Sign in to follow this  
Followers 0
salka

Verður Íbúðalánasjóði breytt í heildsölubanka til

20 posts in this topic

Það má lesa þessar tillögur á milli línanna hjá Illuga og Bjarna og svo Geir Haarde sem segir að verið sé að kanna allar leiðir til að "taka á vandanum" og Illugi minnist á heildsölubanka

Það væri skondið ef Íbúðalánsjóður yrði nú notaður til að skaffa bönkunum ríkistryggt fé til útlána. Þetta máttu Hreiðar Már og aðrir "viðskiptafræðingar ársins" ekki heyra á minnst fyrir ca. 2 árum...bankarnir voru komnir með miklu betri kjör út í heimi en Íbúðalánasjóður og þetta þótti niðurlægjandi fyrir þá.

En nú má heyra annað...kannksi bara hin besta lausn að láta sjóðinn bjarga þessum snilldarfjárfestum sem ætluðu sér að eiga einn af 50 stærstu bönkum heims.

Manni finndist að aðilar sem eru með 250 milljónir í árslaun ættu að geta leyst úr frekar stórum vandamálum sjálfir, eða hvað?

Þegar allt var í himnalagi hjá bökunum, útrásin í full swing, þá átti að breyta Íbúðalánsjóði í félagslegan sjóð, s.s. hann átti bara að lána þeim sem voru með lág laun, þeim sem bankarnir vildu síður lána. Eins voru uppi hugmyndir um að afnema ríkisábyrgð sjóðsinis til að hann keppti á sama grundvelli og bankarnir (án ríkisábyrgðar). Bankarnir kærðu þessa stöðu sjóðsins til EFTA.

En nú þegar bankarnir eru með hæsta skuldatryggingarálag af öllum bönkum á Vesturlöndum, þá á að gera Íbúðalánasjóð að félagslegum sjóði til að bjarga misheppnuðum fjárfestum úr vanda. Og þá eru allir jafnir, allir með ríkistryggð lán.

Hafið þið heyrt um Corporate Welfare?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef þetta á að gerast þá er lágmarkskrafa að bankarnir verði ríkisvæddir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Manni finndist að aðilar sem eru með 250 milljónir í árslaun ættu að geta leyst úr frekar stórum vandamálum sjálfir, eða hvað?

Þessir með 250 milljónir væru pottþétt óhæfir til að vinna á elliheimili. Að þrífa upp eftir sjúkinga þegar ælu og niðurgangspestir eru í gangi. Fólk að deyja í höndunum á þeim... Nei þeir myndu þverneita að gera handtak.

Það væri bara of mikil vinna fyrir þessa skrifstofupésa sem eru aðallega að bulla daginn út og inn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Re´tt spekulasjon; Hreinlega ekkert annað að gera en ríkisvæða bankana tvo (Kaupþing og Landsb.) a.m.k. ef eitthvað þarf að hliðra til gagnvart því framferði sem þeir hafa komið sér í á síðstu misserum. Láta þá þó fyrst um sinn reyna sig við að koma sér úr klípunni sjálfir.

Málið er að sjálfsögðu það eitt að einkabankarnir hafa ekkert á bak við sig sem tryggir þeim nægilegt fjármagn erlendis. Það hafði ísl. ríkið. Nú er þetta tilraunaskeið í einkavæðingunni á enda runnnið og dæminu verður að snúa við. Ekki n-ú-n-a, heldur NÚ ÞEGAR.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það má lesa þessar tillögur á milli línanna hjá Illuga og Bjarna og svo Geir Haarde sem segir að verið sé að kanna allar leiðir til að "taka á vandanum" og Illugi minnist á heildsölubanka

Það væri skondið ef Íbúðalánsjóður yrði nú notaður til að skaffa bönkunum ríkistryggt fé til útlána. Þetta máttu Hreiðar Már og aðrir "viðskiptafræðingar ársins" ekki heyra á minnst fyrir ca. 2 árum...bankarnir voru komnir með miklu betri kjör út í heimi en Íbúðalánasjóður og þetta þótti niðurlægjandi fyrir þá.

En nú má heyra annað...kannksi bara hin besta lausn að láta sjóðinn bjarga þessum snilldarfjárfestum sem ætluðu sér að eiga einn af 50 stærstu bönkum heims.

Manni finndist að aðilar sem eru með 250 milljónir í árslaun ættu að geta leyst úr frekar stórum vandamálum sjálfir, eða hvað?

Þegar allt var í himnalagi hjá bökunum, útrásin í full swing, þá átti að breyta Íbúðalánsjóði í félagslegan sjóð, s.s. hann átti bara að lána þeim sem voru með lág laun, þeim sem bankarnir vildu síður lána. Eins voru uppi hugmyndir um að afnema ríkisábyrgð sjóðsinis til að hann keppti á sama grundvelli og bankarnir (án ríkisábyrgðar). Bankarnir kærðu þessa stöðu sjóðsins til EFTA.

