Sign in to follow this  
Followers 0
Orville

Undarleg tengsl milli vændis og innflytjendafordóma

48 posts in this topic

Það er skemmtilegt við Málefnin hvernig maður getur verið á öndverðu meiði við einstaka málverja í einum málaflokki en svo sammála sama fólki í öðrum málum. Ég man til dæmis eftir að oftast er ég sammála þeim Keops og Fowl en þar sem við höfum ekki verið sammála hefur á stundum borið mikið á milli.

Stundum hef ég skipt mér lítillega af umræðum um innflytjendamál hér á Málefnunum. Þar hef ég verið í hópi hinna svokölluðu þöggunarsinna en það er það fólk sem vill forðast þjóðernisátök og hafa gagnrýnt þá sem hafa alið á fordómum gegn innflytjendum. Þessi þöggunarsinnar svokölluðu hafa talað mikið um innflytjendamál (merkileg þversögn) og þá gjarnan verið sammála í megin atriðum þar en svo á öndverðu meiði í öðrum málum eins og gengur.

Nú er í gangi hér mikil umræða um vændi í kjölfar umföllunar Kastljóssins síðustu daga. Þá vill svo til að línur virðast eitthvað skiptast eins í þessum tveimur málaflokkum, það er vændis málum og innflytjendamálum. Svo virðist sem það sé sama fólkið hér sem ver og styður útlendingaóhróður Frjálslynda flokksins og sem trúir á og ver málstað kátu hórunnar. Þá er það einnig athyglisvert að hinir alræmdu þöggunarsinnar eru einnig nokkuð áberandi í hópi þeirra sem vilja berjast gegn vændi. Af hverju ætli þetta sé?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að sumir telja kapp sé best með forsjá.

Nú er ég útaf fyrir sig ekki hlynntur vændi, en geri mér fyllilega grein fyrir að bann á vændissölu og/eða kaupum leiðir ekki til jákvæðrar niðurstöðu, enda verður vændi þá bara falið betur.

Ég er heldur ekki andvígur erlendum stararfsmönnum eða erlendu fólki sem slíku (enda verið útlendingur sjálfur) heldur tel ég að það séu ákveðin þanmörk á innflutningnum, og að við verðum að stýra þessu að einhverju leyti handvirkt.

Þar hefur þú það, hugsanlega þarftu að endurskoða álit þitt á því fólki sem er ekki sammála þér, jafnvel að sleppa fordómatalinu sem er þér svo tamt. Jafnvel að íhuga það að þú gætir haft rangt fyrir þér í báðum málaflokkum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að sumir telja kapp sé best með forsjá.

Nú er ég útaf fyrir sig ekki hlynntur vændi, en geri mér fyllilega grein fyrir að bann á vændissölu og/eða kaupum leiðir ekki til jákvæðrar niðurstöðu, enda verður vændi þá bara falið betur.

Ég er heldur ekki andvígur erlendum stararfsmönnum eða erlendu fólki sem slíku (enda verið útlendingur sjálfur) heldur tel ég að það séu ákveðin þanmörk á innflutningnum, og að við verðum að stýra þessu að einhverju leyti handvirkt.

Þar hefur þú það, hugsanlega þarftu að endurskoða álit þitt á því fólki sem er ekki sammála þér, jafnvel að sleppa fordómatalinu sem er þér svo tamt. Jafnvel að íhuga það að þú gætir haft rangt fyrir þér í báðum málaflokkum.

Ég kann við ágætlega við mig í þessu samfélagi þöggunarsinna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég kann við ágætlega við mig í þessu samfélagi þöggunarsinna.

Ég veit það gæskurinn, ykkur finnst það betra að þagga niður umræðurnar en að viðurkenna að hafa rangt fyrir ykkur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Séu málverjar ekki sammála Orville þá eru þeir lýðskrumarar að hanns áliti, já hvorki meir né minna en lýskrumarar, Orville minn viltu ekki gera grein fyrir fyrirsögn þessa þráðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Séu málverjar ekki sammála Orville þá eru þeir lýðskrumarar að hanns áliti, já hvorki meir né minna en lýskrumarar, Orville minn viltu ekki gera grein fyrir fyrirsögn þessa þráðar.

