Sign in to follow this  
Followers 0

Skýrslan um unglingana í Breiðavík

1 post in this topic

Posted

Var að lesa yfir skýrsluna og sé ekki betur en að núna verði að setja ný lög um miskabætur fyrir Breiðavíkurkrakkana. Ætli það taki langan tíma? http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Sky...vik_skyrsla.pdf http://www.stjr.is/ Til að leggja grunn að mati nefndarinnar á því hvort gera ætti slíka tillögu, og þá í hvaða formi, fór nefndin fram á það að Viðar Már ritaði álitsgerð, þar sem tekin yrði afstaða til eftirfarandi atriða, eins og kostur væri. 1. Kemur til greina, og þá að uppfylltum hvaða skilyrðum, að maður, sem var vistaður sem barn á vist- eða meðferðarheimili á vegum ríkisins á árunum 1952-1979, á grundvelli ákvæða í lögum og reglugerðum um barnaverndarmál, eigi skaðabótarétt á hendur ríkinu, einkum til greiðslu miskabóta, þegar: a. sýnt þykir að ákvarðanir stjórnvalda ríkis, sem falið var samkvæmt lögum og reglugerðum um barnaverndarmál að taka ákvarðanir um vistun barna á visteða meðferðarheimilinu gegn vilja foreldris, hafi verið ólögmætar. 2. Kemur til greina, og þá að uppfylltum hvaða skilyrðum, að maður, sem var vistaður sem barn á vist- eða meðferðarheimili á vegum ríkisins á árunum 1952-1979, á grundvelli ákvæða í lögum og reglugerðum um barnaverndarmál, eigi skaðabótarétt á hendur ríkinu, einkum til greiðslu miskabóta, þegar: a. sýnt þykir að hann hafi á vistunartíma orðið með reglubundnum hætti fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í merkingu refsilaga af hálfu annarra vistmanna, sakhæfra eða ósakhæfra, og að sýnt þyki að starfsmenn ríkisins á viðkomandi vistheimili hafi í störfum sínum sýnt almennt eða stórfellt gáleysi vegna skorts á því að rækja umönnunar- og eftirlitsskyldur í samskiptum vistmanna? b. sýnt þykir að hann hafi á vistunartíma orðið með reglubundnum hætti fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í merkingu refsilaga af hálfu starfsmanna ríkisins á viðkomandi vistheimili? 3. Ef svör við 1. og/eða 2. lið eru játandi, er þess óskað, að þú leggir mat á þá valkosti, sem til greina koma, um leiðir sem færar eru eða kynnu að vera fyrir stjórnvöld, eftir atvikum með aðkomu Alþingis, til að leggja mat á og ákvarða greiðslu miskabóta til þeirra einstaklinga, að hluta eða í heild, sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu á árunum 1952-1979. Leiðir til að bæta tjón Loks er, ef svör við 1. og/eða 2. lið eru játandi, óskað eftir að ég leggi mat á þá valkosti, sem til greina koma, um leiðir sem færar eru eða kynnu að vera fyrir stjórnvöld, eftir atvikum með aðkomu Alþingis, til að leggja mat á og ákvarða greiðslu miskabóta til þeirra einstaklinga, að hluta eða í heild, sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu á árunum 1952 – 1979. Eins og fyrr greinir tel ég að stofnast hafi skaðabótaskylda á tjóni, sem börn er vistuð voru á Breiðavíkurheimilinu á tilgreindu tímabili, hafa orðið fyrir. Ef beitt yrði almennum reglum skaðabótaréttar þarf tjónþolinn að sanna, að hann hafi í raun orðið fyrir tjóni og af hvaða háttsemi það hafi stafað, svo og að það séu orsakatengsl milli þeirrar háttsemi og tjónsins. Jafnvel þótt sú sönnun tækist, er ljóst að miðað við reglur um fyrningu skaðabótakrafna væri krafa tjónþolans á hendur íslenzka ríkinu fyrnd. Greiðslur íslenzka ríkisins á skaðabótum í þeim tilvikum, sem vistmenn á Breiðavík telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna annarra vistmanna eða starfsmanna og þetta tjón hafi verið skaðabótaskylt, þegar því var valdið, yrðu samkvæmt framansögðu umfram skyldu. Það er ekki einsdæmi, einkum á síðari árum, að ríkið taki um það ákvörðun að bæta tiltekin tjón, þótt ekki sé um skyldu til þess að ræða. Má sem dæmi nefna lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, nr. 69/1995, en með þeim tekur ríkissjóður á sig greiðslu skaðabóta vegna tjóns, sem valdið er með háttsemi, sem felur í sér brot á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. Bótafjárhæðir í lögunum eru takmarkaðar, sbr. 2. mgr. 7. gr. þeirra, þar sem hámark bóta fyrir það sem nefnt er líkamstjón er kr. 2.500.000 og hámark bóta fyrir miska (skv. 26. