Sign in to follow this  
Followers 0
Siggi Sóló

Stöð 2 býr til fréttir

85 posts in this topic

Á bloggsíðu Jens Guðs er sagt frá upptökum sem til eru af því þegar Lára Ómarsdóttir fréttakona á Stöð 2 býðst til að finna einhvern til að kasta eggjum fyrir beina útsendingu stöðvarinnar frá Rauðavatni í gær.

Ef rétt reynist má ætla að hún verði að taka pokann sinn og þá væntanlega ásamt yfirmanni fréttastofunnar, Steingrími Ólafssyni.

Það fer varla hjá því að hann beri ábyrgð á svona hlutum.

Gaman væri líka að fá upplýst hvort sviðsetning frétta er venja fremur en undantekning hjá Stöð 2.

Jens Guð:

Stöð 2 sviðsetti myndskreytingu við frétt af nuddi lögreglu og mótmælenda

Í þætti Halldórs E. og Sverris Stormskers á Útvarpi Sögu í dag (á milli klukkan 16.00 - 18.00) spiluðu þeir hljóðupptöku af því þegar Lára Ómarsdóttir, fréttakona á Stöð 2, var í hringiðu nuddsins við Suðurlandsveg í dag og ræðir við tæknimenn um það hvernig standa eigi að vinnslu fréttar. Þar heyrist Lára segja skýrt og greinilega:

- Ég get nú kannski fengið einhvern til þess að kasta eggi rétt á meðan við erum "life" á eftir.

Og hvað sást þegar sent var út "life"? Jú, mikið rétt: Eggjakast.

Ég hef undir höndum hljóðupptökuna af samtali Láru við tæknimenn. Vandamálið er að ég kann ekki að setja hana inn á bloggið. En þátturinn með Halldóri E. og Sverri Stormsker er endurspilaður á Útvarpi Sögu á milli klukkan 10 - 12 á morgun.

Þar fyrir utan er góð regla að hlusta á þátt þeirra Halldórs og Sverris alla miðvikudaga á Útvarpi Sögu. Þeir félagar fara ætíð á kostum ásamt vel völdum viðmælendum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

... er þetta ekki brottrekstrarsök? fréttamaðurinn þarf amk að skýra mál sitt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég hef undir höndum hljóðupptökuna af samtali Láru við tæknimenn. Vandamálið er að ég kann ekki að setja hana inn á bloggið. En þátturinn með Halldóri E. og Sverri Stormsker er endurspilaður á Útvarpi Sögu á milli klukkan 10 - 12 á morgun.

Egg.mp3

Share this post


Link to post
Share on other sites

Brottrekstrarsök??? Eruð þið alveg ga ga?

Meðan dæmdur ritþjófur getur unnið sem prófessor, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hún haldi áfram starfi sínu. Enda eru fréttir orðnar ekkert annað en skemmtiefni svo þetta er bara fínt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er ótrúlegt á að hlusta. Það er ekki betur að heyra en að hún sé að ræða við einhvern yfirmann hjá stöðinni.

Í viðtali við dv.is segist Lára aðeins hafa verið að grínast, af þessari upptöku er klárt að það er uppsuni hjá henni.

Hún og hennar yfirmaður hljota að axla ábyrgð í þessu máli. Klárlega geta þau ekki krafist þess að viðmælendur þeirra sýni ábyrgð ef þau gera það ekki sjálf.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já Góðan daginn.

en þetta er örugglega samt ekki í fyrsta sinn sem fréttir eru búnar til

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já Góðan daginn.

en þetta er örugglega samt ekki í fyrsta sinn sem fréttir eru búnar til

Óafsakanlegt samt.

Fullkominn dómgreindarbrestur hjá Láru og hennar yfirmönnum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Frekar hallærislegt svo ekki sé meira sagt. Trúverðugleikinn horfinn út í veður og vind.

Svona nokkuð finna fréttamenn ekki upp hjá sjálfum sér nema þeir viti að yfirmenn sínir samþykki og vilji svona vinnubrögð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Frekar hallærislegt svo ekki sé meira sagt. Trúverðugleikinn horfinn út í veður og vind.

Svona nokkuð finna fréttamenn ekki upp hjá sjálfum sér nema þeir viti að yfirmenn sínir samþykki og vilji svona vinnubrögð.

