Sign in to follow this  
Followers 0
feu

500 miljarðar á erlendum reikningum

23 posts in this topic

Sælir Málverjar

Frétt þess efnis að nútíma auðkýfingar Íslands eigi fúlgur fjár í skattaparadísum kom Feu ekki vitund á óvart, enda ljóst að tilgangurinn með þessum fíflaskapi var og er þegar upp er staðið, að moka auð undir eigin rass og ekkert annað.

Þannig hafa menn notað hverja glufu sem til er til að moka gjaldeyri út úr landinu í eigin vasa en notað fyrirtæki eins og bankana til að skuldsetja sig.. kalla það nýmóðins nafni eins og útrás. Þetta er gert í ævintýraljóma og hetjubirtingar fjölmiðla sem er því merki brendir að vera heimskari en flestir.

Umleið eru þessir gulldrengir okkar gulltryggðir, þurfa engar áhyggjur að hafa af krónunni og ekki einu sinni skuldum útrásarinnar. Þeir eiga nefnilega gjaldeyri fyrir 500 miljarða og það eru aðrir alvöru menn sem koma til með að greiða fyrir þá óráðssíuna.. jú, nefnilega Íslenska þjóðin og láglaunaður almenningur.

Ég talaði hér einu sinni um þjófahyski og glæpamenn. Held barasta að ég standi við það.

Þjófahyski og glæpamenn!

Share this post


Link to post
Share on other sites

There is a fine line between business and crime

Og endilega færum þessum mönnum Íbúðalánasjóð að gjöf líka! geta geymt arðinn á Kýpur.

Við getum hjálpað honum upp aftur þessum sem er skráður með lögheimili á Kýpur.

Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er í 307. sæti á nýjum lista Forbes yfir ríkustu menn heims og nema eignir hans 3,5 milljörðum dollara, eða um 227 milljörðum króna. Hefur hann fallið úr 249. sæti eða um 58 sæti frá því í fyrra en þá voru eignir hans metnar jafnmiklar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bara smá paeling : Af hverju sagdi eda gerdi madurinn ekkert ádur en hann vard " fyrrverandi " ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bara smá paeling : Af hverju sagdi eda gerdi madurinn ekkert ádur en hann vard " fyrrverandi " ?

Í mínum augum er þetta minnst spurning um skattsvik.

Stóra málið eru fúlgur af fé á erlendum gjaldeyrisreikningum. Og þetta munu menn átta sig á næstu misserum þegar skömmtun á gjaldeyri og eða mikið gengisfall á krónunni verður veruleiki.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Í mínum augum er þetta minnst spurning um skattsvik.

Stóra málið eru fúlgur af fé á erlendum gjaldeyrisreikningum. Og þetta munu menn átta sig á næstu misserum þegar skömmtun á gjaldeyri og eða mikið gengisfall á krónunni verður veruleiki.

Þetta snýst kannski helst um það að auðurinn sem að Íslendingar töldu að fylgdu útrásinni er ekki endilega hér á landi. En allt umtalið hefur hinsvegar verið þannig sett upp. "Við förum bara úr landi" ef þið hækkið skatta eða takið ekki upp evruna...og tökum alla peningana okkar með. Umtalið hefur því verið blekkjandi svo ekki sé meira sagt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bankarnir, a.m.k. fara ekkert héðan að fullu með sinn rekstur. Þeir geta hvergi annars staðar en hér kraflað jafn háa vexti og verðbætur þar á ofan af viðskiptavinum sínum. Þeir fara því aldrei héðan. Því miður.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef ég hef skilið rétt, þá hefur hugmyndin um Ísland sem skattaparadís, þar sem útrásarhetjur annarra þjóða geta parkerað auði sínum, verið stefnuskráratriði hjá hinum og þessum.