Mér sýnist þú hafa ágæta grein fyrir þessu sjálfur. En ég tel það dæmigert lýskrum þessi málflutningur FF í innflytjendamálum. Eins þetta viðtal við kátu hóruna dönsku.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þöggunarsinnar reyna bæði að þagga niður eðlilega umræðu um innflytjendamál og vændi. Þetta gera þeir með hreinum blekkingum og með því að reyna að þagga niður umræður sem taka mið af raunveruleikanum.

Þeir sem mótmæla þessum vinnubrögðum, td með því að benda á að það sé af og frá að flestar vændiskonur séu þvingaðar til að selja sig, eru alls ekki endilega fylgjandi vændi. Ekki frekar en að þeir sem benda á hræsni og blekkingar þöggunarsinna í innflytjendaumræðunni séu neitt frekar andsnúnir útlendingum.

Blekkingar þöggunarsinna eru ógeðfelldar því að þeir reyna með blekkingum að hygla ákveðnum hópum á kostnað annarra hópa. Þöggunarsinnar eru því mjög ótrúverðugir.

Séu málverjar ekki sammála Orville þá eru þeir lýðskrumarar að hanns áliti, já hvorki meir né minna en lýskrumarar, Orville minn viltu ekki gera grein fyrir fyrirsögn þessa þráðar.

Þarftu að spyrja?

Þetta kallast þöggun og þjónar þeim tilgangi að þagga niður allt sem samræmist ekki þessari einu "réttu" skoðun sem þolir enga umræðu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Svo virðist sem það sé sama fólkið hér sem ver og styður útlendingaóhróður Frjálslynda flokksins og sem trúir á og ver málstað kátu hórunnar.

Ég hef ekki séð neinn yfirlýstan stuðningsmann FF eða hans stefnumála taka til máls í vændisumræðunni. Þú getur kannski bent á einn?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er skemmtilegt við Málefnin hvernig maður getur verið á öndverðu meiði við einstaka málverja í einum málaflokki en svo sammála sama fólki í öðrum málum. Ég man til dæmis eftir að oftast er ég sammála þeim Keops og Fowl en þar sem við höfum ekki verið sammála hefur á stundum borið mikið á milli.

Stundum hef ég skipt mér lítillega af umræðum um innflytjendamál hér á Málefnunum. Þar hef ég verið í hópi hinna svokölluðu þöggunarsinna en það er það fólk sem vill forðast þjóðernisátök og hafa gagnrýnt þá sem hafa alið á fordómum gegn innflytjendum. Þessi þöggunarsinnar svokölluðu hafa talað mikið um innflytjendamál (merkileg þversögn) og þá gjarnan verið sammála í megin atriðum þar en svo á öndverðu meiði í öðrum málum eins og gengur.

Nú er í gangi hér mikil umræða um vændi í kjölfar umföllunar Kastljóssins síðustu daga. Þá vill svo til að línur virðast eitthvað skiptast eins í þessum tveimur málaflokkum, það er vændis málum og innflytjendamálum. Svo virðist sem það sé sama fólkið hér sem ver og styður útlendingaóhróður Frjálslynda flokksins og sem trúir á og ver málstað kátu hórunnar. Þá er það einnig athyglisvert að hinir alræmdu þöggunarsinnar eru einnig nokkuð áberandi í hópi þeirra sem vilja berjast gegn vændi. Af hverju ætli þetta sé?

Hugsanlegar skýringar:

Mannfyrirlitning annars vegar, virðing fyrir öðru fólki hins vegar

Skeytingarleysi gagnvart þeim sem eru "öðruvísi" en þeir sjálfir annars vegar, umburðarlyndi hins vegar

Heimska/lýðskrum annars vegar, gagnrýnin hugsun hins vegar

Share this post


Link to post
Share on other sites

Orville er á móti siðferðisbrestum eins og vændi af trúarlegum ástæðum. Hann vitnar í kirkjufeður og segir að það þurfi að herða lagarammann til að koma til móts við siðferðisanda þjóðarinnar.

En svo vill hann þagga niður alla umræður um mannsal til láglaunastarfa. Mér finnsta hann tala eins og hvítasunnumaður með starfsmannaleigu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég hef ekki séð neinn yfirlýstan stuðningsmann FF eða hans stefnumála taka til máls í vændisumræðunni. Þú getur kannski bent á einn?

