Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Samningarnir felldir "í raun"

9 posts in this topic

Það er ekki ofsögum sagt af því hvernig ísl. fjölmiðlar túlka - eða réttara sagt láta ógert að túlka - alvarlegar fréttir af innlendum vettvangi. Dæmi um þetta eru fréttir kvöldsins af "samþykkt" kjarsamninganna.

Fram kemur, að aðeins rétt til að greiða atkvæði um nýgerðan kjarasamning höfðu alls tæplega 32.000 manns Starfsgreinaambandsins, þar af 18.374 innan Flóafélaganna, Eflingar, VSFJK og Boðans. Þátttakan var laðeins 20,5% alls og tæp 18% hjá flóafélögunum!

Af þessum fámenna hópi sem atkvæði greiddu samþykktu 84% samninginn!! Var ekki ástæða fyrir fjölmiðla (sem mærðu niðurstöðuna!) að spyrja talsmann ASÍ sem fram kom í fréttunum, hvort honum fyndist þessi úrslit sýna mikla ánægju með samninginn? Nei, ekki bofs um þessa snautlegu niðurstöðu. - Staðreyndin er auðvitað sú, að þessir niðurlægjandi samningar fyrir allan þorra launafólks voru "í raun" felldir. Þótt slóttug lagaákvæði innan verkalýðshreyfingarinnar kveði svo á að aðeins þeir sem mæti ráði niðurstöðunni. Hvers vegna ekki 50%?

Önnur staðreynd er sú að EKKERT eða nánast ekkert hefur verið uppfyllt af því sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti í samningsgerðinni. - Stimpilgjöldin kyrr áfram, vextir og húsnæðisbætur og allt hitt óhreyft! Eru allir þeir sem ekki mættu til atkvæðagreiðslu um samningana ekki einfaldlega að lýsa frati á þessa dæmalausu og viðurstyggilegu samninga?

Samtök atvinnulífsins er eini aðilinn sem fékk sitt í gegn: lækkun tekjuskatts úr 18 í 15%!!

Og nú koma verkalýðsleiðtogarnir og "skora á kaupmenn" að hækka nú ekki verðlag lvlegna lækkuonar krónunnar!! Ha,ha, ha!! Aumingjaforkólfar í aumingjasamtökum fyrir aumingja!

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er ekki ofsögum sagt af því hvernig ísl. fjölmiðlar túlka - eða réttara sagt láta ógert að túlka - alvarlegar fréttir af innlendum vettvangi. Dæmi um þetta eru fréttir kvöldsins af "samþykkt" kjarsamninganna.

Fram kemur, að aðeins rétt til að greiða atkvæði um nýgerðan kjarasamning höfðu alls tæplega 32.000 manns Starfsgreinaambandsins, þar af 18.374 innan Flóafélaganna, Eflingar, VSFJK og Boðans. Þátttakan var laðeins 20,5% alls og tæp 18% hjá flóafélögunum!

Af þessum fámenna hópi sem atkvæði greiddu samþykktu 84% samninginn!! Var ekki ástæða fyrir fjölmiðla (sem mærðu niðurstöðuna!) að spyrja talsmann ASÍ sem fram kom í fréttunum, hvort honum fyndist þessi úrslit sýna mikla ánægju með samninginn? Nei, ekki bofs um þessa snautlegu niðurstöðu. - Staðreyndin er auðvitað sú, að þessir niðurlægjandi samningar fyrir allan þorra launafólks voru "í raun" felldir. Þótt slóttug lagaákvæði innan verkalýðshreyfingarinnar kveði svo á að aðeins þeir sem mæti ráði niðurstöðunni. Hvers vegna ekki 50%?

Önnur staðreynd er sú að EKKERT eða nánast ekkert hefur verið uppfyllt af því sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti í samningsgerðinni. - Stimpilgjöldin kyrr áfram, vextir og húsnæðisbætur og allt hitt óhreyft! Eru allir þeir sem ekki mættu til atkvæðagreiðslu um samningana ekki einfaldlega að lýsa frati á þessa dæmalausu og viðurstyggilegu samninga?

Samtök atvinnulífsins er eini aðilinn sem fékk sitt í gegn: lækkun tekjuskatts úr 18 í 15%!!