Er þá nokkuð athugavert við það að íslenzkar útrásarhetjur hagnýti sér skattaparadísir utan landssteina?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ef ég hef skilið rétt, þá hefur hugmyndin um Ísland sem skattaparadís, þar sem útrásarhetjur annarra þjóða geta parkerað auði sínum, verið stefnuskráratriði hjá hinum og þessum.

Er þá nokkuð athugavert við það að íslenzkar útrásarhetjur hagnýti sér skattaparadísir utan landssteina?

Ekki hinum og þessum, heldur sömu "snillingum" og bera ábyrgð á þessari óráðssíu allri.. eru úr sama ranni svo að segja sem kemur ekki óvart.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sælir Málverjar

Frétt þess efnis að nútíma auðkýfingar Íslands eigi fúlgur fjár í skattaparadísum kom Feu ekki vitund á óvart, enda ljóst að tilgangurinn með þessum fíflaskapi var og er þegar upp er staðið, að moka auð undir eigin rass og ekkert annað.

Þannig hafa menn notað hverja glufu sem til er til að moka gjaldeyri út úr landinu í eigin vasa en notað fyrirtæki eins og bankana til að skuldsetja sig.. kalla það nýmóðins nafni eins og útrás. Þetta er gert í ævintýraljóma og hetjubirtingar fjölmiðla sem er því merki brendir að vera heimskari en flestir.

Umleið eru þessir gulldrengir okkar gulltryggðir, þurfa engar áhyggjur að hafa af krónunni og ekki einu sinni skuldum útrásarinnar. Þeir eiga nefnilega gjaldeyri fyrir 500 miljarða og það eru aðrir alvöru menn sem koma til með að greiða fyrir þá óráðssíuna.. jú, nefnilega Íslenska þjóðin og láglaunaður almenningur.

Ég talaði hér einu sinni um þjófahyski og glæpamenn. Held barasta að ég standi við það.

Þjófahyski og glæpamenn!

Sjálfstæðisflokkurinn og fjámálaráðuneytið hafa haldið verndarhendi yfir skattsvikum flokksgæðingana í útlöndum. Þegar Indriði reyndi að vekja máls á þessu fyrir nokkrum árum var þaggað niðrí honum og Guðjón Rúnarsson hjá aróðursmiðstöð bankanna gagnrýndi Indriða fyrir 'að vera í pólitík'

Frestun á skattgreiðslum af arði hlutabréfa var ein leið Sjálfstæðisflokksins, flokksmenn notuðu tækifærið og komu fénu úr landi

Hvers vegna hafa eignir Íslendinga erlendis ekki verið rannsakaðar? (nema af Indriða í sjálfboðavinnu!!) - af því að það hentar ekki hagsmunum Sjálfstæðismanna. Um milljarða svik er án efa að ræða.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sjálfstæðisflokkurinn og fjámálaráðuneytið hafa haldið verndarhendi yfir skattsvikum flokksgæðingana í útlöndum. Þegar Indriði reyndi að vekja máls á þessu fyrir nokkrum árum var þaggað niðrí honum og Guðjón Rúnarsson hjá aróðursmiðstöð bankanna gagnrýndi Indriða fyrir 'að vera í pólitík'

Frestun á skattgreiðslum af arði hlutabréfa var ein leið Sjálfstæðisflokksins, flokksmenn notuðu tækifærið og komu fénu úr landi

Hvers vegna hafa eignir Íslendinga erlendis ekki verið rannsakaðar? (nema af Indriða í sjálfboðavinnu!!) - af því að það hentar ekki hagsmunum Sjálfstæðismanna. Um milljarða svik er án efa að ræða.

Íslensk skattayfirvöld telja starfskröftum og tíma starfsmanna hjá skattinum betur varið í að fara vel og vandlega yfir skattskýrslur íslenskra launþega heldur en að vera að eltast við einhverjar gróusagnir um eignir Íslendinga erlendis.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Íslensk skattayfirvöld telja starfskröftum og tíma starfsmanna hjá skattinum betur varið í að fara vel og vandlega yfir skattskýrslur íslenskra launþega heldur en að vera að eltast við einhverjar gróusagnir um eignir Íslendinga erlendis.

