Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Stebbi skrifar um Kjarvalsmálið á blogginu sínu.

28 posts in this topic

Stebbi skrifaði:

Fjölskylda Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals hefur nú tapað baráttu sinni við Reykjavíkurborg fyrir því að fá málverk ættarföðurins aftur í sína vörslu. Nær allt ævistarf Jóhannesar hefur verið eign Reykjavíkurborgar frá árinu 1968. Hörð deila hefur verið á milli aðila um það hvort Jóhannes hafi gefið safnið með löglegum hætti og allt standist í þeim efnum. Fullyrðir fjölskylda listmálarans að andlegt ástand hans hafi verið með þeim hætti að hann hefði ekki verið með réttu ráði á þessum tíma sem um ræðir.

Eins og flestir vita er meginhluti verkanna geymdur á Kjarvalsstöðum, en safn borgarinnar var nefnt eftir Jóhannesi og er á Klambratúni í Reykjavík. Barátta Ingimundar og fjölskyldu hans er orðin mjög löng. Hef ég fylgst með henni nokkurn tíma, en á síðustu árum hefur Ingimundur verið virkur við að skrifa á spjallvefnum Málefnin, en þar skrifaði ég reglulega þar til að ég hætti því endanlega fyrir rúmu ári.

Niðurstaðan í dag er mjög lík niðurstöðu héraðsdóms í janúar 2007. Stór hluti niðurstöðunnar í dómnum í dag virðist enda, rétt eins og í héraðsdómi, byggður á orðum og ummælum Geirs Hallgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, sem var borgarstjóri í Reykjavík árið 1968 er samningurinn kom til sögunnar.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli í kjölfarið. Ingimundur hefur barist árum saman fyrir því að fá yfirráð yfir listasafni afa síns. Sú barátta er nú töpuð og fróðlegt að heyra viðbrögð Ingimundar við þessu.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Og ég svaraði:

Já Stebbi. Þú ert á vissan hátt spegill þjóðarinnar. Með því að skrifa það sem þú heldur að valdið vilji minnkar Ísland niður í nærri ekkert í speglinum sem þú ert. Ekki að það sé þetta lítið heldur að allt skreppur saman sem þið snertið.

Afi minn Jóhannes Kjarval var einn mesti listamaður Íslands, tilheyrir heiminum þó ég sé kannski ekki rétti maðurinn til að dæma um það.

Talandi um spegil, þá skrifar þú: “Sú barátta er nú töpuð og fróðlegt að heyra viðbrögð Ingimundar við þessu”. Sýnir hve lítill heimur þinn er og þá valdsins sem þú skrifar fyrir. Furðulegt en satt Stebbi, veröldin teygir sig norður af Grímsey og jafnvel suður fyrir Vestamannaeyjar. Þar fyrir utan er trúað á og tekin alvarlega orð forfeðra okkar um að með lögum skuli landi byggja og ólögum eyða.

Ég trúi að þessi dómur hæstaréttar muni koma aftur til Íslands, rífa ofan af sárunum og skafa af gröftin , valdið sem er að misfara sjálfstæði þjóðarinnar með því að snúa stjórnsýslunni upp í fasískt kerfi sem hefur þann eina tilgang að vernda sína eigin.

Svo trúðu mér Stebbi þetta ekki búið enn, varla byrjað. Dómur hæstaréttar yndislegur vegna þess að hann sýnir án vafa að samsærið frá byrjun var alltaf að ræna mesta listamann þjóðarinnar. Og hvers vegna vildi valdið ræna ástkærasta einstakling hennar. Einfalt , eins og manætan heldur að hún fá kraft þeirra sem hún étur, heldur valdið að list afa verði hluti af því með því að stela henni frá fjölskyldu minni.

Ingimundur Kjarval

En eitt mátt þú eiga Stebbi, þú skrifar um málið meðan annað fjölmiðlafólk þegir. Svo Þegar það kemur að hliðinu og lyklameistarinn tékkar í bókina og sér að þeir sögðu ekkert þegar málið var á döfinni, þegar þeir detta niður í það dýpsta, þá labbar þú beint inn. Hann hristir kannski höfuðið og segi að þetta hefði getað verið betra. En hafðu engar áhyggjur, þar fyrirgefst allt nema þegar blaðamenn þegja yfir hlutum sem þeir áttu að segja frá. Það fyrirgefst aldrei og þess vegna að þeir munu brenna til eilifðar þar sem þeir eiga heima. Trúðu mér.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stefán Friðrik kann vel við sig í moggavirkinu, Fort Moggblogg! Þar eru bara til andsvara slepjulegir jáarar, ef einhverjir. - SF hefur nánast tekið Geir Hallgrímsson í dýrðlingatölu, svo skrif hans verða að skoðast í því ljósi, honum er varla sjálfrátt.

