Sign in to follow this  
Followers 0
Zyklus

Kreppa?

77 posts in this topic

Mikil aukning hefur orðið í nýskráningu ökutækja fyrstu 53 daga ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Umferðarstofu um nýskráningar ökutækja.

Á tímabilinu 1. janúar til 22. febrúar á þessu ári hafa 4.146 ökutæki verið nýskráð á Íslandi miðað við 2.824 ökutæki yfir sama tímabil á síðasta ári. Þetta er 46,8 % aukning milli ára. Það vantar aðeins 86 ökutæki upp á að náð sé sögulegu hámarki nýskráninga sem var árið 2006 yfir sama tímabil.

Frá 1. janúar til 22. febrúar 2008 urðu 14.007 eigendaskipti á ökutækjum miðað við 13.651 ökutæki á sama tímabili á síðasta ári en það er 2,6 % hækkun milli ára.

Svartsýni og hrakspár Málverja hafa greinilega ekki mikil áhrif á íslenska neytendur. :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Svartsýni og hrakspár Málverja hafa greinilega ekki mikil áhrif á íslenska neytendur. :lol:

Það eru ákveðnir einstaklingar hérna á Málefni.com sem hafa mjög gott lag á að skilja ekki umræðuna. Skilja hvorki upp né niður.

Undirritaður hefur m.a. tala mikið um peningaprentun hérna á skerinu, talað m.a. um að það sé nauðsynlegt að hafa háa vexti til að stoppa eða bremsa af góðærið, frysta ónýtt veð. Góðæri sem lýsir sér þannig að fólk í landinu á alltof margar krónur til að versla fyrir. Þetta lýsir sér á endanum í gríðar vöru- og viðskiptahalla sem endar sem auknar skuldir þjóðarskútunnar.

Vandamálið er sem sagt, TIL ER ALLT OF MIKIÐ AF PENINGUM sem kristallar, PENINGAPRENTUN!

Nú, þessir einstaklingar hérna sem hafa sérstakt lag á að skilja ekki, skilja þetta að sjálfsögðu ekki frekar en annað.

Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að það er sönnun í þeirra eyru um að allt sé í bestasta lagi þegar fréttir berast af því að menn séu að spreða peningum í allar áttir.

Yeah right.. það er hægt að tala um skilningsleysi, en oftast eiga önnur orð betur við!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það eru ákveðnir einstaklingar hérna á Málefni.com sem hafa mjög gott lag á að skilja ekki umræðuna. Skilja hvorki upp né niður.

Undirritaður hefur m.a. tala mikið um peningaprentun hérna á skerinu, talað m.a. um að það sé nauðsynlegt að hafa háa vexti til að stoppa eða bremsa af góðærið, frysta ónýtt veð. Góðæri sem lýsir sér þannig að fólk í landinu á alltof margar krónur til að versla fyrir. Þetta lýsir sér á endanum í gríðar vöru- og viðskiptahalla sem endar sem auknar skuldir þjóðarskútunnar.

Vandamálið er sem sagt, TIL ER ALLT OF MIKIÐ AF PENINGUM sem kristallar, PENINGAPRENTUN!

Nú, þessir einstaklingar hérna sem hafa sérstakt lag á að skilja ekki, skilja þetta að sjálfsögðu ekki frekar en annað.

Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að það er sönnun í þeirra eyru um að allt sé í bestasta lagi þegar fréttir berast af því að menn séu að spreða peningum í allar áttir.

Yeah right.. það er hægt að tala um skilningsleysi, en oftast eiga önnur orð betur við!

Rólegur, þetta innlegg var nú bara sett hér inn til gamans. Ekki meint þannig að hér væri bara allt í besta lagi (þó ástandið sé nú kannski ekki alveg eins slæmt og margir málverjar vilja meina...).