Og nú koma verkalýðsleiðtogarnir og "skora á kaupmenn" að hækka nú ekki verðlag lvlegna lækkuonar krónunnar!! Ha,ha, ha!! Aumingjaforkólfar í aumingjasamtökum fyrir aumingja!

Tilfellið er að í dag fá allir launþegar sem þú tiltekur hér senda seðla til þess að kjósa um samningana.

Það þarf ekkert að mæta, nema við póstkassa.

Af reynslu minni hef ég talið að þegar þáttaka er slík eins og þú nefnir að fólk er almennt ánægt.

Telur ekki þörf að taka þátt, ætlar ekki að mótmæla.

Að vísu er ég ekki sammála því að taka ekki þátt í kosningum ef maður er sáttur.

Mér finnst að okkur beri að segja okkar álit, hvenær sem það býðst.

En það er líka vitað að það eru allt, allt of margir í dag sem hafa ekki áhuga á kjörum sínum.

Hafa ekki áhuga á að berjast fyrir betri kjörum. Hafa í raun ekki hugmynd um hvað það er að kjósa...

eða ekki kjósa um.

Ég þekki til þess að verkalýðs- og stéttarfélög hafa reynt að virkja hinn almenna félagsmann,

upplýsa og fræða.

Ég er að kynna mér samningana, svo ég ætla ekki að tjá mig um þá núna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er ekki hissa á hve þátttakan er lítil þegar pælt er í framkvæmdinni hjá t.d. Rafiðnaðarsambandinu sem maðurinn minn er í.

Þann 6. mars beið okkar bréf frá þeim, stimplað þann 5. mars, þegar við komum heim úr vinnu um 6 leytið. Í því var útlistun á samningnum og atkvæðaseðill sem hefði verið skilað (kostið NEI) ef tíminn hefði verið nægur. Málið er nefnilega að með fylgdi umslag sem atkvæðaseðillinn átti að fara í og honum þurfti að koma í póst í síðasta lagi kl. 24:00 þann 6. mars!!!

Við áttum semsagt að keyra út að næsta póstkassa þarna strax um kvöldið og auðvitað að vera búin að kynna okkur samninginn til hlýtar. Ég veit svsem ekki hvernig aðrir hafa það en við erum lítið fyrir það að fara út aftur eftir erfiðan vinnudag og hefði verið miklu auðveldar að geta tekið með sér bréfið morguninn eftir en þá var það of seint.

Svo gátum við líka auðvitað skilað umslaginu beint á skrifstofu Rafniðanarsambandsins fyrir hádegi mánudaginn 10. mars og hvorugt okkar á neitt leið þar hjá á miðjum vinnudegi.

Þannig að ef þetta hefur verið framkvæmt svona af fleirum en Rafiðnaðarsambandinu þá er ég ekki hissa á þessari þáttöku og ég er ekki viss um að almenn sátt sé um þennan samning.

Tilfellið er að í dag fá allir launþegar sem þú tiltekur hér senda seðla til þess að kjósa um samningana.

Það þarf ekkert að mæta, nema við póstkassa.

Af reynslu minni hef ég talið að þegar þáttaka er slík eins og þú nefnir að fólk er almennt ánægt.

Telur ekki þörf að taka þátt, ætlar ekki að mótmæla.

Að vísu er ég ekki sammála því að taka ekki þátt í kosningum ef maður er sáttur.

Mér finnst að okkur beri að segja okkar álit, hvenær sem það býðst.

En það er líka vitað að það eru allt, allt of margir í dag sem hafa ekki áhuga á kjörum sínum.

Hafa ekki áhuga á að berjast fyrir betri kjörum. Hafa í raun ekki hugmynd um hvað það er að kjósa...

eða ekki kjósa um.

Ég þekki til þess að verkalýðs- og stéttarfélög hafa reynt að virkja hinn almenna félagsmann,

upplýsa og fræða.

