Sign in to follow this  
Followers 0
Victor Laszlo

Er baðhúsið undanþegið jafnréttislögum?

73 posts in this topic

Á bls. 34 í 24 stundum í dag er atvinnuauglýsing frá Baðhúsinu, þar sem yfirskriftin er "Ert þú kona á besta aldri?".

En í jafnréttislögunum stendur skýrt:

15. gr. Laus störf, starfsþjálfun og endurmenntun.

Starf sem laust er skal standa opið jafnt konum og körlum.

Því spyr ég, er Baðhúsið undanþegið jafnréttislögum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hefurðu ekki tekið eftir því að það eru bara karlar og fyrirtæki í þeirra eigu sem þurfa að lúta þessum lögum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað finnst feministum um þetta?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það væri nú meira ruglið ef ekki væru undanþágur í jafréttislögunum sem t.d. gerðu sundlaugum fært að auglýsa eftir karlmanni þegar vantar sturtuvörð í karlaklefann.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það væri nú meira ruglið ef ekki væru undanþágur í jafréttislögunum sem t.d. gerðu sundlaugum fært að auglýsa eftir karlmanni þegar vantar sturtuvörð í karlaklefann.

Sammála, það væri nú meira ruglið, en eru öll störf baðhússins flokkuð sem sturtuvörður?

Er þá ekki bara málið að karlaklíkurnar í stjórnum fyrirtækja titli sig sem sturtuverði?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það væri nú meira ruglið ef ekki væru undanþágur í jafréttislögunum sem t.d. gerðu sundlaugum fært að auglýsa eftir karlmanni þegar vantar sturtuvörð í karlaklefann.

Það er ekki verið að auglýsa eftir sturtuvörðum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ekki verið að auglýsa eftir sturtuvörðum.

Baðhúsið er líkams- og heilsuræktarstöð fyrir konur. Þar eru konur gangandi um hálf- eða allsberar. Finnst þér í alvörunni svona illa brotið á karlmönnum þó þeim sé ekki boðin vinna þarna? Ef þetta eru þínar stærstu áhyggjur varðandi jafnréttismál máttu líklega bara vel við una.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Baðhúsið er líkams- og heilsuræktarstöð fyrir konur. Þar eru konur gangandi um hálf- eða allsberar.
Eru þær gangandu um allsberar í afgreiðslunni?

Finnst þér í alvörunni svona illa brotið á karlmönnum þó þeim sé ekki boðin vinna þarna? Ef þetta eru þínar stærstu áhyggjur varðandi jafnréttismál máttu líklega bara vel við una.
Voða ertu orðin persónuleg. Snerti ég á viðkvæma strengi? Ertu kannski tengd baðhúsinu og/eða auglýsingunni á einhvern hátt?

Ha ha, ég fór niður á þitt plan. Gaman gaman.

Alex, hættu að skemma þráðinn minn með tröllalátum og vertu málefnaleg.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Starfsfólk Baðhússins vinnur á persónulegum nótum með viðskiptavinum.

Þetta er spurning um að fólk vill almennt frekar striplast á svona stað innan um aðstoðarfólk af eigin kyni.

Í það minnsta vilja konur það almennt.

Mér finnst líklegt að karlmönnum þætti líka þægilegra að hafa karla en ekki konur í sambærilegum störfum í karlabaðhúsi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Baðhúsið hefur enga heimild til að brjóta jafnréttislög.

Ef málið er að þær gangi hálfnaktar eða naktar um, þá verða þær einfaldlega að hætta því og fara í flíkur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Baðhúsið hefur enga heimild til að brjóta jafnréttislög.

Ef málið er að þær gangi hálfnaktar eða naktar um, þá verða þær einfaldlega að hætta því og fara í flíkur.

Finnst þér eðlilegt að sturtuverðirnir í karlaklefunum í sundlaugunum séu karlkyns eða viltu að karlmönnum þar sé gert að baða sig í fullum klæðum ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Finnst þér eðlilegt að sturtuverðirnir í karlaklefunum í sundlaugunum séu karlkyns eða viltu að karlmönnum þar sé gert að baða sig í fullum klæðum ?