Ein frægasta mynd sem tekin hefur verið af GH, mbl fyrir kosningar 1966, Geir sat á malbikunarvél og malbikaði, í sparifötum! Mér fannst þetta flott mynd á þeirri tíð en í dag þykir mér myndin lýsa pólítískum ferli GH vel!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Stefán Friðrik kann vel við sig í moggavirkinu, Fort Moggblogg! Þar eru bara til andsvara slepjulegir jáarar, ef einhverjir. - SF hefur nánast tekið Geir Hallgrímsson í dýrðlingatölu, svo skrif hans verða að skoðast í því ljósi, honum er varla sjálfrátt.

Ein frægasta mynd sem tekin hefur verið af GH, mbl fyrir kosningar 1966, Geir sat á malbikunarvél og malbikaði, í sparifötum! Mér fannst þetta flott mynd á þeirri tíð en í dag þykir mér myndin lýsa pólítískum ferli GH vel!

Já mikið rétt, réttarhöldin gengu mikið út á hvort að Geir Hallgrímsson væri dýrlingur eða ekki. En hvað um það, þó að Sjálfstæðiflokkurinn hafi staðið að því að ræna afa minn, þá verðið þið öll hægt og sigandi ábirg með þögn ykkar.

Þessi hæstaréttardómur er það mikil ósvífa að ykkur ber skylda til þess að gera eitthvað. En þið munuð ekki gera neitt, svona er heimurinn. Ég spekulera mikið í hvernig fer um ráðamenn borgarinnar í dag. Hvað er borgarstjóri að hugsa? Borgaráð? Þeir sem passa upp á þýfið?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já mikið rétt, réttarhöldin gengu mikið út á hvort að Geir Hallgrímsson væri dýrlingur eða ekki. En hvað um það, þó að Sjálfstæðiflokkurinn hafi staðið að því að ræna afa minn, þá verðið þið öll hægt og sigandi ábirg með þögn ykkar.

Þessi hæstaréttardómur er það mikil ósvífa að ykkur ber skylda til þess að gera eitthvað. En þið munuð ekki gera neitt, svona er heimurinn. Ég spekulera mikið í hvernig fer um ráðamenn borgarinnar í dag. Hvað er borgarstjóri að hugsa? Borgaráð? Þeir sem passa upp á þýfið?

Þeir sem kveikja eldana... osfv... Það verða fleiri málaferli... sporgöngumennirnir munu njóta góðs af!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stebbi er ekki fjölmiðlamaður. Hann er bloggari með ekki neinar sjálfstæðar skoðanir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, Ingimundur þetta er ekkert annað en þjófnaður. En hvað ætlið þið að gera nú? Fara lengra með málið?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já hvað er í spilinum, framkvæma Harakíri á Kjarvalsstöðum? Verst að það er örugglega svo helvíti sárt. Ég sendi Eiríki Þorlákssyni fyrrverandi forstjóra Kjarvalsstaða skeyti fyrir nokkrum árum um að vera viðbúinn friðsamlegum mótmælum frá mér, að ég kæmi og héldi í eitt listaverkið þangað til lögreglan sækti mig. Eiríkur sendi mér skeyti til baka um að hann hefði tilkynnt lögreglunni og að ég væri ekki velkominn á Kjarvalsstaði, yrði hringt í lögregluna um leið og ég kæmi. Síðan hef ég verið þar oft og látið vita af mér en ekkert gerst.

Réttarríkið búið til svo við leystum ekki deilur með ofbeldi. Ég viðurkenni alveg að ofbeldishugsanir fara stundum í gegnum hugann, lái mér hver sem vill. En auðvitað myndi það ekki bæta málstað fjölskyldunnar. Svo hvað er í spilinum? Að berjast áfram og berjast svo áfram hvernig sem það svo verður. Einn möguleiki, hungurverkfall fyrir utan Kjarvalsstaði þegar hlýnar, hef hugsað um það sem möguleika. Verst að ég get ekki verið það lengi frá búskapnum en vika hér og vika þar ætti að ganga upp. Hvernig væri vikuhungurverkfall einu sinni á ári það sem eftir er ævinar fyrir utan Kjarvalstaði um mitt sumar. Þar gæti ég útbýtt bæklingum til ferðamanna. Ég held líklega að það yrði sterkast.

En fyrst þarf að klára þetta fyrir dómstólum, vonandi ekki búið enn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Stebbi er ekki fjölmiðlamaður. Hann er bloggari með ekki neinar sjálfstæðar skoðanir.

