Sign in to follow this  
Followers 0
falcon1

Fáránlegir tollar og gjöld

38 posts in this topic

Logi sár yfir tollum á Star Wars-hetjum - tollamál

Logi Sveinsson, átta ára Star Wars-aðdáandi, taldi sig geta gert góð kaup þegar hann sá átta gamla Star Wars-karla til sölu á vefsíðunni eBay fyrir aðeins 2,99 pund.

tollamál Logi Sveinsson, átta ára Star Wars-aðdáandi, taldi sig geta gert góð kaup þegar hann sá átta gamla Star Wars-karla til sölu á vefsíðunni eBay fyrir aðeins 2,99 pund. Hann spurði foreldra sína hvað hann þyrfti að leggja út margar íslenskar krónur fyrir kaupunum og fékk þau svör að það væri um 391 króna, en ofan á það myndi svo leggjast flutningsgjald sem myndi nema um 1.000 krónum. Þann pening átti Logi til í bauknum sínum og sló hann því til og beið spenntur eftir að fá karlana til landsins, sérstaklega nafna sinn Loga geimgengil. Honum þótti hann þó heldur svikinn þegar hann sótti vörurnar í tollinn og heyrði hvað hann þurfti að borga út til að fá plasthetjurnar í hendurnar.

"Hann þurfti að borga 24,5 prósenta virðisaukaskatt ofan á toll, sem væri svo sem allt í lagi ef þeir hefðu ekki reiknað þessi rúmu 24 prósent, af um það bil 391 króna dóti, sem 373 krónur," segir Sveinn Ásgeir Jónsson, faðir Loga.

Sveinn undrast við hvaða verð virðisaukaskatturinn er miðaður og þau gjöld sem fólk þarf að greiða fyrir gömul leikföng. "Tollmeðferðargjaldið er 450 krónur, tollurinn sjálfur er 139 krónur, flutningsgjaldið 1.008 krónur, leikföngin sjálf kosta svo 391 krónu og ofan á það leggst svo virðisaukaskattur sem miðar við að dótið hafi kostað 1.522 krónur. Ég vil bara fá að vita hvernig þau fá þessa tölu út," segir Sveinn.

Sjálfur segist Logi ánægður með karlana sína sem nú hafa flutt í Star Wars-skipið hans. Hann hafi þá einnig fengið góða stærðfræðikennslu hjá föður sínum og viti að mennirnir í tollinum kunni ekki að reikna út prósentur eins og eigi að gera.- kdk

Er ekki kominn tími til að endurskoða og/eða leggja niður þetta fáránlega tollakerfi okkar?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er ekki kominn tími til að endurskoða og/eða leggja niður þetta fáránlega tollakerfi okkar?

Ég pantaði mér nokkrar LED perur fyrir heimilið, í ljóskastara. Og vitir menn reikningurinn var þvílíkur og þar að auki voru þær settar í rangan tollaflokk :angry: 450 kr gjald af því að þetta voru rafmagnsvörur :angry: Þetta er ekkert annað en þjófnaður og til þess fallið að vernda kaupmenn við samkeppni frá útlöndum :angry:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og hvað í fjandanum er þetta "tollmeðferðagjald"

Þú borgar fyrir sendingarkostnaðinn til póstþjónustunnar, vaskinn til ríkisins, vörugjald ef við á til ríkisins, tollinn til ríkisins og svo þetta tollmeðferðagjald!!!

Er einhver hérna sem getur útskýrt þetta "tollmeðferðagjald" fyrir mér

Share this post


Link to post
Share on other sites
Og hvað í fjandanum er þetta "tollmeðferðagjald"

Þú borgar fyrir sendingarkostnaðinn til póstþjónustunnar, vaskinn til ríkisins, vörugjald ef við á til ríkisins, tollinn til ríkisins og svo þetta tollmeðferðagjald!!!

Er einhver hérna sem getur útskýrt þetta "tollmeðferðagjald" fyrir mér

Gjald í sjóð fyrir fíkniefna og áfengismeðferðum tollvarða? :D

Veitir ekki af þegar þessir "tollverðir" eru farnir að ræna einstaklinga á skemmtistöðum í von um að finna poka. :wacko:

Kveðja

Grasi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er nú það. Ég hef sent heim verðlausa hluti og fengið svimandi reikninga fyrir hvað ég veit ekki. Mér sýnist þurfa að gera kerfið sanngjarnara. Notað dót t.a.m. á ekki að tollaleggja.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er ekki kominn tími til að endurskoða og/eða leggja niður þetta fáránlega tollakerfi okkar?

