Sign in to follow this  
Followers 0
Tembe

Er nú verið að þjarma að Bubba?

2 posts in this topic

http://www.visir.is/article/20080309/FRETT...9009/-1/FRETTIR

Fermetrinn á 676 þúsund krónur

Umræðan um lækkandi fasteignaverð virðist ekki hafa áhrif á alla í fasteignabransanum en það vekur athygli að í fasteignablaði Remax í dag er auglýst til sölu einbýlishús á Seltjarnarnesi og er verðmiðinn 157 milljónir króna. Húsið telst 232 fermetrar, ef með eru taldir 40 fermetrar sem ekki eru teknir með hjá Fasteignamati ríkisins, og bílskúrinn, sem er 50 fermetrar og sagður glæsilegur. Það þýðir að fermetraverð hússinn er um 676 þúsund krónur.

„Þetta er ágætis hús," segir Vilbergur, sölumaður hjá Remax. Hann segir að verðmiðinn á húsinu sé í takti við það sem menn telja gott verð fyrir eign í þessum flokki á þessum stað. „Þetta eru dýrar eignalóðir, staðsetningin á Seltjarnarnesinu er dýrmæt auk þess sem búið er að taka húsið gjörsamlega í gegn."

Vilbergur segist hæfilega bjartsýnn á að húsið seljist á uppsettu verði. „Þetta er ekki stór markhópur en reynslan hefur sýnt að það er alltaf ákveðinn hópur sem leitar að húsi á borð við þetta.

Eins og áður sagði er húsið gefið upp sem 192 fermetrar en við það bætast 40 fermetrar. „Þarna er um að ræða hluta af húsinu sem var upphaflega búið að teikna sem blómaskála en er algjörlega hluti af húsinu í dag. Þar er sjónvarpsholið og svefnherbergi og það á einfaldlega eftir að setja það inn í fermetratöluna hjá Fasteignamatinu."

„Húsið er steinsteypt einbýlishús á einni hæð með stórum tvöföldum bílskúr," segir í sölulýsingunni í blaðinu. „Húsið er í mjög góðu ástandi, og nánast búið að taka það allt í gegn að utan sem innan. Lóðin er sérstaklega glæsileg, öll afgirt með yfir 200 m2 timburverönd og heitum potti. Lýsing er í þakkanti með dimmer. Húsið skiptist í forstofu, gesta wc, eldhús, borðstofu, stofu, sjónvarpsstofu, 4 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Nánari lýsing: komið er inn í rúmgóða forstofu með marmaraflísum á gólf og góðum skápum, góð gestasnyrting er á vinstri hönd og mjög gott forstofuherbergi á hægri hönd. Holið er opið inní borðstofuna sem er tengd stofunni, nýlegt parket á öllum stofunum. Í stofunni er mjög góður arinn. Hægt er að ganga þaðan beint út á frábæra 200m2 afgirta verönd með heitum potti."

„Á vinstri hönd úr holi er mjög glæsilegt eldhús með nýrri innréttingu og glæsilegum tækjum, meðal annars vínkæli," segir ennfremur. „Á gólfi eru fallegar steinflísar. Úr eldhúsi er gengið niður nokkrar tröppur inní þvottaherbergi og þaðan eru dyr út í garð og einnig gengið inn í bílskúrinn sem er mjög glæsilegur og vel frágenginn. Á hægri hönd úr holi er gengið inn í sjónvarpsstofu með innbyggðum 55" Plasma skjá og parketi á gólfum. Á vinstri hönd úr sjónvarpsstofu er mjög gott hjónaherbergi með góðum skápum og marmara á gólfi og er hitalögn í gólfinu. Á hægri hönd er svefnherbergisgangur og eru þar 2 góð barnaherbergi með parketi á gólfum og flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtu."

Þetta er því augljóslega glæsilegt hús og aðspurður segist Vilbergur vongóður um að honum takist að selja það. „Við settum húsið á netið hjá okkur á miðvikudaginn og það hafa borist nokkrar fyrirspurnir."