Þægilegt líf að standa alltaf með þeim sterka... eða hvað..?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef mikið spekúlerað í hvers vegna þessi þöggun á sér stað í íslenskum fjölmiðlum. Komist að þeirri niðurstaðan að ástæðurnar séu nokkrar og ein sem ég hef ekki skrifað mikið um hingað til. Mörgum á Íslandi finnst í lagi að fjölskylda mín var rænd. Jú jú þeim finnst það leiðilegt að þetta hafi komið fyrir okkur og finnur jafnvel til með okkur öllum. Bara stærri hagsmunir í veði í þeirra augum, finnst að við eigum ekki að eiga þessi listaverk best að hafa þetta á opinberu safni. Þess vegna þessi óþægilegi tvískinningur þegar ég er innan um Íslendnga, þeir vita af og viðurkenna óréttlætið, skilja að þetta er ekki rétt gagnvart okkur en finnst samt að Reykjavíkurborg eigi að hafa þessi verk.

Þess vegna að hef ég ákveðið að hafa sem minnst samneyti við Íslendinga yfirleitt, of sárt að vita af þessu og vera innan um þá meðan maður veit að þeir hugsa svona, fyllir mann af vonlausri reiði og tilfinningu að maður sé annars flokks. Flott að vera hérna á Málefnunum, mátulega langt á milli okkar. Svo er líka að ég er hræddur að umgangast ykkur yfrleitt, þið gætuð jú haldið fram að ég hafi gefið ykkur allt mitt hafurtask með munnlegu samkomulagi og þið sjálf vitnin fyrir gjöfinni. Komiið mér á geðveikarhæli og hirt allt. Annað eins hefur jú gerst og stutt af íslenskum dómstólum. :stressed:

Ég er byrjaður að skija að þetta hefur alltaf fylgt fjölskyldunni. Afi var jú enginn venjulegur maður á Íslandi þó hann væri um tíma þekktasti Íslendingurinn, í raun alltaf litið niður á hann af Reykjavíkuraðlinum, ekki einn af þeim. Aðeins út á landi að fólk dáði hann sem einn af þeim. Eina ástæðan að stjórnmálamenn eins og tildæmis Geir Hallgrímsson voru í kringum Kjarval að ljóminn af honum hjálpaði að veiða atkvæði. Svo ef að þeir litu niður á Kjarval vorum við fjölskylda hans ennþá ómerkilegri. Það voru á þessar tilfinningar sem Kristbjörg Stephensen borgarlögmður spilaði á þegar hún reyndi að gera fjölskyldu mína ómerkilega í augum dómarans. Hvort hún gerði það meðvitað veit ég ekki, má vel vera að henni hafi fundist við ómerkileg, hvað veit ég.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég hef mikið spekúlerað í hvers vegna þessi þöggun á sér stað í íslenskum fjölmiðlum. Komist að þeirri niðurstaðan að ástæðurnar séu nokkrar og ein sem ég hef ekki skrifað mikið um hingað til. Mörgum á Íslandi finnst í lagi að fjölskylda mín var rænd. Jú jú þeim finnst það leiðilegt að þetta hafi komið fyrir okkur og finnur jafnvel til með okkur öllum. Bara stærri hagsmunir í veði í þeirra augum, finnst að við eigum ekki að eiga þessi listaverk best að hafa þetta á opinberu safni. Þess vegna þessi óþægilegi tvískinningur þegar ég er innan um Íslendnga, þeir vita af og viðurkenna óréttlætið, skilja að þetta er ekki rétt gagnvart okkur en finnst samt að Reykjavíkurborg eigi að hafa þessi verk.

Þess vegna að hef ég ákveðið að hafa sem minnst samneyti við Íslendinga yfirleitt, of sárt að vita af þessu og vera innan um þá meðan maður veit að þeir hugsa svona, fyllir mann af vonlausri reiði og tilfinningu að maður sé annars flokks. Flott að vera hérna á Málefnunum, mátulega langt á milli okkar. Svo er líka að ég er hræddur að umgangast ykkur yfrleitt, þið gætuð jú haldið fram að ég hafi gefið ykkur allt mitt hafurtask með munnlegu samkomulagi og þið sjálf vitnin fyrir gjöfinni. Komiið mér á geðveikarhæli og hirt allt. Annað eins hefur jú gerst og stutt af íslenskum dómstólum. :stressed:

Ég er byrjaður að skija að þetta hefur alltaf fylgt fjölskyldunni. Afi var jú enginn venjulegur maður á Íslandi þó hann væri um tíma þekktasti Íslendingurinn, í raun alltaf litið niður á hann af Reykjavíkuraðlinum, ekki einn af þeim. Aðeins út á landi að fólk dáði hann sem einn af þeim. Eina ástæðan að stjórnmálamenn eins og tildæmis Geir Hallgrímsson voru í kringum Kjarval að ljóminn af honum hjálpaði að veiða atkvæði. Svo ef að þeir litu niður á Kjarval vorum við fjölskylda hans ennþá ómerkilegri. Það voru á þessar tilfinningar sem Kristbjörg Stephensen borgarlögmður spilaði á þegar hún reyndi að gera fjölskyldu mína ómerkilega í augum dómarans. Hvort hún gerði það meðvitað veit ég ekki, má vel vera að henni hafi fundist við ómerkileg, hvað veit ég.

