Sign in to follow this  
Followers 0
mikki-refur

Nú er Fréttablaðið örugglega að rúlla

9 posts in this topic

Það kom auglýsing í sjónvarpinu þar sem miðill sem lifir á því að birta auglýsingar er að auglýsa sig. Þegar svona miðill (Fréttablaðið) er allt í einu farinn að kaupa dýrar auglýsingar fyrir sjálfan sig, bendir allt til þess að hann sé að fara að fara á hausinn. Það hefur nú svo sem farið fé betra.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er ekki alveg að skilja, þar sem þetta er ekki fyrsta sjónvarpsauglýsing Fréttablaðsins... Svona fyrir utan að ef það er teikn um að illa standi þegar keyptar eru dýrar auglýsingar, þá eru fyrirtæki á Íslandi afar illa stödd ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það kom auglýsing í sjónvarpinu þar sem miðill sem lifir á því að birta auglýsingar er að auglýsa sig. Þegar svona miðill (Fréttablaðið) er allt í einu farinn að kaupa dýrar auglýsingar fyrir sjálfan sig, bendir allt til þess að hann sé að fara að fara á hausinn. Það hefur nú svo sem farið fé betra.

....ég ekki skilja!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég er ekki alveg að skilja, þar sem þetta er ekki fyrsta sjónvarpsauglýsing Fréttablaðsins... Svona fyrir utan að ef það er teikn um að illa standi þegar keyptar eru dýrar auglýsingar, þá eru fyrirtæki á Íslandi afar illa stödd ;)

Svona getur óskhyggjan leitt menn á viligötur. :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

það auglýsa allir prentmiðlar Moggi, DV, 24 stundir og Fréttablaðið. Fréttablaðið er með ókeypis aðgang að sjónvarsbirtingum innan 365 vébanda eða á Stöð 2 og Sýn. Auðvitað notfæra þeir sér það og auglýsa blaðið sitt annað væri rugl.

Share this post


Link to post
Share on other sites
það auglýsa allir prentmiðlar Moggi, DV, 24 stundir og Fréttablaðið. Fréttablaðið er með ókeypis aðgang að sjónvarsbirtingum innan 365 vébanda eða á Stöð 2 og Sýn. Auðvitað notfæra þeir sér það og auglýsa blaðið sitt annað væri rugl.

Var reyndar að tala um sjónarp allra landsmana TV-RUV, en ekki einhverja aukastöð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Var reyndar að tala um sjónarp allra landsmana TV-RUV, en ekki einhverja aukastöð.

Já já allt i lagi.

En hitt er annað mál, maður spekúlerar í hvað þessi dæmi ganga upp lengi, ekki bara Fréttablaðið sem virðist nota upp heilan skóg hvern einasta dag bara til þess að fylla öskutunnur landsins. Hvað með Morgunblaðið, getur Landsbankinn haldið því apparati úti mikið lengur, hvenær verður hann að byrja að sýna sparnað, ef ekki til annars en að gleðja lánadrottna. Varla eru þeir ánægðir með að Landsbankinn eða þá Björgólfur haldi úti blaðaútgáfu upp á grín eða vegna þess að honum þyki svo gaman að eyða pening. Svo 24 stundir, allt í lagi að hafa gaman af nýju blaði með futti í en er nokkur grundvöllur fyrir svona blað. Svo ef að auglýsingamarkaðurinn fer að þrengjast hvaða grundvöllur er fyrir þessu öllu. Þegar ég var á Íslandi um daginn sýndist mér miðviku Fréttablaðið komið niður í 20 blaðsíður.

Ég spái því að fjölmiðlun muni færast meir og meir yfir á netið, kostnaðarlega ekki grundvöllur fyrir pappírnum í samkeppni við netið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég spái því að fjölmiðlun muni færast meir og meir yfir á netið, kostnaðarlega ekki grundvöllur fyrir pappírnum í samkeppni við netið.

......já og svo myndi það draga úr hlýnun jarðar ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites
......já og svo myndi það draga úr hlýnun jarðar ;)

Bara ef maður horfir á þetta á rökrænan hátt, þá þróðust dagblöðin í umhverfi sem er löngu horfið. Mest gamall vani sem heldur þeim gangandi. Tölvurnar eru að verða hagkvæmari og betri með hverjum mánuðinum, kostnaðurinn að minnka og forrtin að batna. Ég get bara ekki séð að þessi pappírsblöð muni standast þá samkeppni, gengur bara ekki upp.

Tökum tildæmis Fréttablaðið, það að fylla skarð sem Morgunblaðið hafi og eingöngu vegna þess að það er gratís. Nú eru 24 stundir komnar í beina samkepnni. Ég til dæmis sjálfur, sem er kannski ekki að marka, les varla auglsýsingar. Hér er mikið um allskonar auglýsingablöð sem höðfa til viss markaðars, til bænda tildæmis, þeirra sem eru að leita að fasteignum etc. etc. Hér er til dæmis ókeypis blað sem kalla "The Shopper" eingöngu auglýsingar. Seinast þegar ég horfði í það var fyrir tveimur dögum, ég að hugsa um að selja hey og vildi vita hvernig markaðurinn væri.

Þetta svið er í gífurlegri þróun, ég hef enga trú að í þeirri framtíð verði pappírsblöð. Má vera að stórarsamsteypur nái yfirtökum á netinu og öllum auglýsingum verði stjórnað af þeim, ég hef bara enga trú á því.

Ég til dæmis sjálfur hef lengi gælt við þá hugmynd að stofna fjölmiðil á íslensku á netinu og höfuðstöðvarnar ekki á Ísland freelance blaðamenn þó á Íslandi. Ekkert mál að hafa ódýr stúdíó í hinum ýmsu löndum og taka viðtöl við fólk á videó, hreinlega ekkert mál. Ég bara spyr, hvernig eiga stórar samsteypur að geta keppt við þannig fjölmiðil. Kannski að Björn Bjarnason vilji loka sambandinu við útlönd. Nýir tímar að koma og við vitum ekki hvernig þeir verða. Netið er ný vídd í fjölmiðlun.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.