Sign in to follow this  
Followers 0

Innflutningur - Hverjum er best treystandi til að

3 posts in this topic

Posted

Er að kaupa smávegis frá vöruhúsi í USA til að selja hér á landi, og hringdi um daginn í aðila sem tekur að sér að gera tollskýrslur, til að spyrjast fyrir um hvað kostar að gera toll skýrslu og hvaða gjöld væru á þessari vöru. Sú sem ég fékk samband við gat sagt mér hvað kostaði að gera tollskýrslu, en vissi ekki hver tollurinn var. Ég veit, skv. fyrri reynslu fyrir nokkrum árum, að það þarf sérstaklega yfirlýsingu frá seljanda ef varan er framleidd í Evrópu, til að sú vara verði ekki gjaldfærð sem tollskyld. En ég var að heyra ljóta sögu í dag hjá kunningjakonu sem rekur fyrirtæki, smásala/kvenfatnaður. Hún flutti inn sendingu fyrir 2 árum og borgaði uppsett hefðbundin gjöld: vsk og annað, en ekki toll, þar sem varan var framleidd í Evrópu. En núna er hún að fá bakreikning uppá hálfa milljón, þar sem að þessi 1/2 milljón felur í sér tolla ásamt vöxtum. Þessi bakreikningur getur riðið rekstri hennar að fullu. Eftir því að mér skilst, að þá má aðili flytja út, inn til Íslands, ákveðið hámarksmark vara, án þess að viðtakandi þurfi að greiða toll af vörunum frá Evrópu. En ef innflutt magn fer yfir ákveðna upphæð, þarf að greiða toll af allri upphæðinni, eins og téð kunningjakona mín er að lenda í. Hvernig eiga einyrkjar að vita um reglur og reglugerðir varðandi innflutning? Hvernig er með svona? Ef aðili kaupir þjónustu hjá fyrirtæki sem sér um tollmeðferð á svona vörum, á sá aðili ekki að vera meðvitaður um reglur og reglugerðir, þannig að innflutningsaðili þurfi ekki að fá bakreikninga tveimur árum eftirá? Hver er ábyrgur í svona máli að ykkar mati? Ef t.d. svona þjónustufyrirtæki sem gerir tollskýrslur fyrir einstaklinga í rekstri, á slíkt fyrirtæki ekki að sjá til þess að sá sem kaupir þjónustuna, og greiðir fyrir hana, fái fulla þjónustu, án þess að þurfa að velta því fyrir sér tveimur árum síðar hvort hann/hún eigi að leggja upp laupana vegna himinhárra reikninga (með vöxtum) eða að reyna að þrauka með eigin rekstur, án þess að geta greitt sér laun svo mánuðum skipti? En endaspurningin er: hvaða fyrirtæki er best í að þjónusta einyrkja í tollskýrslugerð, án þess að viðkomandi þurfi að horfast á við niðurfellingu reksturs eftir 2 ár eða jafnvel gjaldþrot, vegna handvammar við tollskýrslugerðarinnar?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Sá sem gerði skýrsluna er klárlega ábyrgur. Ég myndi halda að þessi vinkona þín ætti væna kröfu á hendur þeim sem gerði skýrsluna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Posted

Tala fyrst við tollinn 5 600 300. Geta reyndar sumir verið hálf erfiðir, góðar líkur á að lenda á sæmilegum viðmælanda.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.