Sem minnir mig á það, hvenær kemur ýtan sem þú lofaðir mér?

Bleik eða ekki bleik, skiptir ekki máli þar sem ég er litblindur.

ps. Ég skal reyna að forðast tvískinnung, munnleg "gjöf" gamalmennis sem hugsanlega var sinnisveikur á einhverjum verðmætustu listaverkum samtímans á Íslandi er að mínu mati hreint bull.

Umræðunnar vegna getum við alveg gefið okkur það að Kjarval hafi sjálfur viljað gefa þessi verk, í því ástandi sem hann var, en Geir Hallgrímsson, sem ekki einungis hafði lögfræðipróf frá háskóla Íslands, heldur einnig eins árs framhaldsmenntun í lög- og hagfræði frá Harvard og í ofanálag við það rak málflutningsstofu um átta ára skeið á árunum frá 51 -59, hefði átt að vita betur og fá þetta staðfest skriflega í hlutlausra votta viðurvist.

Vonandi færð þú og fjölskylda þin réttarbætur þó það verði ekki fyrir tilverknað hérlendra dómstóla.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sem minnir mig á það, hvenær kemur ýtan sem þú lofaðir mér?

Bleik eða ekki bleik, skiptir ekki máli þar sem ég er litblindur.

ps. Ég skal reyna að forðast tvískinnung, munnleg "gjöf" gamalmennis sem hugsanlega var sinnisveikur á einhverjum verðmætustu listaverkum samtímans á Íslandi er að mínu mati hreint bull.

Umræðunnar vegna getum við alveg gefið okkur það að Kjarval hafi sjálfur viljað gefa þessi verk, í því ástandi sem hann var, en Geir Hallgrímsson, sem ekki einungis hafði lögfræðipróf frá háskóla Íslands, heldur einnig eins árs framhaldsmenntun í lög- og hagfræði frá Harvard og í ofanálag við það rak málflutningsstofu um átta ára skeið á árunum frá 51 -59, hefði átt að vita betur og fá þetta staðfest skriflega í hlutlausra votta viðurvist.

Vonandi færð þú og fjölskylda þin réttarbætur þó það verði ekki fyrir tilverknað hérlendra dómstóla.

Þakka þér fyrir Háski, þetta var vel skrifað hjá þér og mjög vel hugsað. Málið að þetta er algjörlega borðleggjandi, engin vafi um að þetta eru staðreyndir málsins. Þess vegna hefðu allir sem vita þennan sannleika á Íslansi átt að reiðast yfir þessari lögeysu en þeir gera það ekki. Sumir en ekki fjöldinn og ein skýringin hlýtur að vera þessi tvískinningur sem ég skrifaði um. Við þetta get ég bætt einu atriði, það eru engar heimildir til um vilja afa til þess að gefa þetta þó þú skarplega (umræðunar vegna) gefi þér það. Þess vegna að lagt var svo mikið upp úr skýrslutöku leigubílstjórans sem sagðist hafa hlustað á afa tala um það. Það að þessi leigubílstjóri bar ljúgvitni um hvort hann væri tengdur Reykjavíkurborg annað mál. Ímyndaðu þér, það eina sem er til um þennan meinta vilja afa vitnisburður leigubílstjóa. Þeir reyndu að gera þennan leigubílstjóra að nánum vin afa (Þorvaldur var mjög þægilegur í umgengni). En Þorvaldur var nærri hálfri öld yngri en Kjarval og aldrei í kirngum hann nema að fá borgað fyrir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er þetta mál fyrir mannréttindadómstólinn, Ingimundur?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er þetta mál fyrir mannréttindadómstólinn, Ingimundur?

Ég veit það ekki ennþá, við öll að ná andanum eftir þennan úrskurð, lögmenn líka. Mér skilst að þessi úrskurður hæstarétts Íslands sé með algjörum ólíkindum, lögmenn takandi andköf yfir honum. Fjölskyldan öll hefur hangið saman hingað til en nú eru einstaka meðlimir orðnir hræddir og vilja ekki með lengur, sumir í fjárhagserfiðleikum. Áætlanir eru komnar á stað að fara aftur í Héraðsdóm með málið. Ef öll fjölskyldan er samþykk mun það gerast alveg á næstu dögum. Ef að niðurstaðan verður að sumir þori ekki lengra, þá verður að ganga í að skipta búinu svo að þeir vilja halda áfram geti það, þá geta hlutirnir tafist eitthvað.