Það má svo sem deila um tolla almennt og hversu háir þeir eiga að vera.

En ef foreldrarnir hefðu nú álpast til að athuga hlutina aðeins áður þá hefði það verið með því fyrsta sem þau hefðu komist að, að gjöldin leggjast ofan á næstu summu fyrir neðan. Tollurinn var ekki að reikna neitt vitlaust. Tollurinn var einfaldlega að fara að lögum. Logi hefur því miður í framhaldi fengið slæma stærðfræðikennslu hjá föður sínum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það má svo sem deila um tolla almennt og hversu háir þeir eiga að vera.

En ef foreldrarnir hefðu nú álpast til að athuga hlutina aðeins áður þá hefði það verið með því fyrsta sem þau hefðu komist að, að gjöldin leggjast ofan á næstu summu fyrir neðan. Tollurinn var ekki að reikna neitt vitlaust. Tollurinn var einfaldlega að fara að lögum. Logi hefur því miður í framhaldi fengið slæma stærðfræðikennslu hjá föður sínum.

Já mér datt nú fyrst í hug að faðirinn væri hagfræðingur. Sagan hljómar öll eins og úr Friedman bókarskruddu Economics 101

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það mætti nú alveg skella meðalhófsreglu á þetta... allt undir t.d. 5000 ætti bara að renna í gegn... Get ekki séð að það borgi sig að vera að eltast við þetta..

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það má svo sem deila um tolla almennt og hversu háir þeir eiga að vera.

En ef foreldrarnir hefðu nú álpast til að athuga hlutina aðeins áður þá hefði það verið með því fyrsta sem þau hefðu komist að, að gjöldin leggjast ofan á næstu summu fyrir neðan. Tollurinn var ekki að reikna neitt vitlaust. Tollurinn var einfaldlega að fara að lögum. Logi hefur því miður í framhaldi fengið slæma stærðfræðikennslu hjá föður sínum.

Akkúrat. Tollurinn er miðaður við heildarupphæðina, þ.e vörurnar + sendingarkostnað, þannig að tollurinn var ekki að gera neitt rangt.

Maðurinn hefur bara einfaldlega ekki rannsakað málið nógu vel.

Fáránlegt að fara með svona vitleysu í fjölmiðla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lesskilningur minn segir mér að maðurinn sé að amast yfir því að virðisaukaskatturinn skuli vera lagður ofan á verð vörunnar + tollmeðferðagjald + toll + flutningsgjald, en ekki eingöngu verð vörunnar. Það þykir mér eðlileg umkvörtun. Auðvitað gerði tollurinn hér ekki rangt (enda var enginn að segja það), en það kerfi sem hann starfaði hér eftir er klárlega fáránlegt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Lesskilningur minn segir mér að maðurinn sé að amast yfir því að virðisaukaskatturinn skuli vera lagður ofan á verð vörunnar + tollmeðferðagjald + toll + flutningsgjald, en ekki eingöngu verð vörunnar. Það þykir mér eðlileg umkvörtun. Auðvitað gerði tollurinn hér ekki rangt (enda var enginn að segja það), en það kerfi sem hann starfaði hér eftir er klárlega fáránlegt.

Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi en hann væri að kenna syni sínum að tollurinn kynni ekki að reikna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi en hann væri að kenna syni sínum að tollurinn kynni ekki að reikna.

Hmm ... þú segir nokkuð. Þetta er þá klaufalegt orðalag, myndi ég segja. Auðvitað fer reikningurinn bara eftir því hvaða forsendur maður gefur sér.

Mér þykir alla vega full ástæða að benda á það og ræða í kjölfarið, að virðisaukaskattur er reiknaður af tollagjöldum. Ég sé ekki alveg hvaða eðlilegar forsendur geta verið fyrir því, aðrar en að soga meiri aura í ríkiskassann.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er náttúrulega svolítið... undarlegt að leggja virðisaukaskatt ofaná opinber gjöld... Hvað næst, virðisauki á stöðumælasektir?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já mér datt nú fyrst í hug að faðirinn væri hagfræðingur. Sagan hljómar öll eins og úr Friedman bókarskruddu Economics 101

Hvaða stalinista rop var þetta? Borgaðir þú ekki aukalega skatta í fyrra? þeas í stað þess að kaupa þér drasl sem þú þurftir ekki?

Mátti til með að henda Yoda inn af gefnu tilefni og bara handa þér um þinn bæ :LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites
Lesskilningur minn segir mér að maðurinn sé að amast yfir því að virðisaukaskatturinn skuli vera lagður ofan á verð vörunnar + tollmeðferðagjald + toll + flutningsgjald, en ekki eingöngu verð vörunnar. Það þykir mér eðlileg umkvörtun. Auðvitað gerði tollurinn hér ekki rangt (enda var enginn að segja það), en það kerfi sem hann starfaði hér eftir er klárlega fáránlegt.