Cesil

Share this post


Link to post
Share on other sites
Cesil

Nú lýgurðu, að Cesil1 sé komin í ...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ætli þráðarstofnandi hér sé ekki dæmigerður málsvari fyrir þöggunarsinna. Nú er látið að því liggja að ég sé rasisti, vegna þess að ég tók upp mál frá Kastljósi og hóf umræðu um eitt tabúmálið í viðbót. Sem betur fer er ég löngu hætt að taka mark á því sem þessi málverji lætur frá sér fara, og fleiri hér í samkórnum. Dæmi bara hver fyrir sig um málefnalegan málflutning hans og fleiri hér. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthild...l/entry/470962/

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir ganga langt í að sverta og reyna að meiða og eyðileggja. Ef málflutningurinn hentar ekki persónulegri trú þeirra sjálfra, þá er allt gert til að koma höggi á, eða niðurlægja viðkomandi.

Ég gef ekki mikið svona svona málflutning. Og ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari umræðu, vildi bara koma þessu á framfæri, þar sem greinilega er ráðist að mér og því sem ég stend fyrir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ætli þráðarstofnandi hér sé ekki dæmigerður málsvari fyrir þöggunarsinna. Nú er látið að því liggja að ég sé rasisti, vegna þess að ég tók upp mál frá Kastljósi og hóf umræðu um eitt tabúmálið í viðbót. Sem betur fer er ég löngu hætt að taka mark á því sem þessi málverji lætur frá sér fara, og fleiri hér í samkórnum. Dæmi bara hver fyrir sig um málefnalegan málflutning hans og fleiri hér. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthild...l/entry/470962/

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir ganga langt í að sverta og reyna að meiða og eyðileggja. Ef málflutningurinn hentar ekki persónulegri trú þeirra sjálfra, þá er allt gert til að koma höggi á, eða niðurlægja viðkomandi.

Ég gef ekki mikið svona svona málflutning. Og ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari umræðu, vildi bara koma þessu á framfæri, þar sem greinilega er ráðist að mér og því sem ég stend fyrir.

Ég var ekki að ráðast að þér persónulega á þessum þræði. Var einfaldlega spurður spurninga um einhvern yfirlýstan FF sem hefði tekið þátt í vændisumræðunni. Nefndi þar þitt nafn.

En það sem ég var að fjalla um á þessum þræði er að mér finnst athyglisvert að línur skuli liggja með þessum hætti í þessum tveimur málum. Það er að töluverðu leiti sama fólkið sem tekur þátt í þessum tveimur umræðuefnum og línur virðast liggja eins. Þannig virðist að einhverju leiti sama gildismat liggja að baki þessum tveimur ólíku málaflokkum. Það kom mér á óvart. Þeir sem vilja berjast gegn vændi virðast líka vilja berjast gegn því að alið sé á fordómum gegn útlendingum. Að sama skapi virðist það vera sama fólkið sem tekur undir útlendinga andúð FF og sem sér margt jákvætt við vændið. Mér finnst það athyglisvert.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ætli þráðarstofnandi hér sé ekki dæmigerður málsvari fyrir þöggunarsinna. Nú er látið að því liggja að ég sé rasisti, vegna þess að ég tók upp mál frá Kastljósi og hóf umræðu um eitt tabúmálið í viðbót. Sem betur fer er ég löngu hætt að taka mark á því sem þessi málverji lætur frá sér fara, og fleiri hér í samkórnum. Dæmi bara hver fyrir sig um málefnalegan málflutning hans og fleiri hér. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthild...l/entry/470962/

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir ganga langt í að sverta og reyna að meiða og eyðileggja. Ef málflutningurinn hentar ekki persónulegri trú þeirra sjálfra, þá er allt gert til að koma höggi á, eða niðurlægja viðkomandi.

Ég gef ekki mikið svona svona málflutning. Og ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari umræðu, vildi bara koma þessu á framfæri, þar sem greinilega er ráðist að mér og því sem ég stend fyrir.