Nú er alveg eins líklegt að málinu verði vísað frá í héraðsdómi og það staðfest í hæstarétti. En bæði héraðsdómur og hæstaréttur verða þá að rökstyðja þá ákvörðun. Þar með og ekki fyrr tel ég málið tilbúið að fara erlendis. Hvert það fer og hvernig veit ég ekki, en pælum smá í möguleikum.

Ég gæti hugsað mér að sumir fjölskyldumeðlimir í Skandínavíu muni láta lögmenn þar horfa á málið, aldrei að vita hvað kemur út úr því. Svo bý ég ekki langt frá Manhattan og gæti séð mig labba við hjá mannréttindanefndinni og sjá hvernig sú stofnun virkar og hvort að lögmenn eru í kringum hana.

Núna þessa stundina í bræði minni koma allskonar hugarórar í höfuðið. Hérna er einn sem kom þegar ég var að stafla eldivið í kjallarann núna rétt áðan: ég finn bandarískan lögmann sem borðar lyfjafyrirtæki í morgunmat, forstjóra í hádegismat og tóbaksframleiðendur í kvöldmat. Legg málið fyrir hann upp á prósentur og hann fær svo dómsurskurð. Svo notum við dómsúrskurðinn til þess að frysta eignir Reykjavíkurborgar erlendis. Má vel vera að þetta séu hugarórar en ég held að Reykjavíkurborg ætti að ekki ganga út frá því.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég fór inn á vef hæstaréttar og las allan dóminn þar. Las héraðsdóminn og allt sem ég fann. Ég fann nánast ekkert af vitnisburði Þorvaldar heitins.

Eitt hnaut ég um í upphafi dóms hæstaréttar. Þar er ítrekað að verið sé að dæma um hvort hafi verið um gjöf að ræða eða hvað. Ég er enn gjörsamlega bit á að málið hafi ekki verið rekið sem vanhæfismál.

Svo ég segi það, í fyrsta sinn og með fullri meiningu, þá tel ég að verkin hafi verið véluð út úr gamla manninum, sárlösnum.

Já það var annað sem mér fannst koma illa út (óvenju ógeðslegt) en það var þessi dulbúna hótun um að fjölskyldan yrði rukkuð um geymslugjald og svoleiðis fyrir allan tímann sem myndirnar hafi verið í vörslu reykjavíkurborgar.

Mér datt í hug ágæt málsvörn fyrir innbrotsþjóf sem rukkar þýfiseigandann fyrir geymslugjald vegna þess að hann setti dótið í geymsluna.

Stebbi er oft með fína umfjöllun um allt mögulegt

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í hæstaréttardóminum segir þetta:

Í héraðsdómi er vikið að heilsufari listamannsins á síðari hluta árs 1968, en hann varð þá 83 ára. Áfrýjandi reisir kröfur sínar ekki á því að listamanninn hafi skort andlegt hæfi til að gefa munina, heldur að ósannað sé að hann hafi gert það. Þá mótmælir hann að skilyrði hefðar séu uppfyllt. Um málsástæður aðilanna vísast að öðru leyti til hins áfrýjaða dóms.

Þetta er hreinlega lygi og ætti kærast einhversstaðar. Lagðar fram sjúkraskýrslur afa, skýrsla geðlæknis um hæfni hans til að gera slíkan meinta gjafagerning etc. etc. Ég segi enn og aftur hæstaréttardómarar eru hreinlega að ljúga því að heilsufar afa hafi ekki verið atriði í þessum réttarhöldum. Í héraðsdómi segir þetta meðal annars:

Á árunum 1966/67 flutti Jóhannes S. Kjarval úr Sigtúni 7, Reykjavík á Hótel Borg, þar sem hann hafði herbergi til afnota.

Á þeim tíma var heilsa hans farin að bila og kemur fram í gögnum málsins að nokkuð hafi verið um að menn notfærðu sér einsemd hans til að slá hann um fé og fjármuni. Í síðara bindi ævisögu Kjarvals sem Indriði G. Þorsteinsson skráði, segir á bls. 311-312 þar sem fjallað er um síðustu æviár hans:

„Kjarval hafði lengi átt bágt með svefn og nú sótti þessi krankleiki meira á hann eftir að þrekið tók að bila og aldursjúkdómar sóttu að honum. Á þessum erfiðleikatímum flutti hann inn á Hótel Borg.“

Um heilsufar Kjarvals á þessum tíma megi að nokkru vísa til bréfs Hannesar Péturssonar geðlæknis, dags. 14. júní 1985, en þar komi fram að listamaðurinn hafi verið til umönnunar á geðdeild Borgarspítalans frá 18. febrúar 1969 til dánardægurs en Kjarval lagðist inn á Landspítalann hinn 28. janúar 1968 og var fluttur þaðan yfir á Borgarspítalann.