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993) er kr. 600.000. Helztu rökin fyrir setningu laganna eru þau, að eðlilegt sé að ríkið tryggi tjónþolum lágmarksbætur í slíkum tilvikum þar sem ætla má að tjónvaldar (hinir skaðabótaskyldu) séu í flestum tilvikum ekki borgunarmenn fyrir skaðabótunum. Í lögunum eru ákvæði um endurkröfurétt ríkisins á hendur þeim, sem tjóni hefur valdið. Einnig má nefna lög um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000, en í þeim tekur íslenzka ríkið á sig greiðslu skaðabóta vegna líkamstjóns sjúklinga, sem þeir verða fyrir af völdum heilbrigðisstarfsmanna í þjónustu ríkisins. Ábyrgðin er hlutlæg samkvæmt lögunum, en hún er þó takmörkuð við tjón, sem verða með tilteknum hætti. Fjárhæð skaðabóta samkvæmt lögunum er takmörkuð, en hækkar í janúar ár hvert til samræmis við hækkun neyzluvísitölu. Fjárhæðin er frá janúar 2007 kr. 6.600.000. Lög nr. 69/1995 og lög nr. 111/2000 eru seinni tíma fyrirbrigði á Íslandi. Þess ber þó að geta að á grundvelli laga um almannatryggingar og laga um félagslega aðstoð stendur ríkið straum af kostnaði við verulegan hluta þeirra bóta, sem einstaklingar eiga kost á vegna líkamstjóns er leiðir af slysum eða sjúkdómum, einkum í tilvikum þar sem ekki er um skaðabótaskyldu að ræða. Jafnframt skal minnt á, að þótt lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, nr. 69/1995, hafi ekki verið sett á Íslandi fyrr en 1995, hófust umræður á vettvangi Evrópuráðsins um að slík löggjöf væri þýðingarmikil þegar um 1970. Þá voru í ýmsum löndum Evrópu í gildi lög um þetta efni. Sambærileg lög voru sett í Danmörku 26. maí 1976, þ.e. lög nr. 277 frá því ári. Ef íslenzka ríkið, umfram skyldu, hyggst bæta þeim, sem orðið hafa fyrir tjóni vegna dvalar á vistheimilinu Breiðavík skaðabætur er líklegt að tvær meginleiðir kæmu til greina. Annars vegar að leysa úr hverju máli fyrir sig á grundvelli krafna tjónþola. Í því tilviki yrði ríkið að taka afstöðu til þess, hvort það vill bera fyrir sig fyrningu kröfunnar. Taka þyrfti afstöðu til þess hverju sinni, hvort sannað sé, eða leiddar líkur að, ef létta á tjónþola sönnunarbyrði, að vistmaður hafi orðið fyrir tjóni. Meta þyrfti umfang tjóns, hvort það sé fjárhagslegt tjón eða ófjárhagslegt (miski) og hvernig ætti að bæta það. Þá þarf að taka afstöðu til þess, hvort bæta á bæði tímabundið tjón og varanlegt, eða aðeins hið síðarnefnda. Þessi leið myndi því byggjast á kröfugerð hvers og eins af vistmönnunum, sem teldi sig hafa orðið fyrir tjóni, og í samræmi við almennar reglur myndi íslenzka ríkið meta það í hverju tilviki fyrir sig, hvort það ber fyrir sig fyrningu og skort á sönnun og hvaða fjárhæð verður lögð til grundvallar. Um einstaklingsbundna úrlausn hvers máls væri að ræða eftir umfangi þess og alvarleika. Hins vegar má hugsa sér leið sem felst í því að sett yrðu lög, er heimiluðu að greiddar yrðu bætur til þeirra, sem orðið hefðu fyrir tjóni af völdum annarra vistmanna eða starfsmanna á meðan á dvöl þeirra á vistheimilinu Breiðavík stóð. Nauðsynlegt yrði, að setja almennar reglur um skilyrði til bóta og almennar reglur um aðferð eða viðmiðanir við ákvörðun á fjárhæð bótanna. Setja þyrfti almennar reglur um hvort bætt yrði bæði tímabundið og varanlegt tjón, eða einungis hið síðarnefnda. Taka yrði af skarið um það, hvers konar bætur væri um að ræða, þ.e. hvort leitast eigi við að meta og bæta fjártjón vistmanna, eða hvort greiða eigi bætur vegna miska. Einnig má hugsa sér að bætur yrðu ákveðnar sem meðalhófsbætur, sem í sjálfu sér gætu bæði tekið til miska og fjártjóns. Meðalhófsbætur eru ekki ákveðnar eftir reglum skaðabótaréttar, heldur eru sanngirnisbætur, ákveðnar eins fyrir alla eða eftir einföldum mælikvörðum, t.d. vistunartíma á Breiðavík, svo dæmi sé tekið. Meginatriðið er, ef þessi leið yrði valin, að setja almennar gegnsæjar reglur um skilyrði til skaðabóta og hvernig fjárhæð þeirra yrði ákvörðuð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.