Þeir þurfa hvort sem er að fara yfir skattskýslur landsmanna og "vel" þýðir að þeir fara sérstaklega vel yfir

handskrifaðar skýrslur. Annað mál er hitt sem tengist eignum einstaklinga erlendis. Skatturinn hefur einfaldlega nánast engar upplýsingar um þær eða hvað?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er ekkert leynilegt við þetta og ekkert ólöglegt við þetta. En mér þykir það smáborgaralegt að fara að hrópa "skattsvik" um leið og talað er um fullkomlega löglegt eignarhald. Enda vildi Indriði ekki fara í slík nafnaköll þegar Jóhanna beindi að honum leiðandi spurningar í þá veru í Kastljósinu.

Leikurinn og reglurnar

Leikurinn er ekki flókinn. Að komast hjá því að borga skatta. Þá er hægt að fara eftir þeim "leik"reglum sem fyrir liggja. Það liggur fyrir að það er hægt að færa fé á milli landa eins og manni sýnist. Það er einnig á hreinu að félag í t.d. Hollandi má eiga félag á Íslandi. Það er líka á hreinu að félag í Hollandi er ekki með neina fjármagnstekjuskatta, OG með tvísköttunarsamning við Ísland. Þannig að þegar félag í Hollandi er búið að skila arði og borga arð til sinna eigenda, þá er hægt að flytja það fé til Íslands og borga ekki krónu í skatt á Íslandi. Þetta er leikurinn og reglurnar.

Það er hægt að breyta reglunum endalaust en leikurinn verður alltaf sá sami. Hann hefur líka verið það öldum saman.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ekkert leynilegt við þetta og ekkert ólöglegt við þetta. En mér þykir það smáborgaralegt að fara að hrópa "skattsvik" um leið og talað er um fullkomlega löglegt eignarhald. Enda vildi Indriði ekki fara í slík nafnaköll þegar Jóhanna beindi að honum leiðandi spurningar í þá veru í Kastljósinu.

Leikurinn og reglurnar

Leikurinn er ekki flókinn. Að komast hjá því að borga skatta. Þá er hægt að fara eftir þeim "leik"reglum sem fyrir liggja. Það liggur fyrir að það er hægt að færa fé á milli landa eins og manni sýnist. Það er einnig á hreinu að félag í t.d. Hollandi má eiga félag á Íslandi. Það er líka á hreinu að félag í Hollandi er ekki með neina fjármagnstekjuskatta, OG með tvísköttunarsamning við Ísland. Þannig að þegar félag í Hollandi er búið að skila arði og borga arð til sinna eigenda, þá er hægt að flytja það fé til Íslands og borga ekki krónu í skatt á Íslandi. Þetta er leikurinn og reglurnar.

Það er hægt að breyta reglunum endalaust en leikurinn verður alltaf sá sami. Hann hefur líka verið það öldum saman.

Jú það er ýmislegt leynilegt og ólöglegt við þetta. Almenningur í landinu hefur ekki og hafði ekki hugmynd að þetta væri rauði þráðurinn í frjálshyggjunni.

Nefnilega:

Að arðræna landið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

kemur þetta til lækkunar á 1800 milljörðunum sem ísland skuldar útlöndum nettó?

Share this post


Link to post
Share on other sites
kemur þetta til lækkunar á 1800 milljörðunum sem ísland skuldar útlöndum nettó?

Heildarskuldir Íslendinga umfram eignir eru um 2500 miljarðar, ekki 1800.