Í bréfi læknisins segir:

„Jóhannes Sveinsson Kjarval vistaðist á geðdeild Borgarspítalans í Reykjavík frá 18.02.1969 og lést þar 13.04.1972. Ástæða vistunar var almennur ellihrumleiki, sem fór versnandi smám saman fram að andláti.“

Enn fremur hafa verið lögð fram gögn úr sjúkraskrá Kjarvals frá janúar 1968 til æviloka hans.

Eða með öðrum orðum heilsufar afa var mikið til umfjöllunar í héraðsdómi og svo sannarlega gert að máli við réttarhöldin, fullyrðingar um annað hrein lygi.

Og þá erum við komin að Þorvaldi leigubílstjóra, í hérðasdómi segir þetta um þorvald:

Vitnið Þorvaldur Þorvaldsson, áður leigubifreiðarstjóri, skýrði frá því fyrir dómi að eftir að skóflustunga var tekin að byggingunni Kjarvalsstöðum 18. ágúst 1966 hafi Kjarval farið að tala um það að hann ætlaði að gefa Reykjavíkurborg myndir til að eitthvað væri til að sýna á Kjarvalsstöðum og hafi hann sagt að það þýddi lítið að hafa myndlistarhús ef ekkert væri til þess að sýna og hafi sagst hyggjast gera það. Það hafi svo verið síðar að hann hafi sagt vitninu að það væri búið að ákveða það og borgin vildi taka við þessu og síðar einnig að hann hefði afhent og gefið myndir sem færu niður í skjalasafn Reykjavíkur niður í Skúlatún 2. Hefði hann gefið með eitt og annað dót, eins og hann hafi orðað það, það sem var uppi á efra loftinu, það var fyrir ofan salinn sem hann hafði í Sigtúni 7. Vitnið kvaðst ekkert hafa komið nálægt þessari afhendingu eða öðru en Kjarval hafi alltaf talað um það sem gjöf til Reykjavíkur.

Vitnið kvaðst muna eftir því að Kjarval hefði sagt að hann hefði undirbúið þetta með Jóni Þorsteinssyni og Alfreð Guðmundssyni og borgarstjóri hefði tekið sér afar vel sem vonlegt hafi verið því faðir Geirs Hallgrímssonar hafi verið einn af miklum velgerðarmönnum Kjarvals þegar hann hafi verið í Danmörku í fjárhagsörðugleikum og hann hafi verið einn aðalstofnandi Pictors sem hafi verið styrktarfélag til Kjarvals og starfað til nokkurra ára. Aðspurður um ástæðu þess að hvergi væri fjallað opinberlega um gjöf þessa sagði vitnið að Jóhannes Kjarval hefði haft aðra siði að mörgu leyti heldur en almennt hafi gerst í þjóðfélaginu, sérstaklega varðandi viðskipti. Hann hafi verið öðruvísi í sniðum heldur en fólk almennt og það kunni að skýra það að ekki hafi farið fram formleg afhending. Vitnið kvað heilsufar Kjarvals seinni hluta árs 1968 hafa verið svipað og verið hefði undanfarin ár þangað til hann fór á spítalann.

Vitnið kvaðst hafa komið til Kjarvals inn í Sigtún og eins á Hótel Borg eftir 7. nóvember 1968 og hafi hann sagt frá því að frá þessu hefði verið gengið en á hvern hátt hafi vitnið ekki spurt hann um. Kjarval hafi alltaf notað þau orð um þetta „að þetta sem ég gaf Reykjavíkurborg“. Hann hafi aldrei talað um það öðruvísi við vitnið.

Hann hafi tiltekið að það væru tveir stórir kassar sem verið hafi á miðju gólfinu, annar úr tré og hinn pappakassi. Hann hafi sagst hafa gefið það sem í þessum kössum var og meira af dóti, eins og hann hafi orðað það, og muni ofan af loftinu sem vitnið kvaðst hafa vitað nokkurn veginn hvað var. Það hafi verið ýmsir eldhúsmunir og hitt og annað sem hefði safnast í kringum hann sem hann vildi að færi þarna líka.

Og í niðurstöðu dómsins:

Þegar litið er til gagna þeirra sem lögð hafa verið fyrir dóminn, einkum afdráttarlauss framburðar Guðmundar Alfreðssonar, sem rakinn er hér að framan og studdur er samtímafærslu hans í dagbók, og skýrslu vitnisins Þorvaldar Þorvaldssonar, ...................................