Share this post


Link to post
Share on other sites
Svartsýni og hrakspár Málverja hafa greinilega ekki mikil áhrif á íslenska neytendur. :lol:

Það er ákveðinn hópur einstaklinga sem eiga nóg af peningum og smá skjálfti á mörkuðum breytir engu um neyslumynstur þessara einstaklinga. Þetta er aðeins ein birtingarmynd þess sem Seðlabankinn horfir því miður ekki til.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það eru ákveðnir einstaklingar hérna á Málefni.com sem hafa mjög gott lag á að skilja ekki umræðuna. Skilja hvorki upp né niður.

Undirritaður hefur m.a. tala mikið um peningaprentun hérna á skerinu, talað m.a. um að það sé nauðsynlegt að hafa háa vexti til að stoppa eða bremsa af góðærið, frysta ónýtt veð. Góðæri sem lýsir sér þannig að fólk í landinu á alltof margar krónur til að versla fyrir. Þetta lýsir sér á endanum í gríðar vöru- og viðskiptahalla sem endar sem auknar skuldir þjóðarskútunnar.

Vandamálið er sem sagt, TIL ER ALLT OF MIKIÐ AF PENINGUM sem kristallar, PENINGAPRENTUN!

Nú, þessir einstaklingar hérna sem hafa sérstakt lag á að skilja ekki, skilja þetta að sjálfsögðu ekki frekar en annað.

Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að það er sönnun í þeirra eyru um að allt sé í bestasta lagi þegar fréttir berast af því að menn séu að spreða peningum í allar áttir.

Yeah right.. það er hægt að tala um skilningsleysi, en oftast eiga önnur orð betur við!

Þetta er áhugavert innlegg. En það sem ég hef tekið eftir að fólk sem á nóg af peningum, er ekki fólk sem er spreðandi seðlunum, eða aurunum útum allt. Það kannski stendur í skilum með sín íbúðalán, eða er jafnvel búið að greiða þau upp, en þeir sem eyða peningum (fyrir utan þá sem eiga peninga), er fólk sem hefur lítið á milli handanna en lætur það eftir sér að kaupa sér hluti í búðum og mörkuðum, burt séð frá því hvort að það sé að greiða af íbúðalánum.

Það sem að almúginn lætur eftir sér í innkaupum á innfluttum vörum, hlýtur vissulega að kalla á meiri innflutning, og

því meir innflutningur, því meiri viðskiptahalli.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ákveðinn hópur einstaklinga sem eiga nóg af peningum og smá skjálfti á mörkuðum breytir engu um neyslumynstur þessara einstaklinga. Þetta er aðeins ein birtingarmynd þess sem Seðlabankinn horfir því miður ekki til.

Ég held að sá hópur sé nú stærri sem eyðir um efni fram og tekur allt á lánum. Þá ekki síst nýja og dýra bíla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Undanfari kreppu er eimitt óhófleg eyðsla svo að þessi miklu bílakaup styðja aðeins undir þá kenningu að kreppa sé í nánd.

Gífurlega hátt skuldatryggingarálag bankanna, sem í raun þýðir að lánsmarkaðir erlendis eru þeim lokaðir, er mikið áhyggjuefni. Staða bankanna virðist vera góð. En það sem gerir þeim erfitt fyrir er ástandið á fjármálamörkuðum heimsins vegna undirmálslána og horfurnar á Íslandi og kannski sérstaklega hve stórir bankarnir eru miðað við íslenskt þjóðfélag. Svo virðist vera sem lán til bankanna til fjárfestinga séu skammtímalán sem þarf að greiða upp með nýrri lántöku. Og þegar þau lán fást ekki eða aðeins með gríðarlega háum vöxtum þá er staðan orðin grafalvarleg.

Ég hef verið að kynna mér stöðu bankanna og borið hana saman við stöðu erlendra banka. Það kom mér á óvart að skuldir íslenskra banka eru ekki miklar sem hlutfall af eigin fé eða sem hlutfall af markaðpsverðmæti í samanburði við þekkta erlenda banka. Danske Bank, Deutsche Bank og Credit Suisse eru allir mun skuldugri á þennan mælikvarða. En íslensku bankarnair eru með mun verri lausafjárstöðu. Það er þar sem skóinn kreppir. Samt sem áður er handbært fé íslenskra banka nálægt 870 milljörðum króna. Ef við skiptum 870 milljörðum milli Íslendinga kæmi hátt í þrjár milljónir á hvert mannsbarn.