Já mér finnst það eðlilegt. En Baðhúsið verður greinilega að opna karlaklefa og karlabað, þannig að jafnrétti sé tryggt.

Ekki er heimilt að meina öðru kyninu aðgang að þjónustu.

Ef þessi aðstaða er ekki til staðar í dag, þá ber fyrirtækinu að bæta úr, eða loka.

Jafnrétti virkar í báðar áttir, ef þið feministar hafið ekki uppgötvað það.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já mér finnst það eðlilegt. En Baðhúsið verður greinilega að opna karlaklefa og karlabað, þannig að jafnrétti sé tryggt.

Ekki er heimilt að meina öðru kyninu aðgang að þjónustu.

Ef þessi aðstaða er ekki til staðar í dag, þá ber fyrirtækinu að bæta úr, eða loka.

Jafnrétti virkar í báðar áttir, ef þið feministar hafið ekki uppgötvað það.

Ertu nægilega skarpur til að sjá að þetta eru hártoganir eða viltu líka heimta að karlar fái leghálsskoðanir reglulega til að leita krabbameins og að konur fái reglulegt tékk vegna blöðruhálsmeins til að gæta fulls jafnréttis?

Er nú ekki gáfulegra að reyna að tala um þetta á sæmlega kommon sens grundvelli í stað þess að vera með þennan vitleysisgang ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ertu nægilega skarpur til að sjá að þetta eru hártoganir eða viltu líka heimta að karlar fái leghálsskoðanir reglulega til að leita krabbameins og að konur fái reglulegt tékk vegna blöðruhálsmeins til að gæta fulls jafnréttis?

Er nú ekki gáfulegra að reyna að tala um þetta á sæmlega kommon sens grundvelli í stað þess að vera með þennan vitleysisgang ?

Eru baðferðir svipaðar og leghálskrabbaskoðun?

Hélt ekki.

Bara að minna þig á að óheimilt er að neita öðru kyninu um þjónustu.

Baðhúsinu er skylt að setja upp aðstöðu sem hæfir báðum kynjum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Auglýst er eftir starfsmanni (konu) í móttökustarf, sem felur í sér bókanir, símsvörun, sölu og þjónustu. Ég get ekki með nokkrum hætti tengt það við nekt.

Mér finnst líklegt að karlmönnum þætti líka þægilegra að hafa karla en ekki konur í sambærilegum störfum í karlabaðhúsi.

Eru til karlabaðhús?

Já, og svo vil ég að Alex og Járnkarl hætti að skemma þráðinn minn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér skilst að uni-sex baðhús séu vinsæl og fjölsótt t.d. í Hollandi, Þýskalandi og Austurríki. Heilmikið jafnrétti þar. Hvort það er svo öllum að skapi er svo annað mál ?

Afsakaðu svo Laszlo, innkomu mína á þráðinn þinn !

Share this post


Link to post
Share on other sites
Baðhúsið er líkams- og heilsuræktarstöð fyrir konur. Þar eru konur gangandi um hálf- eða allsberar. Finnst þér í alvörunni svona illa brotið á karlmönnum þó þeim sé ekki boðin vinna þarna? Ef þetta eru þínar stærstu áhyggjur varðandi jafnréttismál máttu líklega bara vel við una.

Mér finnst verulega illa farið með mig að fá ekki að njóta þessa starfs.

Af því að þú ert nú uppáhalds femínistinn minn vona ég að þú styðjir mig í þessu máli.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Baðhúsið er líkams- og heilsuræktarstöð fyrir konur.

Verður ekki að vera aðstaða fyrir bæði kynin?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ekki verið að auglýsa eftir sturtuvörðum.

Ég heimta jafnréttindi og vil vinna í kvenkynssturtuklefa :D

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég heimta jafnréttindi og vil vinna í kvenkynssturtuklefanum :D

Sturtuklefi er karlkyns.

Hann sturtuklefinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.