.. einmitt og lítil hætta á að hún fái að fjúka ef hún er að spalla við td "fréttastjóra"

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held nú að fréttastjórinn ætti fyrst og fremst að fjúka, eða eru menn búnir að gleyma því hvernig Steingrímur notaði fréttir Stöðvar 2 í Jónínu Bjartmars-málum? Maðurinn er ekki kallaður spunameistari Framsóknarflokksins fyrir ekki neitt

Share this post


Link to post
Share on other sites

Finnst ykkur í alvöru Rúv með sínar ríkis-sleikju fréttir vera skárri? Fljótfært að dæma alla stöðina eftir einni hljóðupptöku.

Ætla samt ekki að verja þetta neitt sérstaklega... en samt er ég að spá hvort hún hafi ekki bara verið að biðja um endurtekningu á einhverju sem gerðist áður (og ekki náð á myndband)? Það er samt sem áður óheiðarlegt en samt sem áður skárra en ef þetta væri algjörlega hugmynd fréttamanna. Ég efast um að öll eggköst þarna hafi verið á þeirra vegum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gráglettin ummæli til spennu losunar!

Hvað verður það næst. Getur það verið að fréttahaukarnir séu yfirspenntir svona dagsdaglega, ja miðað við fréttaflutning þeirra mætti það vel vera, en hvernig væri að þeir hefðu eitthvað spennulosandi á sér til að gleypa, við vitum jú og höfum vitað lengi að þeir fara jú á barinn, ja eftir vinnu skulum við segja, jú mikið rétt til að losa á spennunni.

Hvaða fólk er það sem sækir í að vera fréttamenn, spennufíklar, getur það verið, er það ekki sjúkdómur að vera spennufíkill, ja ég meina það er talið vera sjúkdómur að vera fíkill, þið vitið dópfíkill, alkaófíkill, vinnufíkill, spilafíkill og svo nú er þessi sjúkdómur að fara með fréttahaukana okkar svo til vandræða horfir.

Ekki ætla ég að fara fram á að fréttamenn séu hlutlausir, þeir mega hafa sínar skoðanir, allt annað væri óeðlilegt, það eru bara fífl sem eru skoðanalaus og ekki viljum við hafa fréttamenn sem eru fífl, eða er það. Nei ég held að enginn óski þess, en þá væri það sjálfsagður hlutur að við almenningur vitum hverjar skoðanir fréttamanna eru, svo fréttamenn talið út frá hjartanu og ykkar eigin sannfæringu, þykist ekki vera hlutlaus, það er einn versti löstur fréttamanns þegar hann er að rembast við að sýnast hlutlaus og hlýfið okkur við skoðana lausu bulli. Öll þekkjum við þann ágæta frétta og þáttagerðarmann Ómar Ragnarsson og öll sem fylgjumst með þjóðfélagsmálum vitum að þar fer ekki skoðanalaust fífl heldur þvert á móti maður sem óhræddur tjáir skoðanir sínar bæði sem fréttamaður, einkapersónu eða sem stjórnmálamaður, takið ykkur Ómar til fyrirmyndar, sem fréttamann, nú er til góður íslenskur málsháttur sem segir "ekki fellur eplið langt frá eikinni", Lára þú mátt taka þér hann föður þinn til fyrirmyndar í þínum vinnubrögðum sem fréttamaður. Í guðsbænum ekki falla í þá gryfju að þykjast vera eitthvað en þú sjálf ert, segðu sannleikann hversu sár sem hann kann að vera.

"Vísir, 24. apr. 2008 17:40

Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur

Lára Ómarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2. Lára Ómarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2 hefur sent frá sér yfirlýsingu. Í beinni útsendingu á Vísi í gær spurði Lára útsendingarstjóra hvort hún ætti að finna einhvern sem væri tilbúinn til að kasta eggi í átt að lögreglunni þegar mótmælið við Rauðavatn stóðu sem hæst í gær. Yfirlýsing Láru er eftirfarandi:

Reykjavík, 24. apríl 2006

Vegna ummæla minna sem fyrir mistök heyrðust í beinni útsendingu á vísi.is í gær vil ég taka eftirfarandi fram.

Á orðunum mátti skilja að ég væri reiðubúin til að sviðsetja atburði fyrir myndavélar Stöðvar 2. Það dytti mér aldrei í hug að gera enda brot á grundvallarreglum blaðamennsku.

Þetta var sagt í fullkomnum hálfkæringi og einungis ætlað eyrum samstarfsmanns. Það dytti engum minna samstarfsmanna í hug að taka orð af þessu tagi bókstaflega en alþekkt er að á milli okkar fjúki ýmislegt gráglettið. Stundum er það til spennulosunar á álagsstund.

