Sign in to follow this  
Followers 0
fleebah

Auður Capital, fjármálafyrirtæki í eigu kvenna

12 posts in this topic

Auður Capital.

Þetta er alveg frábært framtak! Ég hef lengi kvabbað yfir skorti á konum í frumkvöðlastarfsemi og nú hefur hópur kvenna tekið af skarið, komið fram í fremstu víglínu og ætla að láta af sér kveða. Ekki bara það, ætla að sinna öðrum fyrirtækjum, fjárfestingum, sem eru að frumkvæði kvenna.

Þetta er allt annar tónn en maður er vanur. Ekkert málþing og kvabb út í eitt þar sem "aðgerða er krafist" og allt það. Nei, þetta er aðgerðatónn. Ekki verið að krefjast neins, sæta í stjórnum eða eitthvað annað sértækt snobb. Nei, bara stofnað fjárfestingafélag þar sem á að kötta krappið. Bara láta verkin tala og hananú. Frábært!

Þetta er stórt skref, að ég tel, í jafnrétti kynjanna í átt að launa- og stöðujafnrétti til handa konum. Ef þetta verkefni fer vel, sem ég hef fulla trú á að verði, þá eru þarna komnar flottar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur og konur sem stefna í þessa átt.

Eitt af vandamálum ungra kvenna á uppleið í fjármálastarfsemi og framlínu fyrirtækja er skortur á kvennkyns fyrirmyndum (mitt mat). Þær persónur sem eru mest áberandi í fjármálalífinu og atvinnulífinu eru karlmenn. Jújú, þeir geta verið fyrirmynd fyrir ungar konur, en ég held, satt best að segja, að kvennkyns fyrirmyndir verði meiri hvatning fyrir ungar konur en karlkyns.

Heimild

Auður Capital fjármagnar fyrsta fagfjárfestasjóð sinn

Auður Capital, fjármálafyrirtæki í eigu kvenna, hefur lokið fjármögnun á sínum fyrsta fagfjárfestasjóði sem nefnist AuÐur I.

Segir í tilkynningu félagsins að mikill áhugi hafi verið fyrir sjóðnum og var heildarfjárhæð áskrifta 3,2 milljarðar króna. Alls tók 21 fjárfestir þátt í verkefninu og meðal þeirra eru flestir af stærstu lífeyrissjóðum landsins sem og aðrir stofnana- og fagfjárfestar.

Fjárfestingarsjóðurinn mun nýta tækifæri sem felast í vaxandi mann- og fjárauð kvenna og verður fjárfest í starfandi fyrirtækjum sem hafa mikla vaxtarmöguleika. Sérstaklega verður horft til fyrirtækja í eigu eða undir stjórn kvenna og fyrirtækja sem bjóða upp á vörur eða þjónustu sem höfða sértaklega til kvenna, eins og segir í tilkynningunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Auður Capital.

Þetta er alveg frábært framtak! Ég hef lengi kvabbað yfir skorti á konum í frumkvöðlastarfsemi og nú hefur hópur kvenna tekið af skarið, komið fram í fremstu víglínu og ætla að láta af sér kveða. Ekki bara það, ætla að sinna öðrum fyrirtækjum, fjárfestingum, sem eru að frumkvæði kvenna.

Þetta er allt annar tónn en maður er vanur. Ekkert málþing og kvabb út í eitt þar sem "aðgerða er krafist" og allt það. Nei, þetta er aðgerðatónn. Ekki verið að krefjast neins, sæta í stjórnum eða eitthvað annað sértækt snobb. Nei, bara stofnað fjárfestingafélag þar sem á að kötta krappið. Bara láta verkin tala og hananú. Frábært!

Þetta er stórt skref, að ég tel, í jafnrétti kynjanna í átt að launa- og stöðujafnrétti til handa konum. Ef þetta verkefni fer vel, sem ég hef fulla trú á að verði, þá eru þarna komnar flottar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur og konur sem stefna í þessa átt.

Eitt af vandamálum ungra kvenna á uppleið í fjármálastarfsemi og framlínu fyrirtækja er skortur á kvennkyns fyrirmyndum (mitt mat). Þær persónur sem eru mest áberandi í fjármálalífinu og atvinnulífinu eru karlmenn. Jújú, þeir geta verið fyrirmynd fyrir ungar konur, en ég held, satt best að segja, að kvennkyns fyrirmyndir verði meiri hvatning fyrir ungar konur en karlkyns.