Og nei, þetta kemur ekki til lækkunar. Þetta er hluti eignasafnsins sem er á móti 9000 miljörðum í erlendum skuldum. Eign sem metinn er á 6500 miljarða sem ég prívat og persónulega trúi ekki að sé nálægt raunverulegri eignarstöðu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef ekki séð eða heyrt í fréttum um hina 6000 milljarða skuld vegna bankanna erlendis (af hinni 8000 milljarða króna heildarskuld), hvort hluti af þeirri upphæð sé síðan ríkið var í forsvari fyrir þeim eða hvort þessir 6000 milljarðar króna hafi hlaðist upp eftir að bankarnir voru seldir frá ríkinu til "útrásar-strákanna".

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sælir Málverjar

Frétt þess efnis að nútíma auðkýfingar Íslands eigi fúlgur fjár í skattaparadísum kom Feu ekki vitund á óvart, enda ljóst að tilgangurinn með þessum fíflaskapi var og er þegar upp er staðið, að moka auð undir eigin rass og ekkert annað.

Þannig hafa menn notað hverja glufu sem til er til að moka gjaldeyri út úr landinu í eigin vasa en notað fyrirtæki eins og bankana til að skuldsetja sig.. kalla það nýmóðins nafni eins og útrás. Þetta er gert í ævintýraljóma og hetjubirtingar fjölmiðla sem er því merki brendir að vera heimskari en flestir.

Umleið eru þessir gulldrengir okkar gulltryggðir, þurfa engar áhyggjur að hafa af krónunni og ekki einu sinni skuldum útrásarinnar. Þeir eiga nefnilega gjaldeyri fyrir 500 miljarða og það eru aðrir alvöru menn sem koma til með að greiða fyrir þá óráðssíuna.. jú, nefnilega Íslenska þjóðin og láglaunaður almenningur.

Ég talaði hér einu sinni um þjófahyski og glæpamenn. Held barasta að ég standi við það.

Þjófahyski og glæpamenn!

Ertu viss um að útrásardrengirnir þurfi engar áhyggjur að hafa? Hvað með þá sem verða nappaðir þegar

íslenski skattmann fær upplýsingar frá Þýskalandi?

Og nú er búið að nappa rússneska gæjanum Victor Bout, sem var búinn að gera það gott í

flugmála- og vopnasalabransanum. Skil ekkert í því hvað hann var að gera í Thailandi, maður.

Af hverju hélt hann sig ekki bara heima í Rússlandi? Það var búið að vera að reyna að nappa'

hann árum saman, en hann virtist vera verndaður af ákveðnum öflum. Auðvitað var það í hag

margra að honum tókst að selja vopn til Afríku og annarra landa.

Auðvitað er það í hag margra hér að fjármagni er komið úr landi, án þess að skattar séu

greiddir fyrir það. Það veður ekki fyrr en að nýjir vendir koma til að sópa að upp kemst

um ýmislegt sem íslenskir fjárfestar hafa verið að braska sem er kolólögt. Og meira að

segja hafa verið sérstakir ráðgjafar fyrir slíka peningamógúla inni í bönkunum til aö

veita ráðögjöf fyrir slíkt.

Ég er einmitt að fara að hitta einn slíkan í vikunni, sá sem hefur verið á launum hjá HÍ,

sem kennari, og ætla að leita skýringa hjá viðkomandi sem ku víst hafa útskrifð

nemanda úr téðum háskóla í fyrra, og sem ég set spurningu við hvað varðar

trúverðugleika, heiðarleika.

Það er nefnilega ekki nóg að vera með mastersgráðu frá HÍ, eitthvað sem þykir

ægilega fínt, en vera ekki trúverðurgur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held að frjálshyggjan með HHG og Daó í formi fylkingar hafi einmitt ætlað okkur það hlutskipti að vera sjálfir skattaparadís sem stað fyrir erlenda krimma til að fela og ávaxta sinn gróða.

Þannig er þessi tvöfeldni feitletruð all hressilega.