En nú þegar bankarnir eru með hæsta skuldatryggingarálag af öllum bönkum á Vesturlöndum, þá á að gera Íbúðalánasjóð að félagslegum sjóði til að bjarga misheppnuðum fjárfestum úr vanda. Og þá eru allir jafnir, allir með ríkistryggð lán.

Hafið þið heyrt um Corporate Welfare?

Nei, þessir menn hugsa bara um eigið rassgat og gróðann fyrir sjálfan sig. Hitti kunningja minn í dag, sem

sagðist hafa endurfjármagnað íbúðina sína með því að tak erlent lán. Bankaguttinn ætlaði að pranga

myntkörfuláni inn á hann, en vinurinn sigaði lögreglunni á verðbréfaguttann fyrir framtakið.

Eina svarið sem verðbréfaguttin hafði var að vísa vininum á yfirmann sinn.

Þið eigið örugglega eftir að heyra fleiri svona reynslusögur frá mér á næstunni,

þ.e. hvernig bankar og lánastofnanir reyna að gabba saklausa einstaklinga til að

bankarnir sjálfir getir grætt og um mistök og lélega eignastýrringu bankanna.

Kveðja hildur234

P.S. Þessi ofangreindi vinur minn fékk það lán sem hann þarfnaðist og í

þeirri mynt sem hannn vildi (og er búinn að greia upp íbúðina sína í dag).

Share this post


Link to post
Share on other sites
Nei, þessir menn hugsa bara um eigið rassgat og gróðann fyrir sjálfan sig. Hitti kunningja minn í dag, sem

sagðist hafa endurfjármagnað íbúðina sína með því að tak erlent lán. Bankaguttinn ætlaði að pranga

myntkörfuláni inn á hann, en vinurinn sigaði lögreglunni á verðbréfaguttann fyrir framtakið.

Er einmitt að spá í erlent lán þessa dagana.

Í hverju felst munurinn á þessum lánum sem þú nefnir hér að ofan? Er ekki talað um að velja saman mynt (myntkörfu) þegar tekið er erlent lán?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nýjustu fréttir eru að bankarnir séu að velta fyrir sér sameiningu. Ef stóru bankarnir sameinast verður fyrst nauðsyn fyrir að opna á Evrópusambandsaðild.

Það yrði skelfilegt ef stór einkabanki hefði einokunaraðstöðu hér.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er einmitt að spá í erlent lán þessa dagana.

Í hverju felst munurinn á þessum lánum sem þú nefnir hér að ofan? Er ekki talað um að velja saman mynt (myntkörfu) þegar tekið er erlent lán?

Jú oftast eru þetta nú myntkörfulán... hildur234 gæti kannski útskýrt nánar hvers vegna sú tillaga hafi verið svo slæm? Ef til vill átti viðskiptavinurinn ekki að hafa val um hvaða mynt eða myntir væru í körfunni, en þú átt að hafa það val Spooner. Ef ég væri að taka slíkt lán í dag að þá myndi ég forðast að hafa USD inní körfunni þar sem til lengri tíma litið mun USD hækka töluvert umfram aðra gjaldmiðla að mínu mati.

Nýjustu fréttir eru að bankarnir séu að velta fyrir sér sameiningu. Ef stóru bankarnir sameinast verður fyrst nauðsyn fyrir að opna á Evrópusambandsaðild.

Það yrði skelfilegt ef stór einkabanki hefði einokunaraðstöðu hér.

Hvað er þetta, ég er bara sammála þér dag eftir dag hehe... :blink: - reyndar ættum við að vera á lokastigum þess að ganga í ESB í dag en auðvitað hindruðu stjórnmálamennirnir að hagsmunir almennings væru tryggðir til lengri tíma litið, og nú sitjum við í mjög saltri súpu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að það sé alls ekki vitlaus hugmynd að Íbúðalánsjóður verði heildsölubanki og að bankar of sparisjóðir sjái um smásölu á lánum sjóðsins. Sjóðurinn hefur ákveðið hlutverk og lagaramma eins og Husbanken í Noregi og á að sinna lánaþörf almennings og stuðla að stöðuleika. Vilji menn svo annarskonar lán s.s. í erlendri mynt eða viðbótarlán þá geta bankarnir tekið þau að sér.......