Virðisaukinn er ekki lagður ofan á tollmeðferðargjaldið heldur einungis verð vörunnar+flutningskostnað+ tollinn. Fann þessar upplýsingar á vef tollstjóra.

"Tollur reiknast af tollverði vörunnar, sem er heildarverð vörunnar með flutningskostnaði, tryggingu og öðrum gjöldum t.d. pökkunarkostnaði. Tollurinn er reiknaður sem hlutfall af tollverðinu.

Hér er dæmi um hvað geisladiskur sem pantaður er frá Bandaríkjunum gæti kostað hingað kominn:

Verð frá seljanda: $13 = 871kr (USD=67 kr)

Flutningsgjald og trygging: 129 kr

Tollur - 10%: 100 kr (871 + 129 = 1000 og svo 10% af því)

Virðisaukaskattur - 7%: 77 kr (871 +129 + 100 = 1100 og svo 7% af því)

Þjónustugjöld til tollmiðlara: 450 kr (þessi gjöld eru mishá eftir umfangi innflutnings og þjónustu sem veitt er, kynnið ykkur verðskrár tollmiðlara)

Samtals: 1627 kr

Þegar verslað er við land sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við gæti tollurinn verið lægri eða jafnvel enginn, en til þess þarf innflytjandi að leggja fram kröfu um fríðindameðferð og framvísa sönnun á uppruna vörunnar.

Virðisaukaskattur sem leggst á vörur er oftast 24,5% nema ef um bækur, blöð, tímarit eða matvæli, önnur en sælgæti og drykkjarvörur er að ræða sem bera 7% virðisaukaskatt."

Það má alveg ræða það hvort það eigi að breyta tollalögunum og sleppa því að láta fólk borga virðisaukaskatt af tollinum. Finnst það sjálfri fáránlegt að það sé verið að borga skatt af gjaldi sem borgað er til ríkisins. Þetta er algjör tvísköttun.

Það breytir því ekki að faðirinn í þessari frétt skeit virkilega á sig. Hann fer í fjölmiðla sakandi tollinn um að kunna ekki að reikna og segist segja syni sínum að fólkið hjá tollinum skilji ekki prósentureikning. Hvað er að manninum? Hvernig væri nú að rannsaka málið aðeins áður en ætt er í fjölmiðla og áður en barninu er kennt að bera enga virðingu fyrir tollinum þar sem fólk er bara að vinna vinnuna sína.

Sökin þarna liggur öll hjá pabbanum. Ekki tollinum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er nú það. Ég hef sent heim verðlausa hluti og fengið svimandi reikninga fyrir hvað ég veit ekki. Mér sýnist þurfa að gera kerfið sanngjarnara. Notað dót t.a.m. á ekki að tollaleggja.

....já svona eins og hina marg notuðu hesta sem alltaf er verið að senda til útlanda, ekki eru þeir tollaðir erlendis, enda margnotuð leikföng.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tollurinn á enga virðingu skilið La di da!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Og hvað í fjandanum er þetta "tollmeðferðagjald"

Þú borgar fyrir sendingarkostnaðinn til póstþjónustunnar, vaskinn til ríkisins, vörugjald ef við á til ríkisins, tollinn til ríkisins og svo þetta tollmeðferðagjald!!!

Er einhver hérna sem getur útskýrt þetta "tollmeðferðagjald" fyrir mér

Þetta svokallaða tollmeðferðargjald er skattskýrslan sjálf: þú færð eitthvað fyrirtæki til að

útbúa fyrir þig innflutningsskýrslu, og kostar hún með vsk kr. 4.918.- miðað við að þú sért að

flytja inn eitt vörumerki, en ef þú ert að flytja inn margs konar vörur bætast við kr. 15.-

við hverja vöru (skv. upplýsingum frá TVG Zimsen sem útbúa tollskýrslur).

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvaða stalinista rop var þetta? Borgaðir þú ekki aukalega skatta í fyrra? þeas í stað þess að kaupa þér drasl sem þú þurftir ekki?

Mátti til með að henda Yoda inn af gefnu tilefni og bara handa þér um þinn bæ :LOL

">

Share this post


Link to post
Share on other sites
Held að aldrei hafi ennar eins hálfviti verið eins mikið dýrkaður af jafn stórum hóp heimskingja.

Tilvitnun dagsins! :flower4:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.