Sign in to follow this  
Followers 0
N21

Er Ísland smáríki í skák?

10 posts in this topic

Það vekur athygli þegar heimslistinn yfir 100 bestu skákspilarana er skoðaður að þar er engan Íslending að finna.

Listann má sjá á http://fide.com/ratings/top.phtml?list=men

Þá vaknar sú spurning hvort það sé fortíðarhyggjan sem hvílir svona þungt á íslensku skáklífi. Enn eru þeir Fischer og Spasský taldir til helstu fyrirmynda hérlendis í skákinni en fjölmiðlar gefa þeim skákmönnum sem nú standa fremstir lítinn gaum enda þótt þeir séu tvímælalaust betri en hið ævaforna tvíeyki og sannarlega betri fyrirmyndir. Þar nægir að nefna óskoraðan heimsmeistarann, hinn geðprúða baráttujaxl frá Indlandi, Vishy Anand, sem gengur líka undir sæmdarheitinu tígrisdýrið frá Madras.

Það var til dæmis átakanlegt að sjá Spasský í sjónvarpsfréttum í gær að harma tækniframfarir sem skákin hefur notið góðs af og sakna gömlu góðu daganna eins og væri hann elliær ballettdansmær sem telur danslistina hafa horfið með brotthvarfi sínu.

Það verður þó að segjast að Hannes Hlífar Stefánsson er að standa sig mjög vel á Reykjavíkurskákmótinu sem nú stendur yfir og væri nær að fjölmiðlar veittu því athygli en harmakveini Spasskýs.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það vekur athygli þegar heimslistinn yfir 100 bestu skákspilarana er skoðaður að þar er engan Íslending að finna.

Listann má sjá á http://fide.com/ratings/top.phtml?list=men

Þá vaknar sú spurning hvort það sé fortíðarhyggjan sem hvílir svona þungt á íslensku skáklífi. Enn eru þeir Fischer og Spasský taldir til helstu fyrirmynda hérlendis í skákinni en fjölmiðlar gefa þeim skákmönnum sem nú standa fremstir lítinn gaum enda þótt þeir séu tvímælalaust betri en hið ævaforna tvíeyki og sannarlega betri fyrirmyndir. Þar nægir að nefna óskoraðan heimsmeistarann, hinn geðprúða baráttujaxl frá Indlandi, Vishy Anand, sem gengur líka undir sæmdarheitinu tígrisdýrið frá Madras.

Það var til dæmis átakanlegt að sjá Spasský í sjónvarpsfréttum í gær að harma tækniframfarir sem skákin hefur notið góðs af og sakna gömlu góðu daganna eins og væri hann elliær ballettdansmær sem telur danslistina hafa horfið með brotthvarfi sínu.

Það verður þó að segjast að Hannes Hlífar Stefánsson er að standa sig mjög vel á Reykjavíkurskákmótinu sem nú stendur yfir og væri nær að fjölmiðlar veittu því athygli en harmakveini Spasskýs.

Ísland er stórveldi miðað gömlu góðu hausatöluna! BNA-menn og Rússar þyrftu að eiga u.þ.b. 10-12 þúsund stórmeistara, hvor þjóð, til að 'skáka' okkur! :D

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Meðan íslensku stórmeistararnir geta legið á ríkisjötunni er ekki við miklum afrekum að búast.

Það eru engin rök fyrir því að greiða skákmönnum menntaskólakennaralaun fyrir það eitt að vera til.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Spassky mælir rétt orð þarna. Skákin er ekki lengur verk og afurð einstaklingsins, heldur blönduð af einhverju hlutfalli af eigin getu og frumkvæði, við reiknigetu tölvunnar.

Þannig getur hvaða skákmaður sem er látið tölvuna vinna fyrir sig rannsóknir og uppgötva nýjungar í byrjunum og þekktum stöðum með því einu að láta tölvuna "þræla"

Þeir sem hafa ekkert gaman af slíkum vinnubrögðum, verða á eftir. Óupplýstir og í raun, "sitting duck" fyrir hina tæknivæddu.

Skák í dag er því miður þessu marki brennd.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Spassky mælir rétt orð þarna. Skákin er ekki lengur verk og afurð einstaklingsins, heldur blönduð af einhverju hlutfalli af eigin getu og frumkvæði, við reiknigetu tölvunnar.

Þannig getur hvaða skákmaður sem er látið tölvuna vinna fyrir sig rannsóknir og uppgötva nýjungar í byrjunum og þekktum stöðum með því einu að láta tölvuna "þræla"

Þeir sem hafa ekkert gaman af slíkum vinnubrögðum, verða á eftir. Óupplýstir og í raun, "sitting duck" fyrir hina tæknivæddu.