Eru bankarnir orðnir of stórir fyrir Ísland?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Íslendingar eru sífellt að elta skottið á sjálfum sér, þar sem þeir kunna ekki fótum sínum forráð í peningamálum. Eru sífellt að kenna Seðlabankanum um háa stýrivexti, þess vegna sé allt ómögulegt. Málið er bara þetta; ef stýrivextirnir væru lægri þá væri bara eyðslan meiri og ástandið enn verra!

Neyslugleði landans á sér, að því virðist, engin takmörk. Væntanlega hefur þetta með uppeldið að gera, þar sem hugmyndafræðin; ,,þetta reddast" er allsráðandi.

Stjórnvöld ættu nú að gera allt til að draga úr neyslu og efla sparnað í nokkurn tíma til laga þessa stöðu. Það mætti hækka stýrivextina enn meira, en síðan koma til móts við þá sem eru að koma sér upp húsnæði með sértækum aðgerðum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Að sjálfsögðu verður hinum Íslenska þjóðfélagsþegni kennt um þegar allt hrynur eins og spilaborg.

Enda, hvernig datt hinum venjulega Íslendingi í hug að græða hundruð miljarða í verðbréfabraski, sem gerði tugþúsundir Íslendinga að mjög, mjög ríkum einstaklingum sem svo aftur gátu spreðað peningum í allar áttir?

Enda, hvernig datt hinum venjulega Íslendingi að kaupa sér húsnæði á lágum vöxtum með 100% láni, sem veldur hækkunum á fasteignum og gerði marga húseigendur að ríkum einstaklingum, svo ríkum að þeir gátu spreðað peningum í allar áttir?

Enda, hvernig datt hinum venjulega Íslendingi í hug að taka við Gjafakvóta og framleiða þannig hundruði miljarða í hreinan hagnað með tilheyrandi kaupgetu?

Enda, hvernig datt hinum venjulega Íslendingi í hug að þiggja störf sem greitt var fyrir miljónir og jafnvel tugmiljónir á mánuði? Tekjur sem gáfur kaupmátt sem aldrei fyrr?

Og í ljósi þessara heimsku hins venjulega Íslendings, þarf hann nokkuð að vera hissa þótt skuldir hækki samhliða svona þenslu sem hækka veð á færibandi?

Eða..

Getur verið að hinn venjulegi Íslendingur hafi ekkert með þetta að gera?

Getur verið að hér sé verið að hengja bakara fyrir smið?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Undanfari kreppu er eimitt óhófleg eyðsla svo að þessi miklu bílakaup styðja aðeins undir þá kenningu að kreppa sé í nánd.

Gífurlega hátt skuldatryggingarálag bankanna, sem í raun þýðir að lánsmarkaðir erlendis eru þeim lokaðir, er mikið áhyggjuefni. Staða bankanna virðist vera góð. En það sem gerir þeim erfitt fyrir er ástandið á fjármálamörkuðum heimsins vegna undirmálslána og horfurnar á Íslandi og kannski sérstaklega hve stórir bankarnir eru miðað við íslenskt þjóðfélag. Svo virðist vera sem lán til bankanna til fjárfestinga séu skammtímalán sem þarf að greiða upp með nýrri lántöku. Og þegar þau lán fást ekki eða aðeins með gríðarlega háum vöxtum þá er staðan orðin grafalvarleg.

Ég hef verið að kynna mér stöðu bankanna og borið hana saman við stöðu erlendra banka. Það kom mér á óvart að skuldir íslenskra banka eru ekki miklar sem hlutfall af eigin fé eða sem hlutfall af markaðpsverðmæti í samanburði við þekkta erlenda banka. Danske Bank, Deutsche Bank og Credit Suisse eru allir mun skuldugri á þennan mælikvarða. En íslensku bankarnair eru með mun verri lausafjárstöðu. Það er þar sem skóinn kreppir. Samt sem áður er handbært fé íslenskra banka nálægt 870 milljörðum króna. Ef við skiptum 870 milljörðum milli Íslendinga kæmi hátt í þrjár milljónir á hvert mannsbarn.