Þetta myndi minnka rekstarkostnað Íbúðalánasjóðs og nýta betur þekkinguna í almenna bankakerfinu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég held að það sé alls ekki vitlaus hugmynd að Íbúðalánsjóður verði heildsölubanki og að bankar of sparisjóðir sjái um smásölu á lánum sjóðsins. Sjóðurinn hefur ákveðið hlutverk og lagaramma eins og Husbanken í Noregi og á að sinna lánaþörf almennings og stuðla að stöðuleika. Vilji menn svo annarskonar lán s.s. í erlendri mynt eða viðbótarlán þá geta bankarnir tekið þau að sér.......

Þetta myndi minnka rekstarkostnað Íbúðalánasjóðs og nýta betur þekkinguna í almenna bankakerfinu.

Íbúðalánasjóður hefur haft því hlutverki að gegna síðustu ár að hækka húsnæðisverð. Vaxtabætur og allar bætur til húsnæðiskaupa valda hækkun, afnám stimpilgjalds færir svo stimpilgjaldið yfir á húsnæðisverðið.

Ef litið er á hækkun íbúðaverðs sem stoð undir þá efnaminni, þá er Íbúðalánasjóður stoð undir þá efnaminni, annars ekki.

Jú oftast eru þetta nú myntkörfulán... hildur234 gæti kannski útskýrt nánar hvers vegna sú tillaga hafi verið svo slæm? Ef til vill átti viðskiptavinurinn ekki að hafa val um hvaða mynt eða myntir væru í körfunni, en þú átt að hafa það val Spooner. Ef ég væri að taka slíkt lán í dag að þá myndi ég forðast að hafa USD inní körfunni þar sem til lengri tíma litið mun USD hækka töluvert umfram aðra gjaldmiðla að mínu mati.

USD mun ekki hækka miðað við aðra, hann er í frjálsu falli og verður það næstu 10 ár, en hugsanlega munu aðrir gjaldmiðlar rýra gildi sitt til að eltast við hann. Ekki vilja evrópskir framleiðendur að evran verði 50 dollarar osfv..

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hafið þið heyrt um Corporate Welfare?

Popúlismi fyrir auðmenn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef það yrði til að sefa grátkórinn hjá bönkunum og redda a.m.k. inniliggjandi sparifé margra, þá væri svo sem hægt að breyta ÍLS í heildsölubanka eða hvað sem er (kannski ekki í sjávardýrasafn). En það yrði að tryggja að venjulegt fólk gæti fengið lán á viðráðanlegum kjörum....ALLTAF. Fólki er jú sama hvaðan gott kemur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ef það yrði til að sefa grátkórinn hjá bönkunum og redda a.m.k. inniliggjandi sparifé margra, þá væri svo sem hægt að breyta ÍLS í heildsölubanka eða hvað sem er (kannski ekki í sjávardýrasafn). En það yrði að tryggja að venjulegt fólk gæti fengið lán á viðráðanlegum kjörum....ALLTAF. Fólki er jú sama hvaðan gott kemur.

Myndi halda að bankarnir hefðu frjálsar hendur með vaxtaálagið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvernig er með Íbúðlánasjóð, stendur hann undir sér?

Er ekki óeðlilegt fyrir samkeppnina að ein stofnun njóti ríkisábyrgðar? Þannig gæti hún freistast til að bjóða betri kjör en bankarnir gætu með nokkru móti gert. Það væri óeðlileg samkeppni. Það ætti að vera skilyrði fyrir rekstri Íbúðalánsjóðs að hann njóti ekki forréttinda umfram bankana.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ef litið er á hækkun íbúðaverðs sem stoð undir þá efnaminni, þá er Íbúðalánasjóður stoð undir þá efnaminni, annars ekki.

Hva ... sagði ekki Pétur Blöndal tiltölulega nýlega einmitt þetta; að hækkun húsnæðisverðs væru kjarabætur? Af því að það væri til að mynda hægt að fá hærri lán út á verðmætara húsnæði ... :rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvernig er með Íbúðlánasjóð, stendur hann undir sér?

Er ekki óeðlilegt fyrir samkeppnina að ein stofnun njóti ríkisábyrgðar? Þannig gæti hún freistast til að bjóða betri kjör en bankarnir gætu með nokkru móti gert. Það væri óeðlileg samkeppni. Það ætti að vera skilyrði fyrir rekstri Íbúðalánsjóðs að hann njóti ekki forréttinda umfram bankana.

Hvaða samkeppni? Bankarnir eru ekki að lána til húnsæðislána, hefurðu ekki heyrt fréttirnar?

Stendur sjóðurinn undir sér? Skv. ársreikningi 2007 var hagnaður rúmur 2 milljarðar.

Það voru bankarnir sem byrjuðu á því að lækka vexti sína niður í 4,15% árið 2004, þá var ÍLS með 5,10% vexti. Ertu að segja að bankarnir hafi ekki haft efni á því að hafa vextina eins lága og þeir buðu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvaða samkeppni? Bankarnir eru ekki að lána til húnsæðislána, hefurðu ekki heyrt fréttirnar?

