Sign in to follow this  
Followers 0
Emblan

Húsnæði og skattar.

4 posts in this topic

Hvernig er það, ef manneskja selur íbúðina sína og kaupir ekki aðra íbúð, er henni þá gert að greiða skatt af sölunni nema hún kaupi aðra eign áður en tvö áramót eru liðin? Á þetta ekki bara við um fyrirtæki og báta og þannig rekstur? Og hvað með ef hún hefur sett peninginn sinn í eitthvað annað en íbúð eða fasteign? taka þeir þá skyrtuna af bakinu á henni til að ná þessu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvernig er það, ef manneskja selur íbúðina sína og kaupir ekki aðra íbúð, er henni þá gert að greiða skatt af sölunni nema hún kaupi aðra eign áður en tvö áramót eru liðin? Á þetta ekki bara við um fyrirtæki og báta og þannig rekstur? Og hvað með ef hún hefur sett peninginn sinn í eitthvað annað en íbúð eða fasteign? taka þeir þá skyrtuna af bakinu á henni til að ná þessu?

17. gr. Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári hafi maður átt hið selda húsnæði skemur en tvö ár, en hafi hann átt hið selda í tvö ár eða lengur telst söluhagnaðurinn ekki til skattskyldra tekna. Ákvæði þessarar greinar gilda aðeins um sölu íbúðarhúsnæðis sem er í eigu manna og aðeins að því marki sem heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis seljanda fer ekki fram úr 600 m3 á söludegi ef um einstakling er að ræða en 1200 m3 ef hjón, sbr. 62. gr., eiga í hlut. Stærðarmörk þau sem gilda fyrir hjón gilda einnig um sölu eftirlifandi maka á íbúðarhúsnæði sem var í eigu hjónanna. Um söluhagnað af íbúðarhúsnæði umfram þessi mörk gilda ákvæði 15. gr. Ákvæði þeirrar greinar gilda einnig um meðferð söluhagnaðar af íbúðarhúsnæði í eigu hvers konar lögaðila. Selji maður íbúðarhúsnæði innan árs frá því að hann keypti annað húsnæði eða innan tveggja ára frá því að hann hóf byggingu nýs íbúðarhúsnæðis, skal við ákvörðun á heildarrúmmáli íbúðarhúsnæðis í eigu seljanda við sölu miða við það heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er var í eigu seljanda áður en hann keypti nýrra húsnæði eða hóf byggingu þess, enda sé söluandvirðinu varið til fjármögnunar á hinu nýja húsnæði.

Maður getur farið fram á frestun söluhagnaðar um tvenn áramót frá söludegi. Kaupi hann annað íbúðarhúsnæði eða hefji byggingu íbúðarhúsnæðis í stað þess selda innan þess tíma færist söluhagnaðurinn til lækkunar stofnverði hinnar nýju eignar. Nemi stofnverð hinnar nýju eignar lægri fjárhæð en söluhagnaðinum innan þessara tímamarka telst mismunurinn til skattskyldra tekna á kaupári hinnar nýju eignar. Ef eignarinnar er ekki aflað innan tilskilins tíma telst söluhagnaðurinn með skattskyldum tekjum á öðru ári frá því er hann myndaðist.

Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis telst mismunur á söluverði og stofnverði að frádregnum áður fengnum söluhagnaði, sbr. 2. mgr. þessarar greinar og 4. mgr. 12. gr.

Þegar maður selur íbúðarhúsnæði sem hann hefur byggt eða endurbætt og salan fer fram innan tveggja ára frá því síðast var lagt í byggingarkostnað skal einungis sá hluti söluhagnaðarins teljast skattskyldur sem svarar til þess hlutfalls af heildarbyggingarkostnaði sem í var lagt innan tveggja ára frá söludegi.

Falli sala íbúðarhúsnæðis bæði undir ákvæði þessarar greinar og 15. gr. skal söluhagnaði skipt til skattlagningar í sama hlutfalli og er milli þess rúmmáls íbúðarhúsnæðis sem seljandi átti umfram 600 m3 á söludegi eða 1200 m3, eftir því sem við á, sbr. 1. mgr., og heildarrúmmáls hins selda húsnæðis.

Fjármálaráðherra skal ákveða með reglugerð hvernig reikna skuli rúmmál íbúðarhúsnæðis samkvæmt þessari grein.

Við útreikning á söluhagnaði af íbúðarhúsnæði skal ekki telja til stofnverðs eignaauka vegna vinnu utan venjulegs vinnutíma við byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Ákvæði þessarar greinar gilda um íbúðarhúsnæði án tillits til byggingarstigs og ná einnig til lóða eða lóðarréttinda sem slíku húsnæði fylgja, enda sé lóðin innan þeirra stærðarmarka sem almennt gerist um íbúðarhúsalóðir. Um söluhagnað lóðar umfram þessi mörk gilda ákvæði 15. gr.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einsog fram kemur í greininni að ofan á þetta bara við um það ef þú selur íbúð innan tveggja ára frá því að þú keyptir hana.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Takk fyrir þessi svör, Þetta voru ekki reyndar svörin sem ég var að vonast eftir.. en..ég verð þá víst að kyssa rassa snemma í fyrramálið..... :throwup:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.