Heimild

Ég veit það ekki. Verða þær bara ekki eins og karlarnir?

Ég hef ekki hingað til séð neinn kynjamun á karlkyns og kvenkyns verðbréfaguttum.

Þetta er starfsemi sem snýst um að græða og þá helst á viðskiptavininum.

Kvenkyns fjárfestingarstarfsemiskona hefur gengið í gegnum sama nám og

karlkyns fjárfestingarstarfsemiskarl. Þess vegna get ég ekki séð að konur sem leiti til Auðar

séu eitthvað betri settar en að leita annað.

Markmiðið þarna virðist vera að ná til kvenna, en það er engin trygging að þær fái

betri kjör þarna en annars staðar.

Er þetta kannski vísir að nýjum kvennaflokki?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er munur þarna á sem ég hef þegar orðið var við - mun ferkantaðri vinnubrögð :)

Ég get ekki farið nánar út í þá sálma að svo stöddu, svo ekki spyrja.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég veit það ekki. Verða þær bara ekki eins og karlarnir?

Ég hef ekki hingað til séð neinn kynjamun á karlkyns og kvenkyns verðbréfaguttum.

Þetta er starfsemi sem snýst um að græða og þá helst á viðskiptavininum.

Kvenkyns fjárfestingarstarfsemiskona hefur gengið í gegnum sama nám og

karlkyns fjárfestingarstarfsemiskarl. Þess vegna get ég ekki séð að konur sem leiti til Auðar

séu eitthvað betri settar en að leita annað.

Markmiðið þarna virðist vera að ná til kvenna, en það er engin trygging að þær fái

betri kjör þarna en annars staðar.

Er þetta kannski vísir að nýjum kvennaflokki?

Reyndar eru konur töluvert áhættufælnari en karlmenn. Kemur berlega í ljós í tölfræði bankanna enda eru konur mun ólíklegri til að verða gjaldþrota en karlar. En ef þetta er private equity sem þær eru að fara út í getur það nú seint talist áhættulítið.

En ég segi eins og fleebah - ég fagna þessu framtaki. Ekki þetta væl um "sértækar aðgerðir" og "aðkomu stjórnvalda" heldur bara gengið í hlutina. Besta mál segi ég bara.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvernig er með stórnarskipan í svona fyrirtæki? Þarf ekki eitthvað lögbundið hlutfall kynjanna í stjórn, svo allt sé eftir laganna bókstaf ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvernig er með stórnarskipan í svona fyrirtæki? Þarf ekki eitthvað lögbundið hlutfall kynjanna í stjórn, svo allt sé eftir laganna bókstaf ?

það eru engin lög komin um kynjahlutfall í stjórnum einkafyrirtækja, ekki mér vitanlega

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hver er munurinn á karlabolta og kvennabolta ?

Er ekki aðalatriðið að skora mark ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvernig er með stórnarskipan í svona fyrirtæki? Þarf ekki eitthvað lögbundið hlutfall kynjanna í stjórn, svo allt sé eftir laganna bókstaf ?

Það má vera skipað konum eingöngu og sinna konum eingöngu, því í enda dags er þetta allt lögleg og sjálfsagt, því það er jú hlutverk fyrirtækja að sinna hagsmunum og vilja eigenda sinna, ekkert annað.

Hver er munurinn á karlabolta og kvennabolta ?

Hraðinn og krafturinn. :) Hefur þú t.d. tekið eftir því hvað markmenn(konur?) í kvennaboltanum eru hrikalega seinar stundum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er líklega það besta sem gat komið fyrir hina. Nú geta þeir bent kvenfyrirtækjum sem þeir hafa engan áhuga á að fjármagna sjálfir á þennan sjóð. Bara gott mál.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þetta er líklega það besta sem gat komið fyrir hina. Nú geta þeir bent kvenfyrirtækjum sem þeir hafa engan áhuga á að fjármagna sjálfir á þennan sjóð. Bara gott mál.

mjög fínt

þeir geta leyft öðrum að njóta minni vanskila og færri gjaldþrota, mjög fínt fyrir Auði bara! :love:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst undarlegt hvað þessi þráður fær lítil viðbrögð hjá femínistunum okkar hér á málefnunum, sem mér þykir svo vænt um.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér finnst undarlegt hvað þessi þráður fær lítil viðbrögð hjá femínistunum okkar hér á málefnunum, sem mér þykir svo vænt um.

Já eins og þetta er gott mál

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.