Ég er að kynna mér samningana, svo ég ætla ekki að tjá mig um þá núna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nei ekki ég heldur, ekki fékk ég neitt í póstinum frá mínu verkalýðsfélagi þó það standi á þeirra vefsíðu að þeir hafi sent mér.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Maður skilur kannski að fólk sé hrætt við að tjá sig um tilgangsleysi og óánægju með þennan samning ef samning skyldi kalla. Það situr enn í Íslendingum þessi ótti við yfirboðarana (les hér: verkalýðsforkólfana, sem eru svo sem sama marki brenndir og yfirmaðurinn í Karphúsinu, fyrrverandi ASÍ formaður síðar framkvæmdastjóri Alþýðubankans/Íslandsbanka).En samningurinn er einskis nýtur loforðaflaumur, bæði af hendi ASÍ og Starfgr.samb. og ríkistjórnarinnar. Ráðherrar eru fjarri íslandi mestan part, flestir í útlöndum og vilja vera þar með sína dagpeninga og svona.... Og sama marki eru brenndir verkalýðsforkólfarnir með margfalt hærri laun en umbjóðendurnir. - Svo við skulum því ekki hafa hátt, það er alltlaf maður á glugga...

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég er ekki hissa á hve þátttakan er lítil þegar pælt er í framkvæmdinni hjá t.d. Rafiðnaðarsambandinu sem maðurinn minn er í.

Þann 6. mars beið okkar bréf frá þeim, stimplað þann 5. mars, þegar við komum heim úr vinnu um 6 leytið. Í því var útlistun á samningnum og atkvæðaseðill sem hefði verið skilað (kostið NEI) ef tíminn hefði verið nægur. Málið er nefnilega að með fylgdi umslag sem atkvæðaseðillinn átti að fara í og honum þurfti að koma í póst í síðasta lagi kl. 24:00 þann 6. mars!!!

Við áttum semsagt að keyra út að næsta póstkassa þarna strax um kvöldið og auðvitað að vera búin að kynna okkur samninginn til hlýtar. Ég veit svsem ekki hvernig aðrir hafa það en við erum lítið fyrir það að fara út aftur eftir erfiðan vinnudag og hefði verið miklu auðveldar að geta tekið með sér bréfið morguninn eftir en þá var það of seint.

Svo gátum við líka auðvitað skilað umslaginu beint á skrifstofu Rafniðanarsambandsins fyrir hádegi mánudaginn 10. mars og hvorugt okkar á neitt leið þar hjá á miðjum vinnudegi.

Þannig að ef þetta hefur verið framkvæmt svona af fleirum en Rafiðnaðarsambandinu þá er ég ekki hissa á þessari þáttöku og ég er ekki viss um að almenn sátt sé um þennan samning.

Maður spyr sig óneitanlega af hverju þetta sé svona.... <_<

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ætli ástæðan fyrir lítilli þátttöku í kosningunum sé ekki einfaldlega sú að lýðurinn er svo upptekinn við vinnu til að eiga fyrir skjóli og fæði að ekki hafi gefist tími til að skila inn atkvæði. 2 tímar úr vinnu getur valdið því að ekki náist að fylla upp í kröfu bankanna um arðinn (eða leigusalans). Og ekki laga þessir samningar það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvar voruð þið þegar enn var tími til að hafa áhrif á kosninguna??

Ekki minnist ég þess að hafa séð neina þræði hér meðan enn var hægt að hafa áhrif á aðra um að kjósa.

Það er ekki eins og það hafi kallað á ferðalag út að póstkassa að stofna þráð, 1stk eða fleiri um málið og freista þess að hafa með því áhrif á niðurstöðuna.

Samningarnir voru samþykktir "í raun" - no ifs, ands or buts!!! Það er mun líklegra að þeir sem eru samþykkir samningnum hafi sleppt því að kjósa en þeir sem voru mótfallnir honum. Samt fékkst yfir 80% stuðningur þeirra sem þó nenntu að leggja það á sig að brjótast í gegnum ófærðina til að láta í sér heyra.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ætli ástæðan fyrir lítilli þátttöku í kosningunum sé ekki einfaldlega sú að lýðurinn er svo upptekinn við vinnu til að eiga fyrir skjóli og fæði að ekki hafi gefist tími til að skila inn atkvæði. 2 tímar úr vinnu getur valdið því að ekki náist að fylla upp í kröfu bankanna um arðinn (eða leigusalans). Og ekki laga þessir samningar það.

Ég gæti trúað að það væri nokkuð til í þessu. Því miður <_<

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.