Hér hefur lengi viðgengst mafía sem hefur það að markmiði sínu að kúga og sverta þá einstaklinga sem eru ekki á "réttu" línunni. Meðulin sem notuð eru, eru ýmiskonar. Allt frá því að gera viðkomandi tortryggilegan, stunda einelti í garð hans í það að bera út áburð um viðkomandi að hann sé morðingi og nauðgari.

Þetta hefur viðgengst hér á vefnum frá upphafi.

Kannski kominn tími á að þú upplifir hluta "meðferðarinnar"

Ég var ekki að ráðast að þér persónulega á þessum þræði. Var einfaldlega spurður spurninga um einhvern yfirlýstan FF sem hefði tekið þátt í vændisumræðunni. Nefndi þar þitt nafn.

En það sem ég var að fjalla um á þessum þræði er að mér finnst athyglisvert að línur skuli liggja með þessum hætti í þessum tveimur málum. Það er að töluverðu leiti sama fólkið sem tekur þátt í þessum tveimur umræðuefnum og línur virðast liggja eins. Þannig virðist að einhverju leiti sama gildismat liggja að baki þessum tveimur ólíku málaflokkum. Það kom mér á óvart. Þeir sem vilja berjast gegn vændi virðast líka vilja berjast gegn því að alið sé á fordómum gegn útlendingum. Að sama skapi virðist það vera sama fólkið sem tekur undir útlendinga andúð FF og sem sér margt jákvætt við vændið. Mér finnst það athyglisvert.

Hvers vegna er þér svo mikið í mun að draga fólk í dilka?

Hvers vegna reynir þú ekki einu sinni að vera ærlegur og segir bara hreint út, að þeir sem séu ósammála þér séu fífl?

Þér að segja, þá ertu að segja það með stofnun svona þráðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er alls ekki að segja að þeir sem eru ósammála mér séu fífl. Að minnsta kosti ekki allir. Í gær var ég til dæmis samherji Keops á einum þræði, vitnaði í hann og gerði hans orð að mínum. Á sama tíma vorum við að hnakk rífast um annað mál á öðurm þræði. Nefni þetta bara sem dæmi.

En varðandi þessi tvö ólíku mál þá eiga þau það sameiginlegt að umræðan hefur oft einkennst að populisma eða lýðskrumi. Þá eiga báðir þessir málaflokkar það sameiginlegt að verið er að nýðast á fólki sem er illa statt félagslega. Ég veit samt að það eru ekki allt fífl sem það gera.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ætli þráðarstofnandi hér sé ekki dæmigerður málsvari fyrir þöggunarsinna. Nú er látið að því liggja að ég sé rasisti, vegna þess að ég tók upp mál frá Kastljósi og hóf umræðu um eitt tabúmálið í viðbót. Sem betur fer er ég löngu hætt að taka mark á því sem þessi málverji lætur frá sér fara, og fleiri hér í samkórnum. Dæmi bara hver fyrir sig um málefnalegan málflutning hans og fleiri hér. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthild...l/entry/470962/

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir ganga langt í að sverta og reyna að meiða og eyðileggja. Ef málflutningurinn hentar ekki persónulegri trú þeirra sjálfra, þá er allt gert til að koma höggi á, eða niðurlægja viðkomandi.

Ég gef ekki mikið svona svona málflutning. Og ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari umræðu, vildi bara koma þessu á framfæri, þar sem greinilega er ráðist að mér og því sem ég stend fyrir.

Mér finnst þetta einkennilegt innlegg hjá cesil (og þó ekki), sem einnig starfar sem stjórnandi hér. Að sjálfsgagnrýni hennar nái ekki lengra en það að hún skuli í sama innleggi og þar sem hún kveinkar sér fyrir að á hana sé ráðist, hún dregin í dilk, þá gerir hún nákvæmlega það sama. Kallar manninn þöggunarsinna, þar sem hann er henni ekki sammála og kallar þá sem eru á sömu línu og þráðrstofnandi samkór. Ég tek þó undir orð hennar en beini þeim til baka til hennar,

"Það er alveg ótrúlegt hvað sumir ganga langt í að sverta og reyna að meiða og eyðileggja. Ef málflutningurinn hentar ekki persónulegri trú þeirra sjálfra, þá er allt gert til að koma höggi á, eða niðurlægja viðkomandi."

Cesil hefur átt margar góðar greiningar og heilræði, það er verst að hún virðist ekki taka þær jafnt til sín eins og þetta innlegg hennar sannar.