Þá skil ég ekki hvernig þú getur skrifað sem þú skrifar Húsamús, Þorvaldur eitt mikilvægasta vitnið í dómi Héraðsdóms. Að Þorvaldur er svo þurrkaður út í Hæstaréttardóminum sýnir vel hve óheiðarlegir hæstaréttadómarar voru. Sýnt framá með skjölum að Þorvaldur bar ljúgvitni í Héraðsdómi og þá bara þurrka þeir hann út í hæstaréttardómnum, hann aldrei til. En þetta er lítill hluti af lygum og blekkingum hæstaréttardómsins, héraðsdómurinn var þó ekki fullur af ósannnindum. Þessi hæstaréttardómur er hreint ótrúlegur fyrir margar sakir, fullyrðingar í honum sem hafa engan stuðning í málskjölum.

Ég trúi því bara ekki að hæstréttardómarar sleppi frá þessum dómi, hljóta að verða að svara fyrir hann. Og þá er ég ekki að tala um mig heldur samfélag lögmanna og dómara á Íslandi, dómarar orðið stétt sinni til skammar og háðungar.

Ég get sagt þér þetta Húsamús, eftir þennan dóm skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur, vildi helst skera þann hluta úr mér sem krabbamein.

Share this post


Link to post
Share on other sites

hvað gerir þennan kjarval svona merkilegann?

Share this post


Link to post
Share on other sites
hvað gerir þennan kjarval svona merkilegann?

Hvað gerir Íslendinga svo merkilega? Annars er þetta góð spurning sem ég ætla að reyna að svara á mannamáli.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég bara fann þetta ekki þarna á www.haestirettur.is

Hættu svo að bíta í mig, ég nenni því ekki.

Er þetta allt sem ég var að spurja um ? Þá er best að ég lesi það

"Í héraðsdómi er vikið að heilsufari listamannsins á síðari hluta árs 1968, en hann varð þá 83 ára. Áfrýjandi reisir kröfur sínar ekki á því að listamanninn hafi skort andlegt hæfi til að gefa munina, heldur að ósannað sé að hann hafi gert það. Þá mótmælir hann að skilyrði hefðar séu uppfyllt. Um málsástæður aðilanna vísast að öðru leyti til hins áfrýjaða dóms."

Þú ert að misskilja mig herfilega kall minn. Hérna stendur ;

Áfrýjandi reisir kröfur sínar ekki á því að listamanninn hafi skort andlegt hæfi til að gefa munina, heldur að ósannað sé að hann hafi gert það.

Þarna kemur hæstiréttur með þann vinkil að EKKI sé verið að reisa kröfurnar á því að hann hafi skort hæfi til að gefa þetta sem er hverjum manni augljóst og greinilega hæstarétti líka. Málið er að mál er lögð fyrir dóm af einhverri ástæðu.

Einfalt dæmi ;

Jói lemur Sigga og tekur veskið hans

Fyrir dómi er farið af stað með málið sem árásarmál

Hann er þar með ekki sakfelldur fyrir þjófnaðinn enda ekki kærður fyrir hann.

Heldurðu að þú skiljir mig ? Það þarf að sækja hvert mál á réttum forsendum og ég tel það ekki hafa verið gert þarna. Ég er EKKI að verja þennan dóm eða neitt þannig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég bara fann þetta ekki þarna á www.haestirettur.is

Hættu svo að bíta í mig, ég nenni því ekki.

Er þetta allt sem ég var að spurja um ? Þá er best að ég lesi það

"Í héraðsdómi er vikið að heilsufari listamannsins á síðari hluta árs 1968, en hann varð þá 83 ára. Áfrýjandi reisir kröfur sínar ekki á því að listamanninn hafi skort andlegt hæfi til að gefa munina, heldur að ósannað sé að hann hafi gert það. Þá mótmælir hann að skilyrði hefðar séu uppfyllt. Um málsástæður aðilanna vísast að öðru leyti til hins áfrýjaða dóms."

Þú ert að misskilja mig herfilega kall minn. Hérna stendur ;

Áfrýjandi reisir kröfur sínar ekki á því að listamanninn hafi skort andlegt hæfi til að gefa munina, heldur að ósannað sé að hann hafi gert það.

Þarna kemur hæstiréttur með þann vinkil að EKKI sé verið að reisa kröfurnar á því að hann hafi skort hæfi til að gefa þetta sem er hverjum manni augljóst og greinilega hæstarétti líka. Málið er að mál er lögð fyrir dóm af einhverri ástæðu.

Einfalt dæmi ;

Jói lemur Sigga og tekur veskið hans

Fyrir dómi er farið af stað með málið sem árásarmál

Hann er þar með ekki sakfelldur fyrir þjófnaðinn enda ekki kærður fyrir hann.