Mér þykir afar miður að þessi orð skuli hafa farið fyrir eyru almennings og að það hvarfli að einhverjum að draga trúverðuleika minn, eða minna samstarfsmanna, í efa á forsendum þessara mistaka. Það ætti að vera næsta augljóst að þessi ummæli voru ekki sett fram í alvöru og ég ítreka að sviðsetning atburða í fréttatíma er svo alvarlegt brot á meginreglum míns starfs að ég léti mér slíkt aldrei til hugar koma.

Lára Ómarsdóttir

Fréttamaður á Stöð 2"

Share this post


Link to post
Share on other sites

Systkinin stóðu sig illa í gær.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Voðalegt rugl er þetta.

Það voru aldrei neinar fréttir búnar til. Ef menn hafa ekki húmor fyrir þessu og trúa þess vegna ekki að þetta hafi verið sagt í gríni þá er það allavega staðreynd að engar fréttir voru búnar til.

Það væri því fráleitt að reka Láru.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Voðalegt rugl er þetta.

Það voru aldrei neinar fréttir búnar til. Ef menn hafa ekki húmor fyrir þessu og trúa þess vegna ekki að þetta hafi verið sagt í gríni þá er það allavega staðreynd að engar fréttir voru búnar til.

Það væri því fráleitt að reka Láru.

http://andresm.eyjan.is :LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites
Voðalegt rugl er þetta.

Það voru aldrei neinar fréttir búnar til. Ef menn hafa ekki húmor fyrir þessu og trúa þess vegna ekki að þetta hafi verið sagt í gríni þá er það allavega staðreynd að engar fréttir voru búnar til.

Það væri því fráleitt að reka Láru.

Því miður var þetta hrikalegt áfall fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Fréttakona var uppvís að því að falsa frétt, fá fólk til að kasta eggjum til að hafa meiri hasar í fréttinni. Hjá hvaða alvöru fréttamiðli sem er væri slíkt brottrekstrarsök. Í gær og í dag var þetta aðeins brottrekstsrarsök fyrir Láru Ómarsdóttur, en eftir að fréttastjórinn brást ekki við í dag er þetta orðið á ábyrgð hans. Eftir það verður hvorki hægt að taka mark á þessari fréttastofu né hefur hún siðferðilegan styrk til þess að takast á við það, sem er að í samfélaginu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Voðalegt rugl er þetta.

Það voru aldrei neinar fréttir búnar til. Ef menn hafa ekki húmor fyrir þessu og trúa þess vegna ekki að þetta hafi verið sagt í gríni þá er það allavega staðreynd að engar fréttir voru búnar til.

Það væri því fráleitt að reka Láru.

Hélt satt að segja að þú værir betur gefinn en þetta.

Rödd Láru er greinileg á upptökum þar sem hún ákveður að fá einhverja til að kasta eggjum, ekkert grín eða húmor er þar á ferð.

Enda upphófst eggjakast um leið og stöðin kom læv af vettvangi.

það á að reka Láru og þá yfirmenn hannar sem leggja blessun sína yfir svona vinnubrögð.

Steingrímur Ólafsson er ljóslega óhæfur yfirmaður fréttastofu.

Þess vegna á hann líka að pakka sínu dóti og hverfa á braut.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Konan sýndi einstaka heimsku "óvart" í beinni útsendingu.

Konan sýnir einstaka heimsku með að reyna að snúa málinu upp í að um grín hafi verið að ræða.

Heimskingjar trúa henni, og eða þykjast gera það.

Þeir halda líka að tunglið sé úr osti.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hélt satt að segja að þú værir betur gefinn en þetta.

Rödd Láru er greinileg á upptökum þar sem hún ákveður að fá einhverja til að kasta eggjum, ekkert grín eða húmor er þar á ferð.

Enda upphófst eggjakast um leið og stöðin kom læv af vettvangi.

það á að reka Láru og þá yfirmenn hannar sem leggja blessun sína yfir svona vinnubrögð.

Steingrímur Ólafsson er ljóslega óhæfur yfirmaður fréttastofu.

Þess vegna á hann líka að pakka sínu dóti og hverfa á braut.

Þráðurinn er um frétt sem Stöð 2 á að hafa búið til. Þessi upptaka, sem ég af einhverjum ástæðum næ ekki sambandi við, er um að búa til þessa frétt. En hvar er fréttin sjálf?

Hún er væntanlega ekki til. Þess vegna er fyrirsögnin röng hvort sem Lára er að segja rétt frá eða ekki.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.