Stendur sjóðurinn undir sér? Skv. ársreikningi 2007 var hagnaður rúmur 2 milljarðar.

Það voru bankarnir sem byrjuðu á því að lækka vexti sína niður í 4,15% árið 2004, þá var ÍLS sem 5,10% vexti. Ertu að segja að bankarnir hafi ekki haft efni á því að hafa vextina eins lága og þeir buðu?

Bankarnir notuðu aðferðir fíkniefnasalanna...fyrsti skammturinn frír, þegar þeir ruddust inn á húsnæðislánamarkaðinn um árið!

Það sem hins vegar blasir við þeim sem tóku lán hjá bönkunum á 4,15% árið 2004 er endurskoðun á vöxtunum á næsta ári (5 ára endurskoðunarákvæði). Ef bönkunum sýnist svo geta þeir hækkað vextina um meira en helming (50%). Ef sú verður raunin mun það rústa fjárhag hundruða...ef ekki þúsunda heimila. Þetta sýnir að bönkunum er ekki vel treystandi til að sjá um húsnæðislán.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bankarnir notuðu aðferðir fíkniefnasalanna...fyrsti skammturinn frír, þegar þeir ruddust inn á húsnæðislánamarkaðinn um árið!

Það sem hins vegar blasir við þeim sem tóku lán hjá bönkunum á 4,15% árið 2004 er endurskoðun á vöxtunum á næsta ári (5 ára endurskoðunarákvæði). Ef bönkunum sýnist svo geta þeir hækkað vextina um meira en helming (50%). Ef sú verður raunin mun það rústa fjárhag hundruða...ef ekki þúsunda heimila. Þetta sýnir að bönkunum er ekki vel treystandi til að sjá um húsnæðislán.

Bauð ekki Kaupþing fasta vexti út lánstímann meðan hinir bankarnir höfðu endurskoðunarákvæði á nokkurra ára fresti? Ég fékk allavega þessar upplýsingar á sínum tíma þegar ég kynnti mér málið.

Annars voru vextir á heimsmarkaði mjög lágir á þessum tíma og hafa farið hækkandi. Það er því eðlilegt að vextirnir hafi verið lægri á þessum tíma. Bankarnar verða að hækka vexti þegar vextir á lánum sem þeir taka hækka. En auðvitað má búast við að extra góð kjör bjóðist meðan verið er að lokka viðskiptavinina til sín.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bauð ekki Kaupþing fasta vexti út lánstímann meðan hinir bankarnir höfðu endurskoðunarákvæði á nokkurra ára fresti? Ég fékk allavega þessar upplýsingar á sínum tíma þegar ég kynnti mér málið.

Annars voru vextir á heimsmarkaði mjög lágir á þessum tíma og hafa farið hækkandi. Það er því eðlilegt að vextirnir hafi verið lægri á þessum tíma. Bankarnar verða að hækka vexti þegar vextir á lánum sem þeir taka hækka. En auðvitað má búast við að extra góð kjör bjóðist meðan verið er að lokka viðskiptavinina til sín.

Var ekki Glitnir sá eini sem var með endurskoðunarákvæðið? Hinir geta amk. nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki sett svona ákvæði inn.

En varðandi kjörin - það er ekkert leyndarmál að bankarnir græddu nánast ekkert á þessum húsnæðislánum. Lánin voru nánast seld á kostnaðarverði til almennings. Enda var ekkert smá tie-in sem fylgdi þesum lánum, þú þurftir að vera í launavernd, með líftryggingu, í verði, í vexti, með sparnaðarreikning hjá þeim auk þess að lofa að skipta ekki um banka næstu 113 árin.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Var ekki Glitnir sá eini sem var með endurskoðunarákvæðið? Hinir geta amk. nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki sett svona ákvæði inn.

En varðandi kjörin - það er ekkert leyndarmál að bankarnir græddu nánast ekkert á þessum húsnæðislánum. Lánin voru nánast seld á kostnaðarverði til almennings. Enda var ekkert smá tie-in sem fylgdi þesum lánum, þú þurftir að vera í launavernd, með líftryggingu, í verði, í vexti, með sparnaðarreikning hjá þeim auk þess að lofa að skipta ekki um banka næstu 113 árin.

og frjálsi fjárfestingarbankinn líka.

gömul umræða:

http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t56372.html

greinilega hafa ýmsir verið að vonast eftir lægri vöxtum í framtíðinni og vera "nær evrópu"

eins og það hafi verið eitthvað eðlilegt að hafa 2% vexti. ehm

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.