Skák í dag er því miður þessu marki brennd.

Já og í gamla daga voru þeir sem tefldu af eigin getu og frumkvæði "sitting duck" fyrir hina bókvæddu sem lágu í skákdoðröntum, bókaorma eins og Fischer og Spasský.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já og í gamla daga voru þeir sem tefldu af eigin getu og frumkvæði "sitting duck" fyrir hina bókvæddu sem lágu í skákdoðröntum, bókaorma eins og Fischer og Spasský.

Þetta er afleit samlíking. Bæði Fischer og Spassky voru gegnheilir skákmenn sem náðu gríðarstyrk á barnsaldri. Styrkur þessara beggja skákmanna var eigin frumleiki fyrst og fremst. Umleið var þeirra megin veikleiki, leti. Spassky frekar en Fischer þó.

Polugjafvíski og fleiri voru hins vegar vinnuhestar sem gerðu nánast ekkert annað en að stúdera skákir annara og drekka í sig þekkingu þeirra þannig.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er afleit samlíking. Bæði Fischer og Spassky voru gegnheilir skákmenn sem náðu gríðarstyrk á barnsaldri. Styrkur þessara beggja skákmanna var eigin frumleiki fyrst og fremst. Umleið var þeirra megin veikleiki, leti. Spassky frekar en Fischer þó.

Polugjafvíski og fleiri voru hins vegar vinnuhestar sem gerðu nánast ekkert annað en að stúdera skákir annara og drekka í sig þekkingu þeirra þannig.

Það er einmitt þessi hugsanaháttur sem skín úr athugasemd þinni sem er að draga máttinn úr íslensku skáklífi. Þarna gerir þú Fischer upp leti og leitar skýringa á hæfileikum hans öllu framar í einhverjum yfirnáttúrulegum hæfileikum hans, svona eins og Íslendingum er tamt að trúa á álfa og huldufólk, frekar en æfingu og lestri skákbóka. Þó er vitað að Fischer lá í skákbókum frá unga aldri og að á hátindi ferils hans var Informator skákritið hefðbundin kvöldlesning hjá honum. Hér væri nær að hafa hin gömlu sannindi að æfingin skapar meistarann í fyrirrúmi.

Það er allavega ekki von á góðu ef íslenskir skákspilarar ætla að hafa letina að sínu leiðarljósi og mótmæla skáktölvunni svipað og bændur á Norðurlandi mótmæltu símanum þegar hann kom.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Draga máttinn úr Íslensku skáklífi???

Ég er að tala um skákina um heim allan. Og Fischer var undrabarn vegna sinna hæfileika, enda augljóst að margra ára þekkingarleit í verkum annara stórmeistara var ekki til að dreifa hjá honum sem barni, frekar en öðrum börnum sem voru undrabörn á svipuðum forsendum.

Og Spassky viðurkenndi fyrir löngu leti sína enda óhemju úrræðagóður skákmaður sem með mjög djúpum og frumlegum hugmyndum heillaði skákheiminn þegar hann var upp á sitt best.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Draga máttinn úr Íslensku skáklífi???

Ég er að tala um skákina um heim allan. Og Fischer var undrabarn vegna sinna hæfileika, enda augljóst að margra ára þekkingarleit í verkum annara stórmeistara var ekki til að dreifa hjá honum sem barni, frekar en öðrum börnum sem voru undrabörn á svipuðum forsendum.

Og Spassky viðurkenndi fyrir löngu leti sína enda óhemju úrræðagóður skákmaður sem með mjög djúpum og frumlegum hugmyndum heillaði skákheiminn þegar hann var upp á sitt best.

Já þetta er goðsögn sem hefur verið nokkuð lífseig hér á landi að bestu skákspilararnir séu latir og æfi sig ekki. Þannig var það viðhorf ríkjandi hjá einu skákfélagi hér ekki alls fyrir löngu að það væri eiginlega svindl ef fólk rifjaði upp mannganginn eftir að það kom úr móðurkviði. Allar æfingar voru litnar hornauga og það voru helgispjöll að líta í skákbók. Það var jafnvel talið varhugavert að tefla því þá gæti fólk lært af andstæðingum sínum sem myndi þá bitna á frumleika þess. ELO skákstigum var líka fundið flest til foráttu og talið vissara að meta skákstyrk manna út frá öðrum þáttum svo sem spekingssvipbrigðum og klæðaburði við skákborðið. Þá var það talið óbrigðult merki um dýpt skákspilara ef hann hugsaði lengi um fyrsta leikinn í skákinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ísland er ör-ríki, í öllu tilliti.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.