Eru bankarnir orðnir of stórir fyrir Ísland?

Alveg kórrétt hjá þér!

Rimryts virðist vera einn af þeim fáu sem sjá hin raunverulega vanda. Vandinn liggur í því að íslensku bankarnir eru orðnir of stórir fyrir íslenskt efnahagskerfi. Erlendir aðilar sjá það og þess vegna eru til aðilar á hinum erlenda markaði sem eru til í að borga þessa háu CDS tryggingu gegn því að bankarnir verði gjaldþrota. Vantrú þeirra á því að íslenska ríkið og seðlabankinn hafi bolmagn til að koma bönkunum til bjargar (ólíkt bönkum á evrusvæðinu sem hafa öfluga bakhjarla í erfiðu árferði).

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er bara hreinn uppspuni að bankarnir standi vel, nánast hrein lygi.

Hið rétta er, að þeir eru nánast gjaldþrota!

Þeir skulda alltof mikið í erlendum gjaldmiðli. Þeir hafa ekki nógar erlendar tekjur á móti þessum erlendum skuldum. Krónutekjur eru gagnslausar til að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum.

Þess vegna er vandinn ekki staða bankanna hér heima, hvort þeir græði 150 miljarða eða 100 miljarða í krónum talið sem þeir og gerðu fyrir 2007.

Vandamálið er ójafnvægið í þjóðarbúskapinum sem þetta gríðarlega fjall af erlendum skuldum skapar og hefur verið hinn rauði þráður í allri minni gagnrýni á "Hið nýja hagkerfi"

Gengdarlaus gróði í krónum án gjaldeyristekna stafar bara eitt, FÍASKÓ!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er bara hreinn uppspuni að bankarnir standi vel, nánast hrein lygi.

Hið rétta er, að þeir eru nánast gjaldþrota!

Þeir skulda alltof mikið í erlendum gjaldmiðli. Þeir hafa ekki nógar erlendar tekjur á móti þessum erlendum skuldum. Krónutekjur eru gagnslausar til að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum.

Þess vegna er vandinn ekki staða bankanna hér heima, hvort þeir græði 150 miljarða eða 100 miljarða í krónum talið sem þeir og gerðu fyrir 2007.

Vandamálið er ójafnvægið í þjóðarbúskapinum sem þetta gríðarlega fjall af erlendum skuldum skapar og hefur verið hinn rauði þráður í allri minni gagnrýni á "Hið nýja hagkerfi"

Gengdarlaus gróði í krónum án gjaldeyristekna stafar bara eitt, FÍASKÓ!

Málið er leyst með því að færa höfuðstöðvar bankana til bretlands.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Málið er leyst með því að færa höfuðstöðvar bankana til bretlands.

Ekki rétt.

Krónufjöllin verða eftir sem áður til og Breskur banki er á engan hátt betur settur með krónufjöll og erlendar skuldir, frekar en Íslenskur banki með krónufjöll og erlendar skuldir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ekki rétt.

Krónufjöllin verða eftir sem áður til og Breskur banki er á engan hátt betur settur með krónufjöll og erlendar skuldir, frekar en Íslenskur banki með krónufjöll og erlendar skuldir.

þá eru það allavega ekki lengur skuldir þjóðarbúsins ef þeir færa höfuðstöðvarnar til bretlands.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það virðist einhvern veginn vera sem allur milljarða gróðinn af fjárfestingum erlendis sé að láta standa á sér. Það þýðir í raun bara tvennt, að annaðhvort voru eigninranr erlendis keyptar of dýru verði (vegna ódýrs fjármagns) eða að rekstrargetan til að skapa arð til að borga til baka er ekki fyrir hendi.