Trúlega má um bæði cesil og Orville segja að þau sjái flísina í auga hvors annars en ekki bjálkann í sínu eigin, og er cesil ábyrgðarmaður vefsins þar engu skárri en sá sem hún agnúast helst út í.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ætli þráðarstofnandi hér sé ekki dæmigerður málsvari fyrir þöggunarsinna. Nú er látið að því liggja að ég sé rasisti, vegna þess að ég tók upp mál frá Kastljósi og hóf umræðu um eitt tabúmálið í viðbót. Sem betur fer er ég löngu hætt að taka mark á því sem þessi málverji lætur frá sér fara, og fleiri hér í samkórnum. Dæmi bara hver fyrir sig um málefnalegan málflutning hans og fleiri hér. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthild...l/entry/470962/

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir ganga langt í að sverta og reyna að meiða og eyðileggja. Ef málflutningurinn hentar ekki persónulegri trú þeirra sjálfra, þá er allt gert til að koma höggi á, eða niðurlægja viðkomandi.

Ég gef ekki mikið svona svona málflutning. Og ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari umræðu, vildi bara koma þessu á framfæri, þar sem greinilega er ráðist að mér og því sem ég stend fyrir.

:blink:

Eitthvað á ég erfitt með að ná þessu. Er þráðastofnandi að blanda sér í þessar umræður á blogginu þínu? Mér sýnist þetta nú að mestu leyti vera einhver blogg-jákór, fyrir utan auðvitað Katrínu Önnu sem er líka eina manneskjan sem hefur eitthvað vitrænt fram að færa þarna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég er alls ekki að segja að þeir sem eru ósammála mér séu fífl. Að minnsta kosti ekki allir. Í gær var ég til dæmis samherji Keops á einum þræði, vitnaði í hann og gerði hans orð að mínum. Á sama tíma vorum við að hnakk rífast um annað mál á öðurm þræði. Nefni þetta bara sem dæmi.

En varðandi þessi tvö ólíku mál þá eiga þau það sameiginlegt að umræðan hefur oft einkennst að populisma eða lýðskrumi. Þá eiga báðir þessir málaflokkar það sameiginlegt að verið er að nýðast á fólki sem er illa statt félagslega. Ég veit samt að það eru ekki allt fífl sem það gera.

Ekki er ég að ræða eitt né neitt um innflytjendur. Og ekki er ég að níðast á þeim greyum sem kjósa að stunda einhverja aðra iðju þótt mér þyki hún ekki eftirsóknarverð.

Það gera hins vegar aðrir og það all hressilega. Óhætt að segja að svona fordómar og hatur valdi tjóni og kannski ekki ófáar konur sem stunda þá ijðu sem endi líf sitt, enda hvaða manneskja getur lifað til lengdar undir svona mikilli fyrirlitningu og útskúfun?

Og ekki er ég að spyrða saman í hóp þá sem hafa ekki hundsvit á efnahagsmálum en virðast vera 100% samstíga í púritanisma og fáfræði í öllu sem lítur að mannlegu atferli.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ætli þráðarstofnandi hér sé ekki dæmigerður málsvari fyrir þöggunarsinna. Nú er látið að því liggja að ég sé rasisti, vegna þess að ég tók upp mál frá Kastljósi og hóf umræðu um eitt tabúmálið í viðbót. Sem betur fer er ég löngu hætt að taka mark á því sem þessi málverji lætur frá sér fara, og fleiri hér í samkórnum. Dæmi bara hver fyrir sig um málefnalegan málflutning hans og fleiri hér. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthild...l/entry/470962/

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir ganga langt í að sverta og reyna að meiða og eyðileggja. Ef málflutningurinn hentar ekki persónulegri trú þeirra sjálfra, þá er allt gert til að koma höggi á, eða niðurlægja viðkomandi.

Ég gef ekki mikið svona svona málflutning. Og ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari umræðu, vildi bara koma þessu á framfæri, þar sem greinilega er ráðist að mér og því sem ég stend fyrir.

Þetta kemur nú að hánorðan. :) Ég hef ekki lent í jafn miklu persónulegu skítkasti frá neinum málverja eins og höfundi þessa innleggs.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.