Hitt er svo annað mál, að komandi kynslóðir eiga eftir að dæma þessa menn sem svikara og á sinn hátt, sem glæpamenn. Gjörningurinn nær bara miklu víðar en til einstakra einstaklinga sem fleyttu rjómann af, hann nær langt, langt inn í stjórnsýsluna og inn í sali okkar Alþingis.

Þannig er sökudólgurinn ekki einhverjir guttar sem hafa ólmast eins og naut í flagi, heldur meir eigendur flagsins sem hafa veifað rauðu og att nautin í leik.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Jú það er ýmislegt leynilegt og ólöglegt við þetta. Almenningur í landinu hefur ekki og hafði ekki hugmynd að þetta væri rauði þráðurinn í frjálshyggjunni.

Nefnilega:

Að arðræna landið.

Fyrir utan þetta feitletraða helbera kjaftæði í þér, þá bentu mér á hvað það er sem er ólöglegt við það að eiga erlent eignarhaldsfélag í t.d. Hollandi sem á hlut í félagi á Íslandi, sem fær arðgreiðslur fyrir þann hlut, greiðir arð til sinna hluthafa með 0% fjármagnstekjuskatti sem ekki er hægt að skattleggja á Íslandi vegna tvísköttunarsamninga.

Ég bíð.

Auðvitað er það í hag margra hér að fjármagni er komið úr landi, án þess að skattar séu

greiddir fyrir það. Það veður ekki fyrr en að nýjir vendir koma til að sópa að upp kemst

um ýmislegt sem íslenskir fjárfestar hafa verið að braska sem er kolólögt. Og meira að

segja hafa verið sérstakir ráðgjafar fyrir slíka peningamógúla inni í bönkunum til aö

veita ráðögjöf fyrir slíkt.

Hidlur234 kannski útskýrir betur hvað það er sem bankarnir eru að ráðleggja fólki sem er í bága við lög.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Fyrir utan þetta feitletraða helbera kjaftæði í þér, þá bentu mér á hvað það er sem er ólöglegt við það að eiga erlent eignarhaldsfélag í t.d. Hollandi sem á hlut í félagi á Íslandi, sem fær arðgreiðslur fyrir þann hlut, greiðir arð til sinna hluthafa með 0% fjármagnstekjuskatti sem ekki er hægt að skattleggja á Íslandi vegna tvísköttunarsamninga.

Ég bíð.

Ef þú skilur ekki hvað hefur átt sér stað hér á landi síðustu 10 árin þá þýðir lítið fyrir mig að jafnvel reyna að útskýra það fyrir þér.

En þér að segja að þótt okkar "lög" heimili þjófum að stela, þá er það engu minni þjófnaður fyrir vikið. Þjófnaðurinn er að taka auð sem er í sameign okkar og láta í annara hendur. Þessi auður er t.d. okkar stærsta auðlind, fiskurinn í sjónum. Þessi auður er t.d. íslenska ríkið sem er nauðugur kostur einn að gangast í ábyrgðir fyrir þessa fjárglæframenn sem eiga feita sjóði á erlendum reikningum, hreinan hagnað án nokkurra skattgreiðslna.

Hvað er það annað en þjófnaður að færa til hundruð miljarða inn á erlenda reikninga og skilja bankana eftir með þúsundir miljarða í hreinni erlendri skuld?

Ég er mjög óánægður með ykkur frjálshyggjuguttana. Finnst þið botnlaust einfaldir og auðtrúa. Ekki persónulega per se, heldur heilt yfir tel ég ykkur eins og auðtrúa sauðheimskar rollur sem eltið forystusauðinn ykkar Hannes Hólmstein yfir holt og hæðir, og að lokum fram af björgum.. jarmandi saman í kór.. frjálshyggja.. frjálshyggja.. frjálshyggja..

Á meðan sekkur landið jafnt og þétt í skuldafen. Skuldafen sem frakkir guttar stofna til með ábyrgð hjá mömmu, okkur ríkinu.

Svo er nú það!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.