Við höfum séð það með dæmi eins og FL Group og kaup og sölu a Icelandair, Sterling o.s.f.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er bara hreinn uppspuni að bankarnir standi vel, nánast hrein lygi.

Hið rétta er, að þeir eru nánast gjaldþrota!

Þeir skulda alltof mikið í erlendum gjaldmiðli. Þeir hafa ekki nógar erlendar tekjur á móti þessum erlendum skuldum. Krónutekjur eru gagnslausar til að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum.

Þess vegna er vandinn ekki staða bankanna hér heima, hvort þeir græði 150 miljarða eða 100 miljarða í krónum talið sem þeir og gerðu fyrir 2007.

Vandamálið er ójafnvægið í þjóðarbúskapinum sem þetta gríðarlega fjall af erlendum skuldum skapar og hefur verið hinn rauði þráður í allri minni gagnrýni á "Hið nýja hagkerfi"

Gengdarlaus gróði í krónum án gjaldeyristekna stafar bara eitt, FÍASKÓ!

Skuldir Kaupþings voru fyrir örfáum dögum skv ársreikningi 2007 14 sinnum eigið fé og 9.04 sinnum markaðsverðmætið. Skuldir Glitnis voru 16.35 sinnum eigið fé og 10,86 sinnum markaðsverðmætið. Skuldir Landsbankans voru 15.62 sinnum eigið fé og 9.44 sinnum markaðverðmætið. Þetta virðast vera miklar skuldir en þá verða menn að hafa í huga að með þessum skuldum eru taldar allar innistæður. Þegar þessi skuldastaða er borin saman við erlenda banka kemur í ljós að þetta hlutfall er alls ekki hátt:

Skuldir Deutshe Bank voru 33 sinnum eigið fé og 27 sinnum markaðsverðmætið. Skuldir Danske Bank voru 31 sinnum eigið fé og 26 sinnum markaðsverðmætið. Skuldir Credit Suisse voru 27.84 sinnum eigið fé og 19.04 sinnum markaðsverðmætið. Af þessu má sjá að eiginfjárhlutfall íslensku bankanna er miklu hagstæðara en þessara þriggja evrópsku banka sem ég tók til skoðunar. Og skuldirnar sem hlutfall ef markaðsverðmæti eru miklu lægri.

En það þýðir ekki að einblína á skuldirnar. Lausafjárstaðan er verri hjá íslensku bönkunum. Það mætti allavega tvöfalda skuldir íslensku bankanna án þess að skuldastaða þeirri yrði verri en þessara erlendu banka út frá þessum mælikvörðum. Handbært fé mundi þá margfaldast og verða hlutfallslega af sömu stærðargráðu og hjá þessum erlendu bönkum. Ef hægt væri að gefa út nýtt hlutabréf myndi skuldaaukningin minnka sem því nemur. Þessi aukning á handbæru fé er hins vegar svo gríðarleg að hún er líklega langt fyrir ofan það sem hægt væri að leysa með innlendum ráðstöfunum. Þetta væri aukning um 5.3 milljarða sem er líklega hátt í fjórfalt verðmæti allra lífeyrissjóða landsins.

Það er því ljóst að skuldatryggingarálagið verður að lækka verulega ef bankarnir eiga að spjara sig. Það fer varla á milli mála að bankarnir eru orðnir allt of stórir til að íslenska ríkið ásamt lífeyrissjóðum geti komið þeim til bjargar ef illa fer nema að gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans verði aukinn um þúsundir milljarða. Hefur ríkið enn lánstraust fyrir slíkri skuldaaukningu?

Staða bankanna er ekki slæm. Það sem virðist slæmt er hvernig lánum er háttað til fjárfestinga bankanna. Aðeins virðist vera lánað til skamms tíma og síðan verða menn að fá lán til að greiða upp lán sem falla á gjalddaga. Svo þegar þessi staða kemur upp að lánamarkaðir lokast vegna of hás skuldatryggingarálags þá er voðinn vís. Skuldatryggingarálagið hefur eflaust hækkað fyrst og fremst vegna yfirvofandi kreppu og vegna þess að ríkið er varla talið hafa bolmagn til að koma bönkunum til bjargar ef illa fer.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef lánstími bankanna væri þeirra eina vandamál, þá eru þeir ekki í neinni krísu, þeir framlengja bara eins og hinir skuldasauðirnir.