Heldurðu að þú skiljir mig ? Það þarf að sækja hvert mál á réttum forsendum og ég tel það ekki hafa verið gert þarna. Ég er EKKI að verja þennan dóm eða neitt þannig.

Jú ég skal reyna að skýra þetta út fyrir þér vegna þess að þú ert í rauninni að nálgast einn kjarna málsins en þeir eru nokkrir eins og sá að afi var orðið sársjúkt gamalmenni þegar hann átti að hafa gefið þetta. Svona sjáum við atburðarrásina: það var vilji í mörg ár að ná öllu af afa. Ein ástæðan að það var litið á börn hans sem dönsk og að þetta væru menningarverðmæti Íslands. Pabbi veikist þetta haust, brotnaði andlega (kannski vegna þess að hann átti þá 18 ára son meðal annars) og er sendur til systur sinnar í Danmörku þar sem hann er í tvo mánuði til þess að reyna að ná sér. Á meðan er gengið í tæma vinnustofuna í hasti meðan pabbi er í burtu. Þegar móðir mín hringir í Geir Hallgrímsson til þess að spyrja hann hvað sé á seiði segir hann að þetta sé aðeinsl til varðveislu. Og ég er á því að Geir hafi meint það þá.

Að síðan hafi málin þróast bæði fyrir slysni og hreinlega glæpsamlegs athæfis sérstaklega tveggja manna, Alfreðs Guðmundssonar og þá borgarlögmanns Páls Líndals, þessi munnlegi gjafagerningur hreinlega skáldaður upp mörgum árum seinna til þess að búa til atburðarrás. Enda segir Geir Hallgrímsson 1982 að hann muni ekki hvað gerðist þó hann hafi aldrei efast um að afi hefði gefið þetta.

Hæstaréttur tekur svo þessi orð Geir í sundur og sleppir því að hann sagðist ekki muna hvað gerðist, en nota bara að hann sagðist ekki efast um að þetta hefði verið gjöf þó hann muni ekki hvernig þetta bar að (hans nákvæmu orð). Þess vegna að málið var rekið eins og það var rekið. Ekki að mínum ráðum þó , ég alltaf á þeirri skoðun að vanhæfi afa skipti mestu máli. en ég réð ekki og er ekki lögmaður. Eða eins og ég skrifaði lögmanninum í gær, erfitt fyrir mig leikmanninn að skilja réttarkerfið og lögin, ég veit aðeins muninn á réttu og röngu, lögmenn lögin þó þeir viti kannski ekki muninn á réttu og röngu og ég þá að tala um lögmenn yfirleitt.

Eitt víst, þessi dómur Hæstaréttar sýnir að allir þessir dómarar þekkja ekki muninn á réttu og röngu þó þeir kunni kannski lögin. Enda sýnir smjörklípuaðferð þeirra að kenna lögmanni um að hann hafi ekki lagt áherslu á heilsu afa þegar öll skjöl voru lögð fram um hana að þeir eru allir lítilmenni. Vegna þess að smjörklípuaðferð er þetta þegar þeir voru tilbúnnir að teigja sig langt langt út fyrir staðreyndir málsins en sleppa því svo gjörsamlega að afi minn hefði hvort eð er aldreir verið hæfur til þess að gefa þetta. Orð lítilmenna að segja að lögmaður fjölskyldunnar hefði ekki rekið málið rétt og þeir þess vegna dæmt svona. Megi sú svívirða verða þeim minnisvarði um alla ævi, lítilmenni er rétta orðið um þá.

Ertu að segja mér að 5 hæstaréttardómarar hafi dæmt rangt vegna tæknilegra galla málsins? Megi þeim vera refsað fyrir það einhvern daginn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Ertu að segja mér að 5 hæstaréttardómarar hafi dæmt rangt vegna tæknilegra galla málsins? Megi þeim vera refsað fyrir það einhvern daginn. "

Það er nákvæmlega það sem ég er að segja, nú skildirðu mig !

Svo er annað, ég ætla að segja þér smá sögu ;

Ég átti einu sinni kall, hann var vondur við mig. Mér er samt alls ekki illa við alla kalla síðan.

Hefði ég setið í hæstarétti og mörg okkar hér þá hefðum við ekki dæmt málið svona, alls ekki. Ég er sammála þér um að þessu var stolið af einum helsta listamanni þjóðarinnar og er ÞEIM sem það gerðu til skammar.

Þegar þetta mál hefst þá er ég bara barn. Fyrir þína tilstuðlan þá hef ég fræðst um málið sem ekki hefur mikið verið fjallað um í fjölmiðlum. En þú dæmir okkur öll og það finnst mér rangt.

Skiljanlega ertu sár og reiður.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.