðill á Íslandi og auðséð af hvaða hroka sérstaklega Helgi Seljan og Sigmar umgangast það vald. Ég gæti talið upp ótal atvik en eitt ætti að nægja. Fyrir Alþingiskosningarnar voru gerðir þættir um formenn stjórnmálaflokkana. Geir Haarde sýndur í líkamsþjþjálfun meðan formaður Frjálslynda flokksins var sýndur keyrandi á milli funda borðandi við stýrið. Hafði þetta áhrif á kosningarnar? Já örugglega og sá tilgangurinn.

Fjölmiðlafólk er fullkomlega vitandi um vald sitt þó það viðurkenni það ekki. Þegar ég sé Helga Seljan sé ég mann illa drukkinn af valdinu sem hann hefur komist í. Nú veit ég ekki hver stjórnaði eða setti saman umfjöllunina um Össur Skarpheiðinsson og Gísla Martein, en Helgi Seljan var spyrilinn og andlitið. Ég er á því að með þeirri umfjöllun sé hreinlega verið að reyna að fella ríkisstjórnina, öfl í Sjálfstæðisflokknum sem vilja hana dauða og þessi öfl í beinni tengingu inn í Kastljósið. Þarf ég að minna á meðferðina á Jónínu Bjartmars, eyðilögð í beinni af Helga Seljan. Ég er sannfærður um að Helgi Seljan gerði þennan þátt um Jens Guð til þess að hafa áhrif á almenning, gera Jens Guð að skríp í augum hans.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.