Vandamálið er á kristaltæru. Tekjurnar af erlendu útlánunum er ekki að skila sér. Þeir þurfa þess vegna að stækka boltann við hverja afborgun. Og þeir sem kunna að skoða línurit sjá það svart á hvítu að vöxtur skulda er í veldisfalli.

Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni.

Og skv. hádegisfréttum viðskiptavaktarinnar, þá nema erlendar heildareignar 4.900 miljarða í dag. Ég hef reiknað að heildar erlendar skuldir hátt í 9000 miljarða. Munurinn um 4000 miljarðar eins og ég hafði skotið á hér fyrir nokkru.

Þjóðarskútan og bankarnir mest, skuldar sem sagt skv. þessu 4000 miljarða erlendis umfram eignir!

Sleppum þessum 5000 miljörðum sem eignir eru sagaðar vera til á móti. Segjum bara til að vera gíga jákvæðir að þessir 5000 miljarðar beri sig.

Þá er eftir að greiða af 4000 miljörðum, 4000 miljörðum sem engar eignir eru á bak við.

Hvaðan á þjóðarskútan (lesist sem að mestu bankarnir) að fá auka miljarða af gjaldeyri til að greiða fjármagnskostnað og afborganir af þeim lánum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ef lánstími bankanna væri þeirra eina vandamál, þá eru þeir ekki í neinni krísu, þeir framlengja bara eins og hinir skuldasauðirnir.

Vandamálið er á kristaltæru. Tekjurnar af erlendu útlánunum er ekki að skila sér. Þeir þurfa þess vegna að stækka boltann við hverja afborgun. Og þeir sem kunna að skoða línurit sjá það svart á hvítu að vöxtur skulda er í veldisfalli.

Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni.

Og skv. hádegisfréttum viðskiptavaktarinnar, þá nema erlendar heildareignar 4.900 miljarða í dag. Ég hef reiknað að heildar erlendar skuldir hátt í 9000 miljarða. Munurinn um 4000 miljarðar eins og ég hafði skotið á hér fyrir nokkru.

Þjóðarskútan og bankarnir mest, skuldar sem sagt skv. þessu 4000 miljarða erlendis umfram eignir!

Sleppum þessum 5000 miljörðum sem eignir eru sagaðar vera til á móti. Segjum bara til að vera gíga jákvæðir að þessir 5000 miljarðar beri sig.

Þá er eftir að greiða af 4000 miljörðum, 4000 miljörðum sem engar eignir eru á bak við.

Hvaðan á þjóðarskútan (lesist sem að mestu bankarnir) að fá auka miljarða af gjaldeyri til að greiða fjármagnskostnað og afborganir af þeim lánum?

En þessar 5000 milljarða eignir skila arði og hann getur borgað vextina til baka.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þá er eftir að greiða af 4000 miljörðum, 4000 miljörðum sem engar eignir eru á bak við.

Hvaðan á þjóðarskútan (lesist sem að mestu bankarnir) að fá auka miljarða af gjaldeyri til að greiða fjármagnskostnað og afborganir af þeim lánum?

Það eru náttúrlega eignir á Íslandi á móti þessu.........

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það eru náttúrlega eignir á Íslandi á móti þessu.........

Ha?

Endurtek spurninguna.

Hvaðan á þjóðarskútan (lesist sem að mestu bankarnir) að fá auka miljarða af gjaldeyri til að greiða fjármagnskostnað og afborganir af þeim lánum?

En þessar 5000 milljarða eignir skila arði og hann getur borgað vextina til baka.

Ef svo væri, þá væru bankarnir ekki í vanda.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.