Share this post


Link to post
Share on other sites
http://www.visir.is/article/20080309/FRETT...9009/-1/FRETTIR

Fermetrinn á 676 þúsund krónur

Umræðan um lækkandi fasteignaverð virðist ekki hafa áhrif á alla í fasteignabransanum en það vekur athygli að í fasteignablaði Remax í dag er auglýst til sölu einbýlishús á Seltjarnarnesi og er verðmiðinn 157 milljónir króna. Húsið telst 232 fermetrar, ef með eru taldir 40 fermetrar sem ekki eru teknir með hjá Fasteignamati ríkisins, og bílskúrinn, sem er 50 fermetrar og sagður glæsilegur. Það þýðir að fermetraverð hússinn er um 676 þúsund krónur.

„Þetta er ágætis hús," segir Vilbergur, sölumaður hjá Remax. Hann segir að verðmiðinn á húsinu sé í takti við það sem menn telja gott verð fyrir eign í þessum flokki á þessum stað. „Þetta eru dýrar eignalóðir, staðsetningin á Seltjarnarnesinu er dýrmæt auk þess sem búið er að taka húsið gjörsamlega í gegn."

Vilbergur segist hæfilega bjartsýnn á að húsið seljist á uppsettu verði. „Þetta er ekki stór markhópur en reynslan hefur sýnt að það er alltaf ákveðinn hópur sem leitar að húsi á borð við þetta.

Eins og áður sagði er húsið gefið upp sem 192 fermetrar en við það bætast 40 fermetrar. „Þarna er um að ræða hluta af húsinu sem var upphaflega búið að teikna sem blómaskála en er algjörlega hluti af húsinu í dag. Þar er sjónvarpsholið og svefnherbergi og það á einfaldlega eftir að setja það inn í fermetratöluna hjá Fasteignamatinu."

„Húsið er steinsteypt einbýlishús á einni hæð með stórum tvöföldum bílskúr," segir í sölulýsingunni í blaðinu. „Húsið er í mjög góðu ástandi, og nánast búið að taka það allt í gegn að utan sem innan. Lóðin er sérstaklega glæsileg, öll afgirt með yfir 200 m2 timburverönd og heitum potti. Lýsing er í þakkanti með dimmer. Húsið skiptist í forstofu, gesta wc, eldhús, borðstofu, stofu, sjónvarpsstofu, 4 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Nánari lýsing: komið er inn í rúmgóða forstofu með marmaraflísum á gólf og góðum skápum, góð gestasnyrting er á vinstri hönd og mjög gott forstofuherbergi á hægri hönd. Holið er opið inní borðstofuna sem er tengd stofunni, nýlegt parket á öllum stofunum. Í stofunni er mjög góður arinn. Hægt er að ganga þaðan beint út á frábæra 200m2 afgirta verönd með heitum potti."

„Á vinstri hönd úr holi er mjög glæsilegt eldhús með nýrri innréttingu og glæsilegum tækjum, meðal annars vínkæli," segir ennfremur. „Á gólfi eru fallegar steinflísar. Úr eldhúsi er gengið niður nokkrar tröppur inní þvottaherbergi og þaðan eru dyr út í garð og einnig gengið inn í bílskúrinn sem er mjög glæsilegur og vel frágenginn. Á hægri hönd úr holi er gengið inn í sjónvarpsstofu með innbyggðum 55" Plasma skjá og parketi á gólfum. Á vinstri hönd úr sjónvarpsstofu er mjög gott hjónaherbergi með góðum skápum og marmara á gólfi og er hitalögn í gólfinu. Á hægri hönd er svefnherbergisgangur og eru þar 2 góð barnaherbergi með parketi á gólfum og flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtu."

Þetta er því augljóslega glæsilegt hús og aðspurður segist Vilbergur vongóður um að honum takist að selja það. „Við settum húsið á netið hjá okkur á miðvikudaginn og það hafa borist nokkrar fyrirspurnir."

Við skulum athuga að ástett verð er ekki líkt því alltaf verðið sem eignin selst á. Það getur komið eitt tilboð sem er langt fyrir neðan það sem ásett er. Núna þegar tal um kólnun markaðarins er í gangi er tilvalið að labba á milli fasteingasala og bjóða verðin niður og halda þannig áfram þar til einhver selur á hagstæðu verði fyrir kaupanda. Þetta með ásett verð er líkt og ákæra, en ákærður maður telst ekki sekur fyrr en sekt er sönnuð. Ásett verð er ekki söluverð fyrr en sala